Morgunblaðið - 20.11.1999, Síða 57

Morgunblaðið - 20.11.1999, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ Umhverfismál I nýju lögunum er líka aukin áhersla á umhverfismál, á þætti eins og sjálfbæra þróun og mat á umhverfisáhrifum. Sveitarfélagið ber ábyrgð á skipulagi innan sinn- ar lögsögu og framfylgd þess. Það þarf að gera grein fyrir áhrifum framkvæmda á umhverfið, nátt- úruauðlindir og samfélag og setja markmið á/orsendum sjálfbærrar þróunar. Arangur í anda sjálf- bærrar þróunar byggist þó ekki síður á almennri breytni íbúa en valdboði sveitarstjórnar. Hófleg notkun einkabílsins og minna um- fang sorps til urðunar eru dæmi um framlag almennings til sjálf- bærrar þróunar. Almenningur hefur sífellt meiri áhrif á mótun og framfylgd skipu- lags og verður að telja það eðlilega þróun að auknum áhrifum fylgi aukin ábyrgð gagnvart því að markmið skipulagsins náist. Hverfisvernd Hverfisvernd er nýtt hugtak í skipulagslögum. Hún byggist á því sem áður var kallað bæjarvernd en er mun víðtækari því hún nær jafnt til byggðar sem opinna svæða. Svæðisskipulag Samtímis því að Kópavogur undirbýr nýtt aðalskipulag vinna sveitarfélögin á höfuðborgarsvæð- inu að nýju svæðisskipulagi. Nýtt svæðisskipulag verður sameigin- leg niðurstaða sveitarfélaganna sem að því standa og má vænta að ákvarðanir í svæðisskipulaginu hafi áhrif á Aðalskipulag Kópa- vogs. Vinnuferill og tímaáætlun Vinna við aðalskipulag hefst á gagnaöflun í sinni víðtækustu merkingu. Mat á breytingum á fólksfjölda er nauðsynlegur gi'unnur fyrir áætlanir í aðalskipu- lagi. Á þeim forsendum byggjast áætlanir skipulagsins í flestum málaflokkum. Sveitarfélag þarf líka að móta markmið sem aðal- skipulag byggist á og geta leiða að þessum markmiðum. Sveitarfélag á líka að leita sam- ráðs við almenning og aðra hags- miklu hlutverki að gegna. Það er í verkahring þeirra að ákveða hvernig fjármunum skuli varið til uppbyggingar íslensks þjóðfélags og hvað þar skuli hafa forgang. Framtíð barns byggist á fortíð þess. I æsku er lagður grunnur- inn að velferð sérhvers einstakl- ings og fortíð hans verður ekki breytt. Það að skapa börnum góð lífsskilyrði á æskuárum sínum er því arðbær fjárfesting þegar til lengri tíma er litið. Þess vegna þarf langtíma, opinbera stefnu með skýr markmið til að koma í veg fyrir handahófskennd vinnu- brögð og geðþóttaákvarðanir í málefnum barna og unglinga. Ég hef ítrekað hvatt til þess að mótuð verði slík heildarstefna og á grundvelli hennar verði samin framkvæmdaáætlun til nokkurra ára. Því ber að fagna að nýlega var lögð fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar þessa efnis, sem þingmenn úr öllum flokkum standa að. Ennfremur hef ég skorað á sveitarstjórnir landsins að leita leiða til að tryggja að börn og unglingar verði höfð með í ráðum áður en teknar eru ákvarðanir innan sveitarfélags í hagsmuna- og réttindamálum þeii'ra. Innan skólans þarf að leggja mun meiri áherslu á hin mannlegu sam- skipti. Kennsla í munnlegri tján- ingu þarf að fá meira vægi í nám- inu strax við upphaf skólagöngu, m.a. til að styrkja sjálfsímynd unga fólksins - og leggja ber rækt við að kenna því lýðræðis- legar hefðir og vinnubrögð þann- ig að það verði hæfara til að tak- ast á við lífið sem bíður þess - handan við hornið. LAUGARDAGUR 20. NOVEMBER 1999 UMRÆÐAN munaaðila um hugmyndir sem varða stefnumótun í aðalskipulagi og útfærslu þess. Tillaga auglýst sumarið 2000 Stefnt er að auglýsingu á tillögu að nýju Aðalskipulagi Kópavogs sumarið 2000. Tillagan verður landnotkunarkort og greinargerð. Hún verður kynnt almenningi bæði fyrir og eftir formlega af- greiðslu bæjarstjórnar. Seinni kynningin skal vera a.m.k. 4 vikur og frestur til athugasemda a.m.k. 6 vikur frá auglýsingu. Að þeim tíma liðnum tekur sveitarstjórn afstöðu til athugasemda og lætur vinna endanlega tillögu. Nýtt aðalskipu- lag tekur gildi þegar staðfesting umhverfisráðherra hefur verið birt í B-deild Stjórnartíðinda. Aðalskipulagið verður líka kynnt á veraldarvefnum á heima- síðu Kópavogs, www.kopavogur.is. Stefnt er að útgáfu nýs aðal- skipulags vorið 2001. Aðalskipulag er prentuð greinargerð og landn- otkunarkort en það verður líka að- gengilegt á veraldarvefnum. Helstu málaflokkar og nokkur áhersluatriði innan þeirra: Umhverfismál: Sjálfbær þróun, samskipti manns og náttúru, þátt- taka almennings í framfylgd markmiða í umhverfismálum. Ibúar og húsnæðismál: Um- hverfi, fjölbreytni í íbúðagerðum, þjónusta í íbúðarhverfum. Óbyggð svæði og útivist: Opin svæði, aðstaða til útivistar. Hverfisvernd: Verndun sér- kenna byggðar, verndun sérkenna opinna svæða. Atvinna og athafnasvæði: Teg- und atvinnustarfsemi, breytingar á athafnahverfum bæjarins. Samgöngur: Umferðaröryggi, gatnakerfi, notkun einkabílsins, al- menningssamgöngur, stígar. Veitur: Notkun vatns og raf- magns, endurnotkun, endurnýt- ing, flokkun sorps. Ópinber þjónusta: Skólar, fé- lagsmál, menningarmál, lögregla, brunavarnir. Æskilegt er að þeir sem vilja koma með ábendingar komi þeim á framfæri í nóvember eða desem- ber. Skal þeim skilað til bæjar- skipulags Kópavogs í pósti eða með tölvupósti. Almenningur fær síðar að kynna sér tillögu að nýju aðalskipulagi. Höfundur er formaður skipulags- nefndar Kópavogs. Húsgögn, ljós og gjafavörur O >-« < sa > '3 4- Munið brúðargjafaiistann MORKINNI 3 SÍMI 588 0640 • FAX 588 0641 wm Þeir sem kaupa eða hefja byggingu á íbúðarhúsnæði til eigin nota 1999 og síðar geta sótt um fyrirframgreiðslu vaxtabóta. Umsóknareyðublöð ásamt upplýsinga- bæklingi liggja frammi hjá skattstjórum, bönkum og sparisjóðum. Eyðublaðið má einnig sækja á upplýsingavef ríkisskattstjóra, rsk.is Umsókn skal senda skatt- stjóra í því umdæmi þar sem umsækjandi á lögheimili. Vaxtabætur verða greiddar fyrirfram ársfjórðungslega, fjórum mánuðum eftir lok hvers ársfjórðungs. Fyrirframgreiðsla vegna 3. ársfjórðungs þ.e. vegna vaxtagreiðslna fyrir tímabilið júlí, ágúst og september 1999, verður greidd út 1. febrúar n.k. Umsókn um fyrirframgreiðslu vegna þriðja árs- fjórðungs þarf að hafa borist skattstjóra eigi síðar en 1. desember n.k. Allar nánari upplýsingar veita skattstjórar og ríkisskattstjórí RSK C;SSK ORI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.