Morgunblaðið - 05.06.1999, Side 20

Morgunblaðið - 05.06.1999, Side 20
20 LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Atta mánaða uppgjör Fiskiðjunnar Skagfirðings á Sauðárkróki 125 milljóna króna hagnaður í ÁTTA mánaða uppgjöri Fiskiðj- unnar Skagfirðings kemur fram að rekstrarhagnaður tímabilsins nam rúmum 125 milljónum króna á móti 61 milljón á sama tímabili í fyrra. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsgjöld var 480 millj- ónir, eða 29,4% af tekjum. Veltufé frá rekstri nam 397 milljónum króna, eða 24,3% af tekjum. Jón Eðvald Friðriksson, fram- kvæmdastjóri FISK, segist vera ánægður með niðurstöður upp- gjörsins. „Bætta afkomu á milli ára má einkum rekja til góðrar af- komu landvinnslu FISK á Sauðár- króki,“ segir hann. Uppistaðan í þeirri vinnslu er frysting þorskaf- urða, auk pökkunar á karfaflökum af frystitogara félagsins. Jón Eðvald segir að þar komi einkum til hátt afurðaverð, þar sem sala byggi á fyrirframgerðum samningum. Einnig hafi þorsk- veiði reynst auðveld, þar sem eitt skipa félagsins hafi séð land- vinnslunni fyrir hráefni þ.e. 80-100 tonnum af þorski á viku hverri. „Pá hefur sú aukning í þorski sem FISK fékk við síðustu úthlutun öll verið tekin inn í land- vinnslu fyrirtækisins," segir hann. Jón segir að samhæfing veiða og vinnslu hjá FISK hafi tekist með ágætum. „Allir starfsmenn fyrirtækisins hafa lagt sig fram og tekið þátt í breytingum sem oft hafa verið fyrirvaralitlar, til að uppfylla óskir einstakra kaupenda og eða markaðarins hverju sinni. Allir þessir þættir hafa haft mikil áhrif á bættan rekstur og ljóst er að þáttur starfsmanna FISK í þessari jákvæðu breytingu er mjög mikill,“ segir Jón Eðvald. Fiskiðjan Skagfirðingur Úr milliuppgjöri - ....—- 1. sept. ‘98 - 30. apríl 1999 98-99 97-98 Rekstrarreikningur Míiijónir króna 1.9-30.4 1.9-30.4 Breyt. Rekstrartekjur 1.634,4 1.395,1 17,2% Rekstrarg jöld 1.153.8 1.097.1 5.2% Hagn. án afskr. og fjármagnskostn. 480,5 298,0 61,2% Afskriftir (205.91 (204.6) 0.6% Hagnaður án fjármagnskostn. 274,6 93,4 194,0% Fjármunatekjur og (gjöld) (149,6) (37,3) 301.1% Hagnaður af reglulegri starfsemi 125,1 56,1 123,0% Eignarskattur (1,5) - - Hagnaður eftir skatta 123,6 56,1 120,3% Aðrar tekjur 1,5 5,1 -70.6% Hagnaður (tap) tímabilsins 125,1 61,2 104,4% Efnahagsreikningur 30.4 '99 30.4 '98 Breyt. I Eifinir: 1 Milljónir króna Fastafjármunir 2.365,3 2.676,5 -11,6% Veltufjármunir 650,7 440,7. 47,7% Eignir samtals 3.016,0 3.117,2 -3,2% 1 Skuldlr oa elaid té: 1 Milljónir króna Skammtímaskuldir 438,1 694,3 -36,9% Langtímaskuldir 1.716,3 1.776,9 -3,4% Eigið fé 861,6 645,9 33,4% Skuldir og eigið fé alls 3.016,0 3.117,2 -3,2% Compaq og Deutsche Telekom starfa saman ÞÝSKA símafyrirtækið Deutsche Telekom mun bráðlega setja upp netversl- un í samstarfi við Compaq tölvufyritækið. Þá verður hægt að kaupa Compaq tölvuvörur á Netinu í sam- ræmi við stefnu fyrirtækis- ins. I lok þessa árs áætlar þýska símafélagið að vera búið að opna 500 verslanir á mismunandi stöðum þar sem hægt verður að kaupa tölvur á Netinu. Félagið er með þessu að færa sig meira yfir í upplýsingatæknina og vonast þar eftir auknum hagnaði eftir erfiðleika undanfarið. Compaq hefur ekki stund- að viðskipti á Netinu hingað til en fannst kominn tími til eftir að aðalkeppinauturinn Dell sýndi verulegan hagnað af því að stunda netviðskipti. Sigurður Einarsson, forstjóri verðbréfafyrirtækisins Kaupþings Ummæli sfjórnarfor- manns KEA koma á óvart FLV hef- ur starf- semi FLUTNINGAMIÐSTÖÐ Vest- urlands, FLV, sem er hluti af flutningakerf! Landflutninga og Samskipa hefur tekið til starfa að Engjaási 2 í Borgarnesi. Af því tilefni var haldin formleg opnunarhátíð í húsakynnum FLV að Engjaási þar sem Mjólkursamlag Borgfírðinga var áður til húsa. Ólafur Ólafsson forstjóri Landflutninga - Samskipa bauð gesti velkomna og sagði það sérstaklega ánægjulegt fyrir sig að opna nýja futningamið- stöð í Borgarnesi þaðan sem hann ætti góðar minningar frá uppvaxtarárum sínum. FLV hyggst bjóða viðskipta- vinum sínum upp á heildarlausn í flutningum á sjó og landi, inn- anlands sem utan. A flutninga- leiðum eru notaðir nýlegir flutningabflar og vagnar með frysti- og kælibúnaði auk milli- þils. Tvær brottfarir verða frá Reykjavík til Borgarness alla virka daga. Sömuleiðis verða tvær ferðir frá Reykjavík til Akraness. Alls starfa 15 manns hjá FLV og er Júlíus Jónsson rekstrar- stjóri flutningamiðstöðvarinn- ar. SIGURÐUR Einarsson, forstjóri Kaupþings, segir ummæli stjórnar- formanns Kaupfélags Eyfirðinga, Jóhannesar Geirs Sigurgeirssonar, í Morgunblaðinu á fimmtudag, þar sem hann segir tilboð Kaupþings í Mjólkursamlag Kaupfélags Þingey- inga ótrúverðugt, koma sér á óvart og til þess fallin að kasta rýrð á trú- verðugleika Kaupþings. „Kaupþing leggur ekki fram til- boð fyrir hönd viðskiptavinar nema því aðeins að hann skuldbindi sig til að standa við tilboðið og hafi að mati Kaupþings fjárhagslegt bolmagn til þess. Við bjóðum verulega hærri fjárhæð í Mjólkursamlagið en samn- ingurinn við KEA kveður á um þannig að maður spyr sig hverra er- inda þeir ganga sem bregðast við hagstæðu tilboði í félagið með þess- um hætti. Að halda því fram að ekki sé full alvara á bak við þetta tilboð er því úr lausu lofti gripið," segir Sigurður. Heimild til ítarlegrar skoðunar á MSKÞ Að sögn Sigurðar er tilboð Kaup- þings til hagsbóta fyrir kröfuhafa og eigendur Mjólkursamlagsins, sem eru þingeyskir bændur, en það er 113 milljónum króna hærra en kauptilboð KEA, sem samþykkt var á aðalfundi KÞ nýverið. Kaupþing hefur fengið heimild frá Kaupfélagi Þingeyinga til þess að gera ítarlega skoðun á stöðu Mjólk- ursamlags Kaupfélags Þingeyinga í samræmi við fyrirvara sem er á 350 milljóna króna tilboði Kaupþings fyrir hönd viðskiptavinar í samlagið í næstu viku, að sögn Sigurðar Ein- arssonar, forstjóra Kaupþings. Lögmaður KÞ hefur gagnrýnt fyrirvara Kaupþings á tilboðinu í fjölmiðlum. Að sögn Sigurðai' er það viðtekin venja að setja fyrirvara sem þennan á tilboð í fyrirtæki, hafi bjóðendur ekki fengið tækifæri til að skoða reksturinn nægjanlega vel. Slíkir fyrirvarar séu ekki síst viðeig- andi við þær aðstæður sem eru í rekstri KÞ. „Við verðum að ganga úr skugga um að ársreikningur Mjólkursam- lagsins endurspegli raunverulega af- komu fyrirtækisins. Til að mynda hvernig uppbótargreiðslum á mjólk er háttað. Hvort eignarhlutur í Osta- og smjörsölunni er í eigu KÞ eða MSKÞ og hvort hann er bund- inn innlausnarrétti. Hvernig veð- setningum og ábyrgðarskuldbind- ingum er háttað. Hvernig mati á birgðum er háttað. Hvort einhverjir eftirlaunasamningar eru í gildi og svona mætti lengi telja. Ef niður- staða skoðunar okkar á MSKÞ í næstu viku hefur ekki í för með sér breytingar á forsendum tilboðsgjafa verður væntanlega lagt fram kauptilboð án fyrirvara í MSKÞ,“ segir Sigurður Einarsson. Ættu að líta í eigin barm Hann segir að ekki sé hægt að gefa upp hver tilboðsgjafinn sé en hann hafi að svo stöddu valið að koma ekki fram. „Enda er það ekki nafn hans sem skiptir máli heldur viðskiptahugmyndin að baki tilboð- inu. Tilboðsgjafi gerir sér fulla grein fyrir því að framtíðarvirði þessa fyrirtækis byggist á góðu samstarfi við bændur á svæðinu og hugsanlega fleiri aðila. Við hjá Kaupþingi sjáum ekki annað en að tilboðið sé til hagsbóta fyrir þingeyska bændur. Mér finnst að menn ættu að líta í eigin barm og skoða hvernig staðið var að sölu MSKÞ til KEA áður en þeir gagn- rýna tilboð umbjóðanda okkar. Það er óvanalegt að selja eignir út úr fyrirtækjum rétt áður en óskað er eftir greiðslustöðvun. Venjan er að skipa aðstoðarmann sem hefur m.a. það hlutverk að tryggja að eignir fé- lagsins séu seldar á réttu verði og skili sér til félagsins og þar með lán- ardrottna. í þessu tilviki eru eign- imar seldar út rétt áður en greiðslustöðvun er sett á. Því spyr maður sjálfan sig hvort það sé eðli- legur framgangsmáti,“ segir Sig- urður. Sigurður segir að svo virðist sem verið sé að reyna að draga athyglina frá kjarna málsins með þeirri um- ræðu sem fram hafi farið um þetta mál. „Menn tala fyrst og fremst um formið á tilboðinu. Hver það er sem gerir tilboðið og bréfsefnið sem það er sent á. Hvað varðar bréfsefnið þá var fyrst beðið um að við sendum tilboðið í tölvupósti. Þegar við af- hentum tilboðið spurðum við sér- staklega að þvi hvort óskað væri eftir að það væri á bréfsefni Kaup- þings og var okkur tjáð að það skipti ekki máli. Slík útfærsluatriði skipta hins vegar ekki máli. Aðalat- riði málsins er að hér er komið fram tilboð sem er til hagsbóta fyrir þingeyska bændur og lánardrottna félagsins," segir Sigurður Einars- son. Morgunblaðið/Theodór FRÁ vinstri, Júlíus Jónsson rekstrarstjóri og Ólafur Ólafsson forstjóri Landflutninga-Samskipa við hina nýju flutningamiðstöð FLV að Engjaási í Borgarnesi. Öfug áhrif auglýsinga BANDARÍSKA skóframleiðslufyrir- tækið Just for Feet segir farir sínar ekki sléttar í viðskiptum við auglýs- ingastofur, eins og kemur fram í fjöl- miðlaumfjöllun á vefsíðunni www.salon.com. Just for Feet réð Saatchi og Saatchi auglýsingastof- una í New York ríki til að hanna sjónvarpsauglýsingu sem var svo sýnd á besta tíma í auglýsingahléi á Super Bowl fótboltaleiknum. Just for Feet hafði aldrei auglýst á svo góðum tíma en auglýsingin náði til 127 milljóna heimila og Harold Ruttenberg forstjóri hugðist nýta tækifærið vel. Hann vildi kynna stór- um áhorfendahópi ímynd fyrirtækis- ins vel, hversu gott fyrirtækið væri og vinalegt andrúmsloft ríkti þar. Kostnaðurinn við auglýsingaher- ferðina nam 7 milljónum dollara, þar af runnu 3 milljónir til auglýsinga- stofunnar eða sem samsvarar um 250 milljónum íslenskra króna. Ruttenberg taldi peningunum vel varið og sá fram á bjarta tíð með fjölda viðskiptavina. En eftir að aug- lýsingin var sýnd hefur allt snúið til verri vegar. Auglýsingin fyrir Just for Feet skóna hefst á mynd af hvítum mönn- um í hermannajeppa. Þeir elta ber- fættan Kenyamann og keyra í veg fyrir hann til að bjóða honum vatns- sopa. Hann þiggur vatnið en fellur í ómegin af lyfi sem hermennimir hafa laumað í vatnið. Á meðan Kenyamaðurinn er meðvitundarlaus, þröngva hvítu mennii-nir Nike skóm á fætur hans. Þegar maðurinn vakn- ar og sér skóna, verður hann skelf- ingu lostinn og æpir upp yfir sig. Loks skríður hann á fætur og hleyp- ur í burtu en reynir stöðugt að ná skónum af sér. Þessa auglýsingu hafa margir kallað fulla af kynþáttamismunun og auk þess lýsa nýlendu- og heims- valdastefnu. Einnig að auglýsingin geri eiturlyfjum hátt undir höfði, en þetta eru atriði sem Just for Feet fyrirtækið vill ekki láta kenna sig við, að sögn Ruttenbergs forstjóra. Fyrirtækið vill standa fyrir kyn- þáttajafnrétti og fordæmir fíkniefna- notkun. Just for Feet fyrirtækið stefndi því Saatchi og Saatchi auglýsinga- stofunni í mars sl. og krefst 10 millj- óna dollara skaðabóta. Ruttenberg telur nægar röksemdir fyrir hendi og segir auglýsinguna það slæma að málshöfðun sé réttlætanleg.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.