Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
LAUGARDAGUR 25. MARS 2000 13
Hagsmunafélag um eflingu verk- og tæknimenntunar
á háskólastigi á Islandi var stofnað í gær
Skortur á verk- og
tæknimenntuðu fólki
Hæstiréttur um slit á íslenskum aðalverktökum sf.
Ríkið veiti upplýsingar
um úttekt á eignum
HÆSTIRÉTTUR hefur fellt úr
gildi úrskurð úrskurðarnefndar um
upplýsingamál, þar sem staðfest var
ákvörðun utanríkisráðherra um að
neita blaðamanni um aðgang að
samkomulagi eigenda Islenskra að-
alverktaka sf. um úttekt á eignum úr
félaginu við slit þess og skiptingu
þeirra sín á milli. Sagði Hæstiréttur
íslenska ríkinu skylt að veita blaða-
manninum aðgang að gögnum um
það efni.
íslenska ríkið átti 52% hlut í ís-
lenskum aðalverktökum sf., en aðrir
eigendur voru Sameinaðir verktakar
hf. og Reginn hf., sem áttu 32% og
16% hluti. Eigendurnir slitu sam-
eignarfélaginu í maí 1997 en stofn-
uðu samnefnt hlutafélag þar sem
þeir lögðu fram sem hlutafé og fram-
lag í varasjóð nokkuð af þeim eign-
um, sem áður tilheyrðu sameignar-
félaginu. Eigið fé hlutafélagsins nam
tæpum þremur milljörðum króna.
Oðrum eignum sameignarfélagsins,
að verðmæti tæplega 1,2 milljarðar
króna, var skipt á milli eigendanna í
réttum hlutföllum við eignarhluta.
Blaðamaður við Viðskiptablaðið
óskaði eftir því við utanríkisráðu-
neytið í maí 1998 að sér yrðu veittar
upplýsingar um hverjir hefðu gert
samkomulag um skiptingu eigna ís-
lenskra aðalverktaka sf. á árinu 1997
og bað um afrit samninga ásamt
sundurliðuðum upplýsingum um
eignir, sem eigendur fengu í sinn
hlut, og bókfært verð þeirra. Utan-
ríkisráðuneytið taldi sér ekki fært
að veita þær upplýsingar þar sem
aðrir en ríkið ættu hlut að máli.
Sameinaðir verktakar hf. og Reginn
hf. lýstu sig andvíga því að blaða-
maðurinn fengi upplýsingarnar, m.a.
á þeirri forsendu að gögnin vörðuðu
mikilvæga fjárhags- og viðskipta-
hagsmuni félaganna. Úr-
skurðarnefnd um upplýsingamál tók
í sama streng og staðfesti þá ákvörð-
un utanríkisráðuneytisins að neita
blaðamanninum um aðgang að gögn-
unum.
Hagsmunir alniennings
vega þyngra
Hæstiréttur benti á að þegar hefði
verið greint frá heildarandvirði
eignanna sem skipt var á milli eig-
enda íslenskra aðalverktaka sf.,
hvernig skiptingin réðist og að eign-
irnar hefðu ekki þótt standa í bein-
um tengslum við verktakastarfsemi.
„I málinu hefur ekki komið sérstak-
lega fram að hverju starfsemi Sam-
einaðra verktaka hf. beinist nú en
fyrir liggur hins vegar að Reginn hf.
hafi að minnsta kosti frá árinu 1997
verið eignarhaldsfélag í eigu Lands-
banka íslands hf. Samkvæmt gögn-
um málsins hefur Reginn hf. þegar
selt að minnsta kosti einhverjar
þeirra eigna sem komu í hlut félags-
ins við slit íslenskra aðalverktaka sf.
Að því leyti, sem aðrar þeirra kunna
enn að vera í eigu Regins hf., geta
upplýsingar um verðmat þeirra í
samningum á fyrri hluta árs 1997
engu raunverulegu máli skipt ef leit-
ast er við að koma þeim nú í verð,“
segir Hæstiréttur og fellst ekki á
það með utanríkisráðuneytinu að
hagsmunir Sameinaðra verktaka hf.
og Regins hf. vegi þyngra á metum
en þeir hagsmunir, sem meginreglu
3. gr. upplýsingalaga um aðgang al-
mennings að gögnum er ætlað að
tryggja.
strax á næstu vikum myndi það veita
fyrstu viðurkenninguna, en að hún
yrði veitt fyrir sérstakt framtak á
sviði stærðfræði. Leitað yrði eftir til-
nefningum um skóla, kennara og
nemendur á framhaldsskólastigi,
sem skarað hefðu fram úr á sviði
náms og kennslu í stærðfræði.
Verk- og tæknimenntun
kynnt í HI
Hinn 9. apríl mun Hagsmunafé-
lagið taka þátt í námskynningu í Há-
skólanum fyrir framhaldsskólanema
og mun félagið standa fyrir umræðu-
fundi, þar sem yfirskriftin verður:
„Er vit í verk- og tæknimenntun?"
Að Hagsmunafélaginu standa Há-
skóli Islands, Háskólinn á Akureyri,
Verkfræðingsfélag íslands, Tækni-
fræðingafélag íslands og Samtök
iðnaðarins. I stjórn félagsins situr
einn fulltrúi frá hverjum félagsaðila
og eftir þrjú ár skal starfsemi félags-
ins metin og framtíðarfyrirkomulag
þess ákveðið.
Stjórn félagsins mun veita fyrir-
tækjum og skólum tækifæri til að
vinna sameiginlegar tillögur að verk-
efnum, með þeim möguleika að
stofna sérstaka starfshópa um ein-
stök verkefni.
STOFNFUNDUR Hagsmunafélags
um eflingu verk- og tæknimenntun-
ar á háskólastigi á Islandi var hald-
inn hjá Samtökum iðnaðarins í gær.
Vilmundur Jósefsson, formaður fé-
lagsins, lýsti yfir mikilli ánægju með
áfangann, en hann sagði að unnið
hefði verið að stofnun félagsins síð-
astliðið eitt og hálft ár.
„Kveikjan að stofnun Hagsmuna-
félagsins er fyrst og fremst skortur á
verk- og tæknimenntuðu fólki í þjóð-
félaginu og sameiginlegur áhugi at-
vinnulífs og háskóla á að taka á þess-
um vanda,“ sagði Vilmundur.
Að sögn Vilmundar hefur fjöldi
nema í verkfræði, tæknifræði og öðr-
um skyldum greinum ekki aukist
undanfarin ár þrátt fyrir að mikil
þörf sé hjá fyrirtækjum fyrir mennt-
að tæknifólk í vel launuð og skapandi
störf. Hagsmunafélagið telur aukna
menntun í þessum greinum fela í sér
mikil tækifæri til hagsældar fyrir
einstaklinga, fyrirtæki og samfélagið
í heild.
Þekkingarsköpunin lykillinn
Páll Skúlason, rektor Háskóla ís-
lands, sagði að í nútímaþjóðfélaginu
gegndu vísindi og tækni lykilhlut-
verkum.
„Við erum að sigla inn í þjóðfélag,
þar sem þekkingarsköpunin er lyk-
illinn að þróun alls,“ sagði Páll.
„Stóra verkefnið okkar í framtíðinni
er því að kynda undir hina skapandi
hugsun í tækni.“
Vilmundur sagði að markmið fé-
lagsins væri fyrst og fremst að
stuðla að eflingu verk- og tækni-
menntunar á háskólastigi og hvetja
til nýjunga í greinunum. Hann sagði
að þetta yrði gert með samnýtingu
og samstarfi milli háskóla sem bjóða
verk- og tæknimenntun og með þvi
að auka framboð menntunar í grein-
unum á landsbyggðinni. Einnig yrðu
samlegðaráhrif háskóla og rann-
sóknastofnana nýtt til eflingar verk-
og tæknimenntunar.
Vilmundur sagði að til að auka
áhuga manna á verk- og tæknimenn-
tun myndi Hagsmunafélagið t.d.
veita viðurkenningar fyrir vel unnin
störf í þágu fræðigreinanna og að
Morgunblaðið/Ásdís
Hagsmunafélag um eflingu verk- og tæknimenntunar á háskólastigi var
stofnað í gær. Frá vinstri: Jóhannes Benediktsson, hjá Tæknifræðinga-
félaginu, Hákon Ólafsson, hjá Verkfræðingafélaginu, Vilmundur Jós-
efsson, formaður Samtaka iðnaðarins, Páll Skúlason, rektor Háskóla ís-
lands, og Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri.
Lftill ávinning’ur
af Schengen fyrir
fer ðaþj ónustuna
ENGINN stór ávinningur verður
af Schengen-samstarfinu fyrir mót-
töku erlendra ferðamanna á Is-
landi. Þetta er niðurstaða nefndar
sem samgönguráðuneytið skipaði á
síðasta ári til að fjalla um Scheng-
en og íslenska ferðaþjónustu.
Ávinningurinn er talinn felast fyrst
og fremst í auðveldara aðgengi ís-
lenskra ferðamanna að öðrum
Schengen-löndum, þar sem ekki
þurfi vegabréf til að komast á milli
landanna. Einnig að flugvélar frá
Islandi muni leggja á Schengen-
svæði flugstöðva í þessum löndum,
en það auðveldar áframhaldandi
tengiflug innan Schengen-land-
anna.
Nefndin telur mögulegt að nýtt
fyrirkomulag varðandi vegabréfs-
áritanir geti haft jákvæð heildar-
áhrif á íslenska ferðaþjónustu.
Bæði muni þeim löndum fjölga sem
ekki þurfa vegabréfsáritanir og
einnig að þetta muni frekar hvetja
þá ferðalanga, sem hvort sem er
eru á ferðinni innan Schengen-
svæðisins, til að koma við á Islandi
því þar gildi sama áritun. Þetta at-
riði var rætt ítarlega innan nefnd-
arinnar, sem telur að þetta atriði
hjóti að hafa jákvæð áhrif á ferða-
mannastrauminn til landsins og að
þarna séu möguleikar sem ferða-
þjónustan verði að nýta sér.
í áliti nefndarinnar segir að mik-
ilvægast sé að koma í veg fyrir nei-
kvæð áhrif á tengiflug í Flugstöð
Leifs Eiríkssonar, en í vissum til-
vikum getur verið erfitt að greina í
sundur áhrif vegna Schengen-að-
ildar og hinnar óhjákvæmilegu
stækkunar á Flugstöðinni. Nefndin
telur að allir aðilar sem að þessu
máli koma séu með samstilltu átaki
að gera sitt besta til að neikvæð
áhrif verði sem minnst á flæði far-
þega í Flugstöðinni og að stöðin
geti áfram virkað sem hagkvæm
skiptistöð. Vakin er athygli á því
að samgöngur til og frá flugstöð-
inni eftir Reykjanesbrautinni hafi
einnig mikla þýðingu í þessu sam-
bandi.
Það er álit nefndarinnar að
Schengen-samstarfið muni ekki
auka viðskiptamöguleika flugstöðv-
arinnar að ráði. Erfiðlega hafi
gengið að fá ný flugfélög til þess
að lenda í Keflavík og það muni
varla breytast eingöngu vegna
Schengen-samningsins.
Menning
NEMENDUR í Melaskóla héldu
eins og aðrir grunnskólar í Reykja-
vik þemadaga í vikunni í tengslum
við menningarborgarár í höfuð-
borginni og var „menning á mel-
um“ yfirskrift þemadaganna. Á
myndinni sjást nemendur sex ára
bekkjar vinna að sfnu þema sem
einkum sneri að náttúrunni og haf-
inu. Fóru krakkarnir m.a. í fjörur,
þau skoðuðu fiska og unnu sfðan úr
því sem fyrir augu hafði borið, og
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
á melum
sem þau höfðu lesið sér til um.
Hver árgangur f skólanum hafði
sitt eigið þema undir áðurnefndri
yfirskrift. Nemendur fjölluðu t.d.
um arkitektúr, myndlist, bók-
menntir, leiklist og dans í borginni,
þau fóru í skoðunarferðir og fengu
til sín góða gesti. Þemadagarnir
tókust afar vel, að sögn Rögnu Ól-
afsdóttur, skólastjóra í Melaskóla,
og lýstu nemendur mikilli ánægju
sinni með tiltækið.
10-5
afsláttur af öllum gólfefuum
Gólf-og veggflísar
í miklu úrvali
Flísar frá
995 kr./m2
HÚSASMIDJAN
Sími 525 3000 • www.husa.is