Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 72
7fj LAUGARDAGUR 25. MARS 2000 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ I DAG ^ Morgunblaðið/Ásdís wý kynslóð MAN-vörubfla verður í dag kynnt hjá umboðinu, Krafti ehf., en meðal mikilla breytinga á bflnum má nefna nýja innréttingu. Kraftur kynnir nýja kynslóð MAN-vörubfla OPIÐ hús verður í dag, laugardag, hjá Krafti ehf. við Vagnhöfða í Reykjavík, sem hefur umboð fyrir MAN vörubíla. Þar verða sýndir tveir nýir vörubílar úr hinni nýju kynslóð sem MAN verksmiðjumar kynna um þessar mundir. Nýja kynslóðin heitir Truckno- krf-y Gíeneration, TG og er útlit pehrra nýtt, nýjungar eru í mæla- borði, sætum, innréttingum og nýj- ar útfærslur í gírkössum sem bæði eru boðnir með handskiptingu og rafmagnsskiptingu. Þá er nýtt stjómkerfi á hemlum, loftkerfi hef- ur verið einfaldað og rafkerfi endur- bætt. Opið verður hjá Krafti í dag milh klukkan 11 og 17 en bíllinn var fmmsýndur í gær með sérstakri at- höfn í nýja kvikmyndaverinu í Borg- arholtshverfi að viðstöddum við- skiptamönnum Krafts og öðmm gestum. Skattfram- töl á vefnum FRESTUR einstaklinga til að skila skattframtali á vefnum renn- ur út föstudaginn 31. mars nk. estur til aðskila á pappírsfram- li rann hins vegar út 10. mars sl., segir í fréttatilkynningu frá ríkis- skattstjóra. Einnig segir: „Pappírsframtöl- um hefur fækkað frá því sem verið hefur og bendir það til þess að þeim fjölgi vemlega sem ætla að skila framtali sínu á vefnum. Nú, þegar tæp vika er eftir af skila- frestinum hafa um 13 þúsund manns skilað vefframtali og að auki hafa um 6.500 manns náð í vefframtal sitt og hafið framtals- gerð. Skattyfirvöld gera sér vonir um að endanleg tala verði ekki undir 25 þúsundum en til saman- burðar var framtölum 15.700 ein- staklinga skilað á vefnum á síð- ásta ári. Ólíkt því sem var á síðasta ári þarf nú ekki að ljúka framtalsgerð í einni lotu heldur er hægt að vista framtalið og vinna það í áföngum. Framtalið hefur reynst vel, er notendavænt og einfalt í notkun. Ríkisskattstjóri hefur því hvatt framteljendur eindregið til að not- færa sér netið. Álag getur orðið mikið síðustu dagana og því er vissara að ljúka framtalsgerðinni sem fyrst. Endurskoðendur og bókarar sem nota framtalsforrit samþykkt af ríkisskattstjóra geta skilað framtölum einstaklinga á tölvu- tæku formi, bæði fyrir launamenn menn með eigin atvinnurekst- ur. Þeir senda skattstjóra fram- tölin dulkóðuð með tölvupósti. Á síðasta ári var framtölum tæplega 4 þúsund einstaklinga skilað með þessum hætti en gert er ráð fyrir að á þessu ári verði sá fjöldi 8-10 þúsund framtöl. Ef skil verða í samræmi við vonir skattyfirvalda verður fram- tölum um 35 þúsund einstaklinga skilað með rafrænum hætti á þessu ári sem er um 75% aukning á milli ára. Fari svo lætur nærri að um sjötta hvert framtal sem skilað verður fyrir álagningu sé sent með rafrænum hætti. “ Friður fædcjum íbiösalMIR Rússneska kvikmyndin Friður fæddum verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, sunnudaginn 26. mars kl. 15. Kvikmyndin var gerð á árinu 1961 og voru leikstjórar Alexand- er Alov og Vladimir Naumov en þeir félagar unnu saman að kvik- myndagerð alla sína starfsævi, allt frá námsárunum til starfsloka. Þeir voru jafnan báðir titlaðir leikstjórar þeirra verka sem þeir sendu frá sér. í myndinni er fjall- að um atburði sem gerðust á síð- ustu dögum styrjaldarinnar í Evrópu í maí 1945, þegar sovéski herinn hafði sótt fram til Berlínar og barist var um hverja götu og hvert hús í miðborginni. I húsa- rústum rekast sovéskir hermenn á konu sem komin er á steypirinn og þeir fá skipum um að koma henni undir læknishendur. Skýringar á ensku. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Myndakvöld í Hagaskóla Starfslið Hagaskóla fyrr og nú ásamt mökum er boðið til mynda- kvölds í skólanum miðvikudaginn 29. mars nk. kl. 20. Bjöm Jónsson, fyrrverandi skólastjóri, sýnir myndir úr safni sínu sem teknar voru á árunum 1965-1986. kkkkk-%kkkkkkk+^kkkkkkkkkk | DUNDURUTSALA í Fermíngartilboö: Ragmagnsgítar, magnari, dl og snúra 24.900. k Kassagítarar frá 7.900 - Effektatæki frá 5.900 k Söngkerfi frá 29.900 k t k * VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Málkennd almennings MÁLKENND almennings fer hrakandi og afskipta- leysi gagnvart einfóldustu orðtökum fer vaxandi. Þetta á sérstaklega við um heitin maður, menn, konur, karlar. Mér finnst það áber- andi í hve miklum mæli, í blöðum og öðrum fjölmið- lum, konur séu ekki taldar til manna. Karlar virðast komast upp með það að telja fólki (mönnum) trú um það að þeir einir séu menn. Konur eru bara konur. Kvennalistakonur riðu á vaðið á sínum tíma, og heimtuðu að þingmenn þeirra hættu að vera menn, þær væru fyrst og fremst konur. Heimskan reið þar, eins og fyrri daginn, ekki við einteyming. Menn skiptast í konur og karla og er ekki vanþörf á þvi að byrja þar, þegar ráðamenn eru að tala um að efla þurfi íslenskuna. Á bls. 10 í Morgunblað- inu 23. mars sl. sést mynd af menntamálaráðherra, Birni Bjamasyni, þar sem hann er mjög áhyggjufull- ur, vegna metnaðarleysis símafyrirtækja um framtíð íslenskunnar í heimi tækn- innar. Hann hefur staðið sig vel í að efla íslenskuna og hugsar um hag hennar, á hann þakkir skildar. Á bls. 29 í sama blaði er aftur á móti auglýsing frá Verslun- inni Blues á Laugavegi og þar er fólk minnt á nýjar vörur. Auglýsingin er svona: „Konur, Menn, Nýr Blues“. Þarna eru konur semsagt ekki flokkaðar sem menn, heldur karlar. Þegar haft var samband við Hákon, eiganda Blues, og vinsam- legast bent á þetta mis- ræmi og hvort ekki væri at- hugandi að breyta þessu framvegis var lítill áhugi á því. Honum fannst það ekki skipta miklu máli, það töl- uðu allir svona og engin ástæða til þess að breyta því. Þetta er á vissan hátt rétt hjá honum og ekki við hann að sakast, enda hinn kurt- eisasti maður í alla staði. Hitt er aftur á móti athug- andi hjá Morgunblaðinu, sem hefur prófarkalesara á sínum snærum, að benda auglýsendum á þessa vit- leysu í notkun íslenskunn- ar. Það er ekki nóg að standa vörð um zetuna, heldur þarf að vakta rétta májnotkun á allri íslensku. Eg er kvæntur konu (á þessum síðustu tímum verður maður víst að skil- greina það) og á þrjár gull- fallegar dætur og barna- börnin mín þrjú eru líka kvenkyns. Mér þykir alltaf frekar leiðinlegt þegar maður heyrir og les að þær og kynsystur þeirra séu ekki taldar til manna. Það skapar nefnilega svolitla togstreitu innan fjölskyld- unnar þegar ég og aðrir karlar þar innanborðs, segjumst vera menn en þær bara konur og berum ill- ræmdan Kvennalistann fyrir okkur í því máli. Eftir smáumræður, þar sem við karlarnir (ekki mennimir) töpum að sjálfsögðu, verð- um við sammála um að Kvennalistinn hafi verið tímaskekkja, sérstaklega í þessu máli, og fógnum því að hann sé dauður. Ægir Geirdal. Hagkvæm samvinna Góðir Islendingar! Þessi ávarpsorð voru í uppáhaldi hjá hinum gengna stjóm- málamanni Gunnari Thor- oddsen. Eg tek mér þau nú í munn á síðasta ári ald- arinnar sem ól okkur. Mál- efnið sem ég ætla að ræða snertir alla Islendinga, það snýst um hagræði og sparn- að við byggingu nýrrar brúar á Þjórsá j stað þeirr- ar gömlu við Þjórsártún. Þjórsá skilar til sjávar öllu vatnsmagni sem er virkjað við Búrfell, Sigöldu, Hrauneyjar, Sultartanga og Kvíslaveitu. Frá Búr- fellsstöð fær vatnið að renna óbeislað til sjávar. Mér finnst ástæða til að skoða í fullri alvöru virkjun á þessu vatni við Urriðafoss ca 1,5 km neðan núverandi brúar. Stíflugarðurinn yrði þá jafnframt notaður sem brú yfir ána og mætti Vega- gerðin vel við una að greiða vissa prósentu af kostnaði stíflunnar. Landsvirkjun sæi að sjálfsögðu um virkjunar- framkvæmdina og öll mannvirki henni tengd. Ég hef orðað þetta mál við nokkra fyrrverandi og núverandi alþingismenn, en áhugaleysi þeirra er nánast algjört. Þess vegna sendi ég nú þessa grein til blaðs allra landsmanna í von um að umræða fáist og rannsókn á hagkvæmni þessara fram- kvæmda. Þess skal getið að árið 1927 fékk Títanfélagið virkjunarleyfi íyrir 160.000 hp. orkuveitu við Urriða- foss, af framkvæmd varð ekki þá - í dag er sorglegt að sjá tækifæri á samvinnu vegagerðar og virkjunar ekki nýtt. Vatnsins rennsli virkja má, veg á stíflu byggja. Þá er orðin ofan á andrík fyrirhyggja. Sauðárkróki, 22. mars, Pálmi Jónsson. Ættingja leitað MÉR barst þetta bréf frá Norður-Dakóta í Banda- ríkjunum fyrir stuttu. Ef einhver kannastvið nöfnin í bréfinu þá vinsamlega hafið samband við mig í gegnum tölvupóst hjaltith@isment.- is, eða sendið mér venjuleg- an póst: Hjalti H. Þorkels- son, Sólvöllum 4, 700 Egilsstöðum, sími 471-1428 eða 861-2163. Bréfið er svohljóðandi: Ég er að leita ættingja minna frá íslandi. Valur Sverrisson, fæddur 17. mars 1860 í Rangár- vallasýslu. Um 1888 kom hann til Norður-Dakóta ásamt eiginkonu sinni, Ingiborgu, og elstu börnum þeirra. Valur var af frönsku faðemi." Tapað/fundid Kvenúr í óskiium KVENÚR með stálól er í óskilum hjá Sparisjóði Seltjarnarness, Austur- strönd 3. Upplýsingar í síma 550-1270. Dýrahald Óska eftir kettlingi ÓSKA eftir kisustelpu (kettlingi). Upplýsingar gefur Bylgja í síma 565- 5607. Víkverji skrifar... t Gítarinn | Laugavegi 45, símar 552 2125 og 895 9376 i kkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkk VIKVERJI fékk sér nýlega sjón- varpstæki til að hafa í svefnher- berginu, sem auðvitað er ekki í frá- sögur færandi, nema ef til vill vegna þess að þetta hefur brotið dálítið upp venjubundið lífsmynstur hans. Til að mynda er Víkverji nú oft kominn fyrr í rúmið en áður og ekki örgrannt um að breytt val á sjón- varpsefni sé farið að hafa áhrif á hugsanir hans og viðhorf til lífsins. Þannig vill til að Víkverji hefur enn ekki haft manndóm í sér til að tengja Stöð 2, Sýn og Fjölvarpið við sjónvarpstækið í svefnherberginu og á því ekki kost á að horfa á aðrar sjónvarpsstöðvar úr rúmi sínu en Ríkissjónvarpið og kristnu sjón- varpsstöðina Omega. Og þar sem Víkverji hefur í vaxandi mæli tekið upp þann sið að leggjast á meltuna inni í svefnherbergi eftir kvöldmat- inn geta liðið mörg kvöld án þess að hann svo mikið sem viti hvað er á dagskrá Stöðvar 2 eða Sýnar, og það merkilega er að hann saknar þess minna en hann hefði haldið að óreyndu. En áður en lengra er hald- ið vill Víkverji varpa fram spurn- ingu, tæknilegs eðlis, sem einhverj- ir sérfróðir geta ef til vill gefið honum skýringu á. Hvernig stendur á því að Omega er með áberandi bestu myndgæðin í svefnherbergis- sjónvarpi Víkverja? Það skal tekið fram að hann notast við inniloftnet í svefnherberginu og bækistöðvar Omega eru í næsta nágrenni á Grensásveginum, en á það að skipta einhverju máli? Myndin frá Ríkis- sjónvarpinu er þokkalega skýr, en hins vegar er nánast vonlaust fyrir Víkverja að horfa á óruglaða efnið frá Stöð 2, það er kvöldfréttir og morgunþáttinn „í bítið“, vegna „snjókomu" á skjánum. Hvernig stendur á þessu? Er hugsanlegt að Omega, sjónvarpsstöð sem rekin er af einstaklingum með hugsjónir og án opinberra styrkja, hafi yfir að ráða betri útsendingartækjum en „stórveldið" Stöð 2? Tæplega er hér um kraftaverk Guðs að ræða - eða hvað? VÍKVERJI hefur á undra- skömmum tíma vanið sig af því að hafa gaman af amerískri aulafyndni og barsmíðaþáttum, sem svo mikið framboð er af í sjónvarpi samtímans. Hann er jafnvel farinn að taka „Maður er nefndur" fram yfir slíka þætti, en ef til vill eru það nú bara ellimörk. Ríkissjónvarpið er nú eins og það er, hefur bæði sín- ar góðu og slæmu hliðar. Hins veg- ar er það hin kristna sjónvarpsstöð Omega sem Víkverji vill gera hér að umtalsefni. Það er út af fyrir sig „kraftaverk“ að einstaklingar, sem ekkert bak- land hafa nema eldmóðinn og trúna á Guð almáttugan, skuli geta sent út sjónvarpsefni allan sólarhringinn og það með framúrskarandi mynd- gæðum, sem skákar öllu tæknilið- inu á hinum stöðvunum, hver svo sem skýringin er á því. Og nú eru þeir Omega-menn víst að undirbúa útsendingar til annarra landa. Ef þetta er ekki „kraftaverk" veit Vík- verji ekki hvað felst í því orði. Víkverji vill taka fram að hann er langt í frá að vera „frelsaður“ eins og það er kallað, en er þó í sívax- andi mæli farinn að stilla á Omega á kvöldin og hefur haft bæði gagn og gaman af fjölmörgu efni sem þar er boðið upp á. Auðvitað eru þættirnir misjafnlega áhugaverðir eins og gengur og sumt orkar jafnvel tvi- mælis, að minnsta kosti á mann sem óvanur er að meðtaka guðsorð með þeim sannfæringarkrafti og eld- móði sem sumir þáttastjórnendur hafa tileinkað sér. En Víkverji get- ur ekki látið hjá líða að nefna hér sérstaklega tvo þætti, að öðrum ólöstuðum, sem vakið hafa athygli hans. Annars vegar er það þáttur dr. Steinþórs Þórðarsonar, sem er eins konar námskeið í Opinberunar- bókinni, en áður vissi Víkverji lítið sem ekkert um þennan kafla Bi- blíunnar. Dr. Steinþór er einstak- lega þægilegur og geðþekkur sjónv- arpsmaður, sem setur efnið fram á máli sem allir skilja. Hafi hann þökk fyrir fróðlegar og ánægjuleg- ar stundir sem Víkverji hefur notið undir fyrirlestri hans. Hinn þátturinn er „Líf í orðinu“ undir stjórn bandaríska prédik- arans Joyce Meyer. Konan sú kann sannarlega að koma fyrir sig orði og gaman að fylgjast með hvernig hún með fljúgandi mælsku sinni og sannfæringarkrafti hrífur fólk með sér. Auk þess má nefna að Omega býður upp á fallega og vandaða tón- list og með henni, ásamt guðsorði að veganesti, er ljúft að svífa inn í draumalandið. Það eru talsverð um- skipti frá hryllings- og spennu- myndaflokkunum sem Víkverji lá yfir langt fram á nótt hér áður fyrr. Hér gildir sjálfsagt hið fornkveðna að „batnandi manni sé best að lifa“!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.