Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MARS 2000 þ 1 MINNINGAR voru hennar stoð og stytta. Þín er sárt saknað, kæra vinkona, og bið ég góðan Guð að blessa þig og fjölskyldu þína. Guðríður Thorlacius. Nú þegar komið er að því að kveðjast um sinn finnum við hvað mikið við höfum misst, hvað söknuð- urinn er mikill, því það voru forrétt- indi að þekkja hana Diddu frænku okkar. Að lokum látum við fylgja lítið ljóð sem segir betur en við getum hve einstök hún Didda frænka var. Ég sendi þér kæra kveðju, núkominerlífsinsnótt. Þig umvefji blessun og bænir, égbiðaðþú sofirrótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þásælteraðvitaafþví þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þáauðnuaðhafaþighér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfm úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir oglýsirumókomnatíð. (Pórunn Sig.) Kæra fjölskylda, Guð styrki ykkur og blessi á þessari sorgarstundu. Sigríður og Snjólaug Kristinsdætur. Elsku frænka mín. Þá er víst kom- ið að því að ég skrifi þér seinasta bréfið. Það var líka komið að mér. Takk fyrir öll góðu bréfin þín. Ó, það var svo gaman að fá bréf frá þér. Þú hafðh’ alltaf frá svo mörgu að segja. Fréttir af Þorgeiri og strákun- um, hvernig Sigga fænka hefði það nú og Öddi; fæðingar í fjölskyldunni, útgerðarmál, slysavarnafélagið sem þér alltaf var svo hugleikið og svona gæti ég lengi talið. Mér þótti svo vænt um þau og það er alltaf svo skemmtilegt að fá fréttir að heiman. Þú hafðir alltaf tíma fyrir mig og heimsókn þín og Þorgeirs hér um ár- ið gladdi okkur mikið. Takk fyrir allar bækurnar sem þú sendir honum Tindi mínum hingað út. Þér tókst alltaf að láta mér líða vel og mér fannst ég alveg einstök þegar ég kom í heimsókn til þín sem lítil stelpa og fékk kaffisopa eins og fín frú með undirskál og „alle“. Öddi átti bestu stóru systur í heimi en þú varst frænka mín og við vorum nöfnur og það var næstum jafn gott. Stundum elti ég þig út í Garðshorn, bara svona til þess að sitja með þér og Siggu frænku í eld- húsinu og þá var nú oft hlegið. Ég hélt áfram að elta þig eftir að ég varð fullorðin. Síðast þegar ég kom til íslands og stefndi konum fjölskyldunnar heim til Snjólaugar systur. Bláklæddar voruð þið, ljósa- dýrðin einstök og aldrei, aldrei hefur verið hlegið meira á Ólafsfirði en þá. Ég vil líka segja þér hvað mér þótti lyktin góð heima hjá þér, hvað faðmlögin þín voru hlý og hvað mér þótti vænt um þig. Elsku frænka mín, þú varst frænkan okkar allra og við eigum öll eftir að sakna þín sárt. Þú og mamma voruð líka svo góð- ar saman og mér fannst þið alltaf vera að að gera eitthvað og makka eitthvað saman. Sauma á okkur krakkana, grafa skurði og setja niður runna, mála húsin, hlusta á bátabylgjuna, steikja laufabrauð, fara í berjamó, búa til berjasaft og sultur, hákarlsstöppu og skötu, slátur og sperðla. Alltaf að gera eitthvað saman fannst mér. Það er meitlað inn í minninguna þegar þú varst að koma inn í þvotta- húsið heima í Aðalgötunni og kallað- ir „halló“ og mamma kallaði á móti „halló halló!“ Svona var það og svona hélt ég að það yrði alltaf. Elsku fjölskylda. Ef ég gæti gefið ykkur eitthvað myndi ég kjósa ykkur frið og kyrrð við innstu hjartarætur svo þið megið vera örugg og róleg hvað sem á dynur. Mínar hlýjustu kveðjur. Helga Bökku, Oðinsvéum. JÓN FRÍMANN JÓNSSON + Jón Frímann Jónsson fæddist í Brekknakoti í Reykjahverfi 4. febrúar 1934. Hann lést á heimili sinu Bláhvammi 18. mars síðastliðinn. Móðir hans var Guðný Jónsdóttir, f. 27.5. 1903, d. 22.9. 1971. Kona Jóns Frí- manns var Steinunn Bragadóttir, f. 18.4. 1945, d. 21.4. 1988. og Benedikt. 2) Böðvar, f. 18.7. 1972. 3) Guðrún Hulda, f. 5.10. 1975. 4) Þórður Bragi, f. 17.2. 1979. Aður átti Steinunn son, Ólaf Skúla Guðjóns- son, f. 14.8. 1961. Kona hans er Erla Alfreðsdóttir og eiga þau synina _Ás- geir Loga og Ósk- ar. Þeirra börn eru: 1) Guðný Hólmfríður, f. 8.6. 1971, maki Viðar Eiríks- son. Börn þeirra eru Steinunn kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Útför Jóns Frí- manns fer fram frá Gr enj aðarstaðar- Það er laugardagur, ég sit fyrir innan eldhúsgluggann og horfi út í hríðarélið. Ég dæsi og velti því fyrir mér um leið hvort ekki fari nú að stytta upp og sjást til sólar. En ein- mitt þá kom fregnin um að Nonni í Bláhvammi væri dáinn. Ég hélt áfram að horfa á élið sem mér virtist verða ennþá þéttara og dekkra, en fann um leið að smámunir eins og ís- lenskt hríðarél skipta í raun sáralitlu máli þegar slík harmafregn berst að eyrum manns. Sagt er að öll él birti upp um síðir, og élið fyrir utan gluggann minn er löngu farið sinn veg en sorgarélið er enn til staðar og mun ekki hverfa í bráð. Minningamar um Nonna eru margar og ljúfar, hann hefur alla tíð verið hluti af daglegu lífi okkar á Litlu-Reykjum. Hann átti sitt sæti við eldhúsborðið og var síður en svo ánægður ef einhver sat þar fyrir er hann kom. Ef við systurnar sátum þar þá ýtti hann gjarnan í okkur og sagði um leið: „Svona stelpa, þú get- ur setið hinum megin, ég ruglast ef ég sit þar.“ Að koma í Bláhvamm var alltaf gott, stundum kom hann út á bæjarhelluna ef hann sá bílinn renna í hlað. Þar stóð hann brosandi og bauð í bæinn. Síðan hellti hann á könnuna og það var gert öðruvísi en annars staðar, vegna þess að þar var gufueldavél. Ég man þegar ég var lítil, hversu merkileg mér þótti eldavélin, engir takkar, engar hellur, aðeins tvö djúp göt ofan í vélina, og í öðru var alltaf heitt vatn sem meðal annars var not- að til að hella upp á kaffi. Þegar ég var tólf ára var ég fengin í Bláhvamm til að hjálpa til við sauð- burð. Ég átti að vera þar þangað til ráðskona kæmi til sumardvalar. Ég var allan daginn í fjárhúsunum með Nonna, það var ekki mikið þagað þennan tíma, hann var óþreytandi við að segja mér til, eða segja mér sögur af ótrúlegustu hlutum. Ekki veit ég hvort mikið gagn var í mér en aldrei kvartaði hann en gaf mér að launum lamb. Þetta var skemmtilegur tími og þegar kom að þeim degi er ráðskon- an skyldi koma vonaði ég hálft í hvoru að hún kæmi ekki alveg strax. En ráðskonan kom og þar með kom mesta hamingja Nonna. Þetta var Steinunn sem hann svo giftist um haustið. Sjaldan hef ég séð hamingjusamari hjón, það hreinlega ljómaði af þeim hvar sem þau fóru. Að kvöldlagi fyrir tveim árum varð ég svo lánsöm ásamt fleirum að fá að fara með Nonna í göngutúr suður í Brekknakot. Veðrið var kyrrt og örlítið tekið að skyggja, Nonni gekk með prik í hendi sem hann not- aði ýmist til að styðja sig við eða benda á þá staði sem hann vildi sýna okkur. Hann gat sýnt okkur húsa- skipan í tóftunum í Brekknakoti og lýst fyrir okkur heimilislífi og skepnuhaldi svo vel að okkur fannst við næstum heyra hestana hneggja og kýrnar baula á básunum. Hann þekkti hverja þúfu og vissi nöfn á öll- um hæðum og hólum. Þessi ferð er mér alveg ógleymanleg. Já, það eru til svo margar minn- t GUÐMUNDUR HALLDÓRSSON blaðamaður, Öldugötu 42, Reykjavík, lézt föstudaginn 24. marz á líknardeild Land- spítalans. Halldór Halldórsson, Hildigunnur Halldórsdóttir, Gylfi ísaksson, Elísabet Halldórsdóttir, Halldór Halldórsson, Ingibjörg G. Tómasdóttir. t Eiginkona mln, móðir okkar og tengdamóðir, ÁSTRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, áður til heimilis á Byggðarenda 19, Reykjavík, lést á Hrafnistu Reykjavík þriðjudaginn 23. mars. Jón Sigurðsson, Sigurður Jónsson, Brynja Ingimundardóttir, Pétur Jónsson, Ingibjörg Sigurðardóttir, Sæunn Sigurðardóttir. ingar tengdar Nonna að ég held að hægt væri að skrifa næstum enda- laust. Minningarnar eru góðar og það verður skrítið að koma norður í sumar og vita það að enginn Nonni kemur hummandi í eldhúsdyrnar á Litlu-Reykjum. Að lokum votta ég börnum, tengdabörnum og barnabömum mína dýpstu samúð og bið guð að styrkja þau á þessum erfiðu tímum. Nonna kveð ég með söknuði og bið guð að blessa minningu hans. Farþúífriði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Signý Sigtryggsdóttir. Hann Jón Frímann er dáinn. Ein- hvern veginn fannst mér alltaf að það gæti ekki gerst. Þú varst fasti punkturinn í lífi mömmu, gladdir hana og studdir með símtölum þín- um. Því miður hitti ég þig aldrei en ég veit hve vænt henni þótti um þig. Þú reyndist henni svo góður vinur og fyrir það þakka ég þér. Ég vildi geta sagt þetta við þig en það bíður bara. Þakka þér fyrir allt sem þú varst mömmu. Minningarnar verða henni dýrmætar og ómetanlegar þar til þið hittist aftur. Bömum Jóns Frímanns, tengda- bömum og barnabömum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Guðný og fjölskylda. Kæri vinur. Ég trúi ekki að þú sért farinn frá mér og ég eigi aldrei eftir að heyra rödd þína í símanum. Það er svo mikið tómarúm í hjarta mínu. Þú varst alltaf tU staðar með þín Ijúfu og góðu ráð og skoðanir á hlutum og málefnum. Oft átti ég erf- itt og þá var að tala við Jón Frímann. Þú varst einstakur vinur og hjálpaðir mér mikið þegar ég þurfti á því að halda. Þú varst eini karlmaðurinn sem ég þekkti sem var hægt að tala við um allt frá a tU ö í lífinu. Ef þér fannst ég ekki vera nógu hress þegar við kvöddumst hringdir þú aftur til að vita hvort allt væri í lagi. í eipni heimsókn minni til þín sýndir þú m-Jr myndir af fjölskyldunni. Hafði ég þá á orði að þú værir góður faðir, það sæist á myndunum. Þú varst með börnin í fanginu eða leiddir þau við hlið þér. Þetta segir heilmikið um þig. Þú sagðir líka að ef börnin vant- aði peninga fengju þau þinn síðasta eyri. Missir barna þinna er mikill. Góður Guð styðji fjölskyldu þína á þessum erfiða tíma. Síðast töluðum við saman aðfara- nótt laugardags. Ég er búin að fara fram og aftur yfir símtalið og finn ekkert sem benti til að þú værir á förum. Þú varst að vísu þreyttur' cn við erum öll stundum þreytt. Jón Frímann, þakka þér fyrir aUt sem þú varst mér. Ég segi eins og þú sagðir á erfiðum tíma í lífi þínu: „Nú er að lifa á minningunum." Stað þinn í lífi mínu verður erfitt að manna aft- ur og ætla ég ekki einu sinni að reyna það. Ég sendi þér kæra kveðju, núkominerlífsinsnótt, þig umveQi blessun og bænir, égbiðaðþúsofirrótt Þó svíði sorg mitt hjarta, þásælteraðvitaafþví þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir oglýsirumókomnatíð. (Þórunn Sig.) Kæri vinur, ég bið algóðan Guð að gæta þín og láta þér líða betur en hér á jörðinni. Innilegar samúðarkv^Ji- ur til bama, tengdabama og bariia- bama. Kolbrún. Björk Timmermann, Andrés Svanbjörnsson, Frímann Andrésson, Markús Þór Andrésson, Friðrikka Bjarnadóttir. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem virtu minningu eiginmanns míns, föður, tengda- föður, afa og bróður, GUÐJÓNS GÍSLA MAGNÚSSONAR frá Skansinum, Hásteinsvegi 2, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir til Sigurðar Einarssonar og starfsmanna F.E.S., til lækna og hjúkrunarfólks sjúkrahússins og Verka- lýðsfélags Vestmannaeyja. Guð veri með ykkur öllum. Þórunn Valdimarsdóttir, Valdimar Þór Gíslason, Þuríður Heigadóttir, Ásgerður Jóhannesdóttir og systkini hins látna. Gerald Whitehead og fjölskylda, lan Whitehead og fjölskylda, Guðrún A. Jónsdóttir, Ólöf Þorsteinsdóttir. + Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og systir, ÞÓRA BJ. TIMMERMANN, sem andaðist mánudaginn 20. mars sl., verður jarðsungin frá Dómkirkjunni ( Reykjavík mánu- daginn 27. mars kl. 13.30. + Okkar ástkæra, KRISTÓLÍNA JÓNSDÓTTIR WHITEHEAD, lést á líknardeild Kirkwood Hospice, Hudders- field, þriðjudaginn 1. febrúar sl. Bálför hefur farið fram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.