Helgafell - 01.04.1943, Blaðsíða 112

Helgafell - 01.04.1943, Blaðsíða 112
248 HELGAFELL erlendis voru deildirnar fleiri, máladeildirnar t. d. tvær, fornmála- og nýmáladeild, og einnig voru ti] móðurmálsdeild og verzlunardeild. Um þessi mál standa deilur og standa sums staðar enn. Þegar deildaskipting er tekin upp á annað borð, er það mjög eðlilegt, að deildafjöldinn geti breytzt eftir þörfum nemendanna og eftir því, bvernig háskólanáminu er háttað. Eftir því sem það verður fjöjbreyttara eru líkindi til þess, að menn vilji einnig hafa undirbúningsmennt- unina fjölbreyttari. Hér á landi er þetta ekki nýjung, sem neinum þurfti að koma á óvart. Hugmyndin um verzlunardeild sem þriðju ,,línu“ í skólakerfinu er allgömul. Ég hef vakið máls á henni hvað eftir annað á undanförnum árum, t. d. í álitsgerð frá 8. maí 1934 og oft í skóla- ræðum. En það er eðlilegt, að verzlunardeild, hliðstæð menntaskólunum, bætist fyrst við, vegna þess að á henni er mest nauðsyn vegna fjölmennis, gildis og ábyrgðar verzlunarstéttar- innar, vegna þess að í hana var mestur efni- viður í þeirri framhaldskennslu, sem fyrir var, og vegna þess, að Háskólinn hafði tekið upp sérstaka kennslu í verzlunarfræðum. Ef rétt er að taka tillit til væntanlegs háskólanáms í t. d. verkfræði eða efnafræði með aukinni stærð- fræði- og efnafræði-kennslu í sérstakri mennta- skóladeild, er jafn sanngjarnt að taka tiljit til hagfræða- og verzlunarnámsins í sérstakri verzl- unardeild undir stúdentspróf. Þar sem Verzlun- arskólinn var sú stofnun í landinu, sem lengst og mest hafði við þessi fræði fengizt, og þar sem hann var einnig sá framhaldsskóli, sem sam- bærilegastur var menntaskólunum um náms- tíma og kröfur, var ekkert eðlilegra, en að hon- um yrði fengin sú verzlunarlærdómsdeijd, sem hið nýja háskólanám gerði réttlætanlegt og nauð- synlegt. En að einhverju slíku námi munu vænt- anlega flestir hinna nýju stúdenta hallast. Sumir virðast óttast þrískiptinguna, af því að þeir halda, að hún sé ekki til erlendis. Það ætti að vísu ekki að skipta máli, ef nýbreytnin væri góð. En það er ekki einungis svo, að til sé í öðrum löndum þrískipting, heldur er til fjórskipt- ing til stúdentsprófs. Verzlunardeildir til stúdents- prófs í menntaskólum eru t. d. starfandi í Belgíu (section commerciale) og í ýmsum brezkum skólum. í Danmörku er það skipulag til, að menn með verzlunarprófi geti orðið stúdentar með því að taka viðbótarpróf í vissum greinum. Loks er víða til beint samband milli æðri verzlunarskóla og háskóla, t. d. í Ameríku eða verzlunarskól- arnir eru hliðstæðir menntaskólunum og nefndir sama nafni (t. d. Gymnasium). Það er tilgangslítið að ræða hér réttmæti eða gildi deildaskiptingarinnar. Fyrir því eru nú litl- ar líkur, að henni verði breytt hér, enda hneigj- ast menn fremur að henni en frá í nágranna- löndunum. Til þess eru enn minni líkindi, að t. d. latína verði tekin upp aftur sem allsherjar- grein. Þrátt fyrir ýmsa góða skólakosti fornmál- anna, er afstaða þeirra nú orðin öll önnur í Jífi lærðra manna en áður var. Kr. E. talar um latínu sem hyrningarstein ,,hins akademiska“ en ekki grísku. Samt var gríska einu sinni tal- in óhjákvæmilegt einkenni á akademiskri menntun. Ennþá fyrr þótti sá ekki lærður mað- ur, sem Jas ekki hebresku. Nú dettur engum það í hug, að hebreska sé hluti af ,,hinu akadem- iska“ á íslandi eða nauðsynleg fyrir ,,aleflingu hugsunarinnar“. Svona er tízku og tímabundið matið á ,,hinu akademiska“. Ég tel líklegt, að latínunám menntaskólanna eigi enn eftir að breytast, ef ekki minnka, en álít, að kennara- stóll í klassískum fræðum ætti að vera til í Há- skólanum. Sú gamla skoðun hefur nú aftur verið vakin hér, að stúdentspróf ætti að vera eitt og óskipt með einni yfirgnæfandi allsherjargrein. Þetta er sjónarmið, sem vel getur átt sinn rétt á sér og vel má ræða. Þeir, sem þessa úrlausn hafa rök- rætt, virðast álíta, að um hreina andstæðu sé að ræða milli hennar og deildaskipulagsins. Það virðist mér vera misskilningur, þó að ég geti ekki þaulrætt það hér. Ef mönnum virðist nú vanta inn í stúdentspróf sérdeildanna eina sam- einandi höfuðnámsgrein, er í sjálfu sér ekkert því til fyrirstöðu að slíkri námsgrein yrði komið fyrir innan kennslukerfis deildaskipulagsins. I öllum deildum eru nú þegar til höfuðnáms- greinar með 5—7 vikustundum í bekk. Með dá- lítilli tilfærsju á stundaskrá og samfærslu á ein- hverjum aukanámsgreinum væri innan handar að taka upp eina sameiginlega aðalnámsgrein í öllum þrem deildum, en láta hæfilegt sérnám hverrar um sig samt halda sér. Ef til vill er þetta það stúdentspróf, sem að ber að keppa. En þessi sameiginlega aðalnámsgrein er ó- fundin og hefur hennar þó verið lengi leitað, eftir að horfið var frá klassískum málum og bókmenntum á gamla vísu. Kr. E. hefur ekki heldur fundið hana. Hann talar um hvoru- tveggja, latínu og stærðfræði, sem undirstöðu ,,hins akademiska**, og virðist því hallast að deildaskiptingunni, án þess þó, að verzlunarfræði megi vera í einni deildinni. Hann talar með lít- ilsvirðingu um ,,ýms hversdagsstörf, einkum kaupsýslu“. Um það má Jengi deila, hver sé
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.