Morgunblaðið - 20.11.1999, Page 76

Morgunblaðið - 20.11.1999, Page 76
MORGUNBLAÐIÐ 76 ~ramikm LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 FRÉTTIR í DAG Nýtt tónlistarnám- 4 skeið Ingólfs SKJÓT og góð viðbrögð voru við frétt um námskeiðið Lærðu að njóta tónlistar - klassík - rómantík í Salzburg, Vín og Prag, sem haldið verður að tilhlutan Listasjóðs Heimsklúbbsins í safnaðarsal Há- teigskirkju fimm kvöld í febrúar 2000 og er framhald þeirra náms- skeiða, sem Ingólfur Guðbrands- son, tónlistarmaður og forstjóri, hefur haldið í Hátíðasal Háskóla í slands undanfarna vetur í nafni E ndurmenntunarstofnunar. 100 manns skráðu sig í 2 dögum og er fullt á námskeiðið í febrúar. Hefur því verið ákveðið að efna til annars í mars, sem einnig stendur í 5 vikur á þriðjudagskvöldum kl. 20-22. Þá verður viðfangsefnið Ítalía: ítölsk ópera með áherslu á Verdi, sögu hans og list með út- drætti úr þekktustu óperum hans í flutningi bestu listamanna fyrr og nú í völdum hljóðritunum. Saga Verdis er samofin sameiningu ítal- íu í eitt ríki á síðustu öld. I framhaldi af námskeiðunum bjóðast þátttakendum listaferðir á sérkjörum til Salzburg, Vínar og Prag í júníbyrjun og tO Italíu í ágúst. Innritun stendur nú yfir á seinna námskeiðið hjá Listasjóði Heimsklúbbs Ingólfs. Það kostar eins og hið fyrra 5.000 kr. Kynning á fræðsluefni fyrir tölvur FABS, félag aðstandenda bama með sérþarfir, í Hafnarfirði, stend- ur fyrir fræðslukvöldum mánudag- ana 22. og 29. nóvember í sal Lækj- arskóla kl. 20-22.30. Bryndís Jónsdóttir, upplýsinga- fulltrúi Námsgagnastofnunar, verð- ur með kynningu á kennsluforritum og fræðsluefni fyrir tölvur. Bctri föt efjf Klæðskeraverkstæöi __________Pantið__________ aldamótafatnaöinn núna! Sími 557 8700 Fjrrra kvöldið verður miðað við að fara yfir efni fyrir 1.-6. bekk og seinna kvöldið fyrir 7.-10. bekk. At- hugið að efnið getur skarast að nokkur leyti, fer eftir getu barn- anna. Aðgangur er ókeypis og allir vel- komnir. Stórliölða 17, við Gullinbrú, simi 567 4844. ] wwvv.flisd^flis.is • nctfang: flisGfitn.is Að láta ámumana rœtast Hvað vilt þú fá út úr lífinu? Stendur þú á tímamótum? \ Ertu að “meika það” en samt er eins og eitthvað vanti upp á? Eru börnin að fljúga úr hreiðrinu eða w þegar flogin og framundan er...? jm ■ f Viltu meta stöðuna og huga að framtíðinni. íjmj j , Ertu með marga drauma en veist ekki mr / / hvar á að byija? Höskuldur Frimannsson Næsta námskeiö hefst mánudaginn 22. nóvember 1999 Hringdu og fáðu upplýsingar í síma 553 6147 eða 899 6147 netfang: afl@simnet.is | Pú hittir guð og menn f Kolaportim Kolaportsmessa verður í Kaffi Porti á morgun sunnudag kl. 14:00. Prestar verða Jakob Ágúst Hiálmarsson, Bjami Karlsson ogjóna Hrönn Bolla aóttir. Anna Sigríður Helgadóttir mun syngja við undirleik Árna Heiðars Karlssonar á píanó. rriHii j™nri iirasii mm KOLAPORTIÐ VELVAKAMII Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Góðir þættir VIÐ vorum nokkrar konur að ræða um það hve Rás 1 á ríkisútvarpinu sé góð. Vorum við að ræða ýmsa þætti eins og Samfélagið í nærmynd á morgnana, Víðsjá og fréttatímana og annað sem okkur finnst frábært. Það er mikið um dægurmálaþætti á öðrum stöðvum sem eru vinsælir pg ekkert við því að segja. I dag er dagur íslenskrar tungu og af tilefni þess fmnst okkur naiðsynlegt að hafa þætti eins og Rás 1 er með í dag. Að því kemur að unga fólkið sem hlustar á poppþættina í dag vex úr grasi og vill þá hlusta á vandaðri þætti og fræðast um ýmislegt fróðlegt, ann- að en hvar sé hægt að fá ókeypis bíómiða eða pizzu. Finnst okkur Rás 1 standa sig vel í því að koma fróð- leik áfram. Þegar börnin okkar eld- ast þurfa þau eitthvað ann- að en léttar spjallrásir og poppþætti, sem skilja ekk- ert eftir annað en gaura- gangt. Smekkurinn þroskast með aldrinum og fólk vill hlusta á eitthvað sem hefur kjöt á beinun- um. Menning okkar deyr út ef ekki verður haidið áfram á þessari braut. Tvær konur. Sjónvarpsútgáfu af Bjarti og Ástu Sóllilju EG var mjög ánægð fyrir mörgum árum þegar leik- gerð Ofvitans var sett upp í Iðnó og ekki síst að hún var tekin upp og gerð sjón- varpsútgáfa af henni. Langar mig til að stinga upp á því að það sama verði gert við Bjart og Ástu Sóllilju sem er verið að sýna í Þjóðleikhúsinu því þetta er nokkuð sem ekki má glatast. Ólöf. Hagræðing? RÍKIÐ hefur verið að hag- ræða, samanber Lands- síminn, leggja niður þjón- ustu. Hér í Neskaupstað er hætt að selja símtæki og fyigihluti. Þjónustan er komin á Egilsstaði. Ef íbúar í Neskaupstað nýttu sér flugáætlunarbif- reiðina, sem gengur frá Neskaupstað til Egilsstaða og öfugt, kostar það kr. 2.400 sem leggst ofan á símtæki og fylgihluti og einnig á viðgerð á símtækj- um. Þetta litla dæmi sýnir okkur að hin svokölluð hagræðing af hálfu ríkisins stuðlar að fólksflóttanum af landsbyggðinni. Hér í Neskaupstað er flugvöllur en hann er aðeins nýttur fyrir sjúkraflug, það stuðl- ar einnig að fólksflótta meðal annars frá þessu byggðarlagi, Neskaupstað. Svo halda menn að hlut- irnir verði Ieystir með ál- veri á Reyðarfirði. Menn þurfa að opna augun fyrir því að það þarf að gera ýmislegt til að halda í fólk á landsbyggðinni. Ef Aust- urland, ásmt öðrum lands- hlutum, á að haldast í byggð þarf að taka til hendinni á ýmsum sviðum, ekki bara einbh'na á álver. Gunnar G. Bjartmarsson. Listsýningar SÁ ER háttur á listsýning- um að fólki er safnað sam- an með allskonar skemmti- atriðum. Þegar líður á sýn- ingarna tímann tæmast salirnir óðum og ekkert selst fyrr en síðasta daginn þegar fólk mætir til þess að bjóða niður verk sem ekki hafa notið náðar kaupenda. Þetta er ljótur siður því verkin hafa oftast fengið umfjöllun í fjölmiðl- um með greinum og birt- ingu mynda og ættu því að hækka í verði, fremur en hitt. Flestir listamenn búa við þröngan kost, hafa litl- ar og stopular tekjur en listastarfsemi er rándýr og sjaldnast seljast öll verkin. Þótt þau geri það þarf listamaðurinn að lifa lengi á síðustu sýningu og óvíst hvenær hann getur sýnt aftur og hvernig til takist. Eggert Laxdal, Frumskógum 6, Hverag. Tapað/fundið Myndavél týndist CANON myndavél af gerðinni IXUS z70, grá að lit, týndist í miðbæ Reykjavíkur fimmtudag- inn 11. nóvember sl. Myndavélin var í svartri tösku. Skilvís finnandi hafi samband við Braga í síma 868 3028. Með morgunkaffinu Ast er... ...aðganga langan veg til að kaupa ís handa henni. TM Reg. U.S. Pat. Off — aH rights reserved (c) 1999 Los Angeles Times Syndicate Undir þessum kringum- stæðum sór maður hveijir eru raunverulegir vinir manns. COSPER íOpie /3693 ^........................................X ... ...." ...................... ■ib. /■ •'i*. .. « '■•..... * *.................■/ V .......................... C05PER. Maðurinn minn hefur fullt frelsi til að gera það sem hann vill í frístundum sínum, svo framarlega sem hann er í garðinum. Yíkverji skrifar... EYRU Víkverja hafa ekki frekar en eyru annarra landsmanna átt undankomu auðið undan tilraun- um verzlunareigenda til að magna upp ótímabæra jóla(innkaupa)- stemmningu - í hverjum einasta auglýsingatíma útvarps- og sjón- varpsstöðvanna glymja jólalög, sem óneitanlega stinga í stúf við grænt grasið og auðar götumar. En Víkverja var brugðið, er hann heyrði sérstök námskeið auglýst, þar sem fólki er boðið upp á fyrir- byggjandi meðferð við svokölluðum ,jólakvíða“, sem mun víst vera allútbreiddur kvilli. Þarf ekki að efa, að ótímabærir jólastemmning- artilburðir auglýsenda létta því fólki ekki lífið, sem er þjakað af þessum kvilla. XXX KUNNINGI Víkverja, sem þekkir til í heimi tónlistar- manna, furðar sig á lítilli umræðu í kringum stofnun Listaháskóla Is- lands, sem á meðal annars að vera tónlistarháskóli. Hann segir það fyrirkomulag, sem hingað til hafi verið á framhaldsnámi í tónlist hér á landi, hafa reynzt íslendingum vel. Hefð hafi skapazt fyrir því, að um leið og grunnnámi í hljóðfæra- leik sleppir, hafi námsmenn á tón- listarbrautinni átt kost á því að drífa sig í nám í góðum skólum er- lendis, á meðan þeir eru ungir og móttækilegir fyrir leiðsögn. Segir kunningi Víkverja ungt ís- lenzkt tónlistarfólk hafa leitað sér þekkingar og kennslu við helztu og virtustu tónlistarskóla heims. Það hafi einmitt verið eftirtektarvert hve hin fámenna þjóð Islendinga hafi átt marga námsmenn í fram- haldsnámi í tónlist við stofnanir á borð við Julliard í New York, Kon- unglegu tónlistarháskólana í Lund- únum, Parísarkonservatoríið, virt- ar stofnanir í Austurríki, Þýzka- landi, Italíu og víðar, jafnvel við Tsjækovskí-konservatoríið í Moskvu. En nú sjái líklega fyrir endann á þessu. „Nú ætla Islend- ingar sér að kenna okkar hljóð- færaleikurum hér heima, enda get- um við þetta auðvitað miklu betur en þessar stofnanir allar...,“ sagði kunningi Víkverja. XXX ANNAÐ veldur sama kunningja Víkverja furðu, en það eru þær tölur sem hann hefur heyrt nefndar um áætlaðan námskostnað við ís- lenzka listaháskólann - um það bil ein og hálf milljón á hvern nem- anda. Þetta sé tvöfaldur kostnaður á við að senda fólk í dýrustu tónlist- arskólana erlendis. Segist kunningi Víkverja einmitt hafa hlerað áhyggjur íslenzkra tónlistai-nema vegna þessa - eins og kunnugt er hefur stefna Lánasjóðs íslenzkra námsmanna verið sú, að sé hægt að stunda ákveðið nám hér heima sé ekki lánað til þess erlendis. Þá hljóti stofnun íslenzks tónlistarháskóla að leiða til þess að í honum eigi að ala íslenzka hljóðfæraleikara hér heima vel fram yfir tvitugt. „Þetta veldur áhyggjum; eins og þeir vita sem til þekkja þurfa tón- listarnemar að komast í hendur færustu leiðbeinenda sem yngstir, helzt á unglingsskeiðinu," segir hann. Vissulega værí ákjósanlegt að hans mati, að hér á landi væri vett- vangur fyrir tónlistarrannsóknir, einkum til að halda utan um íslenzk- an menningararf á tónlistarsviðinu og kennslu þessu tengda, en það er sannfæring kunningja Víkverja að reynslan hafi sýnt að mun farsælla sé fyrir okkar tónlistarfólk að læra sitt fag þar sem aldalöng hefð og reynsla er til staðar. „Staðreyndin er sú, að mál tónlistarinnar er al- þjóðlegt."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.