Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR LAUGARDAGUR 25. MARS 2000 13 Hagsmunafélag um eflingu verk- og tæknimenntunar á háskólastigi á Islandi var stofnað í gær Skortur á verk- og tæknimenntuðu fólki Hæstiréttur um slit á íslenskum aðalverktökum sf. Ríkið veiti upplýsingar um úttekt á eignum HÆSTIRÉTTUR hefur fellt úr gildi úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál, þar sem staðfest var ákvörðun utanríkisráðherra um að neita blaðamanni um aðgang að samkomulagi eigenda Islenskra að- alverktaka sf. um úttekt á eignum úr félaginu við slit þess og skiptingu þeirra sín á milli. Sagði Hæstiréttur íslenska ríkinu skylt að veita blaða- manninum aðgang að gögnum um það efni. íslenska ríkið átti 52% hlut í ís- lenskum aðalverktökum sf., en aðrir eigendur voru Sameinaðir verktakar hf. og Reginn hf., sem áttu 32% og 16% hluti. Eigendurnir slitu sam- eignarfélaginu í maí 1997 en stofn- uðu samnefnt hlutafélag þar sem þeir lögðu fram sem hlutafé og fram- lag í varasjóð nokkuð af þeim eign- um, sem áður tilheyrðu sameignar- félaginu. Eigið fé hlutafélagsins nam tæpum þremur milljörðum króna. Oðrum eignum sameignarfélagsins, að verðmæti tæplega 1,2 milljarðar króna, var skipt á milli eigendanna í réttum hlutföllum við eignarhluta. Blaðamaður við Viðskiptablaðið óskaði eftir því við utanríkisráðu- neytið í maí 1998 að sér yrðu veittar upplýsingar um hverjir hefðu gert samkomulag um skiptingu eigna ís- lenskra aðalverktaka sf. á árinu 1997 og bað um afrit samninga ásamt sundurliðuðum upplýsingum um eignir, sem eigendur fengu í sinn hlut, og bókfært verð þeirra. Utan- ríkisráðuneytið taldi sér ekki fært að veita þær upplýsingar þar sem aðrir en ríkið ættu hlut að máli. Sameinaðir verktakar hf. og Reginn hf. lýstu sig andvíga því að blaða- maðurinn fengi upplýsingarnar, m.a. á þeirri forsendu að gögnin vörðuðu mikilvæga fjárhags- og viðskipta- hagsmuni félaganna. Úr- skurðarnefnd um upplýsingamál tók í sama streng og staðfesti þá ákvörð- un utanríkisráðuneytisins að neita blaðamanninum um aðgang að gögn- unum. Hagsmunir alniennings vega þyngra Hæstiréttur benti á að þegar hefði verið greint frá heildarandvirði eignanna sem skipt var á milli eig- enda íslenskra aðalverktaka sf., hvernig skiptingin réðist og að eign- irnar hefðu ekki þótt standa í bein- um tengslum við verktakastarfsemi. „I málinu hefur ekki komið sérstak- lega fram að hverju starfsemi Sam- einaðra verktaka hf. beinist nú en fyrir liggur hins vegar að Reginn hf. hafi að minnsta kosti frá árinu 1997 verið eignarhaldsfélag í eigu Lands- banka íslands hf. Samkvæmt gögn- um málsins hefur Reginn hf. þegar selt að minnsta kosti einhverjar þeirra eigna sem komu í hlut félags- ins við slit íslenskra aðalverktaka sf. Að því leyti, sem aðrar þeirra kunna enn að vera í eigu Regins hf., geta upplýsingar um verðmat þeirra í samningum á fyrri hluta árs 1997 engu raunverulegu máli skipt ef leit- ast er við að koma þeim nú í verð,“ segir Hæstiréttur og fellst ekki á það með utanríkisráðuneytinu að hagsmunir Sameinaðra verktaka hf. og Regins hf. vegi þyngra á metum en þeir hagsmunir, sem meginreglu 3. gr. upplýsingalaga um aðgang al- mennings að gögnum er ætlað að tryggja. strax á næstu vikum myndi það veita fyrstu viðurkenninguna, en að hún yrði veitt fyrir sérstakt framtak á sviði stærðfræði. Leitað yrði eftir til- nefningum um skóla, kennara og nemendur á framhaldsskólastigi, sem skarað hefðu fram úr á sviði náms og kennslu í stærðfræði. Verk- og tæknimenntun kynnt í HI Hinn 9. apríl mun Hagsmunafé- lagið taka þátt í námskynningu í Há- skólanum fyrir framhaldsskólanema og mun félagið standa fyrir umræðu- fundi, þar sem yfirskriftin verður: „Er vit í verk- og tæknimenntun?" Að Hagsmunafélaginu standa Há- skóli Islands, Háskólinn á Akureyri, Verkfræðingsfélag íslands, Tækni- fræðingafélag íslands og Samtök iðnaðarins. I stjórn félagsins situr einn fulltrúi frá hverjum félagsaðila og eftir þrjú ár skal starfsemi félags- ins metin og framtíðarfyrirkomulag þess ákveðið. Stjórn félagsins mun veita fyrir- tækjum og skólum tækifæri til að vinna sameiginlegar tillögur að verk- efnum, með þeim möguleika að stofna sérstaka starfshópa um ein- stök verkefni. STOFNFUNDUR Hagsmunafélags um eflingu verk- og tæknimenntun- ar á háskólastigi á Islandi var hald- inn hjá Samtökum iðnaðarins í gær. Vilmundur Jósefsson, formaður fé- lagsins, lýsti yfir mikilli ánægju með áfangann, en hann sagði að unnið hefði verið að stofnun félagsins síð- astliðið eitt og hálft ár. „Kveikjan að stofnun Hagsmuna- félagsins er fyrst og fremst skortur á verk- og tæknimenntuðu fólki í þjóð- félaginu og sameiginlegur áhugi at- vinnulífs og háskóla á að taka á þess- um vanda,“ sagði Vilmundur. Að sögn Vilmundar hefur fjöldi nema í verkfræði, tæknifræði og öðr- um skyldum greinum ekki aukist undanfarin ár þrátt fyrir að mikil þörf sé hjá fyrirtækjum fyrir mennt- að tæknifólk í vel launuð og skapandi störf. Hagsmunafélagið telur aukna menntun í þessum greinum fela í sér mikil tækifæri til hagsældar fyrir einstaklinga, fyrirtæki og samfélagið í heild. Þekkingarsköpunin lykillinn Páll Skúlason, rektor Háskóla ís- lands, sagði að í nútímaþjóðfélaginu gegndu vísindi og tækni lykilhlut- verkum. „Við erum að sigla inn í þjóðfélag, þar sem þekkingarsköpunin er lyk- illinn að þróun alls,“ sagði Páll. „Stóra verkefnið okkar í framtíðinni er því að kynda undir hina skapandi hugsun í tækni.“ Vilmundur sagði að markmið fé- lagsins væri fyrst og fremst að stuðla að eflingu verk- og tækni- menntunar á háskólastigi og hvetja til nýjunga í greinunum. Hann sagði að þetta yrði gert með samnýtingu og samstarfi milli háskóla sem bjóða verk- og tæknimenntun og með þvi að auka framboð menntunar í grein- unum á landsbyggðinni. Einnig yrðu samlegðaráhrif háskóla og rann- sóknastofnana nýtt til eflingar verk- og tæknimenntunar. Vilmundur sagði að til að auka áhuga manna á verk- og tæknimenn- tun myndi Hagsmunafélagið t.d. veita viðurkenningar fyrir vel unnin störf í þágu fræðigreinanna og að Morgunblaðið/Ásdís Hagsmunafélag um eflingu verk- og tæknimenntunar á háskólastigi var stofnað í gær. Frá vinstri: Jóhannes Benediktsson, hjá Tæknifræðinga- félaginu, Hákon Ólafsson, hjá Verkfræðingafélaginu, Vilmundur Jós- efsson, formaður Samtaka iðnaðarins, Páll Skúlason, rektor Háskóla ís- lands, og Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri. Lftill ávinning’ur af Schengen fyrir fer ðaþj ónustuna ENGINN stór ávinningur verður af Schengen-samstarfinu fyrir mót- töku erlendra ferðamanna á Is- landi. Þetta er niðurstaða nefndar sem samgönguráðuneytið skipaði á síðasta ári til að fjalla um Scheng- en og íslenska ferðaþjónustu. Ávinningurinn er talinn felast fyrst og fremst í auðveldara aðgengi ís- lenskra ferðamanna að öðrum Schengen-löndum, þar sem ekki þurfi vegabréf til að komast á milli landanna. Einnig að flugvélar frá Islandi muni leggja á Schengen- svæði flugstöðva í þessum löndum, en það auðveldar áframhaldandi tengiflug innan Schengen-land- anna. Nefndin telur mögulegt að nýtt fyrirkomulag varðandi vegabréfs- áritanir geti haft jákvæð heildar- áhrif á íslenska ferðaþjónustu. Bæði muni þeim löndum fjölga sem ekki þurfa vegabréfsáritanir og einnig að þetta muni frekar hvetja þá ferðalanga, sem hvort sem er eru á ferðinni innan Schengen- svæðisins, til að koma við á Islandi því þar gildi sama áritun. Þetta at- riði var rætt ítarlega innan nefnd- arinnar, sem telur að þetta atriði hjóti að hafa jákvæð áhrif á ferða- mannastrauminn til landsins og að þarna séu möguleikar sem ferða- þjónustan verði að nýta sér. í áliti nefndarinnar segir að mik- ilvægast sé að koma í veg fyrir nei- kvæð áhrif á tengiflug í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, en í vissum til- vikum getur verið erfitt að greina í sundur áhrif vegna Schengen-að- ildar og hinnar óhjákvæmilegu stækkunar á Flugstöðinni. Nefndin telur að allir aðilar sem að þessu máli koma séu með samstilltu átaki að gera sitt besta til að neikvæð áhrif verði sem minnst á flæði far- þega í Flugstöðinni og að stöðin geti áfram virkað sem hagkvæm skiptistöð. Vakin er athygli á því að samgöngur til og frá flugstöð- inni eftir Reykjanesbrautinni hafi einnig mikla þýðingu í þessu sam- bandi. Það er álit nefndarinnar að Schengen-samstarfið muni ekki auka viðskiptamöguleika flugstöðv- arinnar að ráði. Erfiðlega hafi gengið að fá ný flugfélög til þess að lenda í Keflavík og það muni varla breytast eingöngu vegna Schengen-samningsins. Menning NEMENDUR í Melaskóla héldu eins og aðrir grunnskólar í Reykja- vik þemadaga í vikunni í tengslum við menningarborgarár í höfuð- borginni og var „menning á mel- um“ yfirskrift þemadaganna. Á myndinni sjást nemendur sex ára bekkjar vinna að sfnu þema sem einkum sneri að náttúrunni og haf- inu. Fóru krakkarnir m.a. í fjörur, þau skoðuðu fiska og unnu sfðan úr því sem fyrir augu hafði borið, og Morgunblaðið/Ámi Sæberg á melum sem þau höfðu lesið sér til um. Hver árgangur f skólanum hafði sitt eigið þema undir áðurnefndri yfirskrift. Nemendur fjölluðu t.d. um arkitektúr, myndlist, bók- menntir, leiklist og dans í borginni, þau fóru í skoðunarferðir og fengu til sín góða gesti. Þemadagarnir tókust afar vel, að sögn Rögnu Ól- afsdóttur, skólastjóra í Melaskóla, og lýstu nemendur mikilli ánægju sinni með tiltækið. 10-5 afsláttur af öllum gólfefuum Gólf-og veggflísar í miklu úrvali Flísar frá 995 kr./m2 HÚSASMIDJAN Sími 525 3000 • www.husa.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.