Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR LAUGARDAGUR 25. MARS 2000 35 frá 499- OXFORD STREEI 108 Reykjavík FAXAFENI 8 -m Gallar innkallaðir af markaði MARKAÐSGÆSLUDEILD Lög- gildingarstofu í samvinnu við Heildverslun Ágústs Ármanns ehf. vill koma eftirfarandi á fram- færi: „Á tímabilinu nóvember 1999 til mars 2000 voru seldir tvískipt- ir barnagallar með reimum í verslunum Rúmfatalagersins. f ljós hefur komið að börn geta los- að fremri hluta af plasthnúði sem er utan um enda reimanna. Setji börn þetta upp í sig getur það skapað köfnunarhættu eða valdið áverkum í koki. Engin slys hafa hlotist vegna reimanna, svo vitað sé, en engu að síður er þess farið á leit við kaupendur, að þeir fjarlægi reim- ar úr hettu og mitti jakkanna eða hafi samband við verslanir Rúm- fatalagersins, til að fá vöruna endurgreidda. Um er að ræða tvískiptan barnagalla, buxur og hettujakka, í stærðum 74-98. Jakkinn er ýmist heill með vasa að framan eða með rennilás. Reimarnar eru í mitti og hettu jakkanna. Framan ájökk- unurn með rennilás er áletrunin „Simply quality“ en jakkar með vasa bera áletrunina „choice". Endurbættur vefur Hagkaups, Hagkaup.is Raftæki meðal væntanlegra nýjunga Könnun á gæðum rjómabolla Rjómabollur full- nægðu gæðakröfum Leiðarljós, bókaútgáfa, símar 698 3850, 435 6810 og 588 7071. Fax 435 6801. Netfang: gulli@hellnar.is j Hafdu pod oott I ikanmleoirail .....................-.....■—1 ■ SNEMMA í morgun, laugardag, var nýr vefur Hagkaups, Hagkaup- .is, formlega tekinn í notkun en búið er að breyta útliti og innihaldi vefjarins talsvert. Að sögn Þórs Curtis verkefnisstjóra hjá netversl- un Hagkaups miða allar breyting- arnar að því að gera vefinn einfald- ari og auka þjónustu við við- skiptavini. Sem dæmi um einföldun segir Þór að þegar viðskiptavinir séu nú búnir að kaupa vöru einu sinni á vefnum þá þurfi þeir bara að skrá inn lykilorð og póstfang í næsta skipti. Það sama á við ef þeir eru að senda gjöf á visst heimilisfang. Hafi þeir gert það áður er heimilisfangið til á skrá og óþarfi að fylla út formið að nýju. Þór segir að á næstu mánuðum bætist einnig við ýmsir nýir vöru- flokkar eins og t.d. matvara og ein- ungis nokkrar vikur eru í að hægt verði að kaupa öll raftæki sem fást í verslunum Hagkaups á vefnum. Bera saman gæði mismunandi vörumerkja Þá mun viðskiptavinum gefast kostur á að bera saman gæði mis- munandi vörumerkja. Þór tekur dæmi og segir að ef Hagkaup sé að selja geislaspilara frá þremur framleiðendum verði hægt að bera saman upplýsingar um allar teg- undirnar til að skoða muninn og finna út hvað séu bestu kaupin. Eftir skamman tíma verður boð- ið upp á úrval reiðhjóla á Hagkaup- .is en Þór bendir á að það sé einmitt meiningin að vera með árstíða- bundin tilboð og reiðhjólin séu þá væntanleg með hækkandi sól. Hann segir að einnig verði tilboð í gangi á vefnum sem fylgja því sem er að gerast í þjóðfélaginu hverju sinni. Ef umtalaðir tónleikar standa fyrir dyrum verður jafnvel boðið upp á geisladiskatilboð með þeim tónlistarflytjendum sem um í byrjun mars fór fram könnun á rjómabollum í Haraldur Kr. Ólason, flokksstjóri lögreglunnar i Kópavogi- er að ræða. „Stefnan er að hafa myndir af öllum vörum sem eru til sölu á vefnum.“ Bækur, geisladiskar, mynd- bandsspólur og DVD er meðal þess sem áhersla verður lögð á að bjóða í miklu úrvali. Þór segir að skoði fólk eina bók geti það líka fengið að líta á aðrar bækur eftir sama höfund og bent verður á bækur um svipað efni. Þá verður hægt að lesa gagn- rýni sem hefur birst um bókina bæði frá viðskiptavinum og gagn- rýnendum fjölmiðla. Ymis tilboð í gangi í tilefni opnunarinnar verða ýmis tilboð í gangi og má nefna Pottþétt 19 á 1.999 krónur og Ríó tríó - Best af öllu á 1.090 krónur. Þá verða einnig bækur á sérstöku tilboðs- verði og má nefna Lífið í jafnvægi, sem seld verður á 1.880 krónur, og Smurbrauðsbókin á 1.980 krónur. Myndböndin með Fóstbræðrum verða seld á 1.390 krónur og Spliff, donk og gengju derhúfa fylgir með. Að lokum segir Þór að auk þess sem hægt er að borga með kredit- korti þá gefist viðskiptavinum kost- ur á að borga með skjáveski Visa og því þurfi þeir aldrei að gefa upp kortanúmer sitt. Fljótlega verður síðan að sögn Þórs boðið upp á beingreiðslur í gegnum netbanka í samstarfi við s24 og fleiri aðila. 21 bakaríi. Niðurstöður leiddu í ljós að öll sýni fullnægðu viðmiðunar- kröfum um gæði. „KÖNNUNIN fór fram í byi’jun mars og tekin voru sýni af bollum frá 21 bakaríi, þar af 12 í Reykja- vík og 9 í nágrannasveitarfélögun- um,“ segir Grímur Ólafsson hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. „Athugaðar voru gerdeigsbollur með rjóma og þeir þættir sem voru rannsakaðir ná yfir helstu at- riði sem hafa áhrif á öryggi og gæði. Að könnuninni stóðu heil- brigðiseftirlitssvæðin á höfuðborg- arsvæðinu en þau eru Heilbrigðis- eftirlit Reykjavíkur, Heilbrigðis- eftirlit Hafnarfjarðar- og Kópa- vogssvæðis og Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis. Heilbrigðiseftirlits- svæðin á höfuðborgarsvæðinu hafa undanfarin ár verið í samvinnu um rannsóknir á matvælum og þá einkum þeim sem eru á markaði árstíðabundið eins og ijómabollur en sala á þeim hefst venjulega á föstudegi fyrir bolludag og nær Morgunblaðið/Golli Þeir þættir sem voru rannsakað- ir ná yfir helstu atriði sem hafa áhrif á öryggi og gæði. hámarki á sjálfan bolludaginn," segir Grímur. Yfir ein milljón bolla Að söfn Gríms er áætlað að meira en einnar milljónar bolla hafi verið neytt á landinu í ár. „Rannsakaður var meðal annars fjöldi örvera sem gefur til kynna hvort gæði og ferskleiki hráefnis sé nægilegt og eins hvort geymsluhitastig hafi verið nógu lágt. Niðurstöður leiddu í ljós að öll sýni fullnægðu gæðakröfum. Könnunin gefur því ákveðna vís- bendingu um að hreinlæti, vinnu- brögð og geymsla matvæla í bak- aríum séu í flestum tilvikum góð,“ segir Grímur. „ÞAÐ EINFALDLEGA j VIRKAR... _____...að fara eftir bókinni Rétt mataræði fyrir þinn blóðflokk", segir Haraldur Kr. Ólason, flokksstióri lögreglunnar í Kópavogi. Um miðjan janúar sl. fékk ég í hendurnar bókina og ákvað að fara eftir henni. Ég er í blóðflokki A og samkvæmt skilgreiningu dr. Peter D'Adamo, höfundar bókarinnar, hafði ég vægast sagt ekki verið að borða rétt. Ég var of þungur, oftast þreyttur og leið ekki vel andlega. Eftir tvo mánuði er ég kominn í kjörþyngd, hef tekið af mér 10,4 kg., er miklu kraftmeiri, í meira jafnvægi og líður frábærlega vel." Haraldur er einn af fjölmörgum sem hefur fengið betri líðan af því að fara eftir bókinni Rétt mataræði fyrir þinn blóðflokk. Ný sending komin í bókabúðir og heilsubúðir. Nýtt Föt í yfir- stærðum VINNUFATABÚÐIN er nú farin að selja yfirstærðir á herrafatnaði. í fréttatilkynn- ingu frá versluninni kemur fram að um er að hversdags- fatnað eins og boli, skyrtur, buxur og jakka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.