Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 25. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Vínarvalsakvöld í Skautahöllinni Stóra upplestrarkeppnin Morgunblaðið/Arni Sæberg Hátt á fjórða hundrað manns dansaði um á skautasvellinu við Vínartónlist. Annar taktur á skautasvellinu Morgunblaðið/Ami Sæberg Gestir Vínarkvöldsins voru á öllum aldri. Laugardalur Á FJÓRÐA hundrað manns á öllum aldri flykktist í Skautahöllina í Laugardal á fimmtudagskvöid og dans- aði um á skautum við Vín- arvalsatóniist. Hilmar Björnsson, forstöðumaður Skautahallarinnar, segir að afar vel hafi tekist til með þetta Vínarvalsakvöld og að fólk hafi verið mjög sælt og ánægt með nýbreytnina. „Við vorum að reyna að brydda upp á einhverri nýj- ung sem fólst í því að setja þetta í annan takt en veiyu- lega, en dagsdaglega er meira spiluð unglingatón- list. Það kom fólk á öllum aldri, þarna voru bæði litlir krakkar og eldra fólk sem var svona að upplifa aftur gömlu stemninguna af Tjörninni og Melavellinum," segir Hilmar. Hann segir að einnig hafi komið nokkuð af unglingum og að þeir hafi sumir fussað til að byrja með því tónlistin hafi ekki verið eftir þeirra smekk, en svo þegar leið á hafi þeim bara farið að líka þetta nokkuð vel. Verður lfldega fastur liður í starfsemi Skautahallarinnar Karl Jónatansson har- monikkuleikari tók á móti gestum við innganginn með harmonikkuleik og stúlkur úr Iistskautadeild Skautafé- lags Reykjavfkur sýndu listdans. „Svo komu félagar úr skautafélaginu og leiddu 1 skautamennskunni til að fá inn þennan takt sem þarf til að skauta við valstónlist." Hilmar segir að Vínar- kvöldið hafi mælst svo vel fyrir að ætlunin sé að end- urtaka það og líklegt sé að slfk kvöld verði að föstum lið í starfsemi skautahallar- innar. Þóra hlutskörpust í Bústaðakirkju ÞÓRA Sigurðardóttir úr Hvassaleitisskóla sigraði í úr- slitum Stóru upplestrar- keppninnar, milli skóla í aust- urbæ Reykjavíkur, sem haldin var í Bústaðakirkju á fimmtu- dag. Laufey Rún Ketilsdóttir úr Breiðagerðisskóla varð í öðru sæti og Oddur Óli Jónas- son úr Laugarnesskóla í því þriðja. Alls tóku fjórtán nemendur 12 ára bekkja þátt í úrslita- keppninni. Aðrir keppendur voru Lára Herborg Ólafsdótt- ir og Kamma Thordarson úr Álftamýrarskóla, Katrín Ingi- bergsdóttir úr Breiðagerðis- skóla, Stefán Hjartarson og Emma Dögg Hafberg úr Fossvogsskóla, Elva Amar- dóttir úr Hvassaleitisskóla, Selma Sif ísfeld Óskarsdóttir og Teitur Magnússon úr Langholtsskóla, Guðrún Morgunblaðið/Arni Sæberg Frá upplestrarkeppninni í Bústaðakirkju á fimmtudag. Bima Jakobsdóttir úr Laug- amesskóla og Guðrún Tara Sveinsdóttir og Elísabet Hall úr Vogaskóla. Þórarinn Eld- jám afhenti sigurveguranum verðlaun og keppendum öllum viðurkenningu. Auk keppenda komu nokkir nemendur fram og léku listir sínar.Emma Dögg Hafberg og Þórður Guðmundur Her- mannsson úr Fossvogsskóla léku á selló, Edda Macfarlane úr Breiðagerðisskóla lék á pía- nó og Kristrún Mjöll Frosta- dóttir lék á harmonikku. Austurbær Stúlkurn- ar sigur- sælar Garðabær SÓLEY Emilsdóttir, Berg- þóra Þorgeirsdóttir og Dagný Grímsdóttir urðu sig- urvegarar í úrslitum stóru upplestrarkeppninnar sem haldin var meðal nemenda í 7. bekk í Garðaskóla á mið- vikudag. Tveir nemendur úr hverri bekkjardeild í 7. bekk, níu stúlkur og einn drengur, tóku þátt í lokakeppninni. Sigurvegararnir þrír fengu peningaverðlaun frá Sparisjóði Hafnarfjarðar; Sóley 15.000 kr. fyrir 1. sæti, Bergþóra 10.000 kr. fyrir annað sæti og Dagný 5.000 kr. fyrir þriðja sætið. Aðrir keppendur í úrslit- um vora: Helga Kristrún Unnarsdóttir, Harpa Sif Eyjólfsdóttir, Bjarni Snær Bjarnason, Inga María Backman, Gunnur Líf Gunn- arsdóttir, Andrea Ýr Jóns- dóttir, Hildur Baldursdóttir. Allir keppendurnir 10 fengu viðurkenningarskjal, bók frá Máli og menningu og rós frá versluninni Garðablóm. Keppendur lásu brot úr þjóðsögu úr þjóðsagnasafni Jóns Arnasonar, eitthvert fjögurra ljóða eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur og eitt ljóð að eigin vali. Á milli umferða léku tveir Morgunblaðið/Sverrir nemendur í 7. bekk, Hildur Arna Hakansson og Atli Logi Janson Mörreaunet á píanó og gítar. Fjórar stúlk- ur úr Flataskóla sýndu dans. Kynnir var Pollý Hilmar- sdóttir. Þetta var í þriðja sinn sem upplestrarkeppnin var hald- in í Garðaskóla og nemendur 7. bekkjar hafa æft upplest- ur síðasta misserið. Undan- keppnin fór fram í síðustu viku. Einkaframkvæmd ógild ir ekki fj árhagsáætlun Hafnarfjördur FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hafnaði í gær kröfu bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar í Hafnarfirði um að fella úr gildi afgreiðslu bæjar- stjómar á fjárhagsáætlun sveitarfé- lagsins fyrir árið 2000. Kæran byggðist á því að afgreiðsla sveitar- félagsins á einkaframkvæmdum við leikskóla og grannskóla stangaðist á við sveitarstjómarlög. Bæjarfulltrúamir töldu að í fyrsta lagi hafi hvergi verið gerð grein fyrir þeim fjárhagslegu skuld- bindingum sem meirihlutinn hygg- ist setja bæjarfélagið í með einka- framkvæmd í fjárhagsáætlun ársins og í öðra lagi væri ljóst að fjárfest- ing bæjarsjóðs í ár væri nálægt 40% af tekjum, að meðtalinni einkafram- kvæmd, en án hennar væri hlutfallið 24,57%. í 65. grein sveitarstjórnarlaga segir að hyggist sveitarstjóm ráðast í fjárfestingu og áætlaður heildar- kostnaður eða hlutur sveitarfélags- ins í henni nemi hærri fjárhæð en fjórðungi skatttekna yfirstandandi reikningsárs sé skylt að leggja fyrir sveitarstjóm umsögn sérfróðs aðila um kostnaðaráætlunina, væntanleg áhrif hennar á fjárhagsafkomu sveitarsjóðs á fyrirhuguðum verk- tíma og áætlun um árlegan rekstr- arkostnað fyrir sveitarsjóð. í Ijósi þessa töldu kærendur af- greiðslu fjárhagsáætlunar bæjarins ólöglega og ókleift að taka afstöðu til veigamikilla atriða varðandi fyr- irhugaðar framkvæmdir bæjarins meðan engin fjármálaleg úttekt lægi fyrir. Röksemdir meirihlutans byggð- ust m.a.. á því að þegar hann hefði tekið við völdum um mitt ár 1998 hafi heildarskuldir bæjarsjóðs verið 60% hærri en áætlaðar skatttekjur og eftir hafi átt að einsetja alla grannskóla fyrir 3,8 milljarða króna fyrir árið 2002. í framhaldi af hag- stæðri niðurstöðu einkafram- kvæmdar fyrir Iðnskólann í Hafnar- firði hefði meirihlutanum þótt fýsilegur kostur í ljósi þröngs fjár- hags að láta reyna á hagkvæmni einkaframkvæmdar við byggingu nýrra grannskóla og leikskóla. í greinargerð með rammafjárhags- áætlun bæjarins hafi verið gerð grein fyrir þessum áformum. Að baki þeim hafi legið útreikningar um áætlaðar árlegar rekstrarleigu- greiðslur miðað við 25 ára samning við verktaka og hafi þær forsendur verið kynntar bæjarráði auk þess sem álits löggiltra endurskoðenda bæjarsjóðs hafi verið aflað en þeir hafi talið áætlunina unna af ná- kvæmni og gefa raunsæja mynd af framtíðarþróun rekstrar og efna- hags bæjarsjóðs. Við gjald- og eignafærslu einka- framkvæmdarinnar sé í einu og öllu farið eftir aðferðum sem ríkissjóður beitir og leiðbeiningum sem fjár- málaráðuneytið hefur gefið út. Þá taldi meirihlutinn sig sýna fram á að fyrirhugaðir samningar um einkaframkvæmd væra samn- ingar um rekstrarleigu og ætti að gjaldfæra þá sem önnur rekstrar- gjöld í samræmi við greiðsluákvæði hvers samnings en ekki í fjárhags- áætlun né bókhald bæjarsjóðs fyrr en að leigugreiðslu kemur, árið 2001. Þessir samningar varði því ekki fyrrgreinda 65. grein sveitar- stjómarlaga. í niðurstöðum ráðuneytisins er tekið undir þetta sjónarmið meiri- hlutans. Þar segir að þegar fjár- hagsáætlun Hafnarfjarðar var af- greidd í bæjarstjórn hafi engar ákvarðanir verið teknar um hvort af einkaframkvæmdum yrði og engir samningar verið gerðir heldur hafi málið verið á undirbúnings- og könnunarstigi. í greinargerð með fjárhagsáætl- un og í langtímaáætlun sé gerð grein fyrir málinu eins og efni standa til meðan endanlegar ákvarðanir höfðu ekki verið teknar. „Með vísan til framangreinds tel- ur ráðuneytið að ekki sé unnt að gera þá kröfu að tilgreindar séu ákveðnar fjárhagslegar skuldbind- ingar í fjárhagsáætlun þegar for- sendur fyrir mati á fjárhæðum og ákvarðanir um hvort farið verði í til- teknar framkvæmdir á viðkomandi ári hafa ekki verið teknar,“ segir í úrskurðinum. „Þegar og ef ákvörðun er tekin um að ráðast í umræddar fram- kvæmdir þarf að sjálfsögðu að gæta ákvæða [...] sveitarstjómarlaga eft- ir því sem við á. Ef um verður að ræða útgjöld á árinu 2000 vegna þeirra framkvæmda verður að af- greiða þau útgjöld sem breytingu á fjárhagsáætlun og gera grein fyrir hvernig útgjöldum skuli mætt,“ seg- ir ennfremur. „Ef sveitarfélag ákveður að ráð- ast í slíkar framkvæmdir sem hér um ræðir, þ.e. svonefndar „einka- framkvæmdir", telur ráðuneytið að gera verði grein fyrir slíkum skuld- bindingum í ársreikningi sveitarfé- lagsins á því ári sem ákvörðun er tekin og síðan framvegis meðan samningar era í gildi. Það fer síðan eftir því hvemig „einkaframkvæmdum“ er háttað og efni samninga sem gerðir era hvort upplýsingar eiga heima í efnahags- reikningi sveitarfélagsins eða aðeins í skýringum með ársreikningi," seg- ir í úrskurðinum og ályktunarorðin era þau að ráðuneytið telji ekki efni standa til að fella úr gildi afgreiðslu bæjarstjórnar Hafnarfjarðar frá 7. desember 1999 á fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.