Morgunblaðið - 19.12.1991, Side 51

Morgunblaðið - 19.12.1991, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1991 51 Barnakór Seljalandsskóla. Vestur-Eyjafjöll: Aðventudagur hjá Eyfelling- um með Sigfúsi Halldórssyni AÐVENTUDAGUR var haldinn sunnudaginn 15. desember hjá Eyfell- ingum sem hófst með fjölskylduguðsþjónustu í Stóra-Dalskirkju þar sem börn í Seljalandsskóla og Tónlistarskóla Rangæinga, lásu, sungu og léku á hljóðfæri. Yngstu börnin báru ljósið inn í kirkjuna og að athöfn lokinni út úr kirkjunni. Síðan var farið að Heimalandi í félagsheimili Vestur-Eyfellinga, þar sem athöfnin hófst með því að sömu börn báru ljósið inn í félagsheimilið undir þverflautuleik tveggja nem- enda. Að lokinni kaffidrykkju hófst hátíðardagskrá með tónlist, frásögn Rósu Aðalsteinsdóttur, skólastjóra, af bernskujólum, ljóðalestri og að síðustu með frásögn og hljóðfæra- leik heiðursgestsins, Sigfúsar Hall- dórssonar, tónskálds og listamanns. Minntist hann bernsku sinnar og uppvaxtarára í Landeyjum og undir Eyjafjöllum og spilaði fyrsta lagið sem hann samdi 8 ára gamall. Síð- an spilaði hann með eftirminnileg- hætti eigin sálmalög og því næst spilaði hann sín þekktu lög sem allir viðstaddir tóku þátt í með söng. „ , . - Frettantari „Að mana til klifs þroskans fj alli“ — Mitt er þitt er ekki aðeins metsölubók, heldur líka góð bók. 1 í fyrra varð bók Þorgríms Tár, bros og takkaskór metsölubók ársins og hún hlaut einnig verðlaun sem besta unglingabók íslensks höfundar árið 1990. Nú stefnir í að nýja bókin hans Þorgríms MITT ER ÞITT verði metsölubók ársins 1991. MITT ER ÞITT er skemmtileg, spennandi og uppbyggjandi bók. Sigurður Haukur Guðjónsson segir m.a. svo í bókmenntagagnrýni sinni í Morgunblaðinu 4. desember sl.: „Höfundur vinnur ákaflega vel úr efni bókarinnar. Hann þarf engar klúrar myndir, kitlur undir nára til þess að halda lesandanum við efnið, heldur notar hann til þess smellna fyndni í umbúð þeirrar virðingar, er hann ber fyrir ungu fólki, löngun Morgunblaðið/Halldór Gunnarsson Sigfús Halldórsson í ræðustól. Þorgrímur Þráinsson til þess að verða því að liði. Hann rífur múr barnaskaparins til grunna 'með þessum meitlum sínum, svo að berstrípaður stendur ónytjuhátturinn eftir, í bókstaflegri merkingu. Að mana til klifs í þroskans fjalli, það er aðall þessarar sögu..“ „..Þetta er bráðsnjöll bók mikils stílista, skálds.“ Myndlist- arsýning í menntamála- ráðuneytinu MYNDLISTARSÝNING verður opnuð í menntamálaráðuneytinu í dag 19. desember og stendur hún í tvo mánuði eða til 19 febrú- ar. Hólmfríður Árnadóttir sýnir þar pappírsverk, Guðrún Marinósdóttir sýnir textíllágmyndir og Anna S. Gunnlaugsdóttir sýnir akrýlmyndir. Menntamálaráðherra opnar sýning- una í dag klukkan 15. Sýningin verður opin á virkum dögum frá klukkan 09 til 17. PYRIT GULLSMIÐJA ÖNNU MARIU Vesturgötu 3 sími 20376 'ORYGG!--\ h'mbo Barnabílstólar ÖRUGGIR - GLÆSILEGIR ÖRYGGI: Uppfyllir ströngustu evrópustaðla. ÞÆGINDI: Sjö stillingar. ALDUR: 8 mán.-4 ára. ÚRVAL: Fjórtán fallegar litasamsetningar. ÞRIF: Auðvelt að taka áklæði af og þvo. bimbcv barnabílpúðar fyrir 3ja - 12 ára. ÍTÖLSK SÆTAÁKLÆÐI f ÚRVALI OPIÐ: LAUGARDAG OG SUNNUDAG ÁLÍMINGAR SÍMI 81418l' --ÖRYGGf

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.