Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 25. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Ótryggt stjórnmála- ástand í Rúanda Kigali. AP.AFP. FORYSTUMENN stjómarflokks Afríkuríkisins Rúanda, Föðurlands- flokks Rúanda (RPF), komu saman til fundar í gær til að ræða viðbrögð við afsögn Pasteurs Bizimungus úr embætti forseta landsins. Bizimungu sagði af sér á fimmtudag vegna ágreinings innan flokksins. Forset- inn hafði meðal annars verið sakaður um spillingu. Formaður flokksins og æðsti yfir- maður hers Rúanda, Paul Kagame, hefur tekið við embætti forseta með- an leitað er arftaka Bizimungus. Forseti þings og hæstaréttar lands- ins hafa báðir fullyrt að Kagame sitji aðeins á forsetastóli til bráðabirgða. Andstæðingar Kagames óttast hins vegar að hann hyggist nota tækifær- ið og sölsa undir sig öll völd í landinu. Þríðja afsögn háttsetts ráðamanns Kagame, sem er tútsi, og Bizim- ungu, sem er hútúi, hafa sameigin- lega farið með æðstu stjóm landsins samkvæmt' viðkvæmu samkomulagi sem gert var í kjölfar borgarastyij- aldarinnar árið 1994. Litið var á sam- komulagið sem viðleitni til að sætta andstæðar fylkingar eftir blóðbaðið í landinu þegar allt að 800.000 tútsar AP Fráfarandi forseti Rúanda, Pasteur Bizimungu. og hófsamir hútúar vora myrtir að undirlagi rfldsstjómar hútúa. Skýrendur telja að Kagame hafi ávallt verið valdameiri en Bizimungu en hafi hingað til ekki viljað taka að sér æðsta embætti rfldsins af ótta við að styggja hútúa í landinu, sem eru í meirihluta meðal þegnanna. Tútsar hafa lengst af í sögu Rúanda farið með æðstu völd í landinu. Bizimungu er þriðji háttsetti ráða- maðurinn í Rúanda sem segir af sér á þessu ári. Andstæðingar Kagames segja að ástæðan sé sú, að hann og stuðningsmenn hans vinni að því markvisst að ná undir sig öllum völd- um í landinu og rjúfi með því sam- komulagið frá 1994. Segist saklaus Fyrrverandi mennta- og menning- armálaráðherra Rúanda, Jean de Dieu Kamuhanda, var í gær leiddur fyrir rétt í Tansaníu vegna gmns um aðild að fjöldamorðunum í Rúanda árið 1994. Saksóknarar á vegum al- þjóðlega stríðsglæpadómstólsins fyrir Rúanda, ICTR, sem starfrækt- ur er á vegum Sameinuðu þjóðanna, hafa gefið út ákæra á hendur Kamu- handa fyrir að hafa fyrirskipað morð á nokkram þúsundum flóttamanna í námunda við höfuðborgina Kigali. Við réttarhaldið í gær lýsti Kamu- handa yfir sakleysi sínu. NATO fordæmt Þess var minnst í Júgóslavíu í gær, að ár er liðið frá því NATO-ríkin hófu loftárásir á Kosovo og ýmis skotmörk í Serbíu. Efndi Serbíustjórn tfl útifundar í Belgrad og sóttu hann um 5.000 manns, miklu færri en búist hafði verið við. Höfðu skipuleggjendur hans gert ráð fyrir um 100.000 manns. Var til þess tekið hvað fólkið virtist áhugalaust en það bar sumt spjöld þar sem NATO-ríkin voru fordæmd eða borið lof á Slobodan Milosevic, forseta Serbíu. Mannréttindi eru æðri fullveldinu Reuters Kosovo-Albanar á flótta eftir að serbneskar öryggissveitir hröktu þá úr þorpum í Kosovo. eftir Vaclav Havel © The Project Syndicate. VEGSÖMUN þjóðrfldsins sem hátindsins í sögu hverrar þjóðar, sem hins eina er réttlæti manndráp og sem sé vert að deyja fyrir, er að líða undir lok. Kynslóðir lýðræðis- sinna og hryllingur tveggja heims- styrjalda hafa orðið til þess að mann- kynið gerir sér grein fyrir því að mannveran er mikilvægari en ríkið. Á næstu öld munu flest ríki breyt- ast úr fyrirbæram, sem líkjast trúar- reglum, þrangnum tilfinningalegu inntaki, í einfaldari stjómsýsluein- ingar sem verða hluti af flóknu al- þjóðaskipulagi. Þessi breyting ætti að ryðja úr vegi þeirri hugmynd að það sem gerist í einu rfld varði ekki önnur rfld og þau hafi ekki rétt til íhlutunar. Öld nánarí samvinnu Hvað ábyrgð og valdsvið rfldsins varðar getur þróunin orðið í tvær áttin niður og upp. Fyrrnefnda þró- unin á við ýmis stjómtæki og stjómsýslustig sem ættu smám sam- an að taka við verkefnum ríkisins. Verkefnin færast einnig upp og þá á ég við ýmis svæðisbundin, fjölþjóð- leg eða alþjóðleg samfélög eða sam- tök. Þessi verkefnaflutningur er þegar hafinn. 21. öldin - að því gefnu að mann- kynið varist allar hættumar sem skjóta upp kollinum - verður öld sínánari samvinnu. Til að svo geti orðið þurfa einstakar einingar, þjóð- ir, þjóðarbrot eða menningarsvæði, að þekkja eigin sérkenni, sldlja hvað það er sem gerir þær ólíkar öðrum og viðurkenna að sérstaða þeirra er enginn annmarki, heldur framlag til auðlegðar mannkynsins. Þeir sem hneigjast til að líta á sérstöðu sína sem merki um yfirburði þurfa vita- skuld einnig að viðurkenna þessa staðreynd. Rfkið þjónar fólkinu, ekki öfugt Ég er ekki á móti þjóðríkinu sem sliku. Ég vil hins vegar benda á þá staðreynd að til eru gildi sem era æðri rfldnu. Þessi gildi era mannúð. Rfldð þjónar fólkinu, ekki öfugt. Ef maður þjónar ríki sínu á þjónusta hans aðeins að ná eins langt og nauð- synlegt er til að ríkið geti þjónað öll- um þegnunum vel. Mannréttindi eru æðri réttindum ríkja. Frelsi ein- staklinga er æðra fullveldi ríkis. Hvað þjóðarétt varðar ættu ákvæði Bandalagið barðist vegna þess að heið- virt fólk getur ekki setið aðgerðalaust og horft á skipuleg hópmorð sem framin eru að undirlagi ríkis. Heiðvirðir menn geta einfaldlega ekki látið slíkt við- gangast og geta ekki látið hjá líða að bjarga fólki sem hægt er að koma til bjargar. Mannréttindi verða þvl að ganga fyrir réttindum ríkja. sem vernda einstaklinginn að ganga fyrir ákvæðum sem vemda ríkið. Þjóðarhagsmunir víki fyrir grundvallarreglunum Einstök ríki ættu því smám saman að losa sig við hugtakið „þjóðarhags- munir okkar“, sem utanríkisstefna þeirra hefur hingað til snúist um og hneigist til að sundra okkur fremur en sameina. Öll höfum við einhverra sérstakra hagsmuna að gæta. Þetta er öldungis eðlilegt og við höfum enga ástæðu til að gefa lögmæta hagsmuni okkar upp á bátinn. En til er nokkuð sem er æðra hagsmunum okkar: þær grandvallarreglur sem við aðhyllumst. Grandvallarreglumar sameina fremur en sundra; þær era mæli- kvarðinn á lögmæti hagsmuna okk- ar. Ég fellst ekki á ýmsar kenningar ríkja um að það þjóni hagsmunum þeirra að styðja einhverja tiltekna grandvallarreglu. Þau eiga að virða og styðja grundvallarreglumar vegna þeirra sjálfra; hagsmunir ættu að vera leiddir af þeim. Til að mynda væri ekki rétt af mér að segja að það þjónaði hagsmunum Tékkiands að réttlátur friður ríkti í heiminum. Ég verð að orða þetta öðruvísi: það þarf að vera réttlátur friður í heiminum og hagsmunir Tékkiands verða að vera settir undir hann. Stríð f nafni sið- ferðilegra gilda Bandalagið, sem er skipað jafn ólíkum ríkjum og Kanada og Tékk- landi, háði baráttu gegn grimmilegri stjóm Slobodans Milosevics, forseta Júgóslavíu. Sú barátta var hvorki auðveld né vinsæl. En enginn með heilbrigða skynsemi getur neitað einu: að þetta var líklega fyrsta stríðið í sögunni sem ekki er háð í nafni hagsmuna, heldur í nafni grundvallarreglna og gilda. Ef hægt er að tala um stríð sem siðferðilega rétt, eða að það sé háð af siðferðilegum ástæðum, væri það rétt í þessu tilviki. í Kosovo era eng- in olíusvæði sem gætu vakið áhuga einhverra ríkja; ekkert aðildarlanda Bandalagsins gerði tilkall til land- svæða. Bandalagið barðist í nafni umhyggju manna fyrir örlögum ann- arra. Það barðist vegna þess að heiðvirt fólk getur ekki setið að- gerðalaust og horft á skipuleg hóp- morð sem framin era að undirlagi rflds. Heiðvirðir menn geta einfald- lega ekki látið slíkt viðgangast og geta ekki látið hjá líða að bjarga fólki sem hægt er að koma til bjargar. Mannréttindi verða því að ganga fyrir réttindum ríkja. Rfld og ríkja- samtök eins og Evrópusambandið verða að koma fram af virðingu fyrir lögum - lögum sem eru æðri full- veldi ríkja; þau verða að koma fram af virðingu fyrir mannréttindum, eins og þau hafa verið mótuð af sam- visku okkar og öðram tækjum þjóðaréttar. Ég lít á þetta sem mikilvægt for- dæmi fyrir framtíðina. Því hefur verið lýst skýrt yfir að ekki sé leyfi- legt að strádrepa fólk, bera það út af heimilum sínum, misþyrma því og svipta það eignum sínum. Sýnt hefur verið að mannréttindi eru ófrávíkj- anleg og ef einhverjir era beittir órétti era allir beittir órétti. Maðurinn skapaði ríkið, en Guð manninn Ég velti því oft fyrir mér áður fyrr hvers vegna mannkynið ætti að njóta forréttinda. Ég komst óhjákvæmi- lega að þeirri niðurstöðu að mann- réttindi, frelsi einstaklingsins og reisn mannsins ættu dýpstu rætur sínar utan þessa veraldlega heims. Þau urðu að því sem þau eru vegna þess eingöngu að við ákveðnar að- stæður geta þau staðið fyrir gildi sem fólk er jafnvel tilbúið að fórna lífi sínu fyrir - án þess að vera neytt til þess. Þessi hugtök fá því aðeins merkingu £ bakgrunni hins óendan- lega og eilífðarinnar. Ég tel engum vafa undirorpið að hið sanna gildi allra gerða okkar - óháð því hvort þær era í samræmi við samvisku okkar, sendiherra ei- lífðar í sál okkar - séu metin endan- lega einhvers staðar handan við sjónarsvið okkar. Ef við skynjuðum þetta ekki, eða hefðum ekki gran um það undir niðri, væri aldrei hægt að afreka ákveðna hluti. Því þegar öllu er á botninn hvolft er rfldð sköpunar- verk mannsins, en Guð skapaði mannkynið. Höfundurinn er forseti Tékklands. Hvað segir kirkjan um.... dauðann, eilífðina, tilgang lífsins, djöfiilinn, engla, kraftaverk, samkynhneigð, dómsdag? Vomámskeið í Hafiiarfjarðarkirkju. Leiðbeinandi séra Pórhallur Heimisson. Skráning og upplýsingar í síma 891 7562 alla virka daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.