Morgunblaðið - 19.12.1991, Page 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1991
65
Eitt atriði úr mynd Stjörnubíós.
Stjörnubíó sýnir myndina
„Bilun í beinni útsendingn“
STJÖRNUBÍÓ hefur tekið til
sýningar myndina „Bilun í
beinni útsendingu". Með aðal-
hlutverk fara Robin Williams og
Jeff Bridges. Leikstjóri er Terry
Gilliam.
Jack Lucas (Bridges) er vinsæll
útvarpsmaður sem stjórnar síma-
viðtalsþætti í beinni útsendingu.
Ekki ræður Jack viðmælendum
sínum heilt, heldur gerir óspart
grín að þeim. Jack hefur ávallt
horft á lífið ofan frá. Hroki hans
og sjálfumgleði virðist eðlislæg og
hann svífst einskis til að komast
hærra í metorðastiganum. Þó kem-
ur að því að drambið verður honum
að falli og hann neyðist til að horfa
á lífið frá öðru sjónarhorni.
Hann kynnist Parry (Williams)
fyrrum prófessor í miðaldasögu
sem nú gengur um götur stórborg-
arinnar í furðufötum. Hann hefur
skapað sér sinn eigin heim til að
einangra sig frá hörmulegum at-
burðum í fortíðinni, atburðum sem
tengir þessa t.vo einstaklinga órjúf-
anlegum böndum. Þótt ótrúlegt
megi virðast verða þessir menn
vinir. Parry þarfnast ástar, Jack
vonar. Hvort tveggja virðist lang-
sótt en í sameiningu tekst þeim
að sigrast á óttanum, fátæktinni
og jafnvel eldrauðum riddara á
brennandi fáki.
-------♦ ♦ <--------
■ HVAR ER VALLI? heitir ný
bók frá Almenna bókafélaginu
hf. Bókin er fyrsta bókin í nýjum
flokki bóka eftir Martin Hand-
ford. Hvar er Valli? er bók sem
ætluð er allri fjölskyldunni og er
felumyndabók. Valli er ferðalangur
sem ferðast jafnt um tíma og rúm
og hann týnist í fólksmergðinni.
Og Valli týnir einnig öllum
farangrinum. En það er fleira sem
lesandinn á að finna.
Þórunn Valdimars
dóttir verðlaunuð
TÍMARITIÐ Bjartur og Frú
Emilía - tímarit um bókmenntir
og listir, efndi í haust til ör-
verkasamkeppni meðal áskrif-
enda tímaritsins. Alls bárust 268
örverk, örleikrit og örsögur, frá
tæplega 70 höfundum.
Dómnefnd keppninnar hefur
komist að niðurstöðu og voru úr-
slit tilkynnt á samkomu á Hótel
Borg nýlega. Fyrstu verðlaun
50.000 krónur, í ávísun, hlaut
Þórunn Valdimarsdóttir fyrir ör- _
sögu. Ragna Sigurðardóttir hlaut
önnur verðlaun og Ásta Ólafsdótt-
ir þau þriðju. Aðrir vinningshafar
voru Haraldur Jónsson, Nökkvi
Elíasson, Pjetur St. Arason, Harpa
Amardóttir, Ingunn Jónsdóttir og
Ólina Jóhannsdóttir. Verk þessara
höfunda ásamt öðrum útvöldum
verkum verða birt í janúarhefti
tímaritsins.
Þórunn Valdimarsdóttir
J§
og gjafavörum. Láttu jólagjöfina
frá þér standa til frambúðar.
Mikiö úrval fallegra ramma og
innrömmunarþjónusta.
Katel, Laugavegi 20, sími 18610
Veldu gjöf sem skilar arði
fyrir land og þjóð!
SKÓGRÆKTARFÉLAG ÍSLANDS
GOTT FÓLK / S IA