Helgafell - 01.04.1943, Blaðsíða 113

Helgafell - 01.04.1943, Blaðsíða 113
BRÉF FRÁ LESENDUM 249 grundvöllur sannrar menntunar, og jafnvel þó að menn hafi komizt að þeirri niðurstöðu, eins og Kr. E., að sönn menntun sé fólgin í ,,hinu akademiska“, þá er það einnig margvíslegt deilu- mál, hvað er ,,akademiskt“ og hvað ,,hvers- dagslegt“. Jafnvel flestir ,,hinna akademisku“ þurfa að eyða miklum hluta ævi sinnar í það ,,hversdagslega“: Lögfræðingurinn í hversdags- legar innheimtur og þrætur, læknirinn í hvers- dagslega kvilja, kennarinn í hversdagsleg beyg- ingardæmi og presturinn í skírnir og jarðarfar- ir, meðan mannfólkið heldur þeim ,,hversdags- lega“ sið, að fæðast og deyja. Ég held, að það sé stundum erfitt að leggja landamærin milli ,,hins akademiska“ og ,,óakademiska“ í námi manna. Hvers vegna er reikningur stjörnu- fræðinga og verkfræðinga akademiskur en verzl- unarreikningur óakademiskur? Hvers vegna er það óakademiskt að vera ,,góður á ritvél“, eins og Kr. E. kallar það eða á reikningsvélar verzl- unarmanna, en akademiskt að reikna með töfl- um og stokkum stjörnufræðinga og verkfræð- inga? Hvers vegna er refsiréttur akademiskur, en verzlunarréttur óakademiskur? Auðvitað má stunda þessar greinar misvel. En það kemur ekki hér til greina, því að ekkert liggur fyrir um það, að t. d. sömu enskubækurnar séu lesn- ar á ,,akademiskari“ hátt í menntaskóla en í verzlunarskóla, eða yfirferðin yfir erfðakenning- ar í líffræði menntaskólans sé akademiskari en yfirferðin yfir þjóðfélagsmálakenningar í hag- fræði verzlunarskólans. Aðalatriði májsins, þeg- ar rætt er um reglugerð Verzlunarskólans og mat andstæðinga hennar á því, hvað sé akadem- iskt og óakademiskt, er það, að Háskólinn hefur sjálfur viðurkennt verzlunargreinarnar og tekið þær til kennslu og prófa á sama hátt og með sama rétti og aðrar akademiskar námsgreinar. Erumkvæðið að því, að hér var tekin upp fram- haldsfræðsla verzlunarmanna nokkuð á háskóla- visu átti Verzlunarskólinn með stofnun fram- haldsdeijdarinnar 1932. Síðan kom Viðskiptahá- skólinn, og nú hefur Háskólinn tekið að sér þessa framhaldsfræðslu og er það góð lausn niálsins. En rökrétt afleiðing þess, að Háskólinn tekur að sér verzlunarfræðsluna er sú, að hann verður að taka að sér þá nemendur, sem þeirrar fræðslu vilja og eiga að njóta. Engir eiga meiri °g sanngjarnari rétt á að njóta þeirrar fræðslu en þeir verzlunarmenn, sem áður hafa stundað ^ 5 ára verzlunarskólanám og eru fúsir til bess að leggja á sig viðbótarnám til stúdents- prófs. ^r* E. reynir að gagnrýna reglugerð þessa nýja stúdentsprófs. Honum þykir hún ýmist teygjanleg eða óákveðin eða kröfulægri en reglu- gerð menntaskólanna. Hvorugt er rétt. Orðalag- ið um sameiginlegar námsgreinar er víða tek- ið óbreytt úr reglugerð lærdómsdeildar Mennta- skólans. Svo er t. d. um ákvæðin um stærð- fræðina. Sömu orðin tákna á máli Kr. E. ,,for- smekk að vísindalegu námi“, þegar þau standa í reglugerð Menntaskólans, en eru ,,furðuleg“, þegar þau eru komin í reglugerð Verzlunar- skólans. Sérgreinar deildanna falla hins vegar eðlilega ekki saman. Efnafræði, eðlisfræði og stærðfræði er auðvitað meiri í sérfræðideildum menntaskólanna, eins og hagfræði, verzlunarrétt- ur og bókfærsla er meiri í Verzlunarskólanum. I slíkum greinum koma einmitt fram einkenni deildaskiptingarinnar. Munurinn á verzlunar- deild og stærðfræðideild er ekki meiri en mun- urinn á stærðfræðideild og máladeild. Kennslu- stundafjöldi lærdómsdeildar Verzlunarskólans verður nákvæmlega jafn og stundafjöldi í lær- dómsdeildum Menntaskólans, þó án þess, að vélritun og hraðritun séu tajdar með. 1 Ymsar greinir bókfærslu og stærðfræði verða kenndar um 44 vikustundir. Er þar því um ákveðnar höfuðnámsgreinar að ræða, jafnframt málunum, sem eru aðrar megingreinar allra verzlunar- skóla. Erlendu málin verða kennd eins mikið eða meira en í máladeildum menntaskólanna, latína eins og í stærðfræðideild og franska eins mikið eða meira. Landafræði er sú sama. Saga hefur verið minni í Verzlunarskólanum, en er nú aukin og teknar upp sömu bækur og í lær- dómsdeild Menntaskólans. Verzlunarréttur, hag- fræði og vörufræði eiga að mæta sumum grein- um náttúrufræðinnar, en aðrar eru kenndar í Verzlunarskójanum. Kennslubækurnar í t. d. ís- lenzku, ensku og þýzku eru ýmist alveg þær sömu í Verzlunarskóla og Menntaskóla eða svo sambærilegar, að nám og prófkröfur falla mjög saman í hliðstæðum bekkjum. Sum staðar eru þær meiri í Verzlunarskólanum, t. d. í ensku og þýzku til 4. bekkjar prófs (þýzka 7 st. í M., en 15 st. í V., enska 18 st. í M., en 20 (23) st. í V.). Þá er ekki eftir að athuga nema eitt höfuðatrið- ið í grein Kr. E., það, að Verzlunarskólinn hefði ekki átt að fá stúdentsprófsréttindi, af því að hann er einkaskóli. Þó bregður svo við, að hann 1) Því miður hafa í reglugerðinni brenglazt milli dálka tölur um kennslustundafjölda, en heildar- og samlagningartölurnar eru réttar eins og stundafjöldinn á að vera,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.