Morgunblaðið - 05.06.1999, Page 70
70 LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Emilíana Torrini gefur út breiðskífu
Ég hef alltaf
ætlað mér þetta
Lítið hefur borið á söngkonunni
Emilíönu Torríni undanfarið ár enda
hefur hún búið og starfað í Englandi í
--------------y---
nokkurn tíma. I febrúar á þessu ári
gerði hún samning við útgáfufyrirtæk-
ið One little Indian og vinnur nú að
plötu sem væntanleg er á markað í
október. Eyrún Baldursdóttir talaði
við söngkonuna og fékk upplýsingar
um strauma og stefnur í tónlistar-
sköpun hennar.
„FYRIR mér er langþráður
draumur að rætast því ég hef
alltaf ætlað mér að fara utan og
vinna að plötu,“ segir Emilíana og
brosir út að eyrum. „Eg veit lítið
hvemig þetta fer en samt sem áð-
ur er þetta roooooosalega gaman.“
Rafræn popptónlist
Emilíana hefur heillað íslendinga
með túlkun sinni á lögum sem
flest eru ljúfar ballöður. Blaða-
manni lék forvitni á að vita hvort
tónlistin á plötunni væri frábrugð-
in því sem hún áður fengist við
„Já, mig langaði að gera eitt-
hvað öðruvísi en ég hef áður gert
þrátt fyrir að enn séu ballöðurnar
ráðandi,“ svarar hún. „Eg er orðin
tölvuvæddari og á disknum er að
finna tónlist sem kalla mætti raf-
ræna popptónlist.
Þessi plata er ólík hinum að
því leyti að hún er
ekki út um allt
heldur meira ein
lína, hér er lítið
verið að stökkva út
um allar trissur.
Reyndar er ég
þannig gerð að vilja
alltaf vera að gera
allt í heiminum en
sumir þeirra tónlist-
armanna sem ég hef
starfað með hafa séð
til þess að aga mig.“
sagði söngkonan sem
hefur sér til fulltingis
Roland Orzabal úr Te-
ars for fears, Eg White,
Sigtrygg Baldursson,
Alan Griffiths og Mark
Abys. Hún segir tónlist-
armennina sem að plöt-
unni koma hafa ólíkan
tónlistarbakgrunn og
einmitt það geri útkom-
una „skringilega en mjög
góða“.
Ertu búin að fínna þinn
stfí?
„Já svona byijunina, ég
finn að tónlistin mín er að þróast.
Mig langaði alltaf að prófa að spila
tölvupopp en það er auðvitað ekki
víst að ég muni alltaf gera það.
Næsta plata gæti þess vegna orðið
allt öðruvísi.
Ég er farin að skrifa tónlist sjálf
en það er nokkuð sem ég hef alltaf
verið voðalega feimin við og ekki
þótt mikilvægt. Mér finnst mjög
gaman að syngja eigin lög en
einnig að túlka það sem aðrir hafa
skrifað. Það sem skiptir máli er að
nú er ég orðin miklu öruggari með
það sem ég hef sjálf gert.“
Semur þú öll lögin á plötunni?
„Ég samdi flest lögin ásamt
Egg White og Sigtryggi en Rol-
and semur einn tvö lög á disknum.
Við Roland ætluðum reyndar að
skrifa saman en hann er svo fljót-
ur að semja að þegar ég var komin
með eina nótu var hann næstum
búinn með lagið“ segir hún kímin.
Platan hefur enn ekki fengið
nafn þegar þessi orð eru skrifuð,
þegar blaðamaður spurði
Emilíönu hverju það gegndi hló
hún og benti á að þau væru búin
að vera í svakalegu tímahraki og
það væri í raun mjög stutt síðan
hefði komið í ljós að platan næði
að koma út á þessu ári. „Svo byrja
ég alltaf á vitlausum enda, við
byrjuðum á upptökum en sömdum
lögin á meðan.“
Smáskífa í lok sumars
Emilíana gerði samning við út-
gáfufyrirtækið One little Indian
hreint hverjir sjá um útgáfu í Am-
eriku.
Blaðamaður var forvitin um
hvenær landsmenn fengju að
heyra afraksturinn og Emilíana
sagði ekki langa bið á því. „Breið-
skífan kemur út 25. október en
þrjár smáskífur verða gefnar út á
undan, sú fyrsta heitir Dead
thingsog kemur út í júni.“ Hefð er
fyrir því að gefa smáskífur út til
kynningar á breiðskífum og hér
heima munum við fá að heyra nýja
efnið hennar Emilíönu fyrr en
aðrir.
Líklegt er að nýtt lag, „Come
out“ sem Emilíana syngur, ómi
um þessar mundir í eyrum lands-
manna. Það er lag af nýútkominni
Dip-plötu þeirra Sigtryggs Bald-
urssonar og Jóhanns G. Jóhans-
sonar sem á að sögn Emilíönu
ekki skylt við nýju plötuna henn-
ar.
lega í bingóhöllinni í London en
þar er ég meðlimur og spila oft
bingó á föstudögum. Við tókum
myndbandið upp í höllinni og er-
um að spila þar í alvörunni. Mynd-
bandið er eiginlega mjög
skemmtilegt en ég var hrædd um
að lagið gæti verið misskilið sem
alvöruþrungið vegna þess að það
er mjög rólegt. Því hefði verið
frekar dramatískt að gera sorg-
legt myndband. Tökur stóðu yfir í
fjóra daga og fóru að hluta til
fram á Spáni,“ segir Emilíana og
bendir hlæjandi á að það hafi verið
ágætt sumarfrí í leiðinni. Hún
stefnir að því að gera annað
myndband með sama leikstjóra í
sumar.
Ánægð en hógvær
Emilíana segir viðbrögð þeirra
sem heyrt hafa tónlistina vera
framar vonum „en svo veit maður
aldrei hvað verður því það getur
allt gerst í þessum bransa og í
raun er hann miklu
erfiðari en ég
hélt.“
Aðspurð um
hvaða væntingar
hún hefði um við-
tökur sagðist hún
ekki búast við að
platan færi í topp
tíu en lagði
áherslu á að oft
væri framinn
fyrr á þessu ári. Það er fyrir-
tæki sem stofnað var út frá Sykur-
molunum og hefur síðan gert
samning við ýmsa þekkta tónlist-
armenn eins og Chumbawamba,
Skunk Anansie, Shave Man, Snea-
ker Pimps, Björk, Ruby Cruser,
Alabama 3 og fleiri. Samninguiinn
ætti því að geta gefið Emilíönu
góða möguleika að koma sér á
framfæri. Hún sagðist vera mjög
ánægð með samninginn og að
hann setji henni hvorki skorður í
tónlistarsköpun né öðru.
One little Indian gefur plötuna
út i Englandi en hefur sérstakan
samning við Virgin Records sem
sér um útgáfu annarsstaðar í
heiminum. Enn er ekki komið á
BINGÓ
Emilíana hefur gert myndband
við lagið „Dead Things" og fékk
mikilsvirtan leikstjóra, Sophie
Miiller, til liðs við sig. Sophie hef-
ur gert mörg þekkt myndbönd
eins og við lögin „Song nr. 2“ fyrir
Blur, „Venus As a Boy“ fyrir
Björk og hún hefur einnig unnið
myndbönd fyrir Cardigans, Gar-
bage og fleiri þekkta tónlistar-
menn.
I myndbandinu er Emilíana að
spOa bingó og er nokkuð ljóst
hvaðan sú hugmynd er sprottin.
„Ég kynntist leikstjóranum nefni-
spurning um
heppni. „Það sem
mér finnst, óháð því
sem menn trúa í fyr-
irtækinu, er að þetta
verði ekki brjálæðis-
lega stórt. Ég reyni
bara að leggja mig
fram við að gera góða
tónlist og vona að fólk
kunni vel að meta hana
vegna þess að ég er
sjálf rosalega ánægð
með þetta. Hér heima
mætti þetta ganga vel,
það væri leiðinlegt ef
maður yrði útskúfaður
úr landinu eftir útgáf-
una“ segir hún og skeilihlær.
Aðspurð um hvort tónleika sé
að vænta bráðlega sagði hún
margt óvíst í þeim efnum, útgáfu-
tónleikar verði hér heima en ekki
sé búið að ákveða hvenær. Hún
segist verða nokkuð á Islandi á
næstunni. „Ég kem til að vera við-
stödd útgáfu tónleika Dip og fer
einnig í Eyjar í sumar með
nokkra enska vini mína. Maður er
orðinn svo mikOl fóðurlandssinni
og vill kynna landið sitt,“ sagði
söngkonan unga sem líklega á eft-
ir að vera stórtækari landkynning
en hún vill láta í veðri vaka.
Stutt
Reytaarfa
eða njóta
ásta?
NÝLEG könnun sýnir að talsverður
fjöldi fólks kýs fremur að reyta arfa í
garðinum en að njóta ásta með maka
sínum. Könnunin var framkvæmd á
vegum Garðyrlqustöðvarinnar Home
& Garden Television í Bandaríkjunum
og sýnir að 52% karlmanna í úrtakinu
kusu frekar að veltast um í blómabeð-
um en í rúminu með eiginkonunni, en
47% kusu frekar í-úmið. Konumar
kusu einnig garðinn fram yfir hjóna-
sængina og voru 47% þeirra hrifnari
af garðinum en eiginmanninum, en
31% sagðist frekar vilja karlinn en
garðinn.
✓
Astardrykkur
Svía
SÆNSKUR gosdrykkjaframleiðandi
hvetur nú Svía til að þamba nýjan
drykk sinn, Niagara, sem sagður er
hafa geysigóð áhrif á kyngetu
manna. Framleiðandinn lýsir hinum
bláleita Niagara sem eina ástar-
drykknum á Norðurlöndum.
„Ljósbláar sænskar myndir sjö-
unda og áttunda áratugarins gerðu
Svía þekkta fyrir frjálsræði þeirra í
kynferðismálum," segir Stefan
Nero, framleiðandi Niagara. „Núna
er rétti tíminn til að halda þeirri
ímynd aftur á lofti og Niagara er
lausnin." Það er eflaust, engin tUviIj-
un að Niagara er blátt að lit og rím-
ar við getuleysislyfið Viagra.
Ríkasta
Qölskyldan
EITT minnsta land í Evrópu, Li-
echtenstein, hýsir ríkustu konung-
bomu fjölskyldu álfunnar, en eignir
hennar eru metnar á meira en 350
milljarða íslenskra króna, samkvæmt
nýlegri könnun sem birt var í
EuroBusiness-tímaritinu.
Ef ríkidæmi konungsfj ölskyldna
Evrópu er kannað kemur í Ijós að tíu
ríkustu fjölskyldumar eiga í eignum
ríflega 1.750 milljarða króna. I þeirri
tölu er ekki gert ráð fyrir eignum í
eigu ríkisins sem fjölskyldimnar hafa
þó einkanot af, en þær eignir myndu
nema um 4.000 milljörðum króna.
I öðm sæti á listanum var Lúxem-
borgarafjölskyldan í Lúxemborg og
breska konungsfjölskyldan skipaði
þriðja sætið.
Blessað á
barnum
HÓPUR kristinna hefur tekið yflr
rekstur sögulegrar krár í bresku
borginni Bradford í þeim tilgangi að
fá fleiri til liðs við hópinn. Hug-
myndin er að yfír bjórglasi og spjalli
um íþróttir muni margir taka trúna.
Kráin Cock and Bottle er 170 ára
gömul og starfsfólkið mun allt vinna
í sjálfboðavinnu við að færa væntan-
legum félögum bjór og með því.
„Sumir eru hræddir um að kráin
verði eins og kirkja, en því fer
fjami. Hér geta menn spjallað um
boltann og fengið sér bjór,“ segir
séra Robin Gamle. „Kráin okkar
verður staður þar sem allir eru vel-
komnir.“
Síðasti Ona
indíáninn allur
SÍÐASTI Ona indíáninn frá Argent-
ínu er nú allur og með dauða hans er
níu þúsund ára sögu þjóðflokksins lok-
ið. Virginia Choinquitel fékk
hjartaslag á miðvikudaginn í Rio
Grande, en hún var 56 ára að aldri.
Mannfræðingurinn Miguel Angel Pal-
ermo kvað upp á sínum tíma að síðasti
karl Ona indíánaþjóðflokksins hefði
látist árið 1995, en Choinquitel var síð-
asta konan.