Morgunblaðið - 19.12.1991, Page 70

Morgunblaðið - 19.12.1991, Page 70
70 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1991 Minning: Victor K. Jacobsen fv. skipsljóri Fæddur 20. júlí 1918 Dáinn 12. desember 1991 í dag, 19. desember, verður okk- ar ástkæri föðurafi, Victor Jacob- sen, jarðsunginn. Erfitt er að sætta sig við þetta en við vitum að nú líður honum vel. Hjá okkur systkinunum rifjast margt upp um hann afa sem gat gert svo margt, var fyndinn og allt- af góður. Við fórum tvisvar sinnum erlendis með ömmu, afa, mömmu og pabba. Báðar ferðirnar eru eftir- minnilegar enda margt skemmtilegt gert og sagt en þá 'var afi einmitt hress og kátur. Afi hafði skemmtilega kímnigáfu og hafði gaman af því að segja brandara. Þó svo að hann væri orð- inn veikur og þreyttur gat hann alltaf fengið alla í kringum sig til að hlæja. Afi hafði þann hæfileika að vera laginn í höndunum og gat því lagað allt. Þegar við vorum lítil og jólin nálguðust þá var afi oft á kafi í því að laga jólaseríurnar svo við gætum nú haft ljós á jólatrénu. Núna eru jólin að koma, jólaseríurn- ar eru í lagi en afi er farinn. Það verður auður stóll heima á aðfanga- dagskvöld en afi verður hjá okkur öllum í huganum. Elsku amma, hans er sárt saknað en nú líður honum vel og minning- arnar eru svo margar sem enginn getur tekið frá okkur. Hildur, Helena og Þorlákur. Victor Kristján Jacobsen fyrrver- andi skipstjóri hjá Reykjavíkurhöfn lést á heimili sínu hér í borg föstu- daginn 12. desember. Victor var fæddur í Vestmanna- eyjum, 20. júlí 1918, nánar tiltekið á Eiðinu, en þar bjuggu þá foreldr- ar hans. Foreldrar hans voru Kristín Benedikta Jóhannesdóttir fædd í Reykjavík 7. mars 1892 og Victor Jóhann Jacobsen, fæddur í Finn- landi 15. júní 1878, en flutti hingað til íslands og settist hér að. Þau hjón áttu 3 sonu, Victor, Leander og Jóel, en Kristín átti tvö börn í fyrra hjónabandi. Allt er þetta fólk nú látið og Victor sá síðasti af þeim. Victor fór til sjós þegar hann var á þrettánda ári, sem hjálparkokkur á togaranum Max Pemberton og var ýmist þar á unglingsárunum eða hjá föður sínum, en hann rak lifrarbræðslu hér í Reykjavík og var mikil vinna að sækja hráefnið í verstöðvarnar suður með sjó. Á sumrin fóru þeir feðgar norður til Sigluíjarðar og Ingólfsfjarðar og stunduðu rekstur þar. Þegar seinni heimsstyijöldin hófst 1939 breyttust margir hlutir hér á landi. Vinna var allt í einu nóg og alls staðar vantaði fólk, og gat því fólk valið um störf. Þetta man nú aðeins eldra fólk. Þá breytti Victor til og hóf leigubílaakstur, er hann stundaði öll stríðsárin. Hann átti mikið af föstum viðskiptavin- um, sem ekki þarf að undrast, því hann var sérlega þægilegur maður í umgengni. Má minnast á að hann var eiginlega einkabílstjóri Maríu Maack, hafði kynnst henni þegar hann var á Max Pemberton því hún var systir Péturs Maack skipstjóra. Ekki ætla ég að nefna fleiri hér en oft ók hann þessum viðskiptavinum í langferðir út á land, því í þá daga var lítið um bíla í einkaeign. Aldrei hefur sjórinn horfið úr huga Victors, þótt hann stundaði akstur á stríðsánmum, því 1947 réðst hann ásamt félögum í að festa kaup á einum af hinum svonefndu „Svíþjóðarbátum" sem ríkissjóður stóð fyrir byggingu á. Bát sinn skírðu þeir félagar Otur og var hann þar vélstjóri á meðan hann var í eigu þeirra í nokkur ár, þar til þeir seldu hann. Eftir það var hann vélstjóri á ýmsum bátum hjá öðrum. Árið 1952 réðst hann ásamt félögum í að kaupa mb. Þóri RE 194, eikarbát sem byggður var fyr- ir aldamót. Útgerð Þóris varð mjög farsæl og létu þeir félagar smíða nýjan Þóri, stálskip í Stálvík, og fluttu þá útgerðina til Grindavíkur, en hættu og seldu hana 1979. Vict- or var þá hættur hjá Þóris útgerð. Milli þess sem Victor rak eigin út- gerð var hann oft á sjó með Magn- úsi Grímssyni, þeim mikla afla- manni og urðu þeir miklir vinir. Árið 1962 ræður Victor sig sem skipstjóra á hafnarbáta Reykjavík- urhafnar og er starfsmaður Reykja- víkurhafnar þar til hann verður að hætta 'Störfum á miðju ári 1984 vegna vanheilsu. Sá sem þetta ritar var í hálfan annan áratug vaktfé- lagi hans og kynntumst við mjög vel, því margt bar á góma eins og geta má nærri. Hann var maður sem hægt var að trúa fyrir hlutun- um og treysta í hvívetna. Þann 2. mars 1950 giftist hann Hildi Isafold Steingrímsdóttur frá Sveinsstöðum í Kaplaskjóli. Nú er það Nesvegur 43 og hafa þau síðan búið þar alla tíð. Þau eiga 2 syni, Steingrím, sem býr á Selfossi, og Hilmar Kristján, sem býr hér í Reykjavík. Fyrir hjónaband átti Victor soninn Victor Jóhann, sem býr hér í borg. Allt eru þetta fjöl- skyldumenn, og áttu barnabörnin góðan og skilningsríkan afa þar sem Victor var, því hann hafði mjög gott lag og yndi af börnum. Eins og áður segir hætti Victor starfi vegna vanheilsu, en hann stóð meðan stætt var og hafði verið gerð hjartaaðgerð á honum í Lond- on ári áður en hann hætti að vinna. Eftir það var hann oft á sjúkrahús- um, og sífellt fór heilsunni hrak- andi uns hann fékk hvíldina. Við-Þóra, kona mín, og sam- starfsmenn hjá Reykjavíkurhöfn sendum Hildi, sonunum og fjöl- skyldum þeirra innilegustu samúð- arkveðjur. Sigurður Þorgrímsson Ávallt er dauðinn á ferð og erum við ekki alltaf undirbúin andláti vina eða ættingja. Nú er hann afi minn horfinn á braut, ekki mjög gamall, rúmlega sjötugur. Afi var stórkost- legur í veikindum sínum, alltaf kát- ur og glaður. I mínum augum var hann besti sjómaðurinn því ein- kennisbúningurinn var skreyttur gylltum tölum. Ferðalög voru líf og yndi afa og ferðaðist hann með fjöl- skyldu sína bæði innanlands og er- lendis. Minnist ég slíkra ferða með þakklætishug. Bílarnir hans afa voru alltaf góð- ir og fínir og SAAB var í uppá- haldi hjá honum eins og mér. Minn- ist ég afa alltaf glettins og bros- andi og vandamálin uxu ekki hjá honum. Margar góðar minningar ylja mér nú um hjartarætur og er ég þakk- látur fyrir að fá að hafa v< ið afa samferða. Victor Steingrímsson Sérfræiingar í blómaskreytingum vid öll tækifæri ITl blómaverkstæði IIINNAfe. Skólavörðustíg 12 á horni Bergstaðastrætis sími 19090 t Ástkær sonur okkar og bróðir, HALLDÓR GUNNAR RAGNARSSON, Fannafold 52, Reykjavík, lést af slysförum 18. desember. Útförin auglýst síðar. Ragnar Þorsteinsson, Þóra Vignisdóttir, Þorsteinn T. Ragnarsson, Valgeir Örn Ragnarsson. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MÁLFRÍÐUR GUÐBJÖRG KRISTMUNDSDÓTTIR, Hörðalandi 24, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 20. desember kl. 13.30. Gunnar Finnbogason, Pálmi Gunnarsson, Álfheiður Gísladóttir, Finnbogi Reynir Gunnarsson, Þórdís Egilsdóttir, Kristín G. Gunnarsdóttir, Skúli K. Gíslason, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar, SIGURGEIR ÖGMUNDSSON rafeindameistari Stakkholti 3, Reykjavik, andaðist að kvöldi 16. desember. Ólafur Sigurgeirsson, Guðrún Sigurgeirsdóttir. t Eiginkona mín og móðir okkar, GUÐBJÖRG BJÖRNSDÓTTIR BJARMAN, Dalhúsum 81, verður jarðsungin frá Langholtskirkju föstudaginn 20. desember kl. 13.30. Teitur Gunnarsson, Björn Teitsson, Ásthildur Teitsdóttir, BaldurTeitsson. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ANNA BJARNADÓTTIR fyrrverandi kennari og prófastsfrú í Reykholti, verður jarðsungin frá Reykholtskirkju laugardaginn 21. desember kl. 14.00. Kveðjuathöfn verður í Dómkirkjunni föstudaginn 20. desember kl. 10.30. Bjarni Einarsson, Gfslfna Friðbjörnsdóttir, Steinunn Einarsdóttir, Heimir Þorleifsson, Guðmundur Einarsson, Dóra Sigurðardóttir og barnabörn. t Eiginmaður minn og faðir okkar, BJÖRGVIN KETILL BJÖRGVINSSON, Austurtúni 15, Bessastaðahreppi, verður jarðsunginn laugardaginn 21. desember kl. 13.30 frá Bessastaðakirkju. Hafdís Einarsdóttir, Harpa Rós Björgvinsdóttir, Einar Kári Björgvinsson, Linda Kolbrún Björgvinsdóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN HELGA THEODÓRSDÓTTIR, Þykkvabæ 17, verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju í dag, fimmtudaginn 19. des- ember, kl. 15.00. Theodór S. Marinósson, Kristrún Marinósdóttir, Ásta Maria Marinósdóttir, Anna Lóa Marinósdóttir, Gunnbjörn Marinósson, Magdalena S. Elíasdóttir, Ingi Garðar Sigurðsson, Bjarni Ágústsson, Pálmi Sigurðsson, Sigrún Baldursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. sLJÓSKER Á LEtflU Granil s/P HELLUHRAUNI 14-220 HAFNARFIRÐI • SÍMI 652707 OPIÐ 9-18. LAUGARDAGA FRÁ KL. 10-15. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GUNNAR B. JENSSON, Vesturási 2, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 20. desember kl. 10.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlega bent á Krabbameinsfélagið. Kolbrún Svavarsdóttir, Aldís Gunnarsdóttir, Sigurður Þorsteinsson, Gunnar Þór Gunnarsson, Ingibjörg Björnsdóttir, Rut Gunnarsdóttir, Dagný Erla Gunnarsdóttir, Auðunn Ragnarsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.