Helgafell - 01.04.1943, Blaðsíða 18

Helgafell - 01.04.1943, Blaðsíða 18
156 HELGAFELL í sumum sveitum landsins, að bera á sér slíka hluti. AnnaS líkanið fannst í landnámi Helga hins magra, sonar Eyvindar austmanns. Hitt kom í leit- irnar þar í sveit, sem Freysdýrkandinn Þorkell hái og Geiri austmaður, faðir Glúms skálds, námu land að öndverðu. FornleifaauÖur Norðmanna frá vík- ingaöld geymir engar hliðstæður þessara líkana. Á hinn bóginn eru þær kunnar í Freysdýrkendalandinu Svíþjóð. Um íslenzku smámyndirnar farast Hákon Shetelig orð á þessa leiS: ,,ÞaÖ eru tvær litlar mannsmyndir, líkön, sem ekki eiga sinn líka í Noregi og ekkert sér skylt nema nokkur sænsk smálíkön úr bronsi“. HaustiS 1936 var H. Shetelig hér á ferð og skoðaÖi þá þjóðminjasafnið. Um athuganir sínar þar hefur hann ritaS mjög athyglisverða ritgerð. Shetelig undraÖist það stórum, er hann rakst á allmarga gripi í safninu frá víkinga- öld, af austnorrænni gerð og tízku. Hann nefnir í því sambandi ,,tvær kringlóttar smánælur með bronsiþynnum hangandi við í smáfestum“ og segir: ,,Þannig lagaðir skrautgripir hafa aldrei fundizt í Noregi frá víkinga- öldinni, en þeir eru sérstaklega einkennilegir fytir baltiskan smekk í bún- ingi kvenna“. Þá minnist Shetelig á tvo reiðtygjahringi úr bronsi, sem honum virtist ,,benda á sænsk-baltisk áhrif á íslandi“, og sex döggskó af sverð- slíðrum, einnig úr bronsi. Um döggskóna farast honum meðal annars svo orð: „Hvergi koma þessir döggskór fram sem svo glöggt fyrirbrigÖi í menn- íngunni, eins og þeir eru það á íslandi, nema í sænskum löndum við Eystra- salt og í Rússlandi. Verður þaS ekki skýrt á annan hátt en að íslendingar hafi, þegar á fyrsta tímabili sögu sinnar, brotið sér braut til sjálfstæðra menningar-viðskipta og -sambanda fram hjá Noregi, að þeir hafi, þegar svo snemma á öldum, verið ekki einungis útfluttir Norðmenn, heldur komnir áleiðis á sinni eigin braut sem sérstök þjóð útaf fyrir sig. ÞaS má svo virÖast sem döggskór af sverðslíðrum sé heldur lítils háttar atriði, en vér höfum leyfi til að taka svo mikið tillit til þeirra, vegna þess hversu fáir forngripir hafa varðveitzt á íslandi frá víkingaöldinni, og það því fremur, sem hér er ekki aðeins að ræða um innflutta tilbúna hluti, heldur einnig um nokkra frumlega íslenzka hluti úr bronsi, tilbúna eftir gerðum, sem framandi eru fyrir Noreg“. Sagnirnar um smálíkönin voru bundnar við tvö hirðskáld og ættföður merkrar skáldaættar. AS öllum líkindum eru þær upprunnar í hinum miklu frjósemisdýrkenda- og skálda-héruÖum Vatnsdal og Hvammsfjarðarbyggð- um. Það liggur nú beint við að athuga fundarstaði þeirra gripa, sem hinn ágæti norski fornleifafræÖingur telur sérstaklega benda á sænsk-baltisk áhrif hér á landi. Ber þá jafnframt að gefa gaum öðrum fornum menningarminj- um í grennd fundarstaÖanna. Smálíkönin tvö úr Eyjafirði og Mývatnssveit, sem á var drepið, gefa fyrirfram nokkrar vonir um árangur, þótt ætla mætti hið gagnstæða að órannsökuÖu máli. Skal hefja athuganirnar á Austur-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.