Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 25. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Seðlabankinn greiddi starfsfólki bónus vegna 2000-vanda:
Béfað skítadrasl, ekki með svo mikið sem einn einasta 2000 error.
Lína Lang-
sokkur er
komin til
Hornafjarðar
Höfn - Leikhópur Mána á Horna-
fírði frumsýnir á laugardaginn
kemur Línu Langsokk í leikstjórn
Magnúsar J. Magnússonar.
Alls taka 13 leikarar auk undir-
leikara þátt í uppfærslunni en þetta
er þriðja verkið sem Magnús setur
upp fyrir leikhóp Mána á Homa-
firði.
Margir aka
án bílbelta
TUGIR manna hafa verið stöðvaðir
af lögreglunni í Kópavogi síðustu tvo
daga fyrir að nota ekki bílbelti. Að
sögn lögreglunnar kemur mjög á
óvart hversu margir keyra enn án
öryggisbelta, því fyrir utan það
hversu ódýr líftrygging beltin geta
verið, þá geta menn átt von á 4.000
króna sekt fyrir að nota þau ekki.
Morgunblaðið/Eiríkur Jörundsson
Lína langsokkur er komin til Hornafjarðar.
Bildshöfði 20-110 Reykjavík Si
juna þægilegur söfi, klæddur mjúku, rauegu cneniue-aKiæui
sur úr kaldsteyptum svampi, sem snúa má við. 3Ja sæta sófi,
7S.Z90.-. 2ja sæta sófi, L170 cm. kr. 62.680,-. Nepal sófaborð I
Málstofa um húsavernd á Eyrarbakka
Eyrarbakki
hefur mikla
sérstöðu
Lilja Árnadóttir
MÁLSTOFA um
húsavemd og
skipulag á Eyrar-
bakka verður haldin í dag í
samkomuhúsinu Stað á
Eyrarbakka og hefst hún
klukkan 14.00. Þar verða
sex fyrirlestrar haldnir og
einnig mun Ingunn Guð-
mundsdóttir, formaður
bæjarráðs Arborgar, flytja
ávarp og setja málstofu.
Einn fyrirlesaranna er
Lilja Ámadóttir, deildar-
stjóri hjá Þjóðminjasafni,
en hún vann á áttunda ára-
tugnum húsakönnun á
Eyrarbakka sem kom út í
bók fyrir réttum tíu árum,
en málstofan er einmitt
haldin í tilefni af því að ára-
tugur er nú liðinn síðan
umrædd bók kom út. En
skyldi margt hafa breyst á
Eyrarbakka síðan ritið
kom út?
„Já, ýmislegt hefur breyst í
þeim skilningi að nærri því tuttugu
hús af sjötíu og þremur sem fjallað
er um í húsakönnuninni hafa hlotið
viðgerð og það verður að teljast
harla gott sé litið til aðstæðna á
íslandi á þessu sviði.“
-Hvemig bús eru þetta sem
þegarhafa hlotið viðgerð?
„Það eru ýmis þeirra húsa sem
eru hvað mest einkennandi fyrir
byggðina á Eyrarbakka, en flest
þeirra eru lítil timburhús klædd
með bárujámi. Húsin sem hlotið
hafa viðgerð em frá byrjun þessar-
ar aldar.“
-Er Húsið svokallaða eitt af
þessum viðgerðuhúsum?
„Já, húsið með stóra H-inu er
elsta varðveitta timburíbúðarhús á
landinu, frá 1765. Það er eitt þess-
ara húsa sem hefur hlotið gagn-
gera viðgerð á þessu tímabili.
Hlutverk þess hefur líka breyst frá
því að vera íbúðarhús þegar ég
vann könnunina og í það að hýsa
Byggðasafn Ámesinga. Húsið var
upphaflega reist sem íbúðarhús
fyrir danska kaupmenn á Eyrar-
bakka. Húsið er í rauninni gríðar-
lega stórt og hefur verið afar reisu-
legt og tilkomumikið þegar það var
reist á þeim tíma þegar búseta
hafði enn ekki náð festu allt árið.
Kaupmenn höfðu þá ekki vetur-
setuleyfi á íslandi."
-Hvað er næstelsta húsið á
Eyrarbakka?
„Næstelsta húsið er líklega
stofninn í Bakaríinu sem núna er
íbúðarhús og eina húsið á staðnum
sem eftir er af verslunarhúsunum
sem stóðu þama fram til 1950.
Bakaríið stendur við Bakarísstíg
og er næsta hús við gamla bama-
skólahúsið sem til skamms tíma
var Kaffi Lefolii. Assistentahúsið
sem er áfast Húsinu er einnig með
elstu húsunum í þorpinu."
- Hafa þeir sem gert hafa upp
gömul hús á Eyrarbakka gert það í
samvinnu við fagfólk?
„Já, mjög margir
hafa fengið styrk úr
Húsafriðunarsjóði rík-
isins og fengið leiðbein-
ingu fagmanna um
verklag og teikningu á
viðgerðunum."
- Er Eyrarbakki
kannski einkennandi fyrir sjávar-
þorp á íslandi um síðustu aldamót?
„SérsLiða Eyrarbakka er marg-
vísleg. I fyrsta lagi er það lega
þorpsins meðfram strandlínunni,
þar sem enn stendur þessi merkis
sjóvamargarður sem var hlaðinn á
nítjándu öld til vamar byggðinni á
staðnum. Sérstaða þorpsins er f
► Lilja Árnadóttir fæddist í
Borgarnesi árið 1954. Hún lauk
stúdentsprófí frá Menntaskólan-
um við Hamrahlíð 1974 og ffl,-
kand.prófí íþjóðháttafræði frá
háskólanum í Lundi 1978. Hún
hefur starfað á Þjóðminjasafninu
frá námslokum, en nú er hún
deildarstjóri munadeildasafns-
ins. Hún hefur tekið þátt í kór-
starfi og er nú formaður Söng-
sveitarinnar Fflharmóníu. Lilja
er gift Jóni Bjamasyni, efna-
verkfræðingi hjá Málningu ehf.,
og eiga þau tvö böm.
öðm lagi fólgin í tilvist Hússins og
allra litlu húsanna sem hvert og
eitt er svo mikilvægt sem hluti af
heild. Loks má sjá í þorpsmynd-
inni á Eyrarbakka það sem við höf-
um kallað menningarlandslag eða
búsetulandslag (kultm-landskab)
sem á allra síðustu ámm hefur
komið meira inn í umræðu um
varðveislu menningarverðmæta.
Þess má geta að á Eyrarbakka em
elstu varðveittu steinsteyptu hús á
Suðurlandi."
- Er þessum menningarverð-
mætum nægilega vel sinnt?
.Ástandið á Eyrarbakka er
betra en víða annars staðar á land-
inu þar sem sveitaryfirvöld hafa í
mörg ár sýnt vemdunarstarfi lif-
andi áhuga. Þetta má þakka Magn-
úsi Karel Hannessyni sem um ára-
bil var sveitarstjóri á Eyrarbakka
og konu hans, Ingu Lám Baldvins-
dóttur, sem nú er deildarstjóri á
myndadeild Þjóðminjasafns ís-
lands. Það hefur sýnt sig í seinni
tíð að varðveisla menningarverð-
mæta borgar sig í ýmsum skiln-
ingi, m.a. draga slík verðmæti að
ferðamenn. Á Eyrarbakka hefur í
seinni tíð aukist mjög ferðamanna-
straumur bæði til þess að skoða
gömlu húsin og umhverfi þeirra,
þorpsmyndina, náttúmna og söfn-
in sem þareru."
- Er margt sem þarf að gera í
varðveislumálum á
Eyrarbakka?
„Varðveislumál eru
þess eðlis að þeim lýkur
aldrei. Alltaf er hægt að
bæta við sig þekkingu á
verklagi og einnig sögu-
legri þekkingu, bæta
þannig viðgerðir og varðveislu-
starfið. Auk þess breytast viðhorf
og gildi með tímanum og því er lif-
andi umræða um viðfangsefni eins-
og húsavemd forsenda þess að
menn geti haldið markvis.su starfi
á þessu sviði áfram. Þess vegna er
málstofa eins og þessi í dag mjög
þýðingarmikiL“
Varðveisla
menningar-
verðmæta
er mál sem
aldrei lýkur