Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 25. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ MARGMIÐLUN Hlustað á myndir FRAMFARIR byggjast jafnan á því að finna upp nýtja tækni til að framkvæma hluti eða beita gamalli tækni á nýjan hátt. þeir eru og til sem segja má að séu að finna upp gamla tækni til að gera nýja hluti, eins og austurrísku hstamennimir sem standa að VinylVideo-tækn- inni, en hún byggist á því að spila hreyfimyndir á vínylplötum. Austurríski listamaðurinn Gebhard Sengmiiller er hugmynda- smiður VinylVideo-tækninnar, en honum til aðstoðar aðrir hstamenn, þeir Giinter Erhart, Martin Diam- ant og Best Before. En að sögn Snegmuhers byggist hugmyndin á tilbúinni fomleifafræði; þeir hafi einsett sér að uppgötva gamalags myndflutningstækni sem aldrei var til. Þannig sjá þeir VinylVideo- tæknina sem arftaka 8 millimetra kvikmyndatækninnar sem var mik- ið notuð fram til þess að myndban- dstæki komu á markað, en helsti gahi 8 mihimetra tækninnar var að hún bauð ekki upp á hljóðupptökur. Þannig sé VinylVideo týndi hlekk- urinn í hreyfimyndagerð fyrir heimili. Myndimar era geymdar á vínylp- lötum og spilaðar á venjulegum plötuspilara neð demantsnál. Hægt er að koma fimmtán mínútum fyrir á hvorri plötuhhð, en á milli spila- rans og sjónvarpsins er tæki sem breytir myndupplýsingum í sjón- varpsmerki. Myndgæði era tak- mörkuð, og enn sem komið er að- eins hægt að hafa myndimar í svart/hvítu. Bandvídd er helsti þröskuldurinn, enda er sjónvar- pstæki með 3-5 MHz bandvídd, en T ftAMSTT á plötuna má koma um 25 KHz. Einnig era gögnin geymd á Affl- sniði en ekki FM sem dregur enn úr gæðum og gerir að verkum að myndimar era viðkvæmari en ella fyrir ójöfnum í vínylnum, líkt og AM útsendingar á útvarpsefni era næmari fyrir truflunum en FM. VinylVideo notar hugbúnað til að snúa upplýsingunum yfir í rétta gagnagerð fýrir sjónvarpstæki, breytir hhðrænum upplýsingum í stafrænar, og þannig er milliboxið einskonar tölva. Að sögn koma box- in á markað á næstunni, en þegar er hægt að festa sér lyrstu myndplöt- umar, vilji menn kynnast þeirri upplifun að hlusta á myndir, og einnig er hægt að fá sýnishom af myndum á VHS-bandi. Fyrstu plöt- umar vora pressaðar fyrir tveimur áram, en síðan hafa myndgæði auk- ist mjög, ekki síst eftir að mynd- römmum var fjölgað úr þrem á sek- úndu í fimm ramma á sekúndu. Listamennimir sjá fyrir sér að ekki verði aðeins hægt að leika Vin- ylVideo myndplötur í hljómflutn- ingstækjum og þannig ná að skapa einstök hljóð, heldur verði einnig hægt að beita sömu tækni og plöt- usnúðar rappsveita gera í dag, þ.e. að snúa plötunum sitt á hvað með höndunum hægja á þeim og flýta og breyta þannig myndum jafnharðan og horft er á þær. Þannig verði til ný stétt plötusnúða sem hræri myndefni saman á líkan hátt og menn „scrateha" tónlist í dag. Að því fram kemur á vefsíðum VinylVideo hafa menn áður gert til- raunir með áþekka hugmynd, þótt hópnum hafi veri ókunnugt um það er vinnan hófst, og þannig var skoskur rafvirki fyrstur til að gera tilraunir með slíkt þegar á þriðja áratugnum. Þótt honum hafi tekist að taka upp sjónvarpsmerki á vaxplötur tókst honum ekki að spila plötumar, sem hann kallaði Phono- vision. Verkfræðingum hefur þó tekist að spila myndimar á seinni áram og þvi sannað að hann gat tekið upp. Frekari upplýsingar um tæknina, myndplötur, myndbönd, hljómdisk og millibox má nálgast á slóðinni www.vinylvideo.com. stjómar hreyfingum vélarinnar sjálfrar á meðan sá hægri stjórnar því hvert spilandinn horfir, R1 og L1 stjórna svo hraða vélarinnar og L2 og R2 stjóma fínstillingum sem greinarhöfundur hefur ekkert vit á. Það að hægt sé að stjórna vél- inni á sama tíma og svipast er um eftir óvinum er algjör snilld og ætti að vera staðall í öllum flug- leikjum. Grafík leiksins er líklega sú besta sem sést hefur í PlayStation leik til þessa og jafnvel þegar spOandinn þýtur milli stórhýsa í vél sinni á ótrúlegum hraða hægir tölvan aldrei á sér. Vatnið í leikn- um endurkastar jafnvel sól- inni á vélina og spilend- ur fá ofbirtu í aug- un fari þeir of ofarlega. Þegar hvert verkefni er búið er hægt að horfa á það allt aftur í „replay“ sem er einnig ótrúlega vel gert; tölvan velur alltaf bestu sjón- arhomin sjálfvirkt og vafi leikur á að nokkur maður hefði getað gert það betur. Þrátt fyrir allt þetta tekur tölvuna aðeins um 5-8 sek- úndur að hlaða hvert borð. Tónhst leiksins er frábær, amb- ient-teknó-blöndur sem passa full- komlega við andrúmsloft hans og eiga líklegast stóran part í að búa það til. í raun tekur fólk þó ekki eftir tónlistinni nema það byrji að pæla í henni, svo vel hefur Namco tekist til. Ace Combat 3 er auðvitað ómiss- andi fyrir alla þá sem fíluðu Ace Combat 1-2, íyrir þá sem fíla ein- faldlega flugleiki er leikurinn engu að síður ómissandi og fyrir okkur hina sem finnst bara gaman að spila allra bestu PlayStation-leiki sem völ er á er Ace Combat algjört „möst“. Ingvi Matthías Árnason ■ m* ■ Besti flug- L fcl K 11( Flugleikjaserían Ace Combat varð nýlega einum leik stærri, viðbótin nefnist Ace Combat 3 og er fyrir PlayStation, leikurinn hefur fengið mjög góða dóma um allan heim og er talinn af mörgum besti flugleik- ur sem komið hefur út fyrir leiiya- tölvu. ACE COMBAT á sér stað 20-30 ár í framtíðinni. Flugvélarnar era því ennþá nokkurnveginn þekkjan- legar en samt nógu breyttar til að vera spennandi. Söguþráðurinn er eins og gengur og gerist ekkert sérstakur en í raun er þetta ekki þannig leikur að það skipti máli; hver þarf söguþráð þegar hann sit- ur í milljarða króna fljúgandi járn- klumpi með fleiri byssur en Ram- bó hefur séð á ævi sinni og veit það að ef hann deyr byrjar hann upp á nýtt? Borð leiksins era afar fjölbreytt, einhvað sem yantaði í fyrri Ace Combat-leiki. í einu af fyrstu borð- um leiksins þarf spilandinn til dæmis að fljúga á þotu, sem er ósýnileg á radar, í gegnum grann- an dal framhjá ótal óvinum aðeins til þess að sprengja efnavopna- verksmiðju. I öðra borði á spil- andinn að sprengja gervihnetti og er fastur við eldflaug, fjölbreytnin er endalaus. Fjölmargar flugvélar era í leikn- um en spilandinn nær ekki þeim furðulegustu fyrr en undir lokin. Þegar líður að lokum leiksins get- ur spilandinn valið úr fjölmörgum flugvélum fyrir hvert verkefni, þar á meðal flugvélum sem komast nærri því upp að ózonlaginu eða vélum sem komast á meira en 4-5- faldan hljóðhraða. Dual Shock-stýripinni er í raun nauðsyn til að hægt sé að spila leikinn en vinsti stýriflöturinn Windows 2000-2002 ÞAÐ ER rétt svo að Windows 2000 sé komið út þegar fregnir berast af því að næsta útgáfa þess, sem sumir vilja kalla Windows 2001, sé komin á Net- ið. Að vísu var það ekki með vitund og vilja Mierosoft og útgáfan reyndar í meira lagi hrá. Samhliða því sem Microsoft kynnir og mærir Windows 2000 sitja starfs- menn þess sveittir við næstu útgáfu stýrikerfisins sem kallast Whistler innan fyrirtækisms. Að sögn Micro- soft er um ár í að verkinu ljúki og því ekki von á nýrri útgáfu Windows fyrr en 1. mars næstkomandi í fyrsta lagi, en einhver óprúttinn komst yftr ein- tak af frumgerðinni og skellti henni á Netið. í hugbúnaði flokka menn óklárað- an hugbúnað eftir númerakerfi og samkvæmt því var útgáfan sem fór á Netið á þriðjudagsmorgun Build 2211.1. Sú tala segir þeim sem til þekkja að útgáfan er ekki langt kom- in, því innan Microsoft era menn nú að vinna með 2214 og síðasta prófun- arhæfa gerðin var 2207. Whistler byggir á NT-kjamanum, en ekki sama kjama og notaður er í Windows 95/98-gerð stýrikerfisins. Sá kjami er aftur á móti notaður í enn einni gerðinni af Windows sem er í smíðum, Windows Millennium Edit- ion, sem kemur á markað með haust- inu. Windows 2001 barst til áhuga- manna um Windows á vefsetrinu ActiveWin og þar má lesa að það er í flestu nánast eins og Windows 2000. Helstu breytingar sem menn rákust á var að stuðningur við HTML-síðulýs- ingarmálið er betur felldur inn í stýri- kerfið en forðum auk þess sem grann- þættir væntanlegs viðmóts sem notað verður af netþjónustu Microsoft, MSN, era tíl staðar. Fyrr á árinu sagðist fyrirtækið myndu fella saman í Whistler tvær frumgerðir stýrikerfisins sem þá voru í smíðum, Neptúnus, sem byggði á 9x- kjarnanum, og Ódysseif, sem byggði á NT-kjamanum. Samhliða þessum hræringum öllum er enn ný útgáfa af Windows, Blackcomb, í smíðum og kemur á markað árið 2002.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.