Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 25. MARS 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Biskup hvetur íslenskar fjölskyldur til að leysa indversk þrælabörn úr skuldaánauð
Getum breytt lífi fj öl-
skyldna á Indlandi
BISKUP íslands hvetur hvert
heimili á Islandi til þess að leysa
eitt þrælabarn á Indlandi úr
skuldaánauð, með því að gefa
5.000 krónur í söfnun sem Hjálp-
arstarf kirkjunnar mun hleypa af
stokkunum um páskana.
„Það eru framin mörg mann-
réttindabrot í heiminum en
kannski þau alvarlegustu eru brot
gegn börnum,“ sagði Karl Sigur-
björnsson biskup.
Biskup sagði að með 5.000
króna framlagi frá hverri fjöl-
skyldu á Islandi væri hægt að for-
ða um 100.000 börnum frá vinn-
uþrælkun og kenna þeim að lesa
og skrifa og fræða og styrkja for-
eldra svo börnin lendi ekki aftur í
sömu sporum.
Mikil og skýr stétta-
skipting er á Indlandi
Mjög mikil og skýr stéttaskipt-
ing er við lýði á Indlandi og eiga
hinir stéttlausu eða dalítarnir
mjög undir högg að sækja í ind-
versku samfélagi. Þeir fá lítil sem
engin laun og ef þeim aðeins
skrikar fótur í lífinu, lenda í
óvæntum lækniskostnaði eða ein-
hverju slíku, getur það haft mjög
afdrifaríkar afleiðingar fyrir
margar fjölskyldur. Foreldrar
hafa neyðst til að leysa fjölskyldu-
vandann með því selja börnin sín í
ánauð þar sem þau vinna í
verksmiðjum upp í skuldir for-
eldranna.
Jónas Þórisson, framkvæmda-
stjóri Hjálparstarfs kirkjunnar,
sagði að stéttaskiptingin á Ind-
landi væri greypt mjög djúpt í vit-
und þegnanna og að þjóðfélags-
staða dalíta væri einkar bág þótt
stjórnarskrá landsins væri mjög
lýðræðisleg.
„Við breytum ekki Indlandi á
nokkrum árum, en við getum
breytt lífi fjölskyldna,“ sagði bisk-
up og það hyggst Hjálparstarf
kirkjunnar gera í samvinnu við
indversku samtökin Social Action
Movement (SAM) en þau einbeita
sér að því að hjálpa fólki í borg-
inni Kanchipuram, rétt hjá
Madras á Suðaustur-Indlandi.
Barist fyrir bættum lífs-
kjörum hinna stéttlausu
SAM-samtökin hafa frá árinu
1985 barist fyrir bættum kjörum
og lífsgæðum hinna stéttlausu. Að
sögn Jónasar hafa þessi samtök
unnið mjög gott starf.
Hann sagði að þau væru litil en
mjög skilvirk, að þau dældu ekki
bara peningum til fjölskyldnanna
heldur krefðust þess að for-
eldrarnir legðu eitthvað á sig til
að bæta eigið líf og hjálpuðu þeim
að vinna sig út. úr vandanum.
Fyrir páska munu landsmönn-
um berast gíróseðlar frá Hjálpar-
starfi kirkjunnar að upphæð 5.000
krónur. Þeir sem vilja taka þátt í
söfnuninni en vilja dreifa greiðsl-
unum geta haft samband við
Hjálparstarfið.
Biskup sagði að þegar hefðu
margir hringt fullir áhuga um
verkefnið og margir hefðu þegar
veitt því lið og að dæmi væru um
að fólk hefði gefið frá 5.000 upp í
100.000 krónur.
Söfnunin, sem hefst formlega
um páskana, mun standa fram yf-
ir Kristnihátíðina í sumar, en
vegna mikilvægis þessa verkefnis
hefur stofnanda og leiðtoga SAM-
samtakanna, fóður Martin, verið
boðið að vera sérstakur heiðurs-
gestur á Þingvöllum.
Hækkun á lyfjakostn
aði sjuklinga óhjá-
kvæmileg á árinu
INGIBJÖRG Pálmadóttir heil-
brigðisráðherra sagði við utandag-
skrárumræðu um sparnað í lyfja-
kostnaði hins opinbera, sem fram
fór á Alþingi í fyrradag, að einhver
hækkun á lyfjakostnaði sjúklinga
væri óhjákvæmileg á árinu. Tryggt
yrði hins vegar að hækkun á hlut
elli- og örorkulífeyrisþegar yrði
ekki meiri en sem næmi einu
strætófargjaldi í Reykjavík. Sagði
Ingibjörg vonir standa til þess að
fyrirhugaður sparnaður upp á einn
milljarð króna næðist á þessu ári.
Það var Bryndís Hlöðversdóttir,
þingmaður Samfylkingar, sem var
málshefjandi utandagskrárumræð-
unnar og sagði hún tilefnið þær
upplýsingar sem heilbrigðisnefnd
Alþingis hefði fengið um það að
áætluð sparnaðaráform ríkisins í
lyfjakostnaði, upp á rúman milljarð
króna, sem átt hefðu að koma til
framkvæmda á þessu ári, væru ekki
líkleg til að standast nema til kæmi
veruleg aukning á þátttöku neyt-
enda í lyfjakostnaði.
Bryndís sagði að við fjárlaga-
vinnu fyrir jól hefði verið rætt um
að undirstaða þess sparnaðar sem
ná átti á þessu ári fælist í kerfis-
breytingu sem gerði mögulegt að
flytja greiðsluþátttöku ríkisins frá
einstaklingum sem að jafnaði not-
uðu lítið lyf, yfir til einstaklinga eða
sjúklinga sem raunverulega þyrftu
á meiri og dýrari lyfjum að halda.
„í sjálfu sér er ég mjög fylgjandi
því að gera kerfisbreytingar í þess-
um efnum, þar sem kerfið sem við
búum við í dag er greinilega full-
komlega úr sér gengið,“ sagði
Bryndís. „Það sem vekur furðu
snýr hins vegar að bjartsýninni sem
hefur hrjáð stjórnvöld hér í desem-
ber þegar stóð til að koma breyt-
ingunni á innan ársins. Þær áætlan-
ir hafa verið fullkomlega
óraunsæjar." Sagði Bryndís að eftir
því sem lengra liði á árið virtist fátt
annað til ráða en að auka verulega
kostnaðarhlutdeild sjúklinga, ætti
að ná þessum sparnaði fram.
Bryndís lagði fimm spurningar
þessu tengdar fyrir Ingibjörgu
Pálmadóttur heilbrigðisráðherra.
Sagði Ingibjörg í svari sínu m.a. að
reglugerðarbreyting sú sem gerð
var á greiðsluþátttöku almennings í
lyfjakostnaði um síðustu áramót
ætti að draga úr útgjöldum ríkisins
sem næmi 320 millj. kr. Við breyt-
inguna hefði verið haft að leiðarljósi
að hlífa elli- og örorkulífeyrisþeg-
um og hlutur þessara hópa hækkaði
aldrei um meira en eitt hundrað
krónur.
Ingibjörg rakti síðan þær að-
gerðir sem fyrirhugaðar væru til að
ná fram áðurnefndum sparnaði en
m.a. hefur Tryggingastofnun óskað
eftir því við lyfjaverðsnefnd að
verðlagning lyfja verði endurskoð-
uð. Einnig sagði ráðherra að unnið
væri að endurskoðun á reglugerð
um greiðsluþátttöku sjúklinga, gert
væri ráð fyrir að sérstök nefnd
ákvæði framvegis hve mikið al-
mannatryggingar greiddu í nýjum,
dýrum lyfjum, unnið væri að sam-
eiginlegum aðgerðum á norrænum
vettvangi til að stemma stigu við
sölumennsku lyfjafyrirtækja, rek-
inn yrði harðari áróður til að fá
lækna til að nýta sér lyfjaval og
loks yrði upplýsingastarf landlækn-
is og Tryggingastofnunar gagnvart
þeim sem skrifa lyfjaávísanir stór-
aukið.
Ingibjörg sagði að samtals væri
hér verið að tala um margþættar
aðgerðir sem skila ættu um eitt
þúsund milljónum króna í sparnað.
„Ég vonast fastlega til að það
markmið náist,“ sagði hún. Síðan
sagði ráðherrann: „Hlutur þeirra
sem nota lyf mun ekki aukast veru-
lega á árinu, eins og fullyrt er í
spurningunni, en hlutur þeirra mun
hins vegar aukast, það liggur alveg
fyrir. Það er óumflýjanlegt að fara
aftur svipaða leið og um síðastliðin
áramót, en þá munum við aftur sjá
til þess eins og gert var um ára-
mótin, að hækkun elli- og örorkulíf-
eyrisþega verður ekki nema sem
svarar einu strætófargjaldi í
Reykjavík.“
Fjöldi þingmanna tók þátt í ut-
andagskrárumræðunni og m.a.
lögðu þeir Jón Kristjánsson, þing-
maður Framsóknarflokks og for-
maður fjárlaganefndar Alþingis, og
Einar Oddur Kristjánsson, þing-
maður Sjálfstæðisflokks og vara-
formaður nefndarinnar, áherslu á
að ná þyrfti markmiðum fjárlaga
um eins milljarðs sparnað í lyfja-
kostnaði. Einar Már Sigurðarson,
þingmaður Samfylkingar, sagði áð-
ur hafa verið stefnt að sparnaði í
lyfjakostnaði hins opinbera en mis-
tekist hrapallega og svo virtist sem
stjórnvöld hefðu einfaldlega enga
stjórn á þessu málaflokki. Ógmund-
ur Jónasson, þingmaður Vinstri-
hreyfingarinnar - græns framboðs,
vísaði hins vegar í orð Einars Odds
og varpaði fram þeirri spurningu til
fjármálaráðherra hvort þessum
markmiðum ætti að ná með öllum
tiltækum ráðum, þ.e. að ef kerfis-
breytingar skiluðu ekki tilætluðum
árangri hvort sjúklingar borguðu
þá brúsann.
Bryndís Hlöðversdóttir sagði í
seinni ræðu sinni að svör heilbrigð-
isráðherra sýndu að sparnaðar-
áformin í fjárlögum hefðu verið full-
komlega óraunhæf og Ijóst að þessi
sparnaður myndi lenda á neytend-
um. Ingibjörg benti hins vegar á að
það væri misskilningur að kerfis-
breytingin hefði ein átt að skila um-
ræddum sparnaði heldur hefði ver-
ið um fjölþættar aðgerðir að ræða.
Lagði hún áherslu á að lyfjaverð
væri 26% hærra hér á landi en í
nágrannalöndunum og vinna yrði
að því að lækka það hlutfall.
í einu athvarfanna, sem SAM-samtökin hafa sett upp á Indlandi. Þar
gefst þrælabörnum tækifæri til að leika sér og vera börn. Þar læra þau
einnig að lesa og skrifa og um réttindi sín og kjör.
Úr verðskrám símafyrirtækjanna: Símtöl til útlanda
Land sem
hringt er til
Landssími íslands- Frjáls
íslands sími fjarskipti
3,32 kr/símtal 3,15 kr/símt. Ekkert
Dag- Kvöld- og Einungis Einungis
taxti, næturtaxti einn taxti einn taxti
kr/mín. kr/mín. kr/mín. kr/mín.
30,00 27,00 18,90 17,00
31,00 28,00 18,90 17,00
31,00 28,00 18,90 17,00
36,00 33,00 18,90 17,00
36,00 33,00 18,90 17,00
36,00 33,00 18,90 17,00
30,00 27,00 18,90 17,00
53,00 48,00 18,90 17,00
50,00 45,00 18,90 17,00
36,00 33,00 18,90 17,00
42,00 38,00 18,90 17,00
53,00 48,00 40,00 40,00
50,00 45,00 40,00 40,00
53,00 48,00 40,00 40,00
69,00 63,00 89,90 55,00 / 35,00
53,00 48,00 40,00 40,00
50,00 45,00 40,00 40,00
66,00 60,00 49,90 50,00
60,00 54,00 49,90 50,00
66,00 60,00 49,90 50,00
60,00 54,00 40,00 40,00
69,00 63,00 40,00 40,00
60,00 54,00 40,00 40,00
69,00 63,00 49,90 50,00
98,00 89,00 89,90 90,00
35,00 32,00 18,90 17,00
35,00 32,00 18,90 17,00
96,00 87,00 59,90 70,00
124,00 113,00 89,90 90,00
60,00 54,00 45,00 45,00
124,00 113,00 89,90 90,00
96,00 87,00 59,90 70,00
69,00 63,00 45,00 45,00
69,00 63,00 49,90 50,00
149,00 136,00 69,90 70,00
124,00 113,00 89,90 90,00
124,00 113,00 89,90 90,00
66,00 60,00 45,00 45,00
60,00 54,00 18,90 17,00
124,00 113,00 89,90 90,00
66,00 60,00 45,00 35,00
58,00 52,00 18,90 23,00
60,00 54,00 45,00 45,00
154,00 140,00 99,90 115,00
Danmörk, Noregur, Svíþjóð
Færeyjar, Finnland
Bretland
írland
Belgía, Holland, Lúxemborg
Frakkland
Þýskaland
Austurríki, Sviss
Portúgal
Spánn
ítalfa
Pólland
Eistland, Lettland
Litháen
Rússland / Moskva
Tékkland
Ungverjaland
Rúmenía
Búlgarfa
Slóvenía
Króatfa
Kýpur
Grikkland
Tyrkland
Armenfa ^
Bandaríkin
Kanada
Mexfkó
Argentína
Brasilía
Chile
Venesúela
Suður-Afríka
Marokkó
Egyptaland
Kenýa
Indland
Tailand
Hong Kong
Kfna
Japan
Ástralfa
Nýja-Sjáland
Fidjieyjar
Verðlækkun
Frjálsra fjarskipta
NY verðskrá tekur gildi hjá Frjáls-
um fjarskiptum hf. á mánudaginn
kemur, samkvæmt fréttatilkynningu
sem Frjáls fjarskipti hafa sent frá
sér. „Frjáls fjarskipti hf. höfðu
ákveðið að lækka verð um næstu
mánaðamót en með hliðsjón af mark-
aðsaðstæðum er ákveðið að lækkun-
in taki gildi næstkomandi mánudag,"
segir í fréttatilkynningunni.
Hægt er að hringja til allra landa
jarðarinnar, eða meira en 300 að
tölu. Verðflokkunin er afar einföld;
fimm verðsvæði eru sett upp og er
sama verð í gildi allan sólarhringinn.
Dæmi um verðsamanburð á
Bandaríkjunum:
Að jafnaði er ný verðskrá íslan-
dssíma 15% hærri ef miðað er við 5
mínútna símtal. Dæmi er um að verð
keppinauta sé tugum og hundruðum
prósenta hæima," segh- þar ennfrem-
ur.
Fyrirtækið hefur jafnfram sent
frá sér svohljóðandi verðsamanburð.