Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI LAUGARDAGUR 25. MARS 2000 25 Samskip GmbH í nýja skrifstofu í Bremen NÝ skrifstofa dótturfélags Sam- skipa í Þýskalandi, Samskip GmbH, var opnuð formlega í Bremen í gær að viðstöddu fjölmenni. Samskip hf. stofnuðu dótturfélagið Samskip GmbH í Þýskalandi í júlí 1999 eftir að félagið ákvað að draga sig út úr þýska flutningafyrirtækinu Bruno Bischoff Reederei sem það eignaðist meirihluta á fyrri hluta árs 1998. Þýska félagið var síðan tekið til gjaldþrotaskipta. Baldur Guðnason er fram- kvæmdastjóri Samskipa GmbH og gegnir jafnframt starfi fram- kvæmdastjóra sölu- og markaðs- sviðs erlendrar starfsemi Samskipa. Að sögn Baldurs fer nú í hönd kynn- ing á nýju fyrirtæki fyrir viðskipta- vinum og samstarfsaðilum. „Við leggjum áherslu á siglingar til Norð- urlanda og Rússlands og rekum þá starfsemi héðan. Stefna Samskipa er að efla og styrkja starfsemina er- lendis," segir Baldur í samtali við Morgunblaðið. Samræming allrar erlendrar starfsemi í Bremen Skrifstofa Samskipa GmbH gegn- ir tvíþættu hlutverki í þjónustukerfi Samskipa. Annars vegar er skrif- stofan miðstöð starfsemi félagsins í Þýskalandi, hins vegar er verið að byggja þar upp miðlægt kerfi fyrir sölu- og markaðsmál Samskipa er- lendis sem felst í rekstri flutninga- kerfa utan íslands, þjónustu erlend- is og samræmingu allrar erlendrar starfsemi félagsins. Lögð er áhersla á að reka skrifstofur í þeim löndum sem skip félagsins hafa viðkomu í og eru skrifstofur samskipa nú 15 tals- ins í 9 löndum. í Moskvu og St. Pét- ursborg starfa á bilinu 20-30 manns á vegum Samskipa, að sögn Baldurs. Nýtt húsnæði Samskipa GmbH er nálægt flugvellinum í Bremen og er skrifstofurýmið 1.000 fermetrar að stærð á einni hæð. Starfsmenn Sam- skipa GmbH voru 58 í árslok 1999, þar af 4 á skrifstofu félagsins í Ham- borg. Alls 37 starfsmenn Samskipa GmbH voru áður í vinnu hjá Bruno Hagnaður Yaka-DNG 3,8 milljón- ir króna HAGNAÐUR af rekstri Vaka-DNG hf. var tæpar 3,8 milljónir árið 1999 en var 10,9 milljónir árið 1998. Tap var af reglulegri starfsemi félagsins á árinu að upphæð 5,8 milljónir. Hagn- aður af sölu eigna nam 9,6 milljónum. Rekstrartekjur ársins voru 400 millj- ónir sem er um 40,5 milljóna aukning frá árinu 1998. Veltufé frá rekstri var 4,3 milljónir. í tilkynningu frá félag- inu segir að allur þróunarkostnaður félagins sé gjaldfærður. Þann 1. júlí 1999 voru DNG-sjóvél- ar hf. sameinaðar Vaka-fiskeldiskerf- um hf. Jafnframt var nafni félagsins breytt í Vaka-DNG hf. í kjölfar sam- einingarinnar var farið í gagngera endurskipulagningu á sölu- og mark- aðsmálum fyrir veiðarfæravörur sameinaðs félags, en sala á veiðar- færavörum er nú um % af rekstrar- tekjum félagsins. Einnig er unnið að endurskipulagningu á framleiðslum- álum félagins, öll framleiðsla félags- ins í Garðabæ verður færð norður til Akureyrar eða til undirverktaka og húsnæði félagsins í Garðabæ selt. Rekstur dótturfélags, Vaka A/S í Noregi skilaði nokkru tapi á árinu 1999, en sölutekjur þess rúmlega tvö- földuðust frá árinu 1998. Gert er ráð fyrir að sá rekstur skili hagnaði á þessu ári. Hlutafé í ársbyrjun nam 35,0 millj. kr. Á árinu var hlutaféð aukið um 10,0 millj. kr. að nafnvirði sem seldist allt til forkaupshafa og að auki voru gefin út hlutabréf að nafnvirði 19,5 millj. kr. við sameininguna við DNG sjóvélar hf. Hlutafé félagsins nam í árslok 64,5 millj. kr. og skiptist á 121 hluthafa. Rekstraráætlanir félagsins fyrir árið 2000 gera ráð fyrir aukinni veltu og að hagnaður verði af reglu- legri starfsemi. Bischoff Group og 8 starfsmenn til viðbótar voru áður í starfsþjálfunar- námi hjá BBG en eru nú hjá Sam- skipum GmbH. í lok árs 1999 voru 8 Islendingar í tímabundnum störfum hjá félaginu. Innleiðing íslenskrar starfs- mannamenningar Samskipa Starfsmönnum Samskipa verður fjölgað á næstunni og unnið er að því að þjálfa starfsfólkið í að nota upp- lýsingakerfi Samskipa, sem tengir saman erlendar skrifstofur og höf- uðstöðvarnar í Reykjavík. „Stefna Samskipa er að byggja upp góðan rekstur og til þess þarf gott starfs- fólk,“ segir Baldur. Mikilvægur hluti af uppbyggingarstarfinu er að „brjóta niður múra“ sem starfsmenn voru vanir að væru á milli deilda í Bischoff Group sem orðið hefði 100 ára á síðasta ári. „Við viljum innleiða þá starfsmannamenningu sem hefur tíðkast hjá Samskipum á íslandi. Við höfum lagt mikið upp úr því að fá unga og hæfa stjórnendur að heim- an í stjórnunarstörf hjá Samskipum erlendis og innleiða vinnubrögðin þannig,“ segir Baldur. í þeirri menningu felst m.a. að efla liðsanda heildarinnar og þjálfa fólk í að starfa að verkefnum í hópum þvert á mörk sem deildarmúrar mynduðu áður. Loftnet á toppi Þriggja ára ábyrgð Rafdrifnar rúður Farangurshlif og færanlegt farangursnet DAEWOO NUBIRA II Armpúðar Tveir afldempaðir Höggdeyfanleg efni i mælaborði milli aftursæta öryggispúðar 0g styrktarbitum Hæðarstilling á framsætum Hólf á milli sæta Utvarp og geislaspilari 160 W Hæðarstillanleg bílbelti sem strekkjast við högg Litað gler 40/60 skipting á aftursæti Geymsluhólf í skotti Hraðatengt aflstýri og veltistýri Viðarmælaborð 1600 vél E-TEC, 16 ventla, 106 hestöfl Rafstýrðir og upphitaðir útispeglar Linsuaðalljós (blá) Hæðarstillanleg aðalljós Galvanisering íslensk ryðvörn 14" Alessio álfelgur að eigin vali Styrktarbitar í öllum hurðum Samlitir stuðarar Taumottur Samlæsing með fj'arstýringu og þjófavörn Bosch ABS með EDB BFGoodrich 14" vetrardekk Þokuljós Verð: 1.490.000 Við auglýsum ekki verð frá! -hannaður utan um þig Fullkominn! Daewoo Nubira er hannaður utan um þarfir fjölskyldunnar. Þess vegna leyfum við okkur að fullyrða að Nubira sé fullkominn fjölskyldubíU. Komdu og reynsluaktu og leyfðu Nubiru að koma þér ánægjulega á óvart. www.benni.is Vagnhöfða 23 • 112 Reykjavík • Sími 587-0-587 • Opið laugardaga 10-16 Kringtunni • Opið laugardaga 10-18 og sunnudaga 13-17 Umboðsmenn: Akureyri: Bílasalan Ós. Egitsstaðir: Bílasalan Fell.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.