Morgunblaðið - 20.11.1999, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 20.11.1999, Qupperneq 36
36 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Einar Kristjáns- son í Töfra- flautunni ARKADIA plötuútgáfan, sem sérhæfir sig í sögulegum upp- tökum, hefur gefið út sett með tveimur geisla- plötum með Töfraflautu Mozarts í upp- töku frá Stuttg- art árið 1937. Eitt hlutverkanna, fyrsti hallar- vörður, er sungið af Einari Krist- jánssyni. Einar Kristjánsson var einn ást- sælasti söngvari okkar og átti glæstan feril sem óperu- og Ijóða- söngvari í Þýskalandi, Danmörku og víðar í Evrópu. Fyrir nokkrum árum kom út á vegum Smekkleysu safn með söng Einars. í frétt frá 12 tónum segir að ít- alska fyrirtækið Arkadia hafi hlotið fjölda viðurkenninga fyrir endurút- gáfur sínar þar sem heyra má helstu listamenn fyrri hluta þessar- ar aldar í kristaltærum hljómi. Arkadia hlaut m.a. verðlaun á Mid- em ráðstefnunni 1997. Töfraflautan, 2cd, kostar 1.600,- krónur. Einar Kristjánsson Gunnar Dal Nýjar bækur • STEFNUMÓT við Gunnar Dal er fimmtugasta frumsamda bók- in sem hann sendir frá sér, en Gunnar DaJ á fimmtíu ára skáldaafmæli á þessu hausti. í fréttatil- kynningu segir: „I bókinni er Gunnar lærimeistar- inn og Baldur Óskarsson læri- sveinninn og eiga þeir samtal að forngrískum sið. Umræðan er sam- tímaheimspeki þar sem veröldin er skoðuð með íslenskum augum við upphaf þriðja árþúsundsins. Um- ræðuefnin eru mörg s.s. „Eru rit- höfundar frjálsir?; Hvers vegna gerum við það sem við gerum?; Hvað er hamingja?; Maður og jörð; Er íslenskan dauð? og Staða kon- unnar í nútímanum." Fyrsta bók Gunnars, ljóðabókin Vera, kom út haustið 1949. Gunnar hefur íslenskað nokkur af öndveg- isritum heimsbókmenntanna. Útgefandi er Iðnú. Bókin er 152 bls. og skiptist í 60 kafla. Aftast í henni er „Tabula Gratulatoria“. Grafík sá um prentun. Verð: 3.000 kr. • ÁÐUR en þií sofnar er fyrsta skáldsaga Linn Ullmann og er í þýðingu Sólveigar B. Grétarsdótt- ur. í fréttatilkynningu segir: „Karin Blom er ólíkindatól, ung kona sem gerir það sem hugur hennar stend- ur til þá stundina: forfærir karl- menn, blekkir, spinnur upp sögur og ýkir, en lærir smám saman að segja satt. Aður en þú sofnar er saga fjöl- skyldu hennar, allt frá því Rikard afi hennar setti á fót saumastofu í New York á þriðja áratugnum. Karin segir frá af ósvikinni frá- sagnargleði og sveiflast milli fant- asíu og raunsæis á sannfærandi hátt. I bókinni renna furðusögur, neyðarleg atvik og djúp alvara saman í áhrifamikilli frásögn af hinni sérstæðu Blomfjölskyldu." Linn Ullmann er fædd í Noregi árið 1966. Útgefandi erMál ogmenning. Bókin er253 bls., unnin íPrent- smiðjunni Odda hf. Verð: 3.980 kr. MYNDLIST Ásmundarsafn, Sigttíni YFIRLITSSÝNING ÁSMUNDUR SVEINSSON Opið alla daga frá 10-18. Aðgangur 200 krónur. FRÁ því í sumar hefur staðið yf- ir yfirlitssýning á verkum Ásmund- ar Sveinssonar í safninu að Sigtúni, og mun hún halda áfram enn um stund. Gagngerðar breytingar hafa far- ið fram á umhverfi safnsins, garð- urinn allur endurskipulagður eins og þeir sem reglulega eiga leið þar framhjá hafa óhjákvæmilega orðið meira en varir við um langt skeið. En afleitt var, að sumar stytturnar lágu eins og umkomulausir klump- ar um hann allan, þannig að um íg- ildi sjónmengunar var að ræða. Nú loks sér fyrir endann á þeim hremmingum, þótt enn sé sitthvað ógert, vinnuvélar jafnvel enn að störfum og líkt og við blasir er eftir að ganga frá einu stóru verki. Satt að segja líkaði mér prýði- lega við garðinn eins og hann var, einnig gamla grindverkið, og sakna Vatnsberans á sínum markaða stað á horni Sigtúns og Reykjavegar. Er sem fyrr alls ekki viss um að hinn alþýðlegi listamaður hefði lagt blessun sína á allt þetta umrót, sótthreinsuðu híbýli og nákvæmt skipulagða garð. I flestum tilvikum hefur þótt far- sælast að varðveita sem mest af umhverfi myndhöggvara eins og þeir skildu við það, má hér vísa til safna Emile-Antoine Bourdelle og Ossip Zadkine í París, Emst Bar- lach í Giistrow og lærimeistara Ás- mundar, Carl Milles í Lindingö við Stokkhólm, en á alla þessa staði hefur skrifari komið og skoðað góða dagstund. Einnig ber hér að nefna stofnun Dinu Viemy á lífs- verki Aristide Maillol, við rue de Grenelle í París, sem er afar lifandi og laðar til sín gesti. Hinn aldni fyrrum listhúseigandi Dina Vierny, var á yngri árum fyrirsæta lista- mannsins, fyrirmynd að frægum höggmyndum, seinna nemandi og kynntist honum því náið, ekkert yf- irborð né lognmolla í þeim húsa- kynnum. Það er hins vegar vottur van- metakenndar og óþols hins fram- stæða og óþroskaða, að þurfa stöð- ugt að vera að stokka allt upp í kringum sig, og hér eram við Is- lendingar vafalítið ljósasta dæmið norðan Alpafjalla, einnig fyrir nið- urrif eldri minja og gilda. Og eitt hef ég hvergi séð á ferðum mínum, sem er að húða gamlar gipsstyttur á söfnum, og fyrir mér er það ámóta viturlegt og að lita gæra- skinn til að þau gangi frekar í aug- un á óþroskuðum múg. Þannig era verkmennirnir tveir fyrir framan safnið, sem ég hefi dáð frá bar- næsku, líkastir stásslegum marsip- anstrákum í þessum nýja og ná- hvíta möttli sínum. Eitt af því sem aldrei má gera er að hreinsa gaml- ar gipsstyttur hvað þá mála þær, heldur ber að láta þær eldast í friði og í hæsta lagi dusta af þeim rykið. Þetta hélt ég að allir innvígðir vissu, og þótt það kunni að þykja gott og gilt ýnúlistum er ég nokkuð viss um að Ásmundi hefði ekki lík- að þessi viðbót, frekar en mynd- höggvuram gamla skólans almennt og hví ekki að virða þá skoðun þeirra? Kannski er það einmitt fyrir ákafa viðkomandi við að breyta, lagfæra og færa í staðlað nútíma- horf, að svo fáir rata á safnið er svo er komið, menn era nefnilega helst komnir til að upplifa listamanninn í sínu rétta umhverfi, sköpunai-feril verkanna en ekki grunnfærðar lag- færingar og hégómaskap eftirkom- anda hans. Það er jafn mikið ábyrgðarleysi að leggja slík söfn í hendur embættis- og skrifstofu- mönnum, sem listaskóla og skóla almennt, í hendur rasspúðafólki og fundarhaldafíklum. Listamennina sjálfa er svo ekki hægt að nálgast gegnum myndabækur nema að takmörkuðu leyti, og því er svo mikilvægt að hlúa að sál þeirra í eftirlátnum munum og húsakynn- um. Einka- og sérsöfn eru hvarvetna erfiðar stofnanir, sem ferðahand- bækur gefa yfirleitt ekki meira en eina stjörnu af þremur möguleg- um, en geta þar fyrir verið afar yndisleg í viðkynningu, og eftir því sem nálgun listamannsins er al- tækari innan sem utan þeirra verða töfrarnir meiri og sitja lengur í gestinum. Mér líkar engan veginn við af seinni tímum stöðluð og sótthreins- uð listasöfn, ekki frekar en stór hluti safngesta. Og þótt hinn víð- feðmi áhugi á fortíðinni sem er svo áberandi ytra hafi ekki að öllu leyti skilað sér hingað, má vísa til um- talsverðrar vakningar um land allt hin síðari ár, einkum hvað varð- veislu húsa og uppbyggingu minja- safna snertir. - í þessu yfirliti á safninu má vissulega fylgja ákveðinni þróun, en þó vantar sitthvað upp á, jafn- framt örlítið sýnishorn af list félaga listamannsins og samtíðarmanna. Ganga má út frá, að hér sé um skilvirkan þverskurð af list Ás- mundar, mikið til hugsað fyrir út- lenda gesti, en þeir era vel að merkja síður að leita að slíkri mat- reiðslu fyrir sig á einkasöfnum, öllu frekar staðbundu andrúmi og óvæntum lifunum. Samlíkingin á helst við innan dyra, en úti fyrir í náttúranni njóta verkin sín mörg hver mun betur, einkum þar sem nálgunin verður mest og óvæntust, þau ber við kræklóttar greinar, hrjúfan svörð og litbrigði jarðar. Væntanlega far- sælast að halda sig við þá krókóttu götuslóða sem fyrir era, sótt- hreinsa og ofskipuleggja ekki garð- inn, og verður fróðlegt að litast þar uin að verklokum. Ásmundur Sveinsson yar hæg- látur og forneskjulegur Islending- I garðinum. ur, og líkt og Hallsteinn bróðir hans og mikilvægur aðstoðarmaður var hann sem sniðinn út úr Islend- ingasögunum. Eða líkastur fram- stæðum veðurbömum bónda og verkhaga langt uppi í afdölum, en með þá eðlislægu yfirburði margra slíkra að vera heimsmaður um leið, numinn í erlend fræði og tungur. Sótti áhrif jafnt til núlista og fom- aldar, átti hér sitthvað skylt með Constantín Brancusi sem leitaði til fomra rúmenskra hefða í bjálka- húsagerð og hinna hreinu uppruna- legu frumforma, einnig Henri Moore sem sótti í arfieifð Etrúska. En Ásmundur hafði þó ekki þessar eðlisbornu hefðir þeirra fullkom- lega í blóðinu frekar en aðrir ís- lenzkir myndlistarmenn og varð að vinna sig til þeirra. í þetta hús og í þennan garð þurfa sem flestir að rata, það á ekki einungis að vera hluti af skyldun- ámi líkt og að tylla tá á Þjóðm- injasafnið, heldur koma af innri þörf og þrá tii að minnast við ís- lenzkan metnað í Ust og handverki. Bragi Ásgeirsson Veisla í rúmtaki
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.