Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1981, Page 73

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1981, Page 73
I ndíánaréttlœti eftir honum, en grjóthrunið fylgdi þeim. Engu líkara var en allur fjallaran- inn færi af stað. Hestarnir æddu sem óveður á þeysingi yfir grjót og tylltu niður hófunum líkt og fyrir kraftaverk á fasta steina og hentust hátt í loft. Brátt krýndi röð af indíánum öll fjöll. Reiðmennirnir beindu þá í skyndi för sinni að þröngu gili sem hlykkjaðist fyrir neðan þá. Um gilið rann ljúflega, mjó og kristallstær lækjarspræna. Lautirnar fylltust af kynlegu samræmi. Rámur og ógnvekjandi blástur úr hornum barst úr öllum áttum, og fyrir enda gilsins kom skyndilega í ljós hópur manna móti heiðum himni milli tveggja fjalla. I sama mund small ógurlegur steinn á hesti Alvarez, sem hikaði andartak en endasentist síðan niður fjallafaldinn. Cordova stökk af baki og dróst þangað sem maður og hestur lágu í rykugri hrúgu. Indíánarnir fóru nú að renna sér fótskriðu niður fjallsbrúnirnar. Þeir spruttu upp úr gjótum og fyrir klettasnasir, einn á fætur öðrum, varkárir, hægfara og skyggndust stöðugt niður í gilið. Á lækjarbakkanum komu þeir auga á ferðalangana. Alvarez lá kyrr og endilangur á jörðinni. Félaginn stóð við hlið hans með krosslagðar hendur, ófær um að bjarga. Hann starði í örvæntingu á hvernig indíánarnir renndu sér hægt og ógnþrungið niður fjallið. Gamalmennin og konurnar biðu eftir hvernig mannaveiðinni lyktaði, uppi á lághæðóttri hásléttu milli fjalla sem umkringdu sléttuna með fjórum fjallshnúkum. Indíánakonurnar hópuðust þögular á einn stað °g þeyttu snælduna á ógnarhraða og kembdu ull, klæddar víðum stutt- pilsum úr grófu efni, og höfðu breitt teppi um axlir sér, berfættar með þykkar fléttur niður á bak og skínandi strýtuhúfur. Nú sneru leitarmenn aftur og fluttu ferðalangana bundna á bak hestanna. Þeir teymdu þá fram á miðjan völlinn og fleygðu mönnunum á jörðina, líkt og pokum. Konurnar færðu sig nær og gjóuðu forvitnislega á þá augunum, án þess þær hættu að tvinna og töluðu lágt. Indíánarnir ræddust við um stund. Síðan fór hópur þeirra að fjalls- hlíðinni. Hópurinn sneri aftur með tvö keröld og tvo stólpa. Aðrir fylltu lítil leirstaup með kryddvíni úr keröldunum. Drukkið var uns sól settist til viðar og ekkert heyrðist nema dauft hljóðskraf kvennanna og gutlið í kryddvíninu þegar bunan stóð úr keröldunum í bikarana. 431
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.