Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 37
ffi
LAUGARDAGUR 25. MARS 2000 37
óæskileg. Hún kann að endur-
spegla að við látum okkur miklu
skipta hvernig við komum öðrum
fyrir sjónir.
I feimni felst sterk vitund um að
aðrir beini athygli sinni að manni
og fylgist með því hvernig maður
talar og hegðar sér. Það verður til
þess að maður verður jafnframt
mjög meðvitaður um hegðun sem
að jafnaði er meira eða minna
ósjálfráð, eins og að tala. Ef við
hugsum lið fyrir lið hvernig á að
setja annan fótinn fram fyrir hinn
á göngu getur slík athygli komið
niður á göngunni þannig að við
hrösum. A sama hátt getur of mikil
athygli sem beint er að því að tala
rétt mál leitt til mismæla. Þetta
getur vitanlega einnig komið niður
á þeirri athygli sem maður beinir
að umhverflnu og því sem maður
vill gera og aðhafast. Af þessum
sökum getur feimni orðið til þess
að við hegðum okkur klunnalega
eða óviðurkvæmilega, en það er
einmitt það sem hinn feimni vill
forðast í lengstu lög. í öllum tilvik-
um snýst feimni um ótta við neik-
vætt mat eða viðbrögð annarra í
eigin garð. Fólk er hrætt við að
verða sér til minnkunar eða að at-
hlægi.
Þegar feimni er á háu stigi er
hún fremur kölluð félagskvíði eða
félagsfælni. Félagsfælni er hugtak
sem haft er um hegðun þeirra sem
forðast eða óttast félagslegar að-
stæður í slíkum mæli að það kem-
ur verulega niður á starfi þeirra,
námi eða samskiptum við aðra. Fé-
lagsfælni getur verið almenn eða
bundin við ákveðnar kringumstæð-
ur eins og að tala eða borða fyrir
framan aðra. Nýlegar rannsóknir
benda til þess að allt að 10-12%
fólks eigi við félagsfælni að stríða
einhvern tímann á ævinni. Slík
fælni getur verið afar bagaleg þar
sem hún stendur fólki oft alvarlega
fyrir þrifum. Hún getur til dæmis
leitt til þess að unglingar hrökklist
frá námi fyrr en skyldi.
Rannsóknir benda til þess að
bæði sé um að ræða áskapaða eig-
inleika manna og áhrif félagsmót-
unar eða reynslu. Hægt er að sjá
mjög snemma á þróunarferli barna
að sum eru frökk og óhrædd við
ókunnuga en önnur eins og varkár
og hlédræg. Þetta eru trúlega eðl-
islægar tilhneigingar sem börn fá í
vöggugjöf. Það ræðst síðan af því
hvernig foreldrar og aðrir í um-
hverfi barnsins bregðast við því
hvort varkárnin þróast í átt til fé-
ji lagsfælni eða vægrar feimni sem
fólk hefur meira eða minna stjórn
á.
Mikilvægt er því að átta sig á
■j því annars vegar að feimni er full-
komlega eðlileg en um leið hinu að
mikilvægt er að koma 1 veg fyrir
ri í i að hún þróist í átt til félagsfælni.
-n' Það má gera með því að ýta undir
Ib sjálfstraust barna og færni í fé-
ri lagslegum samskiptum af ýmsu
fijtagi.
Jakob Smári
Franskar olíur
Franskar matarolíur hafa ekki verið áberandi hér
á landi til þessa. Steingrímur Sigurgeirsson segir
að það kunni þó að vera að breytast.
ÍTALSKAR matarolíur
hafa verið ríkjandi á
markaðnum til þessa enda góðar
ítalskar ólívuolíur ekkert slor.
Önnur Evrópuríki standa hins veg-
ar einnig framarlega í olíugerð og í
Frakklandi eru til að mynda yfir-
leitt eingöngu notaðar franskar
matarolíur við matargerð.
Nú eru komnar á markaðinn hér
franskar olíur frá fyrirtækinu Les-
ieur, sem er hið stærsta á sínu
sviði í Frakklandi.
Franski markaðurinn fyrir olíur
er engin smásmíði því alls neyta
Frakkar á fjórða hundrað milljóna
lítra af olíu á ári. Stærsti hluti
neyslunnar eru fræolíur (hnetuol-
íur, sólblómaolíur o.s.frv.) eða um
fimm sjöttu hlutar. Þetta má ekki
síst rekja til þess að mun algeng-
ara er í Frakklandi að nota t.d.
sólblómaolíu (Tournesol) við eldun
og í salatsósur, sk. vinaigrette, en
ólívuolíur. Það er eiginlega ekki
nema í Miðjarðarhafshéruðum
Frakklands sem ólívuolían hefur
haft yfirburði. Það er hins vegar
smám saman að breytast. Lengi
vel hefur um það bil einn sjötti
hluti neyslunnar verið ólívuolíur
og „sælkeraolíur" og hefur mesti
vöxturinn verið í þeirri neyslu.
Raunar svo mikill að frönsk mat-
vælafyrirtæki hafa í stöðugt aukn-
um mæli farið að gefa ólívunum
gaum. Þannig ákvað t.d. Lesieur á
síðasta ári að endurskipuleggja
starfsemi sína vegna sívaxandi vin-
sælda ólívuolíu á markaðnum.
Ólívuolían frá Lesieur er sæt og
bragðmikil, falleg á litinn og með
skörpu, krydduðu eftirbragði. Þess
má geta að franska neytendablaðið
Que Choisir valdi í fyrra þessa olíu
bestu olíuna á markaðnum, eftir
jafnt smakkanir sem efnafræðilega
greiningu og það þrátt fyrir að
hún kostaði einungis um þriðjung
af verði ítölsku olíanna, er lentu í
öðru og þriðja sæti.
Lesieur er það stór framleiðandi
að í boði eru nánast allar tegundir
af matargerðarolíum.
Fyrst má nefna hefð-
bundna sólblómaolíu, sem Guðrún
K. Einarsdóttir, hjá Breiðabliki, er
flytur inn Lesieur, segir að stóru
verslunarkeðjunnar hér á landi
hafi ekki viljað líta við, vegna þess
hversu ódýr hún er. Væri hægt að
selja hana út úr verslun á um eitt
hundrað krónur. Hins vegar eru
þær nú fáanlegar í verslunum
Samkaups og Sparkaups og að
auki í Þinni verslun á Siglufirði og
Nesbakka á Neskaupstað.
Að auki hefur Lesieur nýlega
sett á markaðinn nýja olíu undir
heitinu Isio 4 , sem þróuð hefur
verið fram með því að nota fjórar
tegundir af matarolíum þannig að
hollustuáhrifin verði sem mest.
Þessi olía er hlutlaus í bragði,
hentar vel til steikingar jafnt sem í
salöt, og fæst hún í Heilsuhúsinu.
Fyrir sælkera eru það þó vafa-
lítið olíurnar úr línunni le Jardin
d’Orante sem standa upp úr. Þetta
eru olíur er bragðbættar hafa ver-
ið með kryddjurtum, til að ná fram
ákveðnu bragði. Slíkar olíar, séu
þær bragðgóðar, má nota á marg-
víslegan hátt. Það er hægt að nota
þær út á salat í stað þess að útbúa
vinaigrette eða þá að nota þær vil
eldun til að ná fram ákveðnu
kryddbragði. Tvær bragðbættar
ólívuolíur eru fáanlegar, basilic og
herbes de Provence. Báðar mjög
vel heppnaðar, ég myndi til að
mynda mæla með basilolíunni út á
blöndu af alvöru mozzarella-osti og
tómötum, auk fersks basils.
Einnig er til basilkrydduð sól-
blómaolía, sem mér fannst ekki ná
sömu hæðum og ólívuolían. Basil-
bragðið stendur eitt og sér án þess
stuðnings sem ólívubragðið veitir.
Hún gæti þó hentað betur ef menn
vilja ekki jafnafgerandi bragð og
af ólívuolíunni. Hvítlauksbætta sól-
blómaolían, eða Ail á frönsku, er
hins vegar hreinasta afbragð.
Raunar er það einkenni á þessum
olíum hversu hreint og náttúrulegt
SÆLKERINN
Mynd/Kristján Kristjánsson
Ég geng áfram og ætla að kveðja A
með handabandi en kveð svo alla
með kalli.
Ráðning
Það að segja skilið við fyrra líf og
taka upp nýjan þráð má heimfæra
upp á dauða sem er sama og skil. Að
enda eitt og byrja annað er af sömu
rót og því geta draumtáknin verið
svipuð þegar um er að ræða breyt-
ingu á högum. Þessi draumur þinn
bendir til að þú sért í þannig hug-
leiðingum og framkvæmdin sé inn-
an seilingar að skipta um verustað
og hætti. Fötin sem þú pakkar
benda til þess (þeim hafði verið
breytt) en einnig að þú sért að
grufla í því liðna til að gera upp við
þig breytinguna. Nöfn telpnanna
(sem þú vilt ekki birta) gefa í skyn
að sumarið sé tími breytinganna og
þú sért staðföst í ætlan þinni. Snjór-
inn og stjörnumar árétta breyting-
ar en einnig efa þinn um að þú sért
að gera rétt. Augndropamir styðja
þann efa (að þú sjáir ekki réttu leið-
ina) og nafn gömlu konunnar vísar á
þanka þína um að kannski sé best að
sitja við sitt. En A og sagimar taka
af allan vafa um ætlun þína og þann
efa sem læðist að þér, hvort þú sért
að gera rétt.
•Þeir lesendur sem viya fá drauma sína
birta og ráðna sendi þá með fullu nafni, fæð-
ingardegi og ári ásamt heimilisfangi og dul-
nefni til birtingar til:
Draumstafir
Morgunblaðið
Kringlunni 1
103 Reykjavík
eða á heimasíðu Draumalandsins:
http://www.dreamland.is
kryddbragðið er og hversu eðlilega
það rennur saman við olíuna. Það
er ekkert gervilegt við þetta
bragð. Vilji menn meiri hita og
kraft í kryddið er einnig boðið upp
á sólblómaolíuna Spice, þar sem
rauður pipar, kóríander og blóð-
berg ráða ferðinni. Special Pizza
er á sömu nótum nema hvað að
kryddin eru mun meira áberandi.
Eins og nafnið gefur til kynna er
það olía sem sett er saman með
það í huga að nota á pizzur eftir
bakstur en getur ekki síður bragð-
bætt t.d. grillað kjöt eða fisk á lok-
astigi eldunar.
Sú olía sem ég hreifst þó mest af
var valhnetuolía, Huile de Nuits.
Mér er enn í fersku minni ógleyrn-
anlegt salat er ég fékk fyrir um
tveimur árum á veitingstað í Tain
l’Hermitage í Frakklandi. í miðri
máltíðinni var borið fram einfalt
salat sem unaðsleg hnetuolía gerði
að upplifun. Ég hef lengi leitað að
olíu af þessu tagi en nú fyrst fund-
ið hana. Þessi olía hentar með nær
öllu fersku blaðsalati. Ekki skaðar
að salatúrvalið í stórmörkuðum
hefur verið með besta móti undan-
farið. Varið ykkur þó á því að
hnetuolíur eldast illa. Þær eru
ferskvara, sem ber að geyma á
dimmum og helst svölum stað til
að koma í veg fyrir að þær þráni
og missi þar með sjarmann.
Ailar Lesieur-olíurnar munu fást
í Gripið og greitt, en kryddolíurn-
ar að auki í Bakarameistaranum,
Kökumeistaranum, Bakaranum á
hjólinu og í ostabúðinni Þremur
grænum ostum við Skólavörðustíg.
I síðastnefndu versluninni verður
jafnframt kynning á þeim á löng-
um laugardegi um næstu helgi.
Ginkgo Biloba
Eykur blóðstreymið
út í fínustu æðarnar
eilsuhúsið
Skðlavöröustíg, Kringlunni, Smáratorgi
www.mbl.is
Fersk alþjóðleg
matargerð...
I
...og það sem við á
Vínhjartað á Hverfisgötunni
sommelier
r a s s e r i e
Veitingastaðurinn Sommelier • Hverfisgata 46 • Sími: 511*4455 • Veffang: www.sommelier.is
Þýsk fermingarkerti
líklega helmingi ódýrari
en annars staðar
Otnilega
búoin
skrautkerti fyrir
► fermingar
► skímir
► giftingar
► afmæli
► jarðarfarir
Takmarkað
magn.
Verð kr. 998 stk.
Verð annars staðar
frá kr. 1.998 tU 3.000.
Kringlunni, s. 588 1010 • Laugavegi, s. 511 4141 • Keflavík, s. 421 1736