Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 25. MARS 2000 58 ■ Guðmundur var mikill mannkosta- maður, sem lætur eftir sig mikið og farsælt ævistarf, bæði í einkalífi og á opinberum vettvangi. Hann var stjómmálaskörungur og starfaði mikið í bæjarmálum í Hnífsdal og á ísafirði, m.a. sem forseti bæjar- stjómar Isafjarðar. Hann gegndi mörgum opinberum störfum um æv- ina og leysti þar allt af hendi með þeim dugnaði og nákvæmni sem var honum svo eiginlegt. Guðmundur var mjög skipulagður og nákvæmur en einnig ákafamaður og vildi láta hlut- ina ganga og rak þá gjaman á eftir, en um leið var hann léttur í lund, hress og skemmtilegur á mannamót- um og innan um fjölskyldu og vini. Guðmundur var einn þeirra sem ekki bara upplifðu, heldur tók beinan þátt í hinum miklu þjóðfélagsbreyt- ingum og uppbyggingarstarfi þessar- ar þjóðar á seinni helmingi tuttug- ustu aldaiinnar. Hann byrjaði að starfa sem unglingur í sveit í Bol- ungavík á Homströndum, meðan þai- var allt með fornu sniði og tók síðan virkan þátt í að breyta vestfirskum sveitarfélögum yfir í hátæknivædd velferðarsamfélög nútímans. Síðustu árin undi hann hag sínum vel í Reykhólasveitinni, þar sem hann gat sameinað öll sín helstu áhugamál á einum stað. Hann naut sín vel að vera allt í senn, sveitarstjóri á Reyk- hólum, bóndi í Mýrartungu og veiði- maður á eigin landai'eign. Þetta var sú blanda sem hann var að upplagi og átti ákaflega vel við hann. Það er svo margt sem ég gæti talið upp og þakkað honum fyrir en vil bara nefna tvennt. Þegar nálgaðist að pabbi og mamma myndu bregða búi og flytjast í íbúðir aldraðra á Isafirði, þá var margt sem þurfti að ganga frá og jafnvel gömul óuppgerð mál sem þurfti að leysa. Um allt þetta sá Guð- mundur og gekk frá öllum þeirra málum með einstaklega farsælum hætti. Og eftir að pabbi dó og mamma var orðin ein í íbúðinni á Hlíf þá sinnti Guðmundur henni sérstak- lega vel og heimsótti hana reglulega og eins oft og hann gat. Okkur sem fjarri vorum og gátum sjaldnar heim- sótt hana var það vel ljóst hvað þessi umhyggja var henni mikils virði. Ég gæti haft mörg fleiri orð um Guðmund og hans margvíslegu mannkosti en fyrst og fremst er ég þakklátur fyrir að hafa kynnst hon- um, að hafa eignast hann sem mág og vin og fengið að deila með honum svo mörgum skemmtilegum stundum um ævina. Blessuð sé minning hans. Jakob K. Kristjánsson. Er ég minnist Guðmundar Ingólfs- sonar, vinar míns, stendur mér fyrir hugskotssjónum ungur maður hár og grannur í ljósum frakka ganga stór- um skrefum inn Seljalandsveginn á Isafirði til fundar við unnustu sína. Innarlega við Seljalandsveginn stóð lítið hús upp undir fjallinu sem nefnd- ist Hlíð. í þessu litla húsi voru þá sjö ungar stúlkur ásamt foreldrum sín- um og tveim bræðrum, að vísu var ein af þessum ungu stúlkum móðursystir þessa unga fólks, en hún átti þar sitt heimili meira og minna í sex ár og var ein úr hópnum. Það þurfti árvökul augu til að fylgjast með þessum meyjarskara og var oft hent gaman að því ef ungir menn, óþekktir, sáust þar á sveimi að kvöldlagi og húsbónd- inn var ekki genginn til náða. Oft er hann gekk Seljalandsveginn raulaði hann fyrir munni sér hend- ingu úr ljóðatexta eftir Kristján frá Djúpalæk „er einmana geng ég um ókunnan stað“ en sporin sem hann gekk inn Seljalandsveginn urðu hans mestu gæfuspor, þar fann hann sinn trygga lífsförunaut sem Gerða frænka mín var. Þær eru svo ótal margar góðu stundirnar sem við Haukur áttum með þér og Gerðu enda við frænkur mjög samrýndar. Leiðir okkar fjög- urra lágu saman öll okkar ungdómsár og þá var margt brallað. Okkar stóru dagar í lífinu voru einnig ykkar dagar svo sem jóladagur 1954 og brúð- kaupsdagur okkai' beggja 29. desem- ber og margir fleiri. Þið reistuð ykkar hús í Hnífsdal en við á ísaftrði. Það var oft glatt á hjalla 29. desember ár hvert á brúðkaupsdögum okkar er við skiptumst á heimsóknum og stundum brugðum við okkur á ball í Gúttó. Þá minnist ég þess er elsta bam okkar Hauks, Ari Daníel. fermdist 23. apríl 1971 þá gekk á með svo mikl- um norðan byl að allar götur á ísa- firði urðu ófærar en þú hafðir þá yfir að ráða tíu hjóla trukk sem þið Gerða brutust á til Isafjarðar til að vera með okkur þann dag. Nokkra gesti sóttir þú síðan fyrir okkur svo veislan félli ekki alveg niður. Margar glaðar stundir áttum við í Félagsheimilinu í Hnífsdal, bæði því gamla og hinu sem nú stendur. Ogleymanleg er ferðin með ykkur Gerðu á Flæðareyrarhátíð og einnig er mér minnisstætt lognið er við sigldum á bátum okkar iyrir björgin, Hælavíkurbjarg og Hombjarg áleiðis til Reykjarfjarðar þar sem við áttum margar og ógleymanlegar stundir. Þá vomð þið Haukur í essinu ykkar og skipstjórar á ykkar bátum. Ég veit hversu mikils virði það var fyrir Hauk er þið vomð á sjónum hvor á sínum bátnum og þið fylgdust hvor með öðram og eftir góðan dag á færam fórað inn á Aðalvík til hvíldar fram á næsta dag. Hvergi er sumar- nóttin eða sólarlagið fallegra en þai- norður frá. Gummi unni náttúru landsins og að vera úti hvort heldur var við heyskap, smalamennsku eða veiðiferðir. Naut hann þess og sótti kraft til daglegra starfa sem að mestu vora skrifstofu- störf er hann tók að sér af alúð og dugnaði hvort heldur það var forseti bæjarstjórnar á ísafirði eða sveitar- stjóri Reykhólahrepps. Það var dýrmætt að eiga þig að vini og getað leitað til þín í blíðu og stríðu því heiðarlegri og traustari vinur var vart fundinn enda leystir þú ávallt vandann. Nú er leiðir skilur um sinn er mér efst í huga allt það góða sem býr áfram í bömum ykkar og verður fjölskyldunni styrkur á erfiðum stundum. Gummi minn, úr því þú fórst á und- an okkur og hefur búið þér stað á grænum grandum, þá taktu frá skika handa okkur Hauk svo við getum áfram gengið saman á guðs vegum er þar að kemur. Mirrn trúfasti vinur þó liggir þú lágt í ljómandi friði samt heima þú átt því sálin af guðs anda geisiabrot er Að genginni ævi sem til hans því fer. Jeg þakka þér starf þitt þú veglýndi ver, með vaskleik og drengskap æ stríddirðu hér. Með blíðu og minnast þín bömin þín kær er bölstundir ýfast og hryggðin þau slær. (Magnús Hj. Magnússon.) Ti-austur og góður vinur er horfinn af sjónarsviðinu, hans mun verða saknað af ættingjum, vinum og öðra samferðafólki. Hafðu hjartans þökk fyrir allt og allt. Elsku Gerða, Gylfi, Halldór, Kitti, Inga Maja og Jói og fjölskyldur, við Haukur sendum ykkur okkar innileg- ustu samúðarkveðjur, megi guð styrkja ykkur í sorginni. Valgerður Jakobsddttir. Mig langar í örfáum orðum að minnast mágs míns Guðmundar H. Ingólfssonar. Sem fyrsti tengdason- urinn í stórri fjölskyldu var Guð- mundm- mikilvæg persóna í hugum okkar yngri systkinanna. Segja má að hann hafi haldið þeirri sérstöðu alla tíð. Heimili hans og Jónu Val- gerðar systur minnar í Hnífsdal stóð okkur og fjölskyldum okkar ætíð opið eins og heimili foreldra okkar. Omet- anleg er sú umhyggja og aðstoð sem hann og Jóna Valgerður veittu for- eldram okkar á efri áram, þau vora þeim ætíð til trausts og halds þegar á þurfti að halda. Gerða og Gummi vora einskonar miðpunktur stórfjöl- skyldunnar á mikilvægum stundum sorgar og gleði. Síðustu árin eftir að Guðmundur varð sveitarstjóri í Reykhólasveit og þau hjónin fluttu að Mýrartungu II, urðu samskipti okkar meiri og nánari en verið hafði um ára- bil. Guðmundur var hreinskiptinn, heiðarlegur og heill í öllu sem hann tók sér íyrir hendur. Hann gat á stundum verið stórorður en alltaf fann maður að undir sló hlýtt hjarta sem vildi öllum vel. Guðmundur undi sér mjög vel í Reykhólasveitinni og lagði sig fram í starfi sínu þar sem sveitarstjóri eins og í öllu öðra sem hann tók sér fyrir hendur. Fyrir fá- um áram átti Guðmundur við erfið veikindi að stríða. Við höfðum öll von- að að þau veikindi væra að baki, þar sem hann virtist hafa náð sér prýði- lega. Því var það áfall þegar sjúk- dómurinn tók sig upp aftur þannig að ekki varð við ráðið. Ég og fjölskylda mín viljum þakka Guðmundi samfylgd og vináttu gegn- um árin og sendum Gerðu, bömum hennar og fjölskyldum þeirra innileg- ar samúðarkveðjur. Blessuð sé minn- ing Guðmundar H. Ingólfssonar. Þrúður Krisljánsdóttir. Látinn er Guðmundur H. Ingólfs- son eftir nokkurt veikindastríð. í því sem öðra hélt hann reisn sinni til loka. Guðmundur markaði spor sín í Eyrarhreppi, en hann bjó í Hnífsdal, og á Isafirði eftir sameiningu sveitar- félaganna. Þar gegndi hann forystu í Sjálfstæðisflokki og bæjarstjóm. Oft gustaði um menn í bæjarpólitfkinni á Isafirði, ekki sízt forystumennina. Mér er Guðmundur minnisstæður frá áram mínum á ísafirði 1976 og 1977, en þá var sótt fram á mörgum víg- stöðvum. Götur vora malbikaðar, Orkubú Vestfjarða stofnað og mörg verkefni leyst. Þeir störfuðu þá sam- an í bæjarstjórn Guðmundur og Jón Baldvin Hannibalsson. Guðmundur H. Ingólfsson starfaði sem aðalbókari hjá bæjarfógeta og sýslumanni á ísafirði 1982 til 1985, er hann sneri sér að öðram störfum. Þá lágu leiðir okkar saman en Guðmund- ur hafði áhuga á góðu samstarfi við skattstjórann, enda störfin þess eðlis að hafa töluverð áhrif á gjaldendur, sem gera sjaldan mun á álagningu og innheimtu. Þetta var þeim ljóst Guð- mundi og bæjarfógeta. Starfi sínu sinnti hann með mikilli prýði. Síðar starfaði hann í Stjómsýsluhúsinu, þá sem fulltrúi verðlagsstjóra. Fram- kvæmdastjóri Héraðsnefndar ísa- fjarðarsýslu var hann 1990 til 1996. Þá tengdust störf okkar á nýjan leik. Ekkert var breytt, sama vandvirknin réð ríkjum sem fyrr. Menn ráða ekki örlögum sínum. Þegar Guðmundur lauk afskiptum sínum af sveitarstjóm á ísafirði 1986 höguðu örlögin því svo að sá er þessi orð ritar tók við hlutverki hans. Þrátt fyrir áherzlumun virti hann það sem breyttist. En óneitanlega var bak- grannur okkar ólíkur. Löng reynsla hafði kennt honum, skólar mér. Fyrir nokkram áram breytti Guð- mundur um starfsvettvang og þau hjón fluttu sig í Reykhólahrepp hinn nýja. Þar var hann sveitarstjóri og merk reynslan nýttist vel. Nú þegar árið 2000 er rannið upp og hillir undir nýja öld þykja sextíu og sex ár ekki hár aldur. En krafturinn var ekki sparaður og það setur sitt mark á hvem mann. Þeim fækkar nú mönuj- unum, sem hófust af sjálfu sér á þeim vettvangi er þeir kusu sér. Af þeim megum við yngra fólkið læra. Eftirlifandi eiginkonu, Jónu Val- gerði Kristjánsdóttur, bömum og öðram aðstendendum er vottuð sam- úð. Megi guð blessa ykkur öll. Olafur Helgi Kjailansson, sýslumaður á Isafirði. I dag verður til moldar borinn Guð- mundur H. Ingólfsson frá Holti í Hnífsdal. Með honum er horfinn for- ystumaður og góður drengur. Vi%i hæfi er að minnast nokkram orðum góðs vinar og félaga til margra ára. Kynni okkar Guðmundar hófust upp úr 1972, en þá var hann virkur þátt- takandi og leiðtogi Sjálfstæðisflokks- ins í bæjarstjórn Isafjarðar. Við skip- uðum báðir sæti á lista flokksins, sem hann leiddi, við kosningar 1974. Á leikvangi stjómmálanna var Guð- mundur kröfuharður húsbóndi, en mestar ki’öfumar gerði hann til sjálfs sín. Það var gagnlegur skóli óreynd- um þátttakanda í bæjarpólitík að starfa með Guðmundi. Kröfumar vora að sönnu miklar enda hefur reynslan ætíð gagnast vel síðan. Samstarf okkar stóð í tíu ár og var ávallt með miklum ágætum. Vináttafr >- hélst þótt við hittumst sjaldnar eftir að hann flutti sig um set í fjórðung- num og tók við starfi sveitarstjóra í Reykhólahreppi. Ekki var alltaf logn í bæjarpólitíkinm á ísafirði. Oft þurfti að ræða málin yfir kaffibolla og meta stöðuna. Dugnaði Guðmundar var við brugðið og aldrei var hann svo upp- tekinn að hafa ekki tíma fyrir aðra ef til hans var leitað. Það var ómetan- legur þáttur í skóla lífsins að starfa með honum þennan áratug enda hvarflar hugurinn oft til þessara stunda. Guðmundur valdist til forystu á mörgum sviðum og gegndi for- mennsku í stjómum Fjórðungssam- bands Vestfjarða og Orkubús Vest- fjarða, en hann var einn helsti hvatamaður að stofnun hins síðar- nefnda. Um það ríkti ekki einhugur í upphafi. I því máli sem öðram er snertu hagsmuni Vestfirðingafjórð- t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN VALFRÍÐUR ODDSDÓTTIR, Sælingsdal, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja að kvöldi miðvikudagsins 22. mars. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ODDFRÍÐUR SÆMUNDSDÓTTIR, frá Elliða í Staðarsveit, er andaðist á Droplaugarstöðum föstudaginn 17. mars sl., verður jarðsungin frá Lang- holtskirkju þriðjudaginn 28. mars kl. 13.30. Fyrir hönd ættingja og vina, Sæmundur Ingólfsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HANSÍNU ÞORSTEINSDÓTTUR, Sunnuhvoli, Hvammstanga. Hrólfur Egilsson, Guðrún Hauksdóttir, Hrefna Hrólfsdóttir, Viðar Örn Hauksson, Arnar Hrólfsson, Jóhanna M. E. Matthíasdóttir, Sigursteinn Hrólfsson og langömmubörn. t Þakkir samúð og hlýhug við andlát og útför bróður míns, GUÐMUNDARJÖRGENS SIGURÐSSONAR frá Bjarnahúsi. Sérstakar þakkir til Kristínar og allra á dvalar- heimilinu Fellsenda. Gyða Sigurðardóttir. t Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, UNU DAGNÝJAR GUÐMUNDSDÓTTUR, áður til heimilis á Hólavegi 38, Siglufirði, Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðis- stofnunar Siglufjarðar fyrir frábæra umönnun. Eiríkur Sævaldsson, Jóna Gígja Eiðsdóttir, María Jóhannsdóttir, Sigurður Þór Haraldsson, Hreiðar Þór Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra hinna mörgu, sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför MORRIS GARFIELD SLEIGHTS. Bergljót, Þórunn og Magnús Már, Peter, Eileen og Erik Sleight.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.