Morgunblaðið - 19.12.1991, Side 27
* MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1991
27
FRA EINANGRUN
í ALF ARALEIÐ
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
Friðrik G. Olgeirsson: Hundrað
ár í Horninu. 3. 378 bls. Útg. Ólafs-
fjarðarbær. 1991.
Mjór fjörður, takmarkað undir-
lendi, há fjöll með bröttum hlíðum —
það er hið dæmigerða umhverfí ís-
lenskra sjávarþorpa. Ekki er það til-
viljun. Þar var skjól til lendingar.
Og þar sem skjól var til lendingar
komu síðar smábryggjur og loks
hafnargarðar. Þannig hefur ósjálfráð
þróun ráðið staðarvalinu
Ólafsfjörður er ekki þorp, að vísu,
heldur kaupstaður, bær. Þau réttindi
hlaut hann 1945. Og frá þeim tíma
er sagan rakin í þessu þriðja bindi.
Þá náðu Ólafsfirðingar ekki þúsund-
inu, jafnveí þótt sveitin væri talin
með. Það var vegna framkvæmda
og fjármála í sambandi við þær að
sveitarfélagið sótti um kaupstaðar-
réttindin.
Saga Ólafsfjarðar er mestmegnis
stórviðburðalaus, gagnstætt t.d.
sögu nágrannabæjarins, Siglufjarð-
ar, þar sem meiri háttar sveiflur
hafa gengið yfir, rífandi uppg^ngs-
tímar en lægðir á milli. Ólafsfjörður
hefur ekki hreppt stórvinninga en
búið við sígandi lukku. Framan af
setti einangrunin svip _á bæjarlífið.
Þar af leiðandi urðu Ólafsfírðingar
að vera sjálfum sér nógir á mörgum
sviðum. Þó menningarsagan sé ekki
fyrirferðarmest í bók þessari á hún
sína kapítula eigi að síður. Og þeir
vitna um nokkuð sem kalla mætti
vitleitni, kannski grósku? Sennileg-
ast þó eitthvað þar á milli. Mjög er
líka fróðlegt að bera stéttaskipting-
una, eins og hún var við upphaf
kaupstaðarréttinda, saman við nú-
verandi skiptingu. Þá unnu langflest-
ir við framleiðsluna, fáir hins vegar
við þjónustu. Þegar á leið tók mjög
að ijölga í síðar nefndu greinunum.
Friðrik G. Olgeirsson
Mun sú þróun vera svipuð og annars
staðar.
Enda þótt Ólafsfjörður sé bær
stöðugleika hefur hann býsna oft
verið í fréttunum. Síðsumars 1988
urðu þar náttúruhamfarir miklar,
skriðuföll og flóð meiri en dæmi eru
tii. Frá þeim segir hér í sérstökum
viðauka, þar sem sögunni var ekki
ætlað ná svo langt. Þá hafa sam-
göngumálin tíðum beint kastljósinu
að Olafsfírði, fyrst vegna Múlavegar,
nú síðast vegna ganganna. Vafalaust
eiga göngin eftir að marka þáttaskil
í sögu bæjarins. En sá kafli er enn
varla hafinn og á langt í land að
verða saga.
Hvort sem það nú er vegna þess
að efnið er notalegt eða höfundurinn
ritfær vel — nema hvort tveggja sé
— er í senn afslappandi og vekjandi
að lesa þessa bók. Manni finnst sem
óróleiki sá, er tíðum hefur einkennt
þetta þjóðfélag, hafi með einhvetjum
hætti látið stað þennan ósnortinn,
hvernig sem það nú annars mátti
verða.
Leikur að eldi
Bókmenntir
Anna Gunnhildur Ólafsdóttir
Gillian Cross: Leikur að eldi
(þýð. Björg Árnadóttir). Mál og
menning, Reykjavík 1991.
Nikki á sér enga ósk heitari en
að komast í mótorhjólaklíku Tedda,
stóra bróður síns, en útlitið fyrir að
sú ósk rætist er frekar dökkt. Ekki
líður þó á löngu þar til krakkamir í
klíkunni sjá sér hag í því að láta
Nikka njósna um fjölskyldu skóla-
bróður hans sem heitir Jósef Fisher
og hann eygir von um að fá að vera
meira með mótorhjólagenginu. Hann
dregst að Jósef vegna þess að hann
veit að þeir eiga sameiginlegt áhuga-
mál, nefnilega ævintýraleit og hann
fer í magnaða leiki með Jósef og
Rut, systur hans. Brátt kemur að
því að Nikki er neyddur til að taka
ákvörðun um hvort hann stendur
með Fisher-fjölskyldunni eða krökk-
unum í klíkunni sem ekki eru allir
þar sem þeir eru séðir.
Leikur að eldi er fyrst og fremst
spennusaga sem heldur lesandanum
gagnteknum allt til loka. Umfjöllun-
arefni höfundarins er um leið siðferð-
islegs eðlis og felst í togstreitu Nikka
millí Fisher-ljölskyldunnar annars
vegar og klíkunnar hins vegar. Hann
velkist í vafa um hvort betra sé að
gera hreint fyrir sínum dyrum jafn-
vel þó slíkt kosti sársauka eða sigla
milli skers og báru og segja einung-
is hálfan sannleikann. Niðurstaðan
er ótvíræð. Það verður að koma
hreint fram. Þegar allt kemur til alls
er það öllum fyrir bestu.
Þrátt fyrir að mikið sé lagt upp
úr atburðarásinni fær lesandinn
smám saman nokkuð glögga mynd
af Nikka og foreldrum hans sem
fyrst og fremst virðist vera annt um
að halda öllu sléttu og felldu á yfir-
borðinu. Pabbi Nikka er upptekinn
Gillian Cross
af því að halda alls kyns hóf fyrir
nágrannana til þess að síýa fram á
að allt sé örugglega með felldu og
móðir hans neitar blákalt að horfast
í augu við að eldri sonur hennar taki
þátt í vafasömu athæfi.
Fjölskylda Jósefs á í fjárhagsleg-
um og tilfinningalegum kröggum
sem ekki er haldið frá börnunum og
koma fljótlega fram í dagsljósið. Þau
reyna að gera sér að góðu að skrimta
frá degi til dags við ömurlegar að-
stæður sem eru að sundra fjölskyld-
unni en siðferði þeirra virðist hamla
þeim frá því að gera nokkuð við.
Ástandið kemur hvað verst niður á
Rut, systur Jósefs, sem er potturinn
og pannan í ævintýraleikjum krakk-
anna. Hún er fráhrindandi en um
leið dularfull og spennandi. Foreldrar
systkinanna eru líka ólíkir því sem
Nikki á að venjast. Honum finnst
þau óþægilega viðkunnanleg og hann
er óvanur þeirri ríku áherslu sem þau
leggja á siðferði barna sinna.
Leikur að eldi er fyrirtaks afþrey-
ing fyrir börn og unglinga. Hún flétt-
ar á áreynslulausan hátt saman
ímyndun og raunveruleika sem slepp-
ir manni ekki fyrr en allt er búið.
Stíll er einfaldur og textinn þjáll.