Helgafell - 01.04.1943, Blaðsíða 131

Helgafell - 01.04.1943, Blaðsíða 131
BÓKMENNTIR 267 hirði að forvitnast um, forstjórar og aðrir starfs- menn fyrirtækja sem aðeins eru kunn nánustu viðskiptavinum, kaupmenn sem aldrei hefur heyrzt að neitt hafi afrekað nema að reka sína heildsöluverzlun eða annast sína búð. Um einn mann er þess getið í framtali verðleika hans að hann verzli með ljósmyndatæki á Seyðisfirði. Um annan er heiminum tilkynnt að hann sé í bindindisféjagi. Ungur prestur er skyndilega leiddur fram á sjónarsviðið án þess að nokkur leið sé að sjá hvað hann hafi unnið sér til ágætis fram yfir tugi og hundruð annarra stétt- arbræðra sinna. Svipuð dæmi mætti lengi telja. Hér skulu engin nöfn nefnd. En vilji lesandinn verða lostinn enn þá meiri undrun en dæmin hér að framan gefa efni til, er honum ráðlagt að skoða sjálfa bókina. Frágangi íslenzku deildarinnar er einnig mjög ábótavant að máli til. Hingað og þangað eru hrá dönsk orð á svamli innan um sænskuna. Ritverk sem aðeins eru til á íslenzku eru stund- um nefnd sínu rétta íslenzka nafni, stundum er titillinn þýddur á sænsku, stundum á dönsku; hið síðastnefnda er að sjálfsögðu alveg óvið- eigandi í sænskri bók. Um prófarkalestur ís- lenzkra nafna og annarra heita verða ekki notuð vægari orð en að hann sé fram úr hófi bágbor- mn. Hvergi nein fastatök. Hvergi nein megin- regla. /. H. (Frón). Ultima Thule Vilhjálmur Stefánsson: ULTIMA THULE. Torráðnar gátur úr Nor&ur- vegi. Reykjavík 1942, Ársæll Árnason. Vilhjálmur Stefánsson er þegar fyrir löngu orðinn heimskunnur maður fyrir bækur sínar um lönd norðurvegar. Kenningar hans um Jands- kosti á þessum slóðum og möguleika á landnámi hvítra manna norður þar hafa þó til þessa þótt svo mikil nýlunda, að menn hafa tæplega viljað kggja trúnað á, og ríki þau, sem lönd eiga í norðurvegi, hafa lítt sinnt tillögum hans um nýtingu heimskautalandanna. Undantekning í þessu efni eru þó Sóvjetríkin, sem eiga mestu heimskautasvæði jarðarinnar. Starf það, sem Rússar hafa unnið í heimskautalöndunum, er í raun og veru framkvæmd og staðfesting þeirra kenninga, sem Vilhjálmur Stefánsson hefur reynt uð koma á framfæri um meira en mannsajdurs skeið. Það er einnig mála sannast, að fáir land- könnuðir eiga meiri alþýðuhylli að fagna í Rúss- landi en Vilhjálmur Stefánsson. Þegar hann varð sextugur, birtu öll stærstu blöð Sóvjetríkj- anna greinar um hann og myndir af honum á forsíðunni, en aðeins eitt blað í heimalandi hans gerði honum þann heiður. Amerískur blaða- maður komst svo að orði í vetur á opinberum fundi í New York, að afmælisdagur Vilhjálms Stefánssonar í Rússlandi hafi einna hejzt líkzt þjóðhátíðardegi. Kenningar Vilhjálms Stefánssonar hafa átt erfitt uppdráttar í framkvæmd meðal Engilsaxa, menn hafa verið vantrúaðir á frásagnir hans, og það er kannski fyrir þá sök, að hann hefur tekið sér fyrir hendur að rannsaka tvö myrk og um- deild atriði landfræðisögunnar — ferðir Pýþeasar og Kólumbusar til íslands. Báðum þessum ferða- löngum hafa verið bornar lygar á brýn, báðum verið brugðið um ófyrirleitnustu sjómannaýkjur. í bók sinni Ultimá Thule, sem nýjega er komin út í íslenzkri þýðingu eftir Ársæl Árnason, leit- ast Vilhjálmur Stefánsson við að hreinsa þessa fyrirrennara sína af lygaorðinu. Fyrsta grein bókarinnar — Pýþeas og Ultima Thule — fjallar um frægasta landkönnuð hinnar klassísku fornaldar, Pýþeas frá Massilíu (Mar- seille), sem fyrstur manna hefur skráð frásagnir um Bretjandseyjar og Norður-Evrópu, og lýst landi einu, er hann kallar Thule, og liggi í út- hafinu sex dægra sigling norður af Bretlandi. Pýþeas fór þessa för rúmum 300 árum fyrir Krists burð. Rit hans eru að vísu öll týnd, en til eru glefsur úr þeim í ritum grískra og rómverskra landfræðinga, sem raunar töldu Pýþeas hinn mesta lygalaup og vitnuðu í rit hans honum til háðungar. Nú mun engin fræðimaður efast um, að Pýþeas hafi farið þessa för norður í höf, en um hitt kemur mönnum ekki saman, hvar Thule hafi verið, sumir hafa viljað staðsetja það á vesturströnd Noregs, aðrir í Danmörku eða jafn- vel á norðurströnd Þýzkalands. Vilhjálmur Stefánsson rekur mjög skilmerki- lega allar ritaðar heimildir um þetta mál og skýrir frá hinum sundurleitu skoðunum fræði- manna á því. Honum verður það mjög nota- drjúgt, að hann kann ekki aðeins að fara með skráð söguleg gögn, heldur er hann sjálfur land- könnuður og sæfari og ber gott skyn á að sann- prófa heimildirnar með hliðsjón af reynslu þeirri, er hann hefur afjað sér á ferðum sínum á norð- urleiðum. Ef marka má þau brot, sem varðveitzt hafa úr riti Pýþeasar, og ef Thule er ísland, þá hefur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.