Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1981, Síða 129

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1981, Síða 129
Esíjerg er við ströndina úr sköflum og ryðst um grænar grundir líkt og vatnavöxtur. Fólk lætur þá orð falla um leysingarnar. Veðurfarinu er þannig háttað í Danmörku, í landi þar sem sjávarþorpin iða af lífi. Kirsten þrástagaðist líka á þessum orðum: „Esbjerg er ned ved kysten." Orðin höfðu afar djúpstæð áhrif á Montes, þótt hann skildi þau ekki. Hann kvaðst hafa smitast af orðunum, og hann langaði til að gráta sama gráti og leyndist í orðum konunnar, meðan hún hélt áfram sínu hljóð- skrafi; og rómur hennar var suðandi, á svipaðan hátt og hvísl fólks þegar það biðst fyrir. Þetta hendir stundum. Orðin sem Montes skildi ekki komu við veikan blett í honum og gerðu hann meyran, svo hann vorkenndi konunni sem var töluvert gildari en hann og sterkari. Hann sárlangaði til að verja hana, líkt og hún væri vegvillt telpa. Mig grunar að mál hafi verið þannig vaxin, því að setningin sem Montes skildi ekki spratt úr óþekktum eðlisþætti konunnar. Eftir nóttina óx sífellt samúð hans, með sama hætti og konan væri sjúk og sjúkdóm- urinn yxi dag frá degi og væri ólæknandi. Málið gekk að lokum svo langt að Montes hélt hann gæti unnið stórvirki, eitthvað sem yrði honum sjálfum til góðs og aðstoðaði hann í lífinu og yrði honum huggun um árabil. Honum datt í hug að hann skyldi verða sér úti um fé og farareyri handa Kirsten til Danmerkur. í raun fór hann að nurla saman, áður en ákvörðun var tekin og vissi að tvö þúsund pesosar nægðu. Hann veitti því ekki athygli að seinna bærðist með honum löngun til að krækja sér í fé. Eitthvað var löngunin þó í áttina, þótt það færi fram hjá kauða. Montes þráði tvö þúsund pesosa og það að hann gæti sagt Kirsten frá farareyrinum á laugardagskvöldi meðan þau drukku síðustu gómsætu veigarnar eftir alla réttina á rándýru veitingahúsi. Hann þráði að segja frá fénu oggeta séð á svipnum á rauðu andliti Kirsten eftir matinn og vinið að hún tryði honum ekki, og andartak héldi hún að hann skrökvaði, en síðan mundi grípa hana hæglát hrifning oggleði, og þá færi hún að gráta og vildi ekki veita fénu viðtöku. „Eg kemst yfir þetta,“ segði Kirsten. En þá hugðist Montes sitja fast við sinn keip og fá hana á sitt mál, en í leiðinni ætlaði hann að sannfæra hana um að hann hlypi aldrei frá henni, heldur mundi hann bíða eftir henni eins lengi og þurfa þætti. Stundum á nóttinni hugsaði Montes í myrkrinu um tvö þúsund 487
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.