Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1981, Síða 56

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1981, Síða 56
Tímarit Máls og menningar guðir, bæði i stjórn- og trúmálum. Atahúalpa hlýtur að hafa skolfið af guð- hræðslu og forvitni. Efinn hefur nagað hann og sektarkennd, því hann hafði hertekið bróður sinn, og sérhver mannleg vera er fædd með innbyggða siðferð- iskennd sem rekur manninn jafnt til syndar og sektar, eftir því hvernig lundin blæs og aðstæðumar eru hverju sinni. Loksins riðu hinir spænsku guðir af fjöllum og héldu drekum sínum inn í borgina Cajamarca, sem var auð af fólki. Á sléttunum fyrir utan borgina hafði inkaherinn fylkt liði, þvi grunur lék á að falsguðir væru á ferð. Talið er að þarna hafi verið saman komnir þúsund inkahermenn gegn 40 spánverjum. Atburðurinn gerðist 15. nóvember 1532, og daginn eftir ákvað Atahúalpa að fara á fund útlendinganna; menn hans um- kringdu borgina. Atahúalpa hélt inn í borgina með sín frægu eyrnaskjól úr skíru gulli, og segir hinn nafntogaði innfæddi sagnaritari, Poma, svo frá fund- inum að Pízarro hafi rætt við Atahúalpa og haft að túlki indíánapilt af gvankabílkastofni. Pizarro kvaðst vera sendimaður voldugs höfðingja, og svar- aði inkinn að því tryði hann — „en þó þarf ég ekki að eiga við hann vináttu, enda er ég sjálfur höfðingi míns ríkis“. Um leið steig fram munkurinn Vícente de Valverde og hóf á loft kross í hægri hendi en bænabók i vinstri. Nú tjáði munkurinn inkanum ást sina bæði á guði og hinni gríðarþykku bænabók — „enda er allt annað tóm svikavél.“ Atahúalpa svaraði og sagði: „Ekki trúi ég á annað en sólina sem aldrei deyr og guði mina sem rjúfa ei lögmál sín.“ Síðan innti hann eftir hver hefði kennt munkinum fræði. Munkurinn kvað orð sín vera töluð beint úr hinni Heilögu ritningu. Þá bað Atahúalpa um að fá að handleika bókina og mælti: „Talaðu nú til min, spjalda, svo ég heyri.“ Ekkert svar, og inkinn fletti skræðunni. Að svo búnu sagði hann — „Ekkert segir hún mér, og þögul er þessi spjalda.“ Siðan segir Poma: „Og fleygði hann tignarlega bókinni úr höndum sér.“ Við þetta ærðist munkurinn og æpti: „Þið herramenn sem hér eruð staddir, þessir tignu inkar eru andstæðir vorri trú.“ Þá réðst herlið Pizarros til atlögu, og þegar kvöldaði var Atahúalpa inkahöfðingi á valdi hinna kynlegu útlendinga. Svo segir frá Leon-Portílla. En lítum stundarkorn á spænskar sagnaskrár. Þrjár þeirra eru frægastar. Ein er eftir hálfbróður Pizarro sem sigraði Perú, eini skilgetni sonur föður síns (Pizarro var óskilgetinn), og hét sá Hernando og var þátttakandi i sigrinum. Saga hans er mikil, þvi þegar hann hafði sigrað Perú og inkarikið ásamt bróður sinum urðu öfundarmenn hans slikir bitvargar, einkum þeir sem heima sátu á Spáni og höfðu nægan tima til að stunda róg og koma ár sinni fyrir borð, að hann var hnepptur i fangelsi og eyddi þar ævidögunum. En bróðir hans var myrtur í Perú. Þannig sigruðu bræðurna 414
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.