Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 25. MARS 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Fjórir dagar í verkfall verkafólks á landsbyggðinni
Morgunblaðið/Golli
Verkalýðsforingjar úr ýmsum áttum tóku tal saman í Ráðherrabústaðnum fyrr í mánuðinum þegar ríkisstjórn-
in kynnti útspil sitt í skattamálum. Hér má m.a. sjá Guðmund Gunnarsson, formann RSÍ, Guðmund Þ. Jónsson,
formann Iðju, Halldór Björnsson, formann Eflingar og Hervar Gunnarsson, varaforseta ASÍ og einn af forystu-
mönnum VMSÍ í yfirstandandi átökum.
Atök á mörgum
vígstöðvum
Atök eru á mörgum vígstöðvum á vinnu-
markaði þessa dagana. Innbyrðis deilur
verkafólks verða sífellt alvarlegri og líklegt
er að senn dragi til tíðinda - klofningur
verði staðreynd. í grein Björns Inga
Hrafnssonar er rýnt í stöðu mála og rætt
við nokkra af þeim sem í eldlínunni standa.
EFTIR fjóra daga skellur á verk-
fall hjá verkafólki innan 26 lands-
byggðarfélaga Verkamannasam-
bands Islands, náist ekki samn-
ingar við Samtök atvinnulífsins
fyrir þann tíma. Deiluaðilar funda
hjá Ríkissáttasemjara í dag og á
morgun um stöðuna og hefur verið
sett fréttabann á þær viðræður.
Morgunblaðið hefur heimildir fyrir
því að vinna við samningagerð um
öll sérmál sé vel á veg komin. Hið
sama verður ekki sagt um launalið-
inn, sem ekki hefur einu sinni ver-
ið ræddur milli deiluaðila undan-
farna daga - nema í fjölmiðlum. Af
þeim umræðum að dæma er aug-
ljóst að himinn og haf er milli að-
ila.
Sú undarlega staða er uppi að á
sama tíma stendur yfir atkvæða-
greiðsla hins svonefnda Flóa-
bandalags stórra verkalýðsfélaga á
höfuðborgarsvæðinu og í Keflavík
um nýgerðan kjarasamning til
þriggja ára við SA. Forystumenn
Flóabandalagsins hafa lýst yfir
mikilli ánægju sinni með þann
samning, en forystumenn lands-
byggðarfélaga innan VMSÍ hafa á
hinn bóginn fundið honum flest til
foráttu. Hefur Pétur Sigurðsson,
forseti Alþýðusambands Vest-
fjarða, gengið svo langt að hvetja
verkafólk innan félaga Flóabanda-
iagsins til að fella samninginn í at-
kvæðagreiðslunni.
Voveiflegt ef ekki nást samn-
ingar, sagði forsætisráðherra
Ríkisstjórnin kynnti aðgerðir
sfnar í skattamálum eftir að ljóst
var að samkomulag væri um meg-
inatriði samnings SA og Flóa-
bandalagsins fyrr í mánuðinum. Þá
sagði forsætisráðherra að það væri
voveiflegt ef ekki næðust samning-
ar á landsbyggðinni.
„Við getum ekki skipt okkur af
þeim málum, en hins vegar sér
hver maður í hendi sér að ef það er
vinnufriður hér á suðvesturhorn-
inu, en vinnuófriður úti á landi,
mun samkeppnisstaða fyrirtækj-
anna hér á þessu svæði gagnvart
fyrirtækjunum úti á landi stór-
batna,“ sagði hann. „Landsbyggðin
má nú ekki við því og auðvitað
hljótum við öll að vona að það náist
vinnufriður úti á landi líka,“ sagði
Davíð.
Ari Edwald, framkvæmdastjóri
SA, segir að engum vafa sé undir-
orpið, að skelli á verkfall muni það
hafa neikvæð áhrif á allt þjóðfélag-
ið. „Vissulega yrði það alvarlegast
á þeim stöðum sem verkfallið tek-
ur til, en áhrifin myndu alls ekki
takmarkast við þau svæði," segir
hann.
Ari tekur ýmiskonar fram-
leiðsluiðnað sem dæmi: „Það liggur
fyrir að vörur, sem fyrirtæki í
þeim iðnaði framleiða, munu víkja
úr hillunum fyrir innfluttum vörum
og það er ekkert sjálfgefið að þær
fái plássið aftur. Það hefur t.d. allt-
af verið reynslan í verkföllum sem
bitnað hafa á mjólkuriðnaðinum að
þau hafa varanleg áhrif á neyslu
framleiðsluvara í greininni."
Hann bendir á að verkfall nú
hafi áhrif á Mjólkurbú Flóamanna,
en það sinni obbanum af mjólkur-
þörf höfuðborgarsvæðisins. „Stöðv-
ist framleiðsla þar er enginn vafi á
að slíkt mun hafa neikvæð og var-
anleg áhrif á íslenskan landbúnað,“
segir Ari.
Mega ekki við áföllum
Framkvæmdastjóri Samtaka at-
vinnulífsins segir deginum ljósara
að mörg fyrirtæki á landsbyggð-
inni megi alls ekki við áföllum.
Hvað þá slíku áfalli sem vinnu-
stöðvun í einhvern tíma væri.
„Fyrirtæki standa almennt ekki
betur en svo að þau mega illa við
slíku áfalli sem rekstrarstöðvun og
tap markaða myndi hafa í för með
sér,“ segir hann og bendir á verk-
fall Alþýðusambands Vestfjarða
árið 1997 máli sínu til stuðnings.
„Enginn vafi leikur á að það hefur
haft áhrif á þróun atvinnulífs á
Vestfjörðum. Eg trúi ekki að menn
sem til þekkja vísi því á bug í al-
vöru,“ segir Ari og spyr hvort ein-
hver geti að sama skapi haldið því
fram að væntanlegt verkfall muni
ekki hafa alvarleg áhrif á norð-
austurhorninu. Því hefur heyrst
fleygt að atvinnurekendur gráti
krókódílatárum yfir innbyrðis
átökum verkalýðshreyfingarinnar,
en Ari Edwald segir að ákjósan-
legra væri fyrir SA að verkalýðs-
hreyfingin gengi meira samstiga til
leiks en raun ber vitni.
„Þetta er hins vegar sá veruleiki
sem við búum við og verðum að
vinna úr. Það er að sjálfsögðu ekki
okkar hlutverk að segja til um
hvernig skipulagsmálum verka-
lýðshreyfingarinnar skal háttað,“
segir hann.
Til eru þeir sem segja að klofn-
ingur landssambanda á borð við
Verkamannasambandið sé aðeins
tímanna tákn; aðstæður á suðvest-
urhominu séu svo gjörólíkar þeim
á landsbyggðinni að vart sé lengur
grundvöllur fyrir sameiginlegri
kröfugerð og hagsmunabaráttu.
Guðmundur Gunnarsson, for-
maður Rafiðnaðarsambandsins,
sem er landssamband, kveðst
reyndar ekki sammála þessu.
Hann samdi í gær fyrir hönd RSI
við atvinnurekendur, en dregur
ekki dul á að aðstæður manna séu
gjörólíkar í borginni annars vegar
og á landsbyggðinni hins vegar.
„Við hefðum verið búnir að
skrifa undir þennan samning fyrir
lifandis löngu ef við værum bara
Reykjavíkurfélag," sagði hann eftir
undirritun samningsins í gær, en
um 40% þeirra rafiðnaðármanna
sem samningurinn nær til eru á
landsbyggðinni.
Guðmundur benti á að á umliðn-
um árum hefðu einstaklingar á
höfuðborgarsvæðinu notið launa-
skriðs og fengið hækkanir í krafti
samkeppni um vinnuafl. Fyrirtæki
hafi ekki viljað missa starfsmenn
yfir til samkeppnisaðila. Úti á landi
sé slíku hins vegar ekki að heilsa.
Innbyrðis átök innan raða verka-
lýðsins eru ekki ný af nálinni, en
víst er að aldrei hefur farið jafn-
mikið fyrir þeim og nú. í yfir-
lýsingu Flóabandalagsins sl.
fimmtudag sagði enda að þær
grófu íhlutanir sem sést hefðu á
undanförnum dögum væru eins-
dæmi í sögu verkalýðshreyfíngar-
innar á seinni tímum.
Halldór Björnsson, formaður
Eflingar og talsmaður Flóabanda-
lagsins í viðræðunum við SA, segir
að ófremdarástand hafí ríkt um
langt skeið og sumar yfirlýsingar
forystumanna landsbyggðarfélag-
anna séu „víðáttuvitlausar“, eins
og hann orðar það. „Svo hatramm-
ar deilur hafa ekki geisað innan
verkalýðshreyfingarinnar síðan
kratar og kommar tókust á um
völdin snemma á öldinni," segir
hann.
Stjórn Eflingar - stéttarfélags
hittist á fundi á fimmtudag til að
ræða klofninginn sem kominn er
upp innan VMSÍ, en Efling er
stærsta félagið innan raða Verka-
mannasambandsins. Halldór segir
að á fundinum hafi komið í ljós gíf-
urleg gremja yfir framkomu for-
ystumanna verkalýðsfélaga á
landsbyggðinni.
„Það kom greinilega fram að
stjórnarmenn telja að með þessum
mönnum getum við ekki átt sam-
leið. Það hefði ekki þurft mikið til
að fá fram þá niðurstöðu, hefði
verið eftir henni leitað, að kalla
eftir atkvæðagreiðslu um úrsögn.“
Halldór bendir hins vegar á að
slík úrsögn myndi hafa miklar af-
leiðingar í för með sér, gífurlegar
breytingar fyrir Verkamannasam-
bandið og eins á því kerfi sem
skapast hafi um Alþýðusamband
Islands. „Það er hins vegar alveg á
hreinu að við óbreytt ástand verð-
ur ekki unað,“ segir Halldór.
Kristján Gunnarsson, formaður
Verkalýðs- og sjómannafélags
Keflavíkur, sem er eitt þriggja fé-
laga sem mynda Flóabandalagið,
segir ljóst af allri framkpmu lands-
byggðarformanna VMSI að mikil
átök séu framundan innan verka-
lýðshreyfingarinnar. „Það eru þrír
möguleikar í stöðunni," segir hann.
„Við getum tekið slaginn í Verka-
mannasambandinu; nýtt styrk okk-
ar, tekið þar öll völd og hreinsað
almennilega til, því ekki er vanþörf
á. Annar möguleiki er að Flóa-
bandalagsfélögin finni sér sama-
stað hjá einhverju öðru landssam-
bandi, t.d. Þjónustusambandinu, og
þriðji möguleikinn er að breyting-
ar verði gerðar á lögum ASÍ þann-
ig að við getum slitið tengslin við
VMSI en verið samt áfram innan
raða Alþýðusambandsins."
Kristján segir allt sitt fólk
sammála um að við þetta
ófremdarástand verði ekki búið
miklu lengur.
Þáttur Norðlendinga
Nokkurt mark hefur sett á deil-
una að formaður Verkamanna-
sambandsins, Björn Grétar Sveins-
son, hefur verið frá vegna
veikinda. A meðan hefur meira
borið á öðrum forystumönnum,
eins og Aðalsteini Baldurssyni, for-
manni Verkalýðsfélagsins á Húsa-
vík. Aðalsteinn hefur skotist til-
tölulega hratt upp á stjörnu-
himininn innan verkalýðshreyf-
ingarinnar; þykir fastur fyrir og
mjög fylginn sér. A tiltölulega
skömmum tíma hefur hann bætt
við sig formennsku í fiskvinnslu-
deild VMSÍ og formannsstóli Al-
þýðusambands Norðurlands. Aðal-
steinn þykir hafa verið nokkuð
herskár í yfirlýsingum sínum og
einhverjum hefur þótt þáttur hans
minna á framgöngu Péturs Sig-
urðssonar í verkfalli Vestfírðinga
fyrir sjö árum og óneitanlega hefur
þáttur Norðurlands verið nokkur í
umræðunni að undanförnu.
„Hann blæs mikið þessa dagana,
það fer ekki framhjá neinum. Enda
er hann úr Þingeyjarsýslunni,“
segir Kristján Gunnarsson um Að-
alstein. Ari Edwald tekur undir að
líklega sé Aðalsteinn manna her-
skáastur af forystumönnum VMSÍ.
En hvað segir Aðalsteinn sjálf-
ur? „Þetta er bara ekki rétt. Það á
alls ekki að persónugera mig í
þessu. Við vinnum eftir samþykkt-
um á formannafundum og þar er
ég aðeins einn af tæplega 40 for-
mönnum. Eg ræð ekki meiru en
aðrir.“
Aðalsteinn segir að vissulega sé
mikil samstaða meðal verkafólks á
Norðurlandi, en það eigi líka við
um Austurland og í raun hafi mikil
samstaða einkennt framgöngu
landsbyggðarfélaganna, allt frá því
Flóabandalagið hafi sagt skilið við
VMSÍ í samningamálunum.
„Það þjappaði okkur mjög sam-
an og nú byggjum við á sameigin-
legum styrk.“
Aðalsteinn segir að vissulega sé
djúpstæður ágreiningur innan raða
Verkamannasambandsins, en menn
ættu að setjast niður og reyna að
ná einhverjum sáttum. Hann segir
að átökin að undanförnu minni
helst á sandkassaleik.
„Fyrst og fremst snýst þetta um
peninga og völd. Félög Flóabanda-
lagsins eru svo stór miðað við
mörg önnur félög að líklega finnst
þeim sem peningarnir væru betur
komnir í öðru en rekstri Verka-
mannasambandsins - þeir þurfi
ekki á sérfræðiþekkingu Verka-
mannasambandsins að halda.“
Athygli vakti í gær er Aðalsteinn
upplýsti í Morgunblaðinu að sím-
inn hefði ekki stoppað hjá sér; at-
vinnurekendur á landsbyggðinni
óskuðu eftir viðræðum um sér-
samninga, semdist ekki á annan
hátt.
Ari Edwald gefur ekki mikið
fyrir þennan málflutning Aðal-
steins. „Ég tel að það sé alveg úti-
lokað að nokkurt alvörufyrirtæki á
landsbyggðinni ráði við þessa
kröfugerð," segir hann. „Ég veit
ekki hvaða fyrirtæki á svæði Aðal-
steins Baldurssonar, sem hefur
margt fólk í vinnu á umræddum
töxtum, gæti unnið úr þeim hækk-
unum sem um yrði að ræða.“
Ari lýsir furðu sinni á því að Að-
alsteinn komist upp með svona
málflutning án þess að nefna neitt
máli sínu til stuðnings.
Aðalsteinn heldur hins vegar
fast við fyrri yfirlýsingar. „Við
komum saman, samninganefndin, í
gær til að ræða óskir nokkurra
fyrirtækja um viðræður," segir
hann og nefnir að umrædd fyrir-
tæki komi víðsvegar að af landinu;
af Suðurlandi, Suðurnesjum, Snæ-
fellsnesi og Norðurlandi. „Samtök
atvinnulífsins vilja ginna okkur til
að gefa upp nöfn þessara fyrir-
tækja svo hægt sé að stoppa þau
af. Þess vegna gef ég ekki upp
nöfnin að svo stöddu. En þetta eru
10-20 alvörufyrirtæki. Innan og
utan raða Samtaka atvinnulífsins,"
segir hann.
Heildaráhrif
kröfugerðarinnar
Nokkuð hefur borið á gagnrýni í
garð Verkamannasambandsins fyr-
ir að leggja ekki saman heildar-
áhrif kröfugerðar sinnar. Fyrir
vikið sé erfitt að meta heildar-
hækkunina sem sambandið fari
fram á. Samtök atvinnulífsins hafa
lagt saman dæmi úr einstökum
greinum og fengið út hækkanir
upp á tugi prósenta.
Úm þetta segir Aðalsteinn Bald-
ursson að prósentur segi ekki alla
söguna. Hann segir það kröfu
verkafólks á íslandi að heldur
verði tekinn út krónutöluútreikn-
ingm-. „Það er lélegur áróður að
segja okkur krefjast 40% hækkun-
ar. Vissulega erum við með metn-
aðarfullar kröfur og þær vega hátt
í prósentum, en spurningin er ura
samhengið. Verkafólk munar miklu
meira um 15 þúsund króna hækk-
un en aðra sem miklu betur eru
launaðir,“ segir hann.
En væri ekki eðlilegt að leggja
kröfugerðina saman? - Aðalsteinn
er ekki á því. „Nei, það væri ekki
eðlilegt og aðeins til að slíta málin
úr stærra samhengi."
Ari Edwald segir þetta hins veg-
ar furðuleg vinnubrögð. „Þeir hafa
allar aðstæður til að gera sér grein
fyrir heildarniðurstöðum kröfu-
gerðar sinnar. Því er með ólíkind-
um að þeir lýsi því yfir að þeir hafi
ekki lagt saman kröfurnar og ætli
ekki að gera það. Þar með eru þeir
að segja að þeir kæri sig kollótta
um efnahagslegar niðurstöður
sinna eigin krafna," segir Ari.