Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 25. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
16 manna alþjóðleg
bj örgunars veit stofnuð
Morgunblaðið/Asdís
Frá undirritun samkomulagsins. F.v. Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra, Halldór Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra og Jón Gunnarsson, formaður Slysavamafélagsins Landsbjargar.
SAMNINGUR milli Slysavarnafé-
lagsins Landsbjargar, utanríkis-
ráðuneytis og dómsmálaráðuneytis
um stofnun alþjóðlegrar björgun-
arsveitar var undirritaður í húsa-
kynnum Flugbjörgunarsveitar
Reykjavíkur í gær. Sveitin, sem
heitir SAR-Team Iceland, starfar í
umboði íslenska ríkisins. Almanna-
varnir ríkisins og stjórnandi sveit-
arinnar geta kallað hana út að
fengnu samþykki utanríkisráðun-
eytisins þegar hjálparbeiðni hefur
borist frá opinberum aðilum í vett-
vangslandi eða Sameinuðu þjóðun-
um.
Sveitin er stofnuð sama dag og
björgunarsveitir af öllu landinu
koma til Reykjavíkur til þess að
taka þátt í fyrstu Landsæfingu
sameinaðra björgunarsamtaka
með þátttöku um 750 manna.
Sérþekking með
tækjavæðingu
Jón Gunnarsson, formaður
Slysavarnafélagsins Landsbjargar,
segir að það hafi blundað í mönn-
um í mörg ár að Islendingar ættu
fullt erindi í björgunarstörf á er-
lendri grundu þar sem þeir gætu
veitt lið. Með tækjavæðingu sem
hafi orðið hérlendis hafi íslenskar
björgunarsveitir komið sér upp
sérþekkingu sem getur nýst í
hamförum hvar sem er. Hann
benti á að með mjög skömmum
fyrirvara hefði í samvinnu við ut-
anríkis- og dómsmálaráðuneyti
verið ákveðið að senda hóp björg-
unarmanna til Tyrklands og þeir
hefðu fært mönnum heim sanninn
um að íslendingar ættu fullt erindi
í slík störf. íslenska sveitin hefði
komið þangað með tækjabúnað
sem mjög fáar björgunarsveitir
hafa yfir að ráða. Þarna er um að
ræða myndavélar til að mynda í
rústum og hljóðtæki.
Með samkomulaginu um alþjóð-
lega björgunarsveit var tekið tillit
til þeirrar reynslu sem varð til í
Tyrklandi. Gert er ráð fyrir að
sveitin verði skipuð 16 mönnum.
30 björgunarsveitarmenn verða
valdir til þjálfunar og 16 valdir til
þáttöku úr þeim hóp. Ástæður
þess að sveitin er 16 manna eru
ekki síst þær að tryggja að sveitin
uppfylli þær kröfur sem gerðar
eru til alþjóðabjörgunarsveita.
Gert er ráð fyrir að sveitin fari að
meðaltali einu sinni á ári til björg-
unarstarfa og við það myndist
þekking og reynsla sem verður
dýrmæt íslendingum.
3,5 milljóna kr.
framlag ríkisins
Jón segir með öllu óljóst hver
rekstrarkostnaður slíkrar sveitar
verður en stærsti kostnaðarliður-
inn verður ferðalög. Það ráðist síð-
an af umfangi verkefnanna hver
kostnaðurinn verður. í samningn-
um er gert ráð fýrir að utanríkis-
ráðuneyti og dómsmálaráðuneyti
greiði fyrir útköll sveitarinnar og
fyrir þau lyf sem nota þarf í vett-
vangslandi. Kostnað af þessu sem
fer umfram 3,5 milljónir króna á
ári ber Slysavarnafélagið Lands-
björg. Hlutverk utanríkisráðuneyt-
isins verður að útvega eins skjótan
flutning til vettvangslands og kost-
ur er, útvega tryggingar fyrir fé-
laga í sveitinni, fara með samskipti
við önnur stjórnvöld á íslandi
vegna málefna sveitarinnar og fara
með samskipti við yfirvöld í vett-
vangslandi, Sameinuðu þjóðirnar
og aðrar alþjóðlegar stofnanir.
Hlutverk dómsmálaráðuneytis
verður einkum á hendi Almanna-
varna ríkisins, sem er undirstofn-
un dómsmálaráðuneytisins. Al-
mannavarnir ríkisins aðstoða við
framkvæmd samningsins og eru í
viðbragðsstöðu allan sólarhring-
inn, allan ársins hring, vegna út-
kalla frá Sameinuðu þjóðunum.
Slysavarnafélagið Landsbjörg
velur félaga í sveitina með viðeig-
andi menntun og sérþekkingu,
tryggir að lærdómur af útkalli nýt-
ist á íslandi og útbýr útkallsskrá
og áætlun um brottför. Samtökin
láta bólusetja félaga sveitarinnar,
standa fyrir fræðslu og æfingum
innanlands og utan og kaupa og
útvega búnað fyrir sveitina. Þá
annast stofnunin daglegan rekstur
sveitarinnar og tryggir að hún sé
ávallt reiðubúin í útköll.
Hlutverk sveitarinnar er að
vinna að leitar- og björgunarstörf-
um á erlendum hamfarasvæðum
og miðast uppbygging sveitarinnar
að því að hún geti annast stjórnun
á hamfarasvæði, sjúkrahjálp,
tæknilega leit með sérhæfðum út-
búnaði, vinnu í rústum með verk-
færum og tæknilegri ráðgjöf og
annast birgðahald, uppbyggingu
búða og fjarskipta.
Merkur áfangi í sögu
bj örgunarsveitanna
Halldór Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra sagði við undirritunina
að íslenskir björgunarsveitarmenn
hefðu fengið æfingu í því að taka
þátt í alþjóðlegu björgunarstarfi í
Tyrklandi í fyrra. Hann sagði að
aðstæður þær sem við byggjum
við hér á landi kölluðu á störf
björgunarsveita. Hér mætti búast
við eldgosum og jarðskjálftum. Við
byggjum nálægt hafinu og við
ótryggt veðurfar. Islendingar ættu
því erindi inn í alþjóðlegt björgun-
arstarf og eðlilegt væri að þjóðin
tæki aukinn þátt í slíku starfi.
Sólveig Pétursdóttir dómsmála-
ráðherra sagði að hér væri um að
ræða samstarfsverkefni utanríkis-
ráðuneytisins, dómsmálaráðuneyt-
isins og Slysavarnafélagsins
Landsbjargar. „Eg tel að Jsetta sé
mjög spennandi verkefni. Islenskir
björgunarsveitarmenn hafa yfir
þeirri færni og þekkingu að ráða
að þeir séu fyllilega samkeppnis-
hæfir og hafi margt fram að færa
sem erlendir björgunarsveitar-
menn geti lært af þeim. Björgun-
arsveitirnar hafa í vetur sýnt
hvers þær eru megnugar því þær
hafa margoft við erfiðar aðstæður
ekki hikað við að leggja eignir og
líf að veði til þess að bjarga
mannslífum. Þær eiga þakkir
skildar fyrir fórnfýsi sína, dug og
djörfung og náungakærleikann
sem í þeim býr. Okkar samstarf
hefur verið mjög farsælt og það er
mjög ánægjulegt að ná þeim
áfanga í sögu íslenskra björgunar-
samtaka sem undirritun þessa
samnings ber vott um,“ segir Sól-
veig.
Bændur segjast vilja stuðla að óbreyttu grænmetisverði næstu tvö árin
Keppinautar Baugs
segja engin áform um
að hækka álagningu
FORSVARSMENN helstu keppi-
nauta Baugs telja ekki ástæðu til
sérstakra aðgerða vegna „Viðnáms
gegn verðbólgu" sem Baugur
kynnti í fyrradag. Segjast þeir
ekki hafa verið að hækka álag-
ningu og hyggist ekki gera það og
láta í ljós þá skoðun að útspil
Baugs sé hálfgert sjónarspil, eða
ódýr auglýsingabrella. Þá lýsti
Samband garðyrkjubænda því yfir
í gær að það vildi stuðla að
óbreyttu verði á íslensku græn-
meti næstu tvö árin.
í yfirlýsingu Sambands garð-
yrkjubænda er vísað til þess að
verðbólga ógni stöðugleikanum í
íslensku efnahagskerfi. Því vilji ís-
lenskir garðyrkjubændur stuðla að
breytingum. Þeir muni beita sér
fyrir því að verð á íslensku græn-
meti hækki ekki næstu tvö árin.
Leitað verði leiða til að hagræða í
innkaupum á rekstrarvörum með
sameiginlegum magninnkaupum.
Hafnar verði viðræður við stjórn-
völd um lækkun raforkukostnaðar
og stefnt að aukinni uppskeru á
hvern fermetra gróðurhúss og
hektara lands til að ná fram auk-
inni framlegð.
Kjartan Ólafsson, formaður
Sambands garðyrkjubænda, segir
að umræðan að undanförnu, meðal
annars um verðlag grænmetis, sé
ástæðan fyrir yfirlýsingu félagsins.
„Hún knýr á um að við gerum eitt-
hvað í þessa átt, enda verðum við
að standa okkur.“ Hann leggur
áherslu á að skilaverð grænmetis
til garðyrkjubænda hafi nánast
staðið í stað, miðað við verðlags-
þróun, síðastliðin ár. Verðhækkan-
ir á þessum tíma hafi því komið í
hlut annarra en bænda.
Fram kemur í yfirlýsingu garð-
yrkjubænda að þeir eru tilbúnir til
viðræðna við stjórnvöld um breyt-
ingar á tollaheimildum. Kjartan
segir að vel komi til greina að nýta
ekki tollaheimildir að fullu, ef
rekstarskilyrði garðyrkjunnar
verði lagfærð til samræmis við það
sem garðyrkjubændur í nágranna-
löndunum búi við.
Tíðinda að vænta
Þorsteinn Pálsson, forstjóri
Kaupáss sem rekur verslanir
Nóatúns, KÁ og 11-11, sagðist
ekki vilja tjá sig um aðgerðir
keppinautanna, þegar yfirlýsing
Baugs var borin undir hann í gær.
Hins vegar vildi hann leggja
áherslu á að Kaupás hefði ekki
hækkað álagningu í sínum verslun-
um og væri ekki með nein áform
um það. Sagði Þorsteinn að miklar
hækkanir hefðu orðið á vörum frá
birgjum og innlendum framleið-
endum. Gat hann þess að stór hluti
innlendu framleiðsluvaranna, til
dæmis búvara, væri beint eða
óbeint verndaður fyrir samkeppni.
Mikilvægt væri að reyna að auka
þar samkeppni. Varðandi innfluttu
vörurnar sagði Þorsteinn að Kaup-
ás ynni að því að hamla gegn verð-
hækkunum, meðal annars með því
að snúa sér annað og sagði hann
að tíðinda gæti verið að vænta af
því á næstunni.
Líkt við sjónarspil
„Við höfum ekki hækkað álag-
ningu hjá okkur í tug ára,“ sagði
Sveinn Sigurbergsson, verslunar-
stjóri í Fjarðarkaupum, þegar álits
hans var leitað á útspili Baugs.
Hann segir að íslenskir framleið-
endur hafi verið að hækka vörur
sínar að undanförnu, bæði fram-
leiðendur búvara og iðnaðarvara.
Það ætti skýringar í launaskriði og
kostnaðarhækkunum svo sem á
plasti og ekki væri hægt að taka
einn aðila út úr og kenna honum
um hækkanirnar.
„Við ætlum að halda okkar
striki, hér eru engar breytingar í
vændum," sagði Sveinn. Hann líkir
aðgerðum Baugs við sjónarspil.
Segir að það líti út fyrir að þeir
hafí verið að tapa hylli neytenda
vegna hækkunar álagningar. Þeir
séu nú að hylma yfir fyrri verkn-
aði og reyna að höfða til neytenda
með því að berja á birgjunum.
Baráttan fer fram alla daga
Skúli Skúlason, fulltrúi fram-
kvæmdastjóra Samkaups, segir að
Samkaup hafi ekki hækkað sína
verslunarálagningu og ekki hafi
staðið til að gera það. „Þessi yfir-
lýsing Baugs miðast við að sameig-
inlegir birgjar okkar fáist til að
hætta að senda okkur vörurnar á
hærra verði. Við erum að glíma við
það sama, þessi barátta fer fram
alla daga og þarf kannski ekki
blaðamannafund til að segja frá
því,“ segir Skúli.
Hann býst ekki við sérstökum
afleiðingum af yfirlýsingu Baugs.
Segir að áhrif hennar fari eftir því
hvernig birgjar og framleiðendur
bregðist við henni. Tíminn verði að
leiða það í ljós.
Skúli vekur jafnframt athygli á
áhrifum gífurlegrar offjárfestingar
í verslunarhúsnæði, ekki síst á
höfuðborgarsvæðinu. Segir að
draga verði þann þátt fram, enda
hljóti kostnaðurinn af offjárfest-
ingunni að koma einhvers staðar
fram.
Hafa lækkað álagningu
Axel Axelsson, framkvæmda-
stjóri samtakanna Þinnar verslun-
ar, segist styðja Baug í því að
halda vöruverði í skefjum. Það hafi
verslanirnar innan samtakanna
verið að gera á undanförnum mán-
uðum. Hins vegar sé erfitt að ráða
við hækkanir frá heildsölum. Vek-
ur hann athygli á því að verslanir
innan samtakanna Þinnar verslun-
ar hafi verið að lækka álagningu,
enda hafi það komið fram í síðustu
verðkönnun að vöruverð hjá þeim
sé lægra en í mörgum verslunum
stóru keðjanna, jafnvel þótt minni
verslanirnar kaupi vörurnar inn á
hærra verði. Reiknast honum til
að meðalálagning í verslunum
Baugs sé 27,7% og telur ólíklegt
að verslanir innan Þinnar verslun-
ar nái svo hárri álagningu.