Morgunblaðið - 20.11.1999, Side 52
52 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999
rr---------------------------
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
HALLDORI.
ARNARSON
+ Halldór I. Arnar-
son fæddist 17.
júlí 1951 á Sauðár-
króki. Hann lést 15.
nóvember í Sjúkra-
húsi Reykjavíkur.
Foreldrar hans voru
Öm Friðhólm Sig-
urðsson, f. 24. júlí
1921, d. 12. nóvem-
ber 1970, og Guðrún
Erla Ásgrímsdóttir,
f. 12. jan. 1927.
-f Systkini: Sölvi Ste-
fán, f. 18. maí 1947,
maki Brynja Beck,
dætur þeirra era
Halldóra Björk og Guðný Araa;
Elísabet Ósk, f. 31. júlí 1953,
maki Ágúst Marinósson, þeirra
synir era Óskar Páll og Helgi,
fyrir á Elísabet Guðrúnu Erlu og
Omar Örn með Sigmari J. Bene-
diktssyni, d. 4. ágúst 1985; Am-
fríður, f. 15. apríl 1958, maki
Guðmundur R. Stefáns, þeirra
böra eru Stefán Öm, Berglind
Inga og Jónas Rúnar; Ingófur, f.
15. desember 1959, maki Kristin
Jónsdóttir, þeirra böm eru Sól-
veig Araa, Jón
Heiðar og Aníta
Ösp; Anna Björk, f.
15. mars 1961, maki
Jón Geirmundsson,
þeirra synir eru
Tjörvi Geir og Sæv-
ar Hlynur. Fyrir
átti Anna Björk,
Örn Friðhólm með
Sigurði Sveinssyni.
Halldór kvæntist
13. maí 1972 Ólöfu
Sigrúnu Konráðs-
dóttur, f. 8. júlí
1950. Synir þeirra
eru Örn Söivi, f. 25.
febrúar 1971, maki Elva Ösp Ól-
afsdóttir, f. 24. mars 1972. Dóttir
þeirra er Andrea Anna, f. 19.
júní 1996; Halldór Heiðar, f. 5.
apríl 1976.
Halldór vann almenn verka-
mannastörf á Sauðárkróki, en
siðustu 25 ár vann hann við
Steypustöð Skagaíjarðar.
Útfór Halldórs fer fram frá
Sauðárkrókskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Horfiðsjónumhefurgóðurdrengur
harmur djúpur nístir þreytta sál.
Meðal okkar er hann ekki lengur.
enginn skilur dauðans þögla mál.
Við minnumst hans með þökk og þrá í
hjarta
sem þreytti stríð en ekki sigur vann.
Hetja sönn er heyrðist aldrei kvarta
hafði þrek sem enginn skýra kann.
Framlag hans til okkar lengi lifir
er lítum nú til baka farinn veg
góðum stundum rennum augum yfir
■ mí hvert andartak er minning dásamleg.
Lífið okkur stöðugt tímann telur,
tæpast nokkur stöðvar lífsins þráð.
Andlátsstund sér ekki nokkur velur
hver ævistundin mæld ef vel er gáð.
(ÁGM)
I dag er sorg í bænum undir Nöf-
unum. Enn einu sinni standa íbúar
þessa litla samfélags frammi fyrir
því að dauðinn heggur í raðir fólks
á besta aldri. Eftir stöndum við og
hugsum um tilgang lífs og dauða.
Nú er komið að því að fylgja Hall-
dóri síðasta spölinn til hinstu hvflu.
Minningar sækja á hugann. Góðar
minningar um góðan dreng. Þær
eigum við og munum geyma í
ftjarta okkar.
Persónuleg,
alhlíða útfararþjónusta.
Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson,
útfararstjóri útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300
Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
Halldór var einstakt ljúfmenni í
allri umgengni, hafði hvorki hátt né
tranaði sér fram, en það var eftir
honum tekið. Það var mjög gaman
að spjalla við hann, en stundum erf-
itt að fá hann í gang. Þegar talið
barst hins vegar að vélum eða tækj-
um var hann á heimavelli. Það var
öruggt að hann rak inn nefíð ef eitt-
hvert okkar átti afmæli, stundum
eini gesturinn. Tryggur og trúr
sínu fólki, þannig var hann. Allt
hans fas einkenndist af rólegheit-
um og blíðri lund. Rólegum og
melódískum lögum hreifst hann
mjög af og lyftu þau honum í hæðir.
A góðum stundum söng hann með
af mikilli innlifun. Oftar en einu
sinni kom það fyrir þegar leiðir
skildi að kvöldi dags, að Halldór
kvaddi Sölva með þessum orðum;
„Þú manst svo að syngja blíðlega."
Halldór ól allan sinn aldur á
Króknum og nú sjást ekki lengur
snilldartilþrif hans á steypustöðv-
arkrananum eða gamli góði Rúss-
inn á ferð um bæinn. Hann var alla
tíð heilsuhraustur og því var það
reiðarslag þegar upp komst um al-
varlegan sjúkdóm í byrjun þessa
árs. Fjölskylda og vinir ríghéldu í
vonina um bata fram á síðasta dag,
enda full ástæða til, því þrátt fyrir
afturkippi komu dagar þar sem
góður árangur gaf tilefni til
bjartsýni, gleði og trúar á lífið.
Mest gladdist Halldór sjálfur þegar
vel gekk því áhuginn á æfíngum var
óþrjótandi, með þeim myndi hann
ná upp þeim styrk og, krafti sem
kæmi honum á fætur. Ola og Sölvi,
sem voru öllum stundum hjá hon-
um, tóku virkan þátt í gleði hans,
hvöttu hann til dáða í orði og verki
dag hvern í margar vikur. Það var
engu líkara en Sölvi lumaði á hæfi-
leikum sjúkraþjálfara svo vel náðu
þeir bræður saman í æfíngunum,
kannski er sú samvinna þeirra bara
enn ein sönnunin á samheldni
þeirra og einstöku sambandi, sem
kom fram strax á bamsaldri.
Sölvi virtist strax finna hjá sér
ríka þörf til þess að passa bróður
sinn og vernda, ásamt því að fá
hann með sér í hin ýmsu uppátæki.
Einu sinni munaði litlu að illa færi,
því fyrir hreina tilviljun sást til
þeirra þar sem þeir tveir pollar
stefnu frá landi á stjómlausum ísj-
aka. Það tókst þó að afstýra slysi,
en það voru sneyptir bræður sem
laumuðust upp á loft á Öldustígnum
og vildu ekkert ræða þetta atvik.
r Slómabúð'm >
öa^ðskom
, v/ T-ossvogski>‘kjtígci»*3 .
NwSími, 554 0500 v'
Halldór naut þessa stuðnings og
einstöku umhyggju bróður síns allt
fram á síðustu stundu. Auk þess
var það honum ómetanlegt að geta
haft Ólu hjá sér alla daga, ást henn-
ar og umhyggja veitti honum styrk
og von til að takast á við erfiðleik-
ana.
Þessi tvö sem hafa gefið svo mik-
ið af sér síðustu vikur drúpa höfði,
bogna kannski örlítið, eins og við
hin, en megi góður Guð gefa þeim
og okkur öllum æðraleysi til að
sætta okkur við það sem við fáum
ekki breytt, kjark og styrk til þess
að rétta úr okkur, takast á við lífið,
sem þrátt fyrir allt er fullt af dá-
semdum.
Örn Sölvi og Haddi hafa misst
frábæran föður. Litla afastelpan,
hún Andi'ea Anna, sem átti tryggan
stað í hjarta afa síns, hefur misst
góðan vin og aðdáanda. Hlutverki
hans sem afa hefðu fleiri börn mátt
kynnast. Þau fá sögur.
Við kveikjum á kerti og minn-
umst Halldórs. Hann hefur átt hug
okkar allan undanfarnar vikur og
svo verður enn um sinn. Viðkvæm-
ur tími fer í hönd, sjálf jólin, fjöl-
skylduhátíðin, þar sem fjölskyldan
safnast saman. Nú vantar einn í
hópinn.
Fyrir 29 árum voru erfið jól hjá
fjölskyldunni. Þeir feðgar, pabbi og
Halldór, sem áttu afmælisdag með
viku millibili; kveðja þetta líf í sama
mánuði; útfarardagar þeirra liggja
hlið við hlið, 20. og 21. nóvember, og
það munaði aðeins einu ári á þeim
tíma sem þeir fengu að lifa, annar
varð 48 ára en hinn 49. Sami sjúk-
dómur lagði þá að velli.
Starfsfólk á deild A7 og á gjör-
gæsludeild Borgarspítalans fær al-
úðarþakkir fyrir einstaka umönnun
og framgöngu alla. Við biðjum þess
að elsku Óla, Haddi og litla fjöl-
skyldan hans Ai-nar Sölva fái styrk
til þess að takast á við lífið, með
Guðs hjálp.
Marnma og systkinin
af Öldustígnum.
Ástarfaðir himinhæða,
heyr þú bama þinna kvak,
ennídagogalladaga
í þinn náðarfaðm mig tak.
Náð þín sólin er mér eina,
orð þín döggin himni frá,
er mig hressir, elur nærir,
eins og foldarblómin smá.
Einn þú hefur allt í höndum,
öll þér kunn er þörfm mín,
ó, svo veit í alnægð þinni
einnig mér af ljósi þín.
Anda þinn lát æ mér stjóma,
auðsveipan gjör huga minn,
ogáþinnarelskuvegum
inn mig leið í himin þinn.
(Þýð. Stgr. Thorst.)
Elsku pabbi og afi, takk fyrir allt.
Minning þín lifir í hjarta okkur.
Guð blessi þig.
Þín
Örn Sölvi, Elva og
Andrea Anna.
Ég heyrði Jesú himneskt orð;
„Komhvíldégveitiþér.
Ktt hjarta er mætt og höfuð þreytt
því halla að brjósti mér“.
(Stef.Thor.)
Halldór Ai-narson er fallinn í val-
inn langt fyrir aldur fram. Enn einn
sem verður að lúta í lægra haldi
fyrir þeim skæða sjúkdómi sem
krabbamein er. Hann hafði þó bar-
ist fyrir lífi sínu ótrauður í níu mán-
uði af slíku æðruleysi og kjarki, að
lengi verður munað.
Það verður kannski fólki minnis-
stæðast sem þekkti Halldór, æðru-
leysi, kjarkur, dugnaður og góð-
mennska. Þessi hægláti maður
vann sín verk undir áðurnefndum
formerkjum. Það eru mannkostir
sem era því miður of sjaldgæfir í
okkar streituhrjáða þjóðfélagi nú á
dögum. Gæfa okkar sem eftir lifum
er hins vegar að hafa kynnst og
gengið götuna með mönnum eins
og Halldóri.
Góðlátlegt viðmót og jafnlyndi
einkenndu framgöngu hans. Stund-
um var hægt að álykta að hann
væri fremur dulur maður í lund, en
jafnan var grannt á hlýju viðmóti
og húmorinn græskulaus og góður
var aldrei langt undan.
Bóngóður var Halldór með af-
brigðum. Hann hafði í gegnum
starf sitt öðlast góða þekkingu á
vélum og viðgerðum ýmiss konar.
Var ósjaldan leitað til hans þegar
eitthvað vélarkyns í eigu ættingja
eða vina þurfti viðgerðar við eða þá
að smíða einhvern þarfahlutinn
sem beðið var um. Avallt var hann
boðinn og búinn að aðstoða á allan
hátt. Bætti hann þá gjarnan verk-
inu við langan vinnudag og var
aldrei nefnd þreyta né vinnuálag,
að ekki sé minnst á borgun.
Síðustu mánuðirnir vora honum
erfiðir en óbugaður var hann and-
lega til hinstu stundar. Að eigin-
konu hans undanskilinni var Sölvi
bróðir hans sá sem veitti honum
mestan styrk í hinum erfiðu veik-
indum, en þeir bræður voru frá
barnæsku samrýndir og miklir fé-
lagar og vinir.
Við þökkum hjartanlega þær
stundir sem við áttum með Halldóri
fyrr og síðar. Megi Guð gefa Ólu,
Hadda, Emi Sölva, Elvu og Andreu
Önnu styrk í sorg þeirra og sökn-
uði.
Ágúst, Elísabet og synir,
Guðrún Erla, Björn og
synir, Ómar og Bára.
Með örfáum orðum langar okkur
að minnast vinar okkar Halldórs
Arnarsonar eða Dóra eins og við
kölluðum hann alltaf. Það er erfitt
að trúa því að þú sért farinn, þó að
við hefðum mátt búast við því, þar
sem þú varst búinn að vera svo
lengi veikur.
Við dáðumst alltaf að því hvað þú
varst duglegur að berjast og við
vonuðumst alltaf eftir að krafta-
verk gerðist. En þeir deyja ungir
sem guðirnir elska.
Elsku Dóri minn, við þökkum
þér fyrir allar góðu stundimar
gegnum árin. Þú varst traustur og
góður vinur jafnt í starfi sem leik
og við söknum þín sárt.
Megi góður Guð gefa þér frið og
geyma þig.
Við viljum kveðja þig hinstu
kveðju með þessu ljóði.
Mér gefur sýn þú kemur heill í hlað
heilsa vinir þér á fógrum stað.
Mér gefur sýn og gleðin hrífur mig
guðleg birta ljómar kringum þig.
Engan kvíða engan sorgarhreim
allir komum við að lokum heim.
(Jón Jónsson Skagfirðingur.)
Elsku Óla, Örn Sölvi, Elva, And-
rea, Haddi og aðrir ættingjar og
vinir. Við vottum ykkur dýpstu
samúð og biðjum Guð að styrkja
ykkur í sorginni.
Þínir vinir.
Gísli og Snjólaug.
Eitt sinn verður hver að deyja.
Það getur verið erfitt að þurfa að
sætta sig við þessa setningu, sér-
staklega þegar okkur finnst það ót-
ímabært er reitt til höggs af mann-
inum með ljáinn og það var sárt
þegar við bræður fréttum að Dóri
væri dáinn. Einhvern veginn höfð-
um við alltaf lifað í voninni um að
hann myndi hressast og kæmi aftur
til starfa, en nú þegar þessi von
brestur verður drangalegt yfir öllu
og við finnum til mikils tómleika.
Dóri, eða Dóri á krananum eins
og við kölluðum hann sem guttar,
var búinn að vinna hjá steypustöð-
inni frá því að við fórum að muna
eftir okkur. Fyrstu minningamar
eru um langa hjólreiðatúra út á eyri
eða jafnvel alla leið suður að mjólk-
ursamlagi til að horfa á Dóra hífa.
Það var fylgst grannt með öllu sem
fram fór og svo var verið að metast
hvort Dóri gæti híft hina og þessa
hluti og oftar en ekki gat hann, í
huga okkar, híft allt það sem stung-
ið var uppá. Það var líka mikils virði
á þessum áram að geta fullyrt það
við jafnaldrana, án þess að vera í
minnsta vafa, að hann væri besti
kranamaður á íslandi, því það höfð-
um við margoft heyrt frá pabba.
Nokkuð mörgum áram seinna
þegar kom að því að við fóram að
vinna með Dóra sáum við strax að
þar var engu logið, maðurinn var
eldklár. Þegar við hugsum til baka
og skiptumst á minningum berst
talið fljótlega að því þegar Dóri tók
upp á því að fara í smá frí og annar
okkar var þjálfaður til að hífa á
meðan. Menn sem aldrei höfðu
skipt skapi urðu alveg trylltir af
reiði yfir hífingunum, þeir vora
góðu vanir og við eram vissir um að
þetta verður lengi í minnum haft
hjá bæði smiðum og múraram hér á
Krók. Við sáum líka fljótt að Dóri
var ekki bara snillingur á krana,
hann var verklaginn og gat sest
uppí öll tæki, hvort heldur það var
vinnuvél eða vörubfll og ef gera
þurfti við eitthvað sem aflaga fór
var hann ekki í vandræðum með
það. Þau voru ófá símtölin við hann
í sumar, eftir að hann fór suður, þar
sem spurt var ráða. Mörg fleiri orð
gætum við haft um Dóra en látum
hér staðar numið, þar sem við vit-
um að honum hefði ekki líkað það.
Dóri var hógvær í framkomu og var
enginn hávaðamaður, það var
skemmtilegt að ræða við hann og í
góðum hópi var hann hrókur alls
fagnaðar.
Þessu jarðlífi Dóra er lokið, því
fær ekkert breytt, en það læðist að
okkur sá granur að hann sé farinn
að starfa við annað fyrirtæki á öðr-
um stað. Elsku Óla, synir og aðrir
aðstandendur, minning um góðan
dreng mun lifa í hjarta okkar og
megi Guð styrkja ykkur á þessum
erfiðu tímum.
Ásmundur og
Friðrik Pálmasynir
Kveðja frá Steypustöð
Skagafjarðar
Enn fer þytur harms um hérað mitt.
Og horfinn sá, er skildi bezt þess þörf.
Svo hvíslar fátækt ljóð við leiði þitt
og leggur blessun á þín hetjustörf.
Þú kaust þér vígi þar, sem grasið grær
geiglaus sál hlóð virkið, fá í orðum.
Þú barðist hart - að bogna var þér fjær.
Svo brast þinn strengur snöggt sem
Einars forðum.
(Friðrik Hansen.)
Góður félagi og vinur er fallinn í
valinn. Halldór, eða Dóri eins og við
kölluðum hann, starfaði hjá Steyp-
ustöðinni í tuttugu og fimm ár sam-
fellt. Hann gekk þar í öll störf hvort
sem það vora viðgerðir, keyra
vörubfl, steypubíl eða dráttarbfl,
hann sá einnig um alla kranavinnu
íyrir fyrirtækið. Það var alltaf
hægt að treysta á Dóra, alveg sama
hvernig á stóð. Við eigum margar
hugljúfar minningar um góðan
dreng sem á gleðinnar stund var
hrókur alls fagnaðar en á stund al-
vörunnar var hann traustur, yfir-
vegaður og úrræðagóður. Það
heyrðist æði oft ef leysa þurfti ein-
hver vandamál: Ég fæ bara hann
Dóra með mér í þetta og það þýddi
að mun líklegra var að málið yrði í
höfn.
Fyrir rúmu ári tók fyrirtækið að
sér ný verkefni og var Dóri einn að
þeim sem gerði verkefnið viðráðan-
legra, haustið kom og veturinn
skall á með öllum sínum snjóþunga
og stundum var svo mikið að gera,
að enginn gaf sér tíma til að gera
neitt annað en vinna. Þegar líða tók
á veturinn fengum við þær slæmu
fréttir að að Dóri væri veikur, mað-
ur vonaði alltaf að þetta væri eitt-
hvað sem sem hann mundi sigrast
á, en því miður fáum við ekki að
njóta starfskrafta hans lengur né
góðrar vináttu. Haustið er búið að
vera erfitt okkur hjá Steypustöð-
inni í ár, það kom með miklum
þunga, en við verðum að trúa því,
að vorið komi til okkar á ný, með
birtu og yl.
Við sjáum nú á eftir kæram fé-
laga og góðum vini sem kveður í
blóma lífs síns. Við viljum að síð-
ustu þakka Dóra fyrir allt og allt,
það vérða aðrir góðir vinir okkar
sem taka á móti honum hinum meg-
in.
Elsku Óla, synir og aðrir
aðstandendur, okkar innilegustu
samúðarkveðjur, megi Guð gefa
ykkur styrk á þessari erfiðu
stundu. Blessuð sé minning Hall-
dórs Arnarsonar.