Helgafell - 01.04.1943, Blaðsíða 128

Helgafell - 01.04.1943, Blaðsíða 128
264 HELGAFELL drepa á smásögur eítir Dan Andersson og C. H. Clemmensen í ísl. þýðingu. Þá er kafli, sem nefnist Norræn svipbrigði, myndir frá Norður- löndum, kvæði á frummáli o. fl. Loks má geta þess, að Tómas Guðmundsson birtir þarna ljóð, Hcimsókn, sem er án efa eitt dýpsta og veiga- mesta kvæði hans. Hann slær þar nýjan streng. Hin ,,fagra veröld“ er horfin, og skáldið lætur sig ekki lengur dreyma undir ,,stjörnum vors- ins“. Hann horfist nú fast í augu við veruleik- ann og finnur sig Jiðsmann í baráttu þeirri, sem nú fer fram í heiminum, um örlög mannkyns- ins: Og vitund þín mun öðlast sjálfa sig, er sérðu heiminn farast kringum þig og elfur blóðs um borgarstrætin renna. Því meðan til er böl, sem bætt þú gazt, og barist var á meðan hjá þú sazt, er ólán heimsins einnig þér að kenna. Norrcen jól eru tákn þess, að norrænn sam- hugur er vel vakandi, jafnvel með afskekktustu og fámennustu þjóðinni af norrænu kyni. Símon Jóh. Agústsson. Vinsældir og áhrif Dale Carnegie: VINSÆLDIR OG AHRIF. íslenzk þýðing og formáli eftir Vilhjálm Þ. Gíslason. Fjallkonu- útgáfan. Reykjavík 1943. 216 bls. Bók þessi hefur hlotið dæmafáa úíbreiðslu í Ameríku og hefur hún verið þýdd á mörg tungumál, m. a. á dönsku. Höfundur hennar er forstöðumaður skóla í New York, þar sem kennd er umgengni, háttvísi, ræðulist, bréfaskriftir og ýmislegt varðandi útbreiðsjustarfsemi. Ritið er í sex þáttum: I. Frumatriði umgengn- innar. II. Sex leiðir til vinsælda. III. Tólf að- ferðir til að snúa fólki á þitt mál. IV. Níu ráð til að breyta við fólk án þess að móðga það eða espa. V. Bréf, sem gerðu kraftaverk. VI. Sjö ráð til að auka hamingju heimilislífsins. Af efnisyfirlitinu sést, að bókin er girnileg til fróðleiks, enda fjaljar hún um mörg vandamál daglegs lífs. Hún er skipulega og skýrt samin, þótt nokkuð kveði að endurtekningum og óþörf- um dæmum. Hún er samin handa alþýðu manna og vinsældir hennar bera því vitni, að hún fer ekki fyrir ofan garð og neðan hjá almenningi. Ymsum hættir við að vanmeta slík rit og gagn- semi þeirra. Aðrir ofmeta þau og dæma gildi þeirra eftir eintakafjöldanum, og eftir því ætti Mr. Carnegie að vera mestur allra núlifandi heimspekinga. Bókin er hvorki frumleg né djúphugsuð. Gildi hennar er í því fólgið, að höfundi hennar hefur tekizt að færa ýmis lífshyggindi í einfajdan og hversdagslegan búning. Ég hygg, að flestir séu honum sammála um fjöldamörg atriði, en önn- ur orka þó mjög tvímæla. Til dæmis þykir mér hann hafa um of fylgt lífsspeki þeirri, sem felst í málshættinum: Heiðraðu skálkinn, svo að hann skaði þig ekki. Bókin ber greinilega vitni hugs- unarhætti amerískra athafnamanna, og heim- speki höfundar miðast of mjög við ,,að komast áfram“, hvað sem það kostar. Höf. leggur rétti- lega ríka áherzlu á, að eigingirni sé ljótur löstur í fari manna, og telur hana þar að auki aðalástæð- una til þess, að menn komast ekki til þeirrar mannvirðingar, valda og álits, er þeir hafa ætlað sér. Hvað ræður hann svo þeim, sem eiga frama sinn eða afkomu undir sér voldugri mönnum eða þurfa að koma einhverju máli fram við þá? Að skoðun höfundar verður að fara að þessum valda- mönnum öllu varlegar en köttur fer kringum heitan graut. Ef ég þarf að koma máli mínu fram við einhvern ráðamann, ræður höf. mér t. d. að leggja málið á þann hátt fyrir hann, að honum finnist, að hugmyndin sé frá sjálfum honum komin. Ef ég legði málið beint og hispurslaust fyrir hann, væri hann vís til að snúast gegn því, þar sem hann fer á mis við þá ánægju, að geta eignað það sér eða sínum flokki. Ég á m. ö. o. fyrst að ginna þennan mannræfil eins og þursa og ala síðan móti betri vitund á sjálfselsku hans, ráðríki og hégómaskap. Auk þess sér lítt á, að eigingirni hafi staðið slíkum ráðamanni fyrir þrifum í valdabaráttu hans, því að það er há- mark sjálfselsku og hégómaskapar að ætla sjálf- an sig upphaf og endi allra framkvæmda og verða jafnvel að telja sér trú um, að annarra hugmyndir séu frá sjálfum honum runnar. Að öðrum kosti séu þær einskis nýtar. — Menn eru því óhæfari til að fara með völd sem þessi að- ferð ber betri árangur við þá. Með því að beita henni, geta menn náð stundarhagnaði, en spilla sjálfum sér, valdhöfunum og því þjóðfélagi, sem þeir Iifa í. Vanmátta þegnar einræðisherrans komast lengst í þessari ..umgengnislist". Er hér illur þverbrestur í heimspeki Mr. Carnegies. Þýðandi virðist hafa leyst verk sitt sæmilega af hendi. Málið er yfirleitt vandað, en þó alþýð- legt, enda er bókin fremur auðveld til þýðing- ar. Hér og þar mætti þó eitthvað að máli eða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.