Morgunblaðið - 20.11.1999, Side 88

Morgunblaðið - 20.11.1999, Side 88
Netþjónar og tölvur H COMPACL i ? í MORGUNBLAÐW, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF569II81, PÓSTHÓLF 3040, | ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJmBL.lS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTII Eru gögnin í þínu fyrirtæki aðgengíleg eða eru þau fryst? Það er dýrt að láta starfsfólkið biðai Tölvukerfi sem virkar 563 3000 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Viðræður um kaup MS á mjólkursam- laginu á Hvammstanga VTÐRÆÐUR standa yfir um kaup Mjólkursamsölunnar í Reykjavík á mjólkursamlaginu á Hvamms- tanga. Guðlaugur Björgvinsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, seg- ir að það skýrist eftir helgi hvort af kaupunum verði. Mjólkursamlagið á Hvamms- tanga er í eigu Kaupfélags Vestur- Húnvetninga og er þekktast fyrir ! framleiðslu á rauðum brauðosti. Mjólkursamsalan í Reykjavík keypti Mjólkursamlagið á Blöndu- <vi>^ósi fyrr á þessu ári og sameinaði dótturfyrirtæki sínu í Búðardal. Að sögn Guðlaugs höfðu forráðamenn samlagsins á Hvammstanga haft samband við Mjólkursamsöluna fyrir hálfum mánuði og síðan hafa forráðamenn félaganna hist á tveimur fundum. Hann segir að fyr- irmynd samninga sé til frá kaupun- um á samlaginu á Blönduósi og samningar því ekki flóknir. Aðilar eru nú að skoða málin hvor fyrir sig. Fundarhöld voru í ,,Jlþfuðstöðvum Mjólkursamsölunnar í gær og Vestur-Húnvetningar taka afstöðu til málsins á fundum eftir helgi. Langtí næsta odda- töludag REIKNIMEISTARAR hafa reiknað út að í gær var síðasti oddatöludagurinn í rúm 1111 ár, þ.e. dagsetning sem aðeins er með oddatölum. Dagsetning- in er 19-11-1999 en næsti odda- töludagur verður 1-1-3111. Það er hins vegar mun styttra í næstu dagsetningu sem aðeins er með sléttum tölum, en það gerist 2-2-2000. Það er fyrsta slétta dagsetningin síðan 28-8- 888. Von á nefúða við flensu Gönguferð í góðviðrinu ÞAÐ er eins gott að halda í tauminn og hafa stjórn á göngufélögunum til að þeir hlaupi ekki út undar sér. Enda átti Eva ekki í neinum vand- ræðum með þá félaga sína í gönguferðinni í Vesturbænum og ekki sakaði að vorblær var í veðrinu. í dag er spáð suðvest- anstrekkingi um nánast allt land og verður vætusamt víðast hvar, rigning og síðar slydda sunnanlands. Gert er ráð fyrir eins til sex stiga hita og verður mildast á Austurlandi. TILRAUNIR með nefúða, sem á að fyrirbyggja inflúensu, hafa ver- ið gerðar í Bandaríkjunum með góðum árangri. Flensan virðist ekki herja eins illa á þá sem nota úðann, en þeir eru færri daga frá vinnu og þurfa síður á læknishjálp og lyfjum að halda smitist þeir af inflensuvírusi. Með tilraunum kom í ljós að með notkun úðans fékk fólk síður flensu með háum hita og síður hálsbólgu. Veikindin líka ekki eins lengi hjá þeim sem notuðu úðann, veikindadögum í vinnu fækkaði um tæp 20% og heimsóknum til lækna um rúm 40%. Tilraunir voru einnig gerðar á börnum og þótti úðinn líka örugg og árang- ursrík vörn gegn flensu hjá þeim og einnig vörn gegn eyrnabólgu. Vonast er til að úðinn komi á markað í Bandaríkjunum á næsta ári. Mjög líklegt að úðinn komi á markað hér á landi Haraldur Briem sóttvarnar- læknir segir að lyf þetta skuli tek- ið um leið og einkenni inflú- ensunnar geri vart við sig og að það hamli vexti veirunnar hjá fólki sem hafi smitast. Lyfið hafi það fram yfir eldri inflúensulyf að því fylgi óverulegar aukaverkanir. Hann segir notkun lyfsins hafa verið leyfða í Ástralíu og einnig í Bretlandi. Þar standi nú yfir deil- ur um hvort hinu opinbera beri að taka þátt í kostnaði, þvi búist sé við að það verði mikið notað. Samkvæmt upplýsingum frá lyfjanefnd ríkisins er mjög líklegt að nefúði þessi verði settur á markað hér á landi, en ekki sé bú- ið að ákveða hvenær. Þó verði það líklega ekki fyrr en í fyrsta lagi næsta haust. Morgunblaðið/Ásdís Breyting á lögum um atvinnu útlendinga Hlutur sjúklings í útgjöldum vegna læknisþjónustu hefur lækkað Nektardans ekki listgrein PALL Pétursson félagsmálaráð- herra hefur kynnt ríkisstjóminni frumvarp til laga um breytingu á lögum um atvinnuréttindi útlend- inga. Með breytingunni og reglu- gerð sem henni fylgir er nánar kveðið á um atvinnuréttindi út- lendi-a listamanna og þai- er nektar- dans ekki skilgreindur sem list- grein. Félagsmálaráðherra segir að iSgin hefðu þau áhrif á starfsemi nektardansstaða í landinu að for- svarsmenn þeirra þyrftu að sækja um atvinnuleyfi fyrir dansarana komi þeir frá löndum utan evrópska efnahagssvæðisins, en þess þarf ekki samkvæmt núgildandi lögum. I frumvarpinu er gert ráð fyrir pjví að ný málsgrein bætist við 14. grein laganna sem fjallar um að listamenn geti komið til landsins og starfað hér óátalið í einn mánuð á ári. Þetta var sett í lög 1994 til að auka menningarlíf og fjölbreytni en félagsmálaráðherra segir að það hafi aldrei verið hugsað sem stofn að atvinnustarfsemi. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni eru líkur á að hér starfi á hverju ári um 700 stúlkur við nekt- ardans. Þriðjungur þeirra er írá evrópska efnahagssvæðinu og hafa lögin engin áhrif á stai-fsemi þeirra. Annar þríðjungur er frá Austur- Evrópu og þriðjungur frá Kanada og Bandaríkjunum. Rekstraraðili nektardansstaðar þarf að sækja um atvinnuleyfi íyrír stúlkur sem eru utan evrópska efnahagssvæðisins. Þar með þurfa þær að gangast und- ir læknisrannsókn og skattaskil og fleira. Fleiri íslenskir ellilífeyris- þegar búsettir í útlöndum NOKKUR fjöldi íslenskra ellilífeyr- isþega er búsettur erlendis og hefur þeim fjölgað umtalsvert síðustu ár- in. Þannig voru þeir á síðasta ári 233, 190 árið 1997 og 149 árið 1996. Heildarfjöldi ellilífeyrisþega var á síðasta ári rúmlega 24 þúsund. Þá voru á síðasta ári 159 örorkulífeyr- isþegar búsettir erlendis eða sam- tals 392 elli- og örorkulífeyrisþegar. Þetta kom m.a. fram í máli Karis Steinars Guðnasonar, forstjóra Tryggingastofnunar ríkisms, á þriðja ársfundi stofnunarinnar í gær er hann kynnti ritið Staðtölur almannatrygginga sem kom út í gær í fimmta sinn. Ellilífeyrisþeg- um hefur fjölgað síðustu fimm árin. Þannig fjölgaði þeim um 1996 um 0,7% og um 3,7% árið eftir. Var fjöldi þeirra 22.050 árið 1993 en í fyrra var hann 24.287. Flestir ellilífeyrisþegar bjuggu i fyrra í Svíþjóð eða 65, 62 vora í Bandaríkjunum, 31 í Danmörku og 24 í Noregi. Af örorkulífeyrisþeg- um bjuggu 70 í Svíþjóð, 52 í Dan- mörku og 24 í Noregi. Þá fengu 92 með búsetu erlendis fæðingarorlof á síðasta ári en þeir vora 193 árið 1996. Útgjöld vegna sjúkratrygginga 11,8 milljarðar Þá kemur fram í Staðtölum að hlutur sjúklings í útgjöldum vegna læknisþjónustu hefur farið nokkuð minnkandi síðustu árin. Árið 1996 var hann 45,1%, 44,1% árið 1997 og komin niður í 40,8% í fyrra og hækkaði að sama skapi hlutur TR úr 54,9% árið 1996 í 59,2% í fyrra. Hlutur sjúklings er misjafn eftir sérfræðigreinum lækna og var hann mestur hjá kvensjúkdóma- læknum eða 57,6% í fyrra, 50% hjá húðlæknum, 45% hjá barnalækn- um og háls-, nef- og eyrnalæknum. Hjá krabbameinslæknum og taugalæknum er hlutur sjúklings um 29% en lægstur er hann hjá öldrunarlæknum eða 18,1%. Utgjöld ríkisins vegna sjúkra- trygginga námu á síðasta ári rúm- um 11,8 milljörðum og alls vora heilbrigðisútgjöld um 40 milljarðar ki’óna. Stærstu liðir sjúkratrygg- inga á síðasta ári voru vegna lyfja- kostnaðar 33%, 28% voru vegna vistgjalda á stofnunum og 16% vegna lækniskostnaðar. Um 7% voru vegna tannlækninga, 5% vegna hjálpartækja og 4% vegna þjálfunar. ■Vandi íslenska/44

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.