Helgafell - 01.04.1943, Blaðsíða 62

Helgafell - 01.04.1943, Blaðsíða 62
198 HELGAFELL hafi horfið með þeim löndum, er skópu þau. Þó kunnu t. d. Egyptar ýmis- legt fyrir sér, því að enn hefur enginn getað skýrt, hvernig þeim mátti takast að byggja pýramídana, hafi þeir ekki haft önnur verkfæri en þau, sem fundizt hafa eftir þá. En hvað sem öðru líður, þá bjargaðist merkasta menn- ingartæki allra tíma úr eyðingunni miklu. Mannkynið var laugað og endur- skírt í hörmungum svo ægilegum, að gnýr þeirra dynur enn í sögnum vor- um, eftir eitt hundrað og fjörutíu til tvö hundruð aldir. En ef til vill var engu glatað, í raun og veru, því ritstíllinn, penninn, var enn til, og menn, sem kunnu með hann að fara. Það ber lítið á mannkyninu um langa hríð eftir heimsendi þenna. Þó hefur það lifað og þjáðzt og glaðzt sem fyrr. — Dulfræðingar halda því fram, að mestu hamingjutímar jarðar vorrar séu ávallt á ,,milli tungla“, þ. e. þegar enginn máni fylgir henni. Haldið er, að þeir hafi verið margir, og það er tiltölulega stutt síðan plánetan Lúna, tungl vort, ánetjaðist jörð- inni og tók að sveima kringum hana. Einnig hún á fyrir sér sömu örlög og tertíermáninn: að koma nær og nær, stöðvast, þ. e. hreyfast á ægiferð yfir vissum hluta jarðarinnar, og springa síðan. Þá kemur nýr heimsendir. — í blöðum veraldarinnar birtist frétt ein vorið 1936, sem litla athygli vakti: Tunglið hafði hratað nokkrum mínútum innar á braut sinni. Aðeins stjörnu- fræðingar urðu þess varir. — Talið er, að plánetan Venus muni verða næsta tungl jarðar vorrar. Þá verður líf í tuskunum ! Það ríki, sem næst skín í bjartastri menningardýrð, eftir hin sokknu ævintýralönd, er ekki Egyptaland, Assúr né Babylon, þótt öll séu þau glæsi- leg á sína vísu. Það var hið mikla flotaríki, heimsveldið á eyjunni Krít. Einhver fyrsta vísa, sem ég festi mér í minni, var um kónginn á Krít, og fjallaði aðallega um mataræði þessa þjóðhöfðingja. Man ég, að mér þótti honum allslælega skammtað, því að ekki var þar annað til rétta veitt en barnasaur og ofan í kaupið blár. Eftir að ég komst á legg, rakst ég oft á ýmislegt viðvíkjandi þessari fögru eyju, og loks barst mér í hendur rit- verk Sir Arthur Ewans um rannsóknir hans á rústunum í Knossos og fleiri borgum hins forna ríkis: ,,The Palace of Minos“. Bókin er eitthvað á fjórða þúsund blaðsíður, ef ég man rétt, enda starf heillar mannsævi, og myndirnar í henni skipta þúsundum. En nokkru áður en ég las þessa bók, hafði það fyrirbæri skeð, að sjálf þróun menningarinnar var farin að taka á sig mannsmynd í huga mínum. Ég hafði reynt að rekja feril hennar utan úr rökkri fjarlægra alda, og öðru hvoru bar ljóma hennar við himin, en á stundum sást naumast glæta. Samt þóttist ég þess fullviss, að eldurinn væri æ hinn sami, þótt misjafnt brynni. Viðleitni andans varð hvorki stöðvuð né fullkomnuð. Blómleg menningar- kerfi uxu upp af langri og örðugri framþróun; sum þeirra voru óviðjafnan- lega glæsileg og fögur, eins og tími hinna síðustu Mínosa á Krít. En öll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.