Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 25. MÁRS 2000
MINNINGAR
morgunbLáðið
+ Einar Pétursson
fæddist á Víði-
völlum fremri í
Fljótsdal, Austur-
landi, 30. júní 1913.
Hann lést á Sjúkra-
húsinu á Seyðisfirði
14. mars síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru hjónin Þórunn
Ingileif Sigurðar-
dóttir frá Rauðholti,
Hjaltastaðaþinghá,
f. 12. febrúar 1889,
d. 16. febrúar 1974
og Pétur Einarsson,
f. 21. október 1881 í
Breiðuvík, Borgarfirði eystri, d.
25. ágúst 1971. Þórunn Ingileif og
Pétur bjuggu lengst að Ormsstöð-
um, hjáleigu frá Hallormsstað, en
Pétur var þá starfsmaður Skóg-
ræktar ríkisins. Bræður Einars
voru: Sigurbjörn, f. 1915, d. 1978.
Sigurður Tryggvi, f. 1920, d.
1936. Sigmar Pétur, f. 1928, d.
1993. Þormóður Ingi, f. 1929.
Kona Einars var Sigríður M.
Kerúlf frá Hrafnkelsstöðum í
Fljótsdal, f. 10. febrúar 1917, d.
23. apríl 1998. Börn þeirra eru: 1)
Eg var ekki hár í loftinu, þegar
faðir minn sagði mér, að fyrirhugað
væri að fara í ferðalag austur á land,
en þar bjuggu foreldrar hans og
frændlið. Við áttum hins vegar heima
á Blönduósi og fara átti landleiðina á
Willys-jeppa afa Steingríms, móður-
afa. Var þetta mikið ferðalag í þá
daga. Árið 1958, að mig minnir. Hafa
þurfti meðferðis tvö varadekk, slöng-
ur, bætur, matföng og margt annað,
sem nú er ekki lengur talin þörf á, þó
farið sé milli landshluta. Enda tók
ferðin þrjá daga með gistingu á Ak-
ureyri og í Mývatnssveit. Mér er enn
minnisstætt, er ekið var upp Vaðla-
heiðina, óteljandi essbeygjur, að afi
Steingrímur benti mér á, að svona
væri nú stafurinn okkar. Annars
man ég ekki annað en að ferðalagið
hafi gengið vel. Fullorðnir hafi rætti
Guðrún, f. 4. nóvem-
ber 1941, maki Pétur
Guðvarðarson f.
1932. Börn þeirra: a)
María Huld, f. 1974,
maki Rúnar Þórarins-
son. Barn þeirra: Ás-
þór Loki. b) Sólrún, f.
1974. c) Einar Ás, f.
1980. Fyrir átti Guð-
rún Sigríði Hörpu
Gunnarsdóttur, f.
1969, maki, Þórarinn
Guðjónsson. Barn
þeirra: Hjörtur. 2)
Ingibjörg, f. 7. maí
1947, maki Hreinn
Guðvarðarson f. 1936. Börn
þeirra: a) Sigurlaug, f. 1971, maki
Brjánn Guðjónsson. Börn þeirra:
Logi Fannar og Birna. b) Sigríð-
ur, f. 1972 maki Kristinn Magnús-
son. Börn þeirra: Jóel Enok og
Magnús Birgir. c) Einar Orn, f.
1973. d) Helga, f. 1975, maki Við-
ar Jónsson. e) Heiður, f. 1978. 3)
Örn Sigurður, f. 14. október 1953,
maki Matthildur Þ. Gunnarsdótt-
ir, f. 1959. Börn þeirra: a) Guðrún
Matthildur, f. 1980, maki Ólafur
Snorri Snorrason. b) Erla Sigríð-
um byggðarlög, menn og bæi, en ég
hafi verið fræddur um að fyrir aust-
an væri margt að sjá, svo sem Lagar-
fljótið, orminn og skóginn. Loks var
komið í Jökuldalinn og var þá ekki
langt eftir, að sögn föður míns, þó
svo mér hafi reyndar fundist það. Æ
síðan fæ ég undarlega tilfinningu, er
ekið er niður í Jökuldalinn. Lífið er
stutt en Jökuldalurinn langur, eins
og þeir segja fyrir austan. Á þessa
leið kýs ég að hafa þennan inngang
að minningarorðum um föðurbróður
minn, Einar Pétursson, er lést 14.
mars sl., en minningargreinar eru jú
því marki brenndar að segja meira
um þann, sem skrifar en þann sem
um er skrifað.
Einn tilgangur ferðarinnar var að
hitta Einar frænda, sem þá bjó, eins
og lengi síðan á Amhólsstöðum í
ur, f. 1984. c) Vigdís Rún f. 1996.
Fyrir átti Órn Lúðvík Emil, f.
1975. 4) Erla Sólveig, f. 18. maí
1955, maki Karl Guðbjartsson, f.
1956. Börn þeirra: a) Maria Ösp,
f. 1979. b) Svandís Hlín, f. 1981. c)
Sigurður Örn, f. 1985. 5) Valur f.
17. júní 1956, d. í mars 1957.
Barnabörn Einars eru þannig
sextán og barnabarnabörn sex.
Einar var í Alþýðuskólanum að
Eiðum í tvo vetur um 1930. Árið
1935 flutti fjölskyldan að Buðl-
ungarvöllum, annarri hjáleigu frá
Hallormsstöðum. Tveimur árum
síðar tóku elstu bræðurnir tveir,
Einar og Sigurbjörn, við búinu og
bjuggu þar saman til 1940 en
unnu jafnframt ýmsa vinnu sem
til féll á Héraði. Á árunum 1940-
1942 var Einar ráðsmaður að
Skriðuklaustri í Fljótsdal hjá
Gunnari skáldi Gunnarssyni og
fjölskyldu hans. 9. ágúst 1940
gengu þau Einar og Sigríður M.
Kérúlf í hjónaband. Arið 1942
fluttu þau að Arnhólsstöðum i
Skriðdal sem þau eignuðust brátt
að fullu og voru þar bændur í 30
ár. Þau byggðu sér hús að Egils-
stöðum og fluttu þangað 1972;
þar vann Einar alls kyns verka-
mannavinnu eins lengi og kraftar
leyfðu.
Utför Einars Péturssonar fer
fram frá Egilsstaðakirkju í dag
og hefst athöfnin klukkan 14.
Skriðdal.
Einar hafði ungur hleypt heim-
draganum, fest kaup á jörðinni Arn-
hólsstöðum og reist þar bú ásamt
konu sinni, Sigríði Kerúlf, dóttur
Methúsalems Kerúlf, mikils fjár-
bónda austur þar. Var Einar góður
bóndi og hafði arð af sínu búi. Vel var
tekið á móti gestum og skylduliði, er
komið var á Arnhólsstaði og æ síðan.
Er ég kom þar síðar á lífsleiðinni
man ég, hvað þar var búsældarlegt á
að líta og vel gengið um. Mér er sér-
staklega minnisstætt, er ég fór í fjós-
ið með Einari, þá kominn til vits og
ára og var þá á Amhólsstöðum með
foreldrum mínum, hvað hann lét sér
annt um kýmar, en var um leið frísk-
ur og snöggur að vinna sín verk. Svo
hagaði til, að úr fjósinu inn í mjólkur-
húsið var hurðargat, með all háum
þröskuldi og stökk Einar ætíð úr
fjósinu inn í mjólkurhúsið og síðan til
baka, er hann fór þar um, en steig
ekki yfir, þá örugglega kominn hátt á
sextugsaldur. Hafði ég orð á því við
Om, son hans, hvað hann væri frísk-
ur. Svaraði Om: „Hann er alltaf
svona, karlinn, allt verður að ganga
með hraði,“ en ferðir Einars í mjólk-
urhúsið vom eitthvað tengdar
mjaltavélinni. Eg er þó ekki frá því,
að Einar hafi þá líka verið ögn glaður
að hafa bróður sinn í heimsókn og því
verið eitthvað að hraða sér með fjós-
verkin, en kært var með honum og
foður mínum, er farið hafði til Einars
sem unglingur, fljótlega eftir að Ein-
ar hóf sinn búskap.
Sökum vegalengdar þeirrar, sem
ég lýsti hér í upphafi, milli Blönduóss
og Arnhólsstaða í Skriðdal, vom
fyrstu kynni mín af Einari bundin
sumarferðum mínum með foreldram
mínum austur á land. Em minningar
þessar sólskinsferðir um fagurt hér-
að, þar sem hægt var að líta alvöra
skóga og voldug tré. Man ég ekki
annað, er komið var á Arnhólsstaði,
en að Einar hafi verið sístarfandi að
búi sínu, komið utan af túni á drátt-
arvélinni, er gesti bar að garði. Boðið
til borðs og haft mjólk í skegginu.
Síðar kynntist ég Einari betur,
þegar hann var kominn vel á aldur,
er hann leitaði til mín sem lögfræð-
ings, en Einar var ættrækinn, fróður
vel um ættir sínar og vildi halda sam-
bandi við sín bræðrabörn, sem hann
og gerði.
Einar kom mér þannig fyrir sjón-
ir. Hann var meðalmaður á hæð,
þrekinn vel og herðabreiður, en ætíð
grannur, vel á sig kominn og beinn í
baki. Kraftalega vaxinn, eins og
margir þeir sem komnir era af Ein-
ari Sigfíissyni í Breiðuvík, Borgar-
firði eystra. Andlitið var svipmikið
með tígulegu skeggi. Augun stór
undir háu enni. Grátt hárið greitt
beint aftur. Var Einar píreygður.
Enda oft stutt í brosið.
Á sínum yngri áram stundaði Ein-
ar hestamennsku ásamt bróður sín-
um Sigurbimi á Hafursá, en á þeim
áram keyptu Austfirðingar hesta úr
Homafirði og Svaðastaðahesta úr
Skagafirði. Var þessum kynjum
blandað saman þannig að úr urðu úr-
valshross, vökur og viljamikil svo af
bar. Hefur Einar sagt mér frá því,
sem og faðir minn, að austur þar hafi
verið riðið á skeiði tímunum saman,
sem þykir ekki góð latína í hesta-
mennskunni í dag. Ég held hins veg-
ar að það komi ekki að sök, þegar um
er að ræða vilja- og kraftmikla hesta.
Hef ég það eftir kunnum hesta-
manni, er tamdi þar fyrir austan fyr-
ir meira en 20 árum, að hann hafi þar
komist í kynni við óvenju viljamikla
hesta. Til gamans má geta þess að
einn kunnasti hestamaður Austfirð-
inga í dag, Hans Kerúlf, er einmitt
með hesta sem rekja ættir sínar til
hesta frá Hafursá.
Ein saga er til af Einari, sem ég
heyrði er Ómar Ragnarsson frétta-
maður sagði eitt sinn í útvarpi frá
því, hvenær hann hefði orðið hvað
hræddastur á ævi sinni, en hann kall-
ar ekki allt ömmu sína í þeim efnum.
Ómar var þá á leið á „Frúnni" til
Breiðdalsvíkur, þar sem hann átti að
skemmta fólki. Hann snéri hins veg-
ar vélinni við er komið var efst í
Skriðdalinn vegna þoku og tók það
ráð að lenda á næsta túni, sem var
sæmilega stórt og slétt. Lýsir Ómar
því síðan, að hann hafi gengið til bæj-
ar og hitt bónda og sagt honum farir
sínar ekki sléttar. Þá hafi bóndinn
boðist til að aka Ómari yfir Breið-
dalsheiðina niður á Breiðdalsvík, en
bróðir hans ætti þar heima og það
væri langt síðan þeir hefðu sést. (Hér
er átt við Sigmar Pétursson, sem
lengi var sveitarstjóri á Breiðdals-
vík.) Hann þyrfti bara að snyrta á sér
skeggið og skipta um föt. Var Ómar
orðinn óþolinmóður, þar sem honum
þótti þessi snyrting taka of langan
tíma. Er það var búið hafi þeir geng-
ið út á hlað Ómar og bóndinn, en þar
hafi skódabifreið bóndans staðið, en
Ómari hafi þá ekki litist á blikuna,
þar sem enn var snjór efst á heiðinni
og dralluslörk neðar í hlíðum og Óm-
ar hafði orðið nauman tíma til stefnu.
Hvað um það, ekið var af stað og end-
að í Breiðdalsvík á réttum tíma, en
aldrei á ævi sinni kvaðst Ómar hafa
orðið jafnhræddur, en er þrætt var á
milli dralluslarkanna, niður og upp
brattar brekkur, ekið í skafla og yfir
svellbunka með hyldjúp, gapandi
klettagil á aðra hlið. Ekki hafi hins
vegar sést svipbrigði á bóndanum þó
oft hafi munað mjóu. Kannski aðeins
EINAR
PÉTURSSON
GUÐRÚN
KARLSDÓTTIR
+ Guðrún Karls-
dúttir var fædd í
Lækjarhúsum, Hofi í
Oræfum 29. desem-
ber 1919, elstþriggja
barna hjúnanna Sig-
ríðar Pálsdúttur, f. 4.
júm' 1887, d. 9.1.1975
og Karls Sigurðar
Magnússonar, f. 20.1.
1885, d. 5.2.1964. Hin
voru og eru Gunnar
Halldúr, f. 5.1. 1922,
d. 17.2. 1964 og Hall-
bera, f. 6.5.1930, sem
býr á Höfn.
Guðrún giftist
Gunnari Þorsteinssyni á Hnappa-
völlum, f. 31.5. 1913, d.16.6. 1962,
.flutti til hans 1943 og bjú á
Hnappavöllum upp frá því. Börn
þeirra eru 1) Ásdís, f. 10.12. 1944,
Lækjarhúsum, Hofi.
Ilennar maður er
Sigurður Magnús-
son, f. 4.9.1948. Böm
þeirra eru: Gunnar
Karl, f. 28.11. 1974,
Marta f. 18. 4. 1977
og Eyþúr f. 26.4.
1982. 2) Gunnþúra, f.
11.11. 1948, búsett í
Reykjavík. Hennar
börn: Guðrún Beta
Mánadúttir, f. 27.6.
1978, Gunnar Steinn
Mánason, f. 13. 2.
1980 og Fjalarr Páll
Mánason, f. 21.7.
1982. 3) Sigurður, búndi á
Hnappavöllum, f. 9.5.1956.
títför Guðrúnar fer fram frá
Hofskirkju í Öræfum í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Nú þegar leiðir skiljast um sinn
streyma minningarnar fram. Minn-
ingar um trausta og hlýja móður
sem studdi mann í hverju því sem
maður tók sér fyrir hendur, hvernig
svo sem það kom við hana sjálfa.
Skildi allt og umbar allt.
Ég man notaleg vetrarkvöldin í
æsku þegar hún sat og las upphátt
fyrir heimilisfólkið og eftir öllum
In ^
. v/ Fossvogskirkjugarð j
V Sfmii 554 0500 y
söngkverunum og Ijóðabókunum
sem hún kom með að rúminu mínu ef
ég var lasin. Læknir var langt undan
og yfir torleiði að fara svo hún vildi
að maður færi vel með sig og væri
helst undir sæng ef einhver lumbra
var í manni. Þá kom hún með Þyma
eftir Þorstein Erlingsson, Illgresi
Arnar Arnarsonar og skemmtileg-
ust voru ljóðmæli Páls Ólafssonar.
Heimilisiðnaður var í miklu upp-
áhaldi hjá mömmu. Á áram áður var
vefurinn sleginn en í seinni tíð voru
það einkum prjónarnir sem gengu.
Fínu handprjónuðu dúkarnir hennar
era komnir víða, sömuleiðis hyrnur,
sjöl og peysur. Hún hafði áhuga á
öllu í sambandi við íslenska búning-
inn og var ein fárra kvenna á landinu
sem pijónuðu skotthúfur við hann.
Alltaf man ég þegar hún ætlaði að
kenna mér að flosa og ég braut flosn-
álina í fyrstu tilraun. Mamma sagði
bara: „Hún var nú orðin svo gömul,
það hefur verið orðið stökkt í henni.“
Þó var hún búin að smíða þessa fínu
grind, strengja sérstakan striga á
hana og búa þetta allt upp í hendurn-
ar á mér.
Mamma var ósérhlífin og úrræða-
góð. Orkan var mikil og kjarkurinn
óbilandi.
Hún lét sig ekki muna um að fara
ein ríðandi í fjárleit austur á Breiða-
merkursand í skammdeginu eða
steypa gólf í fóðurgang fjóssins, eftir
að hafa náð í möl og fjörasand á
dráttarvélinni og sótt steypuhræri-
vélina í önnur bæjarfélög.
Ég hef oft dáðst að því í huganum
hvað hún stjómaði búinu af miklu
öryggi eftir að faðir minn féll frá í
blóma lífsins því þótt búið væri ekki
stórt vora vissulega margar ákvarð-
anir sem þurfti að taka. Allt vildi hún
hafa snyrtilegt, ekki síður úti en inni.
Hún lærði á bíl þegar hún var
komin á sextugsaldur og barnabörn-
in minnast skemmtiferðanna með
ömmu í jeppanum, út fyrir hamra, á
fjöru eða í berjamó.
Þótt mamma væri heimakær hafði
hún líka gaman af að ferðast og
skoða landið sitt. Einnig skrapp hún
út fyrir landsteinana. Til Norður-
landanna fór hún í bændaför 1974.
sumarið sem vegurinn opnaðist í Ör-
æfin, sunnan jökla. Þegar hún kom
heim með rútunni spurðum við hana
hvort henni hefði ekki þótt fallegt
ytra. „Jú, jú,“ sagði hún, „en ekki þó
eins fallegt og á Suðurlandi!"
Mamma var kvenréttindakona og
fylgdist vel með jafnréttismálum
kvenna á opinberum vettvangi. Sjálf
var hún hvatamaður að stofnun
kvenfélagsins Bjarkar í Öræfum og
átti sinn þátt í að koma á þeim ágæta
sið sem enn er við lýði, að halda ár-
legan góufagnað í sveitinni.
Einu aðaláhugamáli hennar má
ekki gleyma. Það var ræktunin. Þótt
vindasamt sé á Hnappavöllum og að-
stæður ekki þær bestu til trjáræktar
tókst henni að koma upp fallegum
reitum í kring um bæinn sem bera
eljusemi hennar gott vitni. Fyrsti
garðurinn var í gili fyrir neðan
bæinn. Þar vakti hún marga vornótt-
ina við störf. Sextug tók hún land í
fóstur í hlíðinni fyrir ofan bæinn, bar
girðingarefnið á sjálfri sér upp á
brúnir og girti allt með eigin hendi
því engum vélum varð við komið.
Þarna setti hún niður allskyns plönt-
ur og hlúði að þeim meðan hún gat.
Síðar varð þriðji lundurinn til nær
bænum sem var aðeins hægara fyrir
hana að sinna.
Síðustu árin barðist móðir mín við
erfiðan sjúkdóm sem að síðustu lagði
hana að velli. Hún var ekki á því að
gefast upp og var oft búin að koma
þeim sem í kring um hana vora á
óvart með dugnaði sínum. I raun var
hún heima lengur en hún mögulega
gat. Eftir það dvaldi hún á því góða
heimili Skjólgarði á Höfn þar sem
hún naut einstakrar aðhlynningar og
á starfsfólkið þar og systirin Hall-
bera, sem heimsótti hana nær dag-
lega, alúðarþakkir skildar fyrir
ómetanlegt og fórnfúst starf.
Við leiðarlok er margt að þakka.
Fyrst og síðast þakka ég henni allar
samverustundirnar, fyrir bréfin og
póstkortin sem hún skrifaði mér og
mínum og fyrir þá mildi og hlýju sem
frá henni stafaði, þótt ekki væri hún
stöðugt að kjassa mann eða knúsa.
Mér detta í hug ijóðlínur sem Bjarni
M. Gíslason orti til systur minnar er
hún dvaldi í Danmörku því þær get
ég heilshugar tekið undir:
Svo mundu, þótt bak við hinn blikandi sæ
öll blóm virðist (júflega anga,
að hamingjan býr í þeim hugljúfa blæ
sem heima strauk þér um vanga.
Guð blessi hana móður mína um
alla eilífð.
Gunnþúra Gunnarsdúttir.
Við þökkum samfylgd á lífsms leið
þar lýsandi stjömur skína.
Og birtan himneska björt og heið
húnboðarnáðinasína.
En alfaðir blessar hvert ævinnar skeið
og að eilífu minningu þína.
(Höf. ók.)
Elsku amma, mikið var alltaf gott
að koma til þín í sveitina. Minning-
arnar um þig verða okkur ávallt of-
arlega í huga. Hvíl í friði.
Guðrún Beta, Gunnar Steinn
og Fjalarr Páll Mánaböm.
Mig langar með nokkram fátæk-
legum orðum að minnast Guðrúnar
Karlsdóttur, húsfreyju í Austur-
Hjáleigu, Hnappavöllum. Það er sár-
ara en nokkur orð fá lýst að horfa á
illvígan sjúkdóm fara svo illa með
hrausta og þrekmikla konu sem
Guðrún var.
Margar minningar sækja á hug-
ann á kveðjustund. Guðrún var ein-
stök kona, dugmikil og hjálpfús, fljót
að rétta nágrönnum hjálparhönd ef á
þurfti að halda og var oft búin að
gera mikinn greiða á mínu æsku-
heimili.
Hún hafði alltaf mikið yndi af
blómum og garðrækt og bera gróð-
urreitimir hennar á Hnappavöllum
þess glöggt vitni. Dætur mínar
minnast þess enn þegar þær vora í
sveit á Vestur-Hnappavöllum þegar
Guðrún bauð þeim í heimsókn og fór
með þær í garðinn fyrir neðan bæinn
og sýndi þeim blómin, eins kanínurn-
ar sem hún ræktaði um tíma og
hænuunga sem ungað var út í vél.
Svona var Guðrún, alltaf tilbúin að
sýna og kenna öðram það sem hún
var að gera, ekki síst bömunum sem
oft komu í heimsókn.
Hún var mikil hannyrðakona,
prjónaði mikið, eins og dúka, peysur
og sjöl og litaði band sjálf. Margt
feira mætti upp telja. Hún var einnig
mjög fróð og víðlesin og gaman var