Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1981, Page 65

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1981, Page 65
Þjóðsaga um fjársjóð Höfðinginn rétti yngsta fanganum bogann og bláu örina, til að hæða hann, til að tigna hann. Stríðsmennirnir nístu hann strax með örvunum, bæði úr návígi og fjarlægð, og stigu dans í takt við trumbusláttinn. Allt í einu stöðvaði vörður hátíðina. Ótti greip um sig. Eldfjallið reif í ofsa og æði af sér skýjaþykknið, það merkti að voldugur her stefndi á borgina. Gígurinn á fjallinu varð stöðugt greinilegri. Rökkrið skildi eftir eitthvað sem gaf upp andann með andvarpi á hamraveggnum á hinni ströndinni, eitthvað áþekkt hvítri leðju, sem var kyrr fyrir andartaki, og nú hneig leðjan i ákafa. Gatan var stráð slokknuðum ljóskerjum . . . Dúfurnar tístu undir gildum furutrjám. . . Hið heiðskíra eldfjall var höfuðtákn stríðsins! . . . Eg hef nært þig illa í húsi mínu með hunangskökum, og hefði gjarna viljað sigra borgina, það hefði auðgað okkur! hrópuðu prestarnir á verði á virkisgörðunum og teygðu skínandi hendur móti Eldfjallinu, sem laug- aði frjálst mynd sína í ævintýralegu rökkri vatnsins, meðan stríðsmenn- irnir bjuggust skarti og sögðu: Vonandi verða hvítu mennirnir ruglaðir þegar þeir sjá vopnin okkar! Aldrei má bregðast að við höldum á fjöður sólblómsins. Hún er ör og í senn jurt og vorhret! Megi lensur vorar veita sár án þess þær særi! Hvítu mennirnir sóttu fram en sáust varla í gráu þokunni. Voru þetta vofur eða lifandi menn? Hvorki heyrðust bumbur þeirra barðar, lúðrar þeirra þjóta né fótatak þeirra, þótt það rændi jörðina þögn sinni. Þeir sóttu fram án lúðraþyts, fótataks eða trumbusláttar. Herjunum laust saman á maísekrunum. Hermenn hinnar Blómlegu byggðar börðust góða stund. En sigraðir héldu þeir undan til borgarinn- ar sem skýjaveggurinn varði og vafðist um sem hringar Satúrnusar. Hvítu mennirnir sóttu fram án lúðraþyts, án fótataks, án trumbu- sláttar. I þokunni grillti dauft í sverðin, brynjur, lensur og hesta þeirra. Þeir réðust á borgina eins og óveður, grenjuðu sem regnskúrir, hlífðu sér ei við hættum, harðir, skemmdarvargar, óstöðvandi meðal gneistaflugs sem kveikti á höndum þeirra örsmáa loga frá litlum ljósflugum. Meðan hluti af kynstofninum þusti til varnar flýðu aðrir yfir vatnið, með fjársjóð hinnar Blómlegu byggðar, að rótum Eldfjallsins sem gnæfði heiðskírt á hinni ströndinni. Fjársjóðurinn var fluttur á skipum. Óvinirnir, sem 423
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.