Helgafell - 01.04.1943, Blaðsíða 9

Helgafell - 01.04.1943, Blaðsíða 9
UMHORF OG VIÐHORF 147 málaástæðum. Svo er Tímanum fyrir að þakka, að fært er að gera þeim rógi full skil með einu dæmi úr blaðinu sjálfu. 8. júní síðastl. birtist þar eitt hið allra ó- fremdarlegasta plagg, sem fram hefurkom- ið í þessu máli, undir dulnefninu „Vestfirð- ingur“.í Blaðinu hefur þótt slíkur fengur í þessum vitnisburði, að það sæmir hann feitletruðum formála frá sjálfu sér, þar sem segir m. a., að nær allir nema „sauð- svörtustu kommúmstar“ séu hissa og hneykslaðir á úthlutun nefndarinnar. — í grcininni sjálfri telur höfundur síðan fram í einni lotu a. m. k. þrjá flokksbundna „kommúnista“, auk ýmissa hálfrefa, er nefndin hafi „sett hjá“, sér til dómsáfellis. Þegar við þetta bætist, að Gunnar Bene- diktsson hefur verið beittur hlutdrægni, að dómi Vigfúsar Guðmundssonar, ásamt þeirri staðreynd, að annar höfundurinn af tveim, sem nefndin neyddist til að fella nið- ur af úthlutunarlista fyrra árs, var fram- bjóðandi „kommúnista“ úr tvennum eða þrennum síðustu alþingiskosningum, verð- Ur ljóst, að Tíminn hefði, með talsvert miklum sannindum á sinn mælikvarða, get- að sakað nefndina um „kommúnista“-of- sóknir, og vöktu þær þó ekki fyrir henni. Vfirleitt hefur gagnrýnendum útlilutun- arnefndarinnar haldizt verr á málstað sín- um en vera þurfti. Jafnvel gáfaðir menn og smekkvísir, eins og Vigfús Guðmunds- son og Árni frá Múla, hafa fjallað um Þetta efni af talsverðum vanburðum. V. G. telur upp nefndinni til ávirðingar allmarga, meira og minna mæta, höfunda, sem hún hafi vanrækt. Við þetta er ekkert athuga- vert, nema sú seinheppni, að V.G. hefði eins getað gefið menntamálaráði þessa sömu á- minningu, bæði í fyrra, hittiðfyrra og árið þar áður, þótt liann léti það hjá líða. Þetta má teljast leið ósamkvæmni, þegar í hlut á maður, sem löngum hefur sýnt siðferði- 'egt hugrekki í andlegum efnum um fram allan þorra flokksbræðra sinna, auk yfir- burða um bókmenntaskyn. f grein Árna frá Múla um Gunnar Gunnarsson og úthlutun- 1) Höfundurinn kvað heita Kristján Jonsson frá Garðsstöðum, að sögn sóma- kærra flokksbræðra hans að vestan, og er nafn hans birt hér að óskum þeirra, þótt skk afhjúpun sé ómannúðlegri en ég hefði kosið. arnefnd er engu orði ofaukið um ágæti skáldsins, en hins vegar allt sjálfdautt, sem hann segir um hvatir nefndarinnar. Rök- semdafærslan er sú, að Kristinn Andrés- son, „formaður nefndarnnar“, liafi efnt til refsiaðgerða gegn Gunnari Gunnarssyni fyrir kunningsskap við Adolf Hitler. Síðan tekur við samanburður á Kr. A. í nefnd- inni og J. J. í menntamálaráði, og allt fellur í Ijúfa löð. Ég vona, að það spilli ekki ánægjunni af þessu ævintýri fyrir neinum, þótt ég upplýsi, að Adolf Hitler kom alls ekki til greina við úthlutunina. Kristinn Andrésson var alls ekki formaður nefnd- arinnar. Og þar með er sá draumur búinn. Ég sé mér ekki fært að sinna sem skyldi athyglisverðri hugmynd úr Tímanum um kjör verðlaunaskálda með þjóðaratkvæði, nokkru eftir kosningasigur útvarpshar- móníkunnar með 80% atkvæðamagni. Aft- ur á móti verður ekki gengið fram hjá því, að Jón Eyþórsson flutti lesendum sama blaðs þau ósannindi gegn betri vitund, að nefndin hefði 1 æ k k a ð laun Gunnar Gunn- arssonar um 400 krónur, þótt hún hækk- aði þau að vísu um 600 krónur. Frá þess- um meinlausa munaði Jóns Eyþórssonar er þó aöeins sagt vegna óviðfelldinna af- leiðinga fyrir hið ytra borð guðskristninn- ar í landinu. Síra Sveinn Víkingur, kristi- legur tíðindamaður Kirkjublaðsins, liélt sér vera óhætt að gera slíkt hið sama, birti ósannindin á ábyrgð biskups í 1. tölu- blaði og Iét þau standa þar óhögguð í lieilan mánuð, þrátt fyrir viðvörun í tæka tíð. Má nærri geta, hvílík raun biskupi vor- um hefur verið gerð með þessu. Það er eftirtektarvert, að allt, sem sagt hefur verið ómerkast um þetta mál, hefur komið fyrir almenningssjónir í Tímanum, eftir að Jónas Jónsson telur sig hafa lokið þar lierþjónustu. Verði framhald á þessu, hlýtur skýringin að vera sú, að kali og kauðska í garð einstakra rithöfunda og samtaka þeirra sé ófrávíkjanlegt stefnu- skráratriði ráðamanna blaðs og flokks, af eðlisgrónum eða hagbundnum ásiæðum. — Fyrri tilgátan skal látin liggja á milli hluta, en sé lotið svona Iágt eftir vanmetum ein- stakra kjósenda í strjálbýlinu, er mjög hætt við, að aðrir fullt svo eftirsóknarverðir fari þar fyrir ofan garð á meðan. Kjósendur í sveitum landsins láta ekki til lengdar afvega- leiða kynborna dómgreind sína um bækur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.