Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1981, Page 118

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1981, Page 118
Tímarit Máls og menningar nístir hann hold sitt með sýlum eða hann gengur í loftinu eftir linu sem hefur verið strengd milli þorpsturnsins og trjátopps. Ég hef litið hann Úntú augum, hinn mikla föður, klæddan í svört og rauð klæði, séð hann alþakinn speglum dansa um loftið eftir sveiflandi linu meðan hann lék á skærin sin. Söngur stálsins steig upp yfir hljóm hörpu og fiðlunnar, sem leikið var á við hlið mér. Þetta var í morguns- árið. Hann faðir Úntú var svartur í hinni ljúfu villibirtu morgunsins. Líkami hans vaggaðist móti skugga hins háa fjalls. Röddin úr skærum guðsins yfirbugaði okkur, hún barst frá himnum til jarðarinnar, inn í augu og hjartslátt þúsund indiána og kynblendinga sem horfðu á hann ganga frá hinu risavaxna júkaliptustré að turninum. Kannski gekk hann þarna í heila öld. Guðinn komst að turnglugganum þegar sólin sló rauðum bjarma á hvitt kalkið og múrsteina borgarinnar. Andartak steig hann dans við hliðina á kirkjuklukkunum. Síðan kom hann niður. Söngur hinna klingjandi skæra barst innan úr turninum. Líklega leitaði fálmandi dansarinn að tröppunum í hinum dimmu göngum. Aldrei framar átti hann eftir að syngja um heiminn á þennan hátt, með nístandi klingjandi klið frá tveimur stálkinnum. Ég minnist þess hvernig dúfur og aðrir fuglar sem sváfu í hinu stóra júkaliptustré hófu nú söng, meðan hann faðir Úntú sveiflaðist til í loftinu. Fuglarnir sungu lágt og fjörlega, en borið saman við klingjandi stálhljóminn og líkama dansarans virtist fuglatístið vera aðeins víravirki og vart greinanlegt, líkt og þegar mað- urinn ríkir í hásæti sínu og hin fagra veröld virðist vera einungis hans skraut, og hún býður herra sínum að bergja á ólgandi safa. Snilld dansarans er háð því hvaða guð býr í honum, hvort hann er á valdi anda fjallaguðsins sem birtist í gammslíki eða hvort andi hans blundar i hyldýpi með sinni tæru þögn, eða þá hvort hann er hellir sem gulltarfur hleypur úr og hinn fordæmdi er borinn út úr á eldbörum. Eða kannski er andinn foss í fljóti sem steypist af fjallsbrún, ellegar aðeins einhver fugl, kannski fleygt skordýr sem þekkir eðli djúpanna, trjánna, maura og leynd næturinnar. Sumir slíkir fuglar eru fordæmdir eða kynlegir, líkt og hermikrákan og spaugfuglinn eða hann heilagur Georg, en hann er svart skordýr með rauða vængi og hámar í sig risáköngulær. Hann Rasú Nítí, sá sem treður snjóinn, var sonur voldugs fjallaguðs í 476
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.