Morgunblaðið - 20.11.1999, Síða 56
56 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Sendibréf
KOMIÐ þið sæl og
blessuð.
Þegar ég kom fyrst
til Egilsstaða á Völl-
um var þar engin
byggð nema bæjar-
húsin á jörðinni,
þarna var ósnortið
víðerni, en þó hafði
margra alda búseta
sett mark sitt á landið
og áberandi voru
v gróðurlitlir ásar. En
'SVo var farið að
byggja, og á fáum ár-
um reis þarna eitt fal-
legasta þorp á land-
inu, hreinasta
augnayndi.
I um það bil 100 km suðvestur
frá Egilsstöðum eru margumtal-
aðir Eyjabakkar, þar er ennþá ör-
lítið graslendi, en allt hálendið
þarna var gróið áður fyrr. Ein-
hverjum datt í hug að víðerni
þetta væri einstakt á heimsmæli-
kvarða, það er á vissan hátt rétt, á
sama hátt og að einu sinni var
reiknað út að hæðstu fjöll í heimi
væri á íslandi, miðað við fólks-
fjölda. En bráðum verður farið að
^jrkja, og þá mun innan skamms
*tima myndast 46 ferkílómetra
stöðuvatn, sem trúlega mun heita
Eyjafellsvatn. Þarna verður fal-
legt, Snæfell í vesturátt, Eyja-
bakkajökull í suðri, og þar sem
vatnið liggur ekki að jöklinum
verða bakkar þess græddir upp,
og gras og gróðurlendi mun marg-
faldast. Þarna verður eitt falleg-
asta stöðuvatn landsins, hreinasta
augnayndi.
Allt hálendið norðan Vatnajök-
uls var að mestu gróið um land-
nám, en við beit búfjár kom fljót-
lega rof í gróðurþekjuna og
uppblástur hófst. Rétt er að vísa í
þessu sambandi í ritgerð Sigurðar
Gunnarssonar á Hallormsstað í
Norðanfara 1965, einnig í ágæta
grein Guðmundar Sigvaldasonar
jarðfræðings í Morgunblaðinu 6.
desember 1998, þar sem getið er
um minjar um algróið land í 700
til 800 metra hæð. Einnig er þar
minnst á þá stórfelldu blekkingu,
að íslensk náttúra sé ósnortin og
óspillt. I fáum eða jafnvel engum
löndum utan eyðimerkursvæða er
meiri gróðureyðing. Þar sem nýi
vegurinn frá Biskupshálsi að Jök-
ulsárbrú á Fjöllum liggur er alger
ígiðn. Þar stóð áður bærinn á
Grímsstöðum í grænu túni á
grónu landi, um það má lesa í ævi-
sögu Friðriks Guðmundssonar
útg. í Winnipeg 1930, en hann var
uppalinn á Grímsstöðum. Fyrir
rúmlega einni öld var bærinn
fluttur á núverandi stað vegna
landeyðingar. Hvar vex nú gul-
maðran sem Möðrudalur heitir
eftir? Það er ansi fróðlegt að virða
fyrir sér myndina á baksíðu
Morgunblaðsins 14. september
1999.
I ágúst síðastliðnum kom það
fyrir hér á Miðausturlandi, eins og
svo oft áður, að þykkan rykmökk
lagði ylir frá hálendinu, ekki þó
Í£á Eyjabökkum, það byrgði
fjallasýn og dró fyrir sólu. Það
ríkti myrkur um miðjan dag. Og
nú er risin upp ný stétt sem kenn-
ir sig við umhverfið, og vill allt til
vinna að viðhalda eyðimörkinni.
Hin nýja stétt er í raun og veru
eyðimerkurverndunarsinnar.
Hálendi Islands er eyðimörk, og
það er mest að kenna kindum
tveimur, sauðkindinni og mann-
kindinni, árið 1777 markar líka
djúp spor, því þá var hreindýrum
sleppt lausum^á viðkvæma nátt-
Rru landsins. Á síðustu áratugum
'■ratí'ur heiðagæs fjölgað mjög, hún
verpir nú í næstu byggð við Eyja-
bakka og síðastliðið vor spillti hún
túnum á efstu bæjum í Fljótsdal. í
sjónvarpinu er oft sýnd mynd þar
sem gæsahjörðin streymir yfir
landið, það er ósköp líkt þegar
engisprettuplága æðir yfir. Það
rf ekki að hafa miklar áhyggjur
1 Eyjabökkum þó að ekki verði
stíflað þar. Eftir fá ár verður allt
graslendið þar komið
í gæsamaga, og um-
breytt í gómsætar
steikur sem verða
bornar fram á veislu-
borð á Bretlandseyj-
um.
Gróðureyðingin
hefur þó vissa kosti í
för með sér, það má
fínna steina til að
skrifa á, þannig hófst
ritlistin. Það má líka
tylla sér upp á stein
og lesa ljóð, þá er vel
við hæfi að lesa ljóðin
Vigfús Þögnuðu holt eftir
Ólafsson Stefán Hörð Gríms-
son, og Mold eftir Ól-
af Bergsteinsson. Ef Ijóðalesarinn
er heppinn sér hann kannske rofa-
barð í fjarska og ef til vill kind
kroppa þar í ævagamlar gróður-
leifar. Boðorðin 10 voru letruð á
steintöflur, en 11. boðorðið á
Náttúruvernd
Til að auðvelda upp-
græðslu telur Vigfús
Ólafsson að byggja
þurfí margar stíflur
og mynda mörg
uppistöðulón.
pappír. Það var flutt á fundi um
jarðvegsvernd í Jerúsalem 1939,
og hljóðar svo: “Erfa skalt þú hina
helgu jörð sem dyggur þjónn og
gæta auðæva hennar og frjósemi,
frá kynslóð til kynslóðar. Þú skalt
forða ræktarlöndum þínum frá
landbroti, kvikum vötnum þínum
frá þornun, skógum þínum frá
eyðingu og ásum þínum frá ofbeit
hjarða þinna, svo að niðjar þínir
megi lifa við gnótt um aldir alda.
Förlist einhverjum við þessa
gæslu landsins mun sú jörð er áð-
ur bar ávöxt verða ófrjóir melar
og hrjóstrug gil og niðjar þínir lifa
við sult og seyru, ellegar hverfa af
ásjónu jarðar: (W.G. Lowder-
milk).
Það mun taka meira en eina þú-
söld að greiða skuld okkar við
landið og græða það að nýju, og er
því langt í land að viðkvæm augu
ferðamanna truflist af þeirri
“sjónmengun sem lífið sjálft er.
Til að auðvelda uppgræðslu þarf
að byggja margar stíflur og
mynda mörg uppistöðulón. Við
það hækkar grunnvatnsstaðan og
vatnsbakkarnir byrja að gróa. Það
mun gerast við Eyjafellsvatn hið
nýja, þar verður líka gróðurset
birki ræktað af fræi úr Kleifar-
skógi í Fljótsdal og Laugavöllum
á Jökuldal, ásamt fleiri tegundum
sem henta vel þar uppi. Kleifar-
skógur er vel varðveitt leyndar-
mál, ein fallegasta náttúruperlan
á þessu svæði, og hefði verið nær
að sýna ferðafólki hann síðastliðið
sumar. Þegar gi-óðurlendið eykst
verður dýralífið fjölbreyttara,
mófuglum fjölgar, heiðagæsin
mun halda velli, rjúpnastofninn
margfaldast en eyðimerkurvernd-
unarsinnastofnin hverfur, því þeir
skipta snarlega um skoðun þegar
þeir sjá hvað þarna verður fallegt.
Fyrir nokkru var mér sagt að
framtíðaratvinna okkar hér væri
þjónustua við ferðamenn, en
ferðamannatíminn hér er einungis
6-12 vikur á ári, því var bætt við
að hinn hluta ársins áttum við að
prjóna peysur og tálga tölur úr
hreindýrshornum, eða eitthvað
annað. Þetta er döpur framtíðar-
sýn.
Við eigum að nýta auðlindir
landsins og orku fallvatnanna. Við
eigum að grípa þau tækifæri sem
nútíminn býður upp á og framtíðin
byggist á. Umræður um orkuver í
Fljótsdal og iðjuver á Reyðarfirði
hafa staðið yfir í 25 ár, og nú er
komið að lokaákvörðun og næsta
ári munu framkvæmdir hefjast.
Kæru eyðimerkurverndunar-
sinnar, til ykkar eru þessar línur,
ég vil biðja ykkur að hætta þessu
nöldri, leggja frá ykkur pennann,
taka ykkur plöntustaf í hönd og
hjálpa til við að klæða fjallið.
Með bestu kveðju.
Höfundur er bankastarfsmaður
á Reyðarfirði.
Horft til
nýrrar aldar
HAFINN er undir-
búningur að endur-
skoðun Aðalskipulags
Kópavogs. Vinna við
endurskoðun aðal-
skipulags skiptist í
þrennt: undirbúning,
tillögugerð og útgáfu
skipulags. Stefnt er
að útgáfu nýs aðal-
skipulags innan
tveggja ára.
A þessu stigi er
leitað eftir ábending-
um og hugmyndum
bæjarbúa og annarra
sem áhuga hafa á ÁrmannKr.
stefnumarkandi þátt- Ólafsson
um í skipulagi Kópa-
vogs. Ekki er óskað eftir tillögum
um einstaka framkvæmda- eða út-
færsluþætti og þykir rétt að taka
fram að ekki þarf að koma með til-
lögur í öllum málaflokkum.
Umfang og viðfangsefni
Aðalskigulagið nær til alls lands
bæjarins. I því er sett fram stefna
sveitarstjórnar um landnotkun,
samgöngu- og þjónustukerfi, um-
hverfismál og þróun byggðar. Að-
alskipulag er sett fram í greinar-
gerð og á landnotkunarkorti.
Öllum málaflokkum aðalskipulag-
sins verða sett markmið og leiðir
að þeim.
Forsendur
Grunnurinn fyrir tillögu að nýju
aðalskipulagi eru áætlanir um
breytingar á íbúafjölda og mögu-
leikar og takmarkanir á nýtingu
landsins frá náttúrunnar hendi.
Breytingar á íbúafjölda eru meg-
inforsendan fyrir áætlunum í flest-
um málaflokkum skipulagsins, s.s.
skóla-, atvinnu- og samgöngumál-
um, og þörf fyrir byggingarland.
Gildistími aðalskipulags
Aðalskipulag gildir til 12 ára
a.m.k. og skal endurskoðað á 4 ára
fresti. Lágmarkstíminn þykir
hæfilegur í þessari
endurskoðun og
byggist það m.a. á því
að forsendur fyrir
vexti bæjarins verða
að öllum líkindum
aðrar innan fárra ára.
Byggð í Kópavogi
hefur vaxið mjög
hratt á undanförnum
árum, ekki síst vegna
þess að bærinn hefur
boðið upp á mjög gott
byggingarland - oft
betra en önnur sveit-
arfélög á höfuðborg-
arsvæðinu. Ljóst er
að álitlegasta bygg-
ingarland bæjarins
verður að fullu nýtt snemma á 21.
öldinni. Kópavogur þarf þá að
meta framtíðina út frá nýjum for-
Skipulagsmál
Nýtt aðalskipulag verð-
ur unnið í samráði við
almenning og aðra
hagsmunaðila. Ármann
Kr. Ólafsson fjallar hér
um aðalskipulag Kópa-
vogs 2000-2012.
sendum og verður það meginverk-
efnið við síðari endurskoðun aðal-
skipulags bæjarins.
Kynning og samráð
Sveitarfélag hefur frumkvæði
um gerð aðalskipulags og annast
gerð þess í samráði við_ íbúa og
aðra hagsmunaaðila. I nýjum
skipulagslögum frá 1997 er lögð
aukin áhersla á kynningu og sam-
ráð við almenning og hagsmunaað-
ila um mörkun stefnu og skipulag-
smarkmiða.
I tilefni af 10 ára afmæli
Barnasáttmála SÞ
í DAG, 20. nóvem-
ber 1999, eru liðin 10
ár frá því að allsherj-
arþing Sameinuðu
þjóðanna samþykkti
samninginn um rétt-
indi barnsins, hér eft-
ir nefndur Barnasátt-
málinn. Þessi
sáttmáli er ekki síst
merkilegur fyrir þær
sakir að hann hefur
að geyma ákvæði um
grundvallarmannrétt-
indi barna, yngri en
18 ára. Þegar þetta
er ritað hefur 191
ríki staðfest Barna-
sáttmálann. Þótt
sáttmálinn njóti þannig alþjóð-
legrar viðurkenningar er enn
nokkuð langt í land að ákvæðum
hans hafi verið hrint í fram-
kvæmd. Ef til vill stafar það ekki
síst af því að í sáttmálanum kem-
ur fram ný sýn á stöðu barna í
samfélaginu, sem mörgum er
framandi og jafnvel þyrnir í aug-
um.
Barnasáttmálinn er að því leyti
byltingarkenndur að hann felur í
sér skuldbindandi samkomulag
þjóða heims um sérstök réttindi
börnum til handa, óháð réttindum
hinna fullorðnu. Sáttmálinn hefur
auk þess haft víðtæk pólitísk
áhrif á alþjóðlegum vettvangi.
Segja má að einkunnarorð sátt-
málans séu, umhyggja, vernd og
þátttaka (á ensku provision, prot-
ection, participation). Samhliða
Þórhildur
Líndal
því að börn skuli
njóta umhyggju og
sérstakrar verndar
er þannig í sáttmál-
um lögð rík áhersla
að þau verði virkir
þátttakendur í þjóð-
félaginu. í þessum
síðustu orðum birtist
ný sýn á réttarstöðu
barna.
Eitt helsta mark-
mið Barnasáttmálans
er að böm fái tæki-
færi til að þroskast
þannig að þau verði
upplýstir og ábyrgir
einstaklingar. Eðli
máls samkvæmt
þurfa börn meiri umhyggju og
ríkari verndar með meðan þau
eru ung að árum. Eftir því sem
þau verða eldri og þroskaðri
þurfa þau jafnframt í auknum
mæli að fá tækifæri til að hafa
áhrif á líf sitt og umhverfí.
í 3. gr. Barnasáttmálans segir
að það, sem barni er fyrir bestu,
skuli ávallt hafa forgang þegar
yfirvöld taka ákvarðanir er varða
börn. Forsenda þess, að yfirvöld
geti tekið slíkar ákvarðanir, er að
börn fái að segja álit sitt, að á
þau sé hlustað og skoðanir þeirra
virtar i samræmi við aldur þeirra
og þroska, sbr. 12. gr. sáttmálans.
Þetta er grunnurinn að nútíma-
viðhorfi til barna sem sjálfstæðra
einstaklinga með eigin réttindi.
Þessi réttur barna er ekki ein-
ungis bundinn við persónuleg má-
Börn
Styrkja þarf sjálfs-
ímynd unga fólksins,
segir Þórhildur Líndal,
og leggja ber rækt
við að kenna því
lýðræðislegar hefðir
og vinnubrögð.
lefni, heldur nær hann einnig til
málefna samfélagsins og þá fyrst
og fremst þeirra málefna er varða
nánasta umhverfi barnanna og
þau þekkja af eigin raun. Sem
dæmi má nefna ákvarðanir varð-
andi skólastarf, tómstundir, for-
varnastarf og skipulag íbúðar-
hverfa. Rökin eru þau að
ákvarðanir sem þessar beinast að
börnunum sjálfum, lífsskilyrðum
þeirra og velferð. Því liggur það í
hlutarins eðli að til þess að unnt
sé að taka slíkar ákvarðanir þurfa
yfirvöld að leita eftir skoðunum
barnanna sjálfra og taka tillit til
þeirra.
Þetta nýja viðhorf, sem fram
kemur í Barnasáttmálanum, fer
að vissu leyti í bága við hefð-
bundna afstöðu fullorðinna til
barna. Sú afstaða hefur m.a. eink-
ennst af því að börn eigi að halda
sig til hlés og láta lítið fyrir sér
fara. Skilaboðin eru gjarnan, að
þau eigi ekki að skipta sér af því
sem þeim „kemur ekki við“ eða
„hafa ekki vit á“. Síðan er ætlast
til þess að þau hafi fullmótaðar
skoðanir á mönnum og málefnum
þegar 18 ára aldri er náð, og þau
öðlast kosningarétt og kjörgengi.
Sú skoðun hefur verið út-
breidd, ekki síst hér á landi, að
börnum sé hollt að axla ábyrgð
og skyldur strax á unga aldri án
þess að þau njóti réttinda að
sama skapi. Þá er staðhæft, að
með því að líta á börn sem sjálf-
stæða einstaklinga með sín sér-
stöku réttindi, sé verið að leggja
á þau óbærilega byrði. I því felist
jafnframt ógnun gagnvart valdi
foreldra til þess að ala upp börn
sín og það geti einungis leitt til
upplausnar og frekara agaleysis í
þjóðfélaginu.
Það sem vill gleymast er, að
allri ábyrgð og skyldum fylgja
réttindi - og réttindum fylgja
sömuleiðis skyldur. Þess vegna er
nauðsynlegt að upplýsa börn og
fræða um réttindi þeirra og
skyldur. Það þarf að kenna þeim
muninn á réttu og röngu. Það
þarf að útskýra fyrir þeim af
hverju reglur eru settar og hvaða
gildi þær hafa.
í Barnasáttmálanum er gengið
út frá þeirri meginreglu að for-
eldrar beri höfuðábyrgð á uppeldi
barns. Ohætt er að fullyrða að
foreldrahlutverkið er ábyrgðar-
mesta hlutverk sem nokkur ein-
staklingur tekst á hendur í lífinu.
Öll börn, sama á hvaða aldri þau
eru, þurfa að búa við aga. Það er
foreldranna, fyrst og fremst, að
veita þeim kærleiksríkt aðhald.
En börn eru líka fólk sem þjóð-
félaginu ber að virða. Þeir sem
halda um stjórnartaumana hverju
sinni, í ríkisstjórn, á Alþingi og í
sveitarstjórnum hafa þýðingar-