Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 78
78 LAUGARDAGUR 25. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM ERLENDAH Tryggvi Hiibner gítarleikari skrifar um frumraun banda- rísku rokksveitarinnar Slipknot, samnefnda henni. ★★ Orka o g ávextir PEIR sem fylgjast með poppsjón- varpsstöðvum á borð við VHl og MTV hafa sjálfsagt sumir tekið eftir hópi grímuklæddra manna sem þar birtist öðru hvoru. Þeir eru hreint ekki árennilegir, 9 manns, íklæddir samfestingum og hoppandi útum allt sem óðir væru. Hér er auðvitað um að ræða hljómsveitina Slipknot sem nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir, aðallega hjá yngstu kynslóð rokkunnenda. Hin öfgakennda fram- koma þeirra félaga, ásamt hörku- þéttu skruðningsrokki og ákaflega hugvitsamlegri markaðssetningu virðist vera að mörgu leyti vel heppn- uð blanda sem hefur gengið ágæt- lega upp, alltént er „Slipknot", nýj- asta afurð Slipknot, meðal söluhæstu hljómplatna um þessar mundir. Tónlist Slipknot getur vart talist mikið frábrugðin hverju öðru þunga- rokki. Sama gamla góða aðferða- fræðin er ríkjandi. Rafgítar er í aðal- hlutverki þar sem strengjum er slakað niður í dýpstu myrkur, síðan bjagaðir og yfirmótaðir þar til hvæs- andi drunur og skruðningar berast úr risavöxnum magnarastæðum. Uppistaðan í tónsmíðum Slipknot eru fremur hefðbundnir rafgítarfras- ar, sem eru yfirleitt leiknir á djúpum nótum í „unison“ af gítar og bassa, gjaman í pentatónískum litum elleg- ar lokrískum „modal“-skölum. Pegar ofan á þetta bætist dæmigert dauð- arokkaraurrið í söngvaranum Corey Taylor er Ijóst að hér er ekki verið að feta neinar nýjar slóðir. Og þó, hryndeild bandsins verður að teljast nokkuð öflug og óvenjuleg. Þar er helst fyrir að þakka hreint ótrúlega mögnuðum trommuleik Joeys Jordi- sons sem er hljóðblandaður í fremstu víglínu hljóðmyndarinnar. Sér til stuðnings hefur Joey plötusnúðinn Sid Wilson, ásláttarmanninn Shawn Crahan og hljóðasafnarann Craig Jones. Þeir þrír síðamefndu em einnig mjög frískir og sjá raunar um að bjarga því sem bjargað verður af „dynamik" bandsins, því þrátt fyrir þrasufína tækni og tilþrif virðist Jordison alltaf spila jafnsterkt: Eins fast og hægt er. Textar Slipknot geta vart talist bandinu til tekna, þetta er ramm- hefðbundinn dauðarokkshryllingur þar sem nánast annað hvert orð er 4 stafa og byrjar á F. Þessi örvænting- arfulli rembingur við að hneyksla og dauðadýrkunarárátta hjá ýmsum rokksveitum er auðvitað orðin frem- ur leiðigjörn klisja og hlýtur að fara að tilheyra fortíðinni. Miðað við þessa textagerð vekur það vissulega furðu að Slipknot skuli telja sig undir áhrifum frá hinni goðsagnakenndu eðalpönksveit Dead Kennedys, hljómsveit sem með Jello Biafra fremstan meðal jafningja gerði pers- ónulegar svívirðingar að sannkall- aðri listgrein í textum sínum. Það er satt að segja fátt sem talist getur frumlegt við tónlist þessa grímuklædda rokkaragengis. Að frá- töldu framlagi diskasnúðs og hljóð- sarps er hljómsveitin ósköp venjuleg dauðarokkssveit. En orka og ávextir hryndeildarinnar með Joey Jordison sem primus motor, bjarga þessu bandi úr feni meðalmennskunnar og reyndar ríflega það. Ímyndarsmíði og markaðssetning á hljómsveitinni er hinsvegar sér- kapítuli og sérlega vel heppnað. Enda er það deginum ljósara að sérstaða Slipknot felst engan veginn í tónhstinni. Hins vegar vekja grímur og búningar töluverða athygh við fyrstu sýn. Að sögn era grímurnar þrautalending þeirra til að forðast athygli (!) og aðkast sem þeir urðu fyrir í heimabæ sínum Des Moines í Iowa, stað sem hingað til hefur verið þekktur fyrir flest annað en ribb- aldarokk af einu eða öðra tagi. Og með því að meðlimirnir 9 bera ekki aðeins nöfn, heldur einnig númerin 0-8, er sérstaða bandsins enn undir- strikuð. Það er auðvitað hverjum Slipknot-aðdáanda Ijúft og skylt að kunna skil á þessum fræðum. Þessi markaðssetning minnir undirritaðan óneitanlega svolítið á stökkbreyttu pizza-skjaldbökumar, „Mutant Ninja Turtles“, hér um árið og er þar sannarlega ekki leiðum að líkjast. Meðlimir Slipknot eru iðulega grúnuklæddir. Tímabundin viftusveiflun Finnska hljómsveitin Aavikko verður í Norræna húsinu í kvöld. í KVÖLD klukkan 21:00 mun finnska hljómsveitin Aavikko telja í ásamt hinni íslensku Big Band Brútal í Nor- ræna Húsinu. Fyrr um daginn verð- ur einnig opnuð sýningin Terror 2000 og á sunnudeginum verða sýndar finnskar teikni- og stuttmyndir. Upp- •ðfeomurnar era liðir í seríunni Elsku víTRmm mmj ( NAWKMIY INSPtm» ABC Plus High Potency Muiii-Vfc and Muiti-Mineral Foi COMPARt AND SAVt Allt I einni töflu Apótskló Smératorgi* Apótekið Spönginn Apótskið Kringiunni • Apótekið Sin.ðjuveg Apótekíö SuÖurströná * Apótekió iðufoH; Apótekið Hagkaup Skeifunn- Apálekið Hagkaup Akureyri Hafnarfjaróer Apótek Apóteklð Nýkeupum Moafefisbtu Helsinki sem var opnuð fyrir um tveim vikum síðan með tónleikum Finnanna í hljómsveitinni Giant Robot í Norræna Húsinu. Þunglyndistíðni í Aavikko er óvenju lág á Finnlandsskala, enda segjast meðlimir vera svo glaðir þeg- ar þeir koma af hljómsveitar-æfing- um að þeir gætu ælt. Tveir vikkanna spila á rafmagnsorgel en sá þriðji á trommur og slagverk. Strákamir hjá Bad Vuugum útgáfunni gerðu tilraun til að skilgreina tónlist Aavikko og höfðu þetta um málið að segja í laus- legri þýðingu: „Þetta er skynvíkk- andi tívolítónlist í anda spaghettí- vestra sjötta áratugarins skreytt slavneskum popplaglínum með harðri hávaðaegg." Það eina sem ég hef við þetta að þæta er: Getur valdið tímabundnum borðadansi, vodkaof- drykkju ogviftusveiílun. Aavikko hefur sent frá sér breið- skífúna Derek!, smáskífúna „Orient- al Baby“ og eina „lo-fi“ (naumgæða) vínylplötu. Platan var pressuð á naumgæða vínyl og tekin upp á naumgæðasegulbandstæki á naum- gæðaspólu og gefin út hjá Hawaii Sounds í Helsinki. Finnskur heimildarmaður hefur fullyrt að öll stuðtónlist fyrir utan þá sem Aavikko byggi til, væri bara kitl og að hugmynd hans um stuð- tónlist hefði umbreyst eftir að hann kynntist Aavikko. Ef eitthvað er til í því hjá honum ættu tónleikarnir á laugardagskvöldið að hressa og hryllingurinn á sunnudaginn að ná fólki niður eftir allt fjörið Finnskumælandi áhugafólk um Aavikko getur kynnt sér hljómsveit- ina á sérlega litríkri heimasíðu þeirra: http://tuli.cc.lut.fí~tinkala/aavik- koe.html. j IVIAD CITY 200 sýninycir á mánuði, jiar af I* Áskriftarsími: 515 6100 Heima er best Fiðrildi og furðu- verur ÞRETTÁNDA alþjóðlega lfkamsförðunarkeppnin fór fram í Brussel um síðustu helgi. Eins og venja er var þar margt um furðuveruna en keppendur í fantasíu- förðun vekja iðulega mesta athygli enda fá þeir nær frjálsar hendur um hvern- ig þeir útfæra verk sín. Á sýningunni um helgina mátti meðal annars sjá þennan óhugnanlega svarta gaur sem hefur rif- ið sig upp með rótum og er illúðlegur á að líta. En fegurri og vingjarnlegri verur voru þar einnig á ferð. Farðarar fengu fjóra tíma til að fullgera verk sin á sviðinu en fjórtán einstaklingar víðsvegar að úr Evrópu komust f loka- úrslit keppninnar. Reuters ÁDepp von á öðru barni? LEIKARINN Johnny Depp á von á sínu öðru bami ásamt unnustu sinni, frönsku leikkonunni Vanessu Par- adis samkvæmt vefsíðu People. Turdildúfurnar kynntust í París er Depp var þar við tökur mynd- ar Romans Pol- anski, „The Ninth Gate“ en þau eignuðust sitt fyrsta barn, dótturina Lily- Rose Melody, í maí á síðasta ári. Annað bam þeirra er síðan væntan- leg í heiminn með haustinu. Depp hefur lýst því yfir að föður- hlutverkið eigi einstaklega vel við sig en hann var áður þekktur fyrir að vera mikill glaumgosi. „Það er ekki spurning að þetta er það frábærasta sem hefur gerst í mínu lífi,“ sagði hann m.a. í samtali við Daily News á síðasta ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.