Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 73
MORGUNBLAÐIÐ ÍDAG BRIDS IlniNjón Guðmundnr ■'áll Arnarson ÞRIGGJA lita samgangs- þvingun og stiklusteinn. Þannig er þessu 50 ára gamla spili best lýst, en þá var það fyrst birt í The Bridge World. Norður ♦ 6542 v 64 ♦ K9652 ♦ G3 Vestur * DG73 * D1083 * 4 * 10985 Austur * K10 * G975 * G873 * D62 Suður * Á98 » ÁK2 ♦ ÁD10 + ÁK74 Suður spilar þrjú grönd °g fer út smáan spaða. Sagnhafi dúkkar K10 aust- urs, en vestur yfirdrepur tíuna og spilar þriðja spað- anum á ás suðurs. Austur hendir laufi. Fjórir slagir á tígul duga í níu, svo suður spilar fyrst tíunni lymsku- lega og lætur hana fara yf- ir til austurs. Ef austur drepur, má yfirdrepa drottninguna síðar og þá fást fjórir slagir á tígul. En austur sér í gegnum þennan blekkingarvef og dúkkar. Sagnhafi bíður þá um stund með tígulinn og prófar lítið lauf að gosan- um. Ekki gengur það, því austur á drottninguna og spilar laufi um hæl. Suður drepur, tekur hinn lauf- slaginn og tígulás. Síðan AK í hjarta og spilar tíg- uldrottningunni í þessari Þr'ggja spila endastöðu: Norður + 6 v - ♦ K9 * - Vestur Austur * D * - » D * G ♦ - ♦ G8 * 10 Suður ♦ - V 2 ♦ D + 7 + - Vestur er þvingaður í þremur litum. Ef hann hendir spaða er drottning- iu yfirtekin með kóng og spaðasexan verður níundi slagurinn. Hendi vestur laufi, mun suður eiga tíg- ulslaginn heima og taka slag á laufsjöuna. Vestur heldur vörninni á floti með því að kasta hjartadrottn- iugu, en aðeins eitt augna- blik. Lokahnykkurinn er að senda austur inn á hjar- tagosa og nota hann þann- >g sem stiklustein yfir á tígulkóng blinds. Glæsilegt spil. Arnað heilla Q/A ÁRA afmæli. Næst- t/U komandi mánudag, 27. mars, verður níræð Ólína I. Jónsdóttir, Höfða- grund 2, Akranesi. Eigin- maður hennar er Stefán Gunnarsson. Þau taka á móti gestum á morgun, sunnudag, frá kl. 14-18, í Oddfellow-húsinu, Kirkju- braut 54, Akranesi. A ÁRA afmæli. í dag, O V/ laugardaginn 25. mars, er fimmtug Erla Pálmadóttir, forstöðumað- ur Fossvogskirkju, Hlíðar- vegi 30, Kópavogi. Eigin- maður hennar er Sigurður Sn. Gunnarsson, sölu- og markaðsstjóri. ÁRA afmæli. í dag, O V/ laugardaginn 25. mars, verður fimmtugur Ragnar Arvid Wessman, deildarstjóri í Hótel- og matvælaskólanum, Hrísmó- um 1, Garðabæ. Eiginkona hans er Alda Ólafsdóttir Wessman. Ragnar dvelur í Frakklandi á afmælisdag- SKAK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Meðfylgjandi staða kom upp í ísraelsku deilda- keppninni fyrir stuttu. Svörtu mönnunum stýrði Inon Boim (2424), en andstæðingur hans var stórmeist- arinn Leonid Gof- shtein (2580). 38...Rc5+! 39.dxc5 Hvítur verður mát eftir 39.Kxa5 Hb5. 39....Hc4+ og hvítur gafst upp þar sem eftir 40.Kxa5 Hxc5+ 41.Ka4 Bc2 er hann mát. Svartur á leik. LJOÐABROT MAMMA ÆTLAR AÐSOFNA Seztu hérna hjá mér, systir mín góð. í kvöld skulum við vera kyrrlát og hljóð. í kvöld skulum við vera kyrrlátafþví, að mamma ætlar að reyna að sofna rökkrinu í. Mamma ætlar að sofna. Mamma er svo þreytt. - Og sumir eiga sorgir, sem svefninn getur eytt. Sumir eiga sorgir, og sumir eiga þrá, sem aðeins í draumheimum uppfyllast má. í kvöld skulum við vera kyrrlát og hljóð. Mamma ætlar að sofna, systir mín góð. Davíð Stefánsson STJ ÖRIVUSPA eftir Frances Drakc * rPÍ HRÚTUR Þú ert sannkallað orkubúnt og slærð hvergi af, hvorki í leik né starfí. Þú ert vinur vina þinna. Hrútur (21. mars -19. apríl) Láttu það ekki setja þig úr jafnvægi, þótt hlutirnir gangi eitthvað skrykkjótt fyrir sig. Líttu bai-a á björtu hliðarnar og brostu. Naut (20. apríl - 20. maí) Látu það ekki henda þig að sýna öðrum yfirgang. Það hentar ekki öllum að vinna á sama hraða og þú og athuga- semdir þínar valda bara óþarfa leiðindum. Tvíburar . (21. maí-20.júní) Aa Það má margt læra af um- hverfinu, ef menn gefa sér til þess tíma og hafa augun hjá sér. Sjáðu hvemig aðrir bregðast við óvæntum að- stæðum og leysa sín mál. Krdbbi (21.júní-22.júlí) ®'fflfe Leyfðu barninu í þér að njóta sín í dag. Það er ákfalega gef- andi að bregða á leik og þú munt læra ýmislegt nýtt um sjálfan þig og aðra. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Nú eru það fjölskyldumálin sem eiga að hafa forgang. Það væri upplagt að efna til fjöl- skyldufundar, þar sem allir gleðjast saman. Meyja (23. ágúst - 22. sept.) <CSL Þú verður að læra að beita þig meiri aga. Það má fá góð ráð úr bókum og einnig er hægt að leita til fólks, sem hjálpar með svona hluti. Drífðu í þessu. (23. sept. - 22. október) Fastheldni þín á alla hluti stendur þér fyrir þrifum. Reyndu að losa þig við eitt- hvað og láta það gleðja sálina í þér. Þá ertu á þroskabraut. Sporðdreki «« (23. okt. - 21. nóv.) MTC Þú átt að beita áhrifum þín- um á aðra til góðs. Það fylgir því ábyrgð að vera gæddur einstæðum hæfileika og það versta er að sóa honum til einskis. Bogmaður m ^ (22. nóv. - 21. des.) SO Láttu það eftir þér að rifja upp gamla daga. Margar skemmtilegar minningar gleðja og umfram allt má margt af fortíðinni læra. Steingeit ^ (22. des. -19. janúar) 4mP Það gengur ekki að þú þurfir að gera alla hluti.'Þeir eru margir sem bíða tilbúnir og það eina sem þú þarft að gera er að láta þá vita. Vatnsberi , , (20. jan.r -18. febr.) Það er eitt og annað sem sæk- ir á þig og veldur þér huga- rangri. En varastu að byrgja hiutina inni. Leitaðu uppi þinn trúnaðarvin og talaðu við hann. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Haltu þig við þína hluti í dag. Annars gætirðu villzt af leið og það er aldrei að vita, hvaða ruglingur kæmist á alla hluti kringum þig. Stjömuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísinaafegra staðreynda. LAUGARDAGUR 25. MARS 2000 Æ3 /*. r Xv-. ^ / L yt r, Zj Antik er fjárfesting * Antik er lífsstíll Til fermingargjafa Skrifborð - Skatthol - Kommóöur Fyrir fermingarveislurnar Gömul dönsk postulíns-stell Opið mán.-fös. frá kl. 12-18, lau. kl. 11-17 og sun. kl. 13-17. Grensásvegi 14 ♦ sími 568 6076 Raðgreiðslur FERMIN GARGJAFIR Handunnir skartgripir Gullsmiðir Hansína og Jens Guðjónsson Mikil verðlækkun T.d. borðstofuborð m. 6 stólum og skenki: Áður 260.000 kr.f nú 159.000 kr. Opið þessa helgi raðgreiðsiur frá kl. 12-16 'IgS ITST ANTIIC GALLERY Vegmúla 2, sími 588 8600 Heiðmörk 50 ára Skógarganga Sunnudaginn 26. mars stendur Skógræktarfélag Reykjavíkur fyrir gönguferð um Heiðmörk. Skógurinn skoöaöur í vetrarbúningi og hverjir dvelja þar. Boðið verður upp á feröir frá Umferðarmiðstöðinni kl. 13 og komið ið í Mörkinni 6 hjá Feröafélagi fslands sem koma á einkabílum geta viö áningarstaðinn við Helluvatn og verður lagt í gönguna kl.13.30. veröur upp á hressingu í Samstarfsaðilar eru Ferðafélag og Skógræktarfélag íslands. Skógræktarfélag Reykjavíkur www.heidmork.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.