Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 25. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR •• Einkasýning Onnu Joelsdóttur í Hafnarborg Kristjana F. Arndal sýnir í Hafnarborg „Fósturlandsins Freyja, hvernig hefur hún það?“ Morgunblaðið/Ásdís Á bak við Önnu Jóelsddttur raá sjá þijú af sex verkum í röðinni Dialogue I-VI, sem hún vann í gistivinnustofu Hafnarborgar. STREKKTIR dúkar er yfirskrift fyrstu einka- sýningar Onnu Jóels- dóttur, sem opnuð verður í Hafnarborg, menningar- og lista- stofnun Hafnarfjarðar í dag kl. 16. Þar gefur að líta um þrjátíu málverk sem flest eru unnin í Chicago á síðasta ári, en þau nýjustu eru af- rakstur dvalar Önnu í gestavinnustofu Hafn- arborgar síðastliðna tvo mánuði. „Það fyrsta sem hvarf úr myndunum mínum þegar ég kom hingað voru skæru lit- imir, það varð allt í ein- hverjum vetrarbláma til að byrja með,“ segir Anna. „Þessir heitu lit- ir eru hins vegar allir unnir í þrjátíu stiga hita úti í sumar.“ Undanfarin fimm ár hefur hún stundað nám við Listaháskólann í Chicago og hyggur á framhaldsnám þar næsta haust. Strekktir dúkar Anna segir að yfirskrift sýningarinnar, Strekktir dúkar, hafi tvöfalda merkingu. ,jÁnnars vegar er það dúkurinn eða striginn sem er strekktur á blindramma og hins vegar mála ég gjarnan mynstur, sem hefur tilvísun í borðdúka og þar með konur. Fyrir mér er dúkurinn tákn um hversdagsleikann og þetta daglega líf okkar. Ég hef mjög gaman af efn- um, mynstri og áferð, mynstrið er einhver endurtekning sem tengist hversdagsleikan- um,“ segir hún. Anna segir að myndirnar á sýningunni fjalli um kvenímyndina, hversdagsleikann og tengslin við tungumálið en engu að síður end- urspegli þær tvíræðni og húmor. Það síðast- nefnda segir hún mjög mikilvægan þátt í verkunum. Tengsl myndmáls og talmáls Orð og orðatiltæki eru Önnu hugleikin og þess sér glögg merki í myndum hennar og titlum þeirra. „Átti aldrei bót fyrir rassinn á sér“ heitir ein, önnur ber titilinn „Fóstur- landsins Freyja, hvernig hefur hún það?“ „Ég hef búið erlendis í sjö ár og er alltaf að glíma við annað tungumál. Ég sakna íslenskunnar og sá söknuður hefur ágerst síðustu árin. Ég er mikið að velta fyrir mér myndmáli og tal- máli og tengslum þess. I þessum myndum er ég að skoða þetta og leika mér svolítið með það,“ segir Anna. Sýningargestum gefst tækifæri til að skyggnast yfir öxlina á listakonunni, ef svo má segja, og skoða vinnsluferli verkanna, með því að líta í skissubókina sem hún skilur að sögn aldrei við sig. Anna hefur ljósritað og sett í möppu nokkur sýnishorn úr skissubók- inni góðu og mun mappan liggja frammi á sýningunni. Um skissubókina segir Anna: „Þar fer fram samtal mitt við tilveruna, skráning á viðbrögðum mínum við því sem er að gerast í kringum mig eða innra með mér. Þetta gerist hratt og án meðvitaðrar gagn- rýni; úti á götu, í strætó, uppi á fjalli, við sjónvarpið, í neðanjarðarlest, í miðri stór- borg, á listsýningu, tónleikum, kaffihúsi, úti í móa. Aldrei í vinnustofunni." Sýningin er opin kl. 12-18 alla daga nema þriðjudaga og henni lýkur 10. apríl. „ Allt sem ég hef að segjau Á SÝNINGU Kristjönu F. Amdal, sem opnuð verður í Hafnarborg í dag kl. 16, eru þrír tug- ir málverka, sem unnin eru á síðasta áratug. Sýningin er tileinkuð móður listakonunnar, Lilju V. Hjaltalín Arndal, sem lést árið 1998. Kristjana stundaði nám við Myndlistar- skólann í Reykjavík og síðar við Konunglega listaháskólann í Stokkhólmi. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og erlend- is en sýningin í Hafnarborg er þrettánda einkasýning Kristjönu. Hún kveðst ekki líta á töluna 13 sem óhappatölu, heldur örlagatölu, og er hvergi bangin. Litagleði og fögnuður Sænski listfræðingurinn Jacqueline Stare lét einhverju sinni hafa eftir sér þessi orð um myndlist Kristjönu: „Einkennandi fyrir list Kristjönu er sú litagleði sem birtist í verkun- um, sá fögnuður sem brýst fram jafnt í sól- blikandi vatnsfleti sem niðdimmu íslensku hrauni." Kristjana er beðin að nefna dæmi um litagleðina. „Auðvitað verður maður uppnum- inn af einstaka lit,“ segir hún og bendir á eitt verkanna á sýningunni. „Sjáðu þennan rauð- brúna lit, hann er svolítið sérstakur, rúss- neskur litur. Þegar ég dró úr penslinum, þá fann ég til svo mikils fagnaðar að það var hreint ótrúlegt. Þetta minnir mig á strákinn minn þegar hann var lítill, þá krassaði hann út heilt blað og sagði: „Mamma, þetta er svo fallegur litur, ég ætla að geyma hann!“ Það var eitthvað þessu líkt sem ég fann þegar ég málaði þessa mynd.“ „Vont þegar mynd fer blaut úr höndunum á mér“ „Vegna þess að ég er svo lengi með hverja mynd, þá safnast í myndina allt sem ég hef að segja um það viðfangsefni. Mér þykir vont þegar mynd fer nærri því blaut úr höndunum á mér, það er voðalegt. Hún þarf helst að hanga í að minnsta kosti mánuð heima hjá mér, svo ég geti séð hvort hún vex inn á við eða út á við,“ segir Kristjana. Sýningin er opin kl. 12-18 alla daga nema þriðjudaga og henni lýkur 10. apríl. Szymon Kuran leikur á fiðlu við opnunina í dag. Morgunblaðið/Ásdís Kristjana F. Arndal við eitt verka sinna, Kraftaverk. Órói á myndfleti MYNDLIST Stranmnr MÁLVERK-ÁRNIRÚNAR SVERRISSON Opið daglega frá kl. 11-18. Til 26. mars. Aðgangur ókeypis. ÞÆR eru ekki margar sýningamar sem settar eru upp að Straumi, í raun alltof fáar í ljósi athafnaseminnar. Hver sýning er þannig nokkur viðburður, þótt helst óski maður eftir nokkru og helst árvissu yfirliti yfir starfsem- ina, en það er nú kannski óréttlát óskhyggja í ljósi þess að listamiðstöðin er öðru fremur hugsuð sem athvarf til vinnu, jafnframt íhlaup til viðameiri verkefna. Rýnirinn var eðlilega fljótur á vettvang á sýningu Áma Rúnars Sverrissonar, er var opnuð sl. laugardag, þótt veður hamlaði að hann kæmist fyrr en á sunnudeginum. Lítið þekkir hann til listamannsins, þótt í kynningu á einblöðungi standi, að Árni hafi haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum, sem ekki em þó skilgreindar nánar en hefðu trúlega hresst upp á minnið. Ekki em nema 9 málverk á sýningunni, en þau stór og fyrirferðarmikil og fylla þannig vel upp í rýmið í sinni klassísku upphengingu. Stíl- brögðin í myndunum eiga rætur að rekja til ýmissa þátta óformlega og nýja málverksins, er líkast sem gerandinn sé að hrista upp í hlut- unum og marka sér einhvem bás og staðfesti innlit í vinnustofu hans þessa ályktun. Ófrið- legar formanirnar minntu á upphaf nýja mál- verksins eins og við blasti á sýningunni West- kunst á kaupstefnusvæðinu Köln Deutsch 1982. Einnig minntu þær á það sem skilgreint hefur verið sem Trash og Bad painting, með- Ljósmynd/Bragi Ásgeirsson. Án titils, nr. 2. vituð, ljóðræn, lítilsigld og kitsch-uð mistök á myndfleti, sem skarar landamæri hins háa og lága eins og það heitir. Hér er um að ræða mörkuð og viðurkennd stflbrögð í núlistum, en vel að merkja engan áfellisdóm. Orðtæki sem gagnrýnendur ytra nota gjaman til skilgrein- ingar og ég hef tekið upp hafa nefnilega gjarn- an verið tekin sem árás á yngri kynslóðir hér á útnáranum, jafnframt tilefni blaðaskrifa! Þrátt fyrir allan óróleikann sem er líkast til meira vitsmunalegur ásetningur en skynræn og ómeðvituð tjáning saknar maður haldfestu í flestum verkanna, einhvers sem snertir við innri lífæðum myndflatarins. Formanirnar verða þá síður skynræn framlenging handar- innar en yfirvegaður tilbúningur, sem ber vott um að enn skorti á nokkra þjálfun. Öll em mál- verkin nafnlaus, án titils, sem ber vott um að listamaðurinn leiti ekki fanga annars staðar en í hugarheim sinn, en þessi tegund málverka hefur oftaren ekki sterkar skírskotanir til um- heimsins. í myndum nr. 1 og 2 kemst Árni Sverrisson sennilega næst því að láta dæmið ganga upp, móta einhveija sannfærandi reglu og haldfestu í mglingi, festu í frjálsri mótun ... Bragi Ásgeirsson Tolli á Myndlistarvori Islandsbanka í Eyjum Morgunblaðið/Sigurgeir Tolli naut dyggrar aðstoðar Kristínar, dóttur sinnar, við uppsetningu sýningarinnar í Eyjum. FJÓRAR myndlistarsýningar em á dagskrá Myndlistarvors íslandsbanka í Eyjum 2000 og verður sú fyrsta opnuð í dag kl. 17 í gamla áhaldahúsinu á horni Vesturvegar og Græðisbrautar. Fyrstur til að sýna er mynd- listarmaðurinn Tolli og verður sýning hans opin þessa helgi og þá næstu. Við opnunina munu þau Eydís Franzdóttir óbóleikari og Hilmar Þórðarson tónskáld flytja verk eftir þann síðar- nefnda; Synonymus I fyrir óbó og tölvu sem hann samdi árið 1998 og verkið Glerskugga eftir Svein Lúðvík Björnsson, einnig frá árinu 1998. Næstur í röðinni er Vignir Jó- hannsson, en sýning hans verður opnuð 15. apríl og lýkur 24. apríl. Þá verður samsýning þeirra Birgis Andréssonar, Ólafs Láms- sonar og Kristjáns Guðmundssonar 6.-14. maí. Lokasýning myndlistarvorsins verður svo einkasýning Vestmannaeyingsins Sigur- dísar Arnardóttur 25. mars til 4. júní. Markmiðið að efla skilning á samtímamyndlist „Markmiðið með Myndlistarvori íslands- banka í Eyjum 2000 er að efla skilning á samtímamyndlist og ekki síður að efla tengsl íslenskra myndlistarmanna við íbúa í dreifð- um byggðum landsins, sumir myndu jafnvel segja afskiptum byggðum. Myndlistarvorið sem haldið var á síðasta ári þótti takast það vel að full ástæða þykir að halda starfinu áfram,“ segir í fréttatilkynningu. Eins og á síðastliðnu vori er íslandsbanki í Vestmanna- eyjum stærsti styrktaraðili verkefnisins, én Vestmannaeyjabær, Eyjaprent/Fréttir, Apótek Vestmannaeyja og HSH-flutningar styrkja það einnig. Sýningarstjórn er sem fyrr í höndum Benedikts Gestssonar blaða- manns á Fréttum í Vestmannaeyjum. Hver sýning stendur yfir tvær helgar, opnun á laugardegi kl. 17 en annars opið kl. 14-18 laugardaga og sunnudaga. Sýningarn- ar eru í húsnæði sem Vestmannaeyjabær á, en í þeim húsakynnum var áður áhaldahús bæjarins og vélasalur Vélskólans í Vest- mannaeyjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.