Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 25. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI fþróttaþing ÍSÍ sett á Akureyri Menntamálaráðherra sæmdur heiðurskrossi ÍÞRÓTTAÞING ÍSÍ var sett við há- tíðlega athöfn í KA-heimilinu á Ak- ureyri síðdegis í gær. Þetta er í ann- að sinn sem slíkt þing er haldið. Forseti íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson var viðstaddur setningu þingsins og flutti þar ávarp. Við setningu íþróttaþings sæmdi Ellert B. Schram, forseti ISÍ, Bjöm Bjarnason menntamálaráðherra heiðurskrossi íþrótta- og ólympíu- sambands íslands fyrir frábær störf í þágu íþrótta á íslandi, en Ellert sagði að forsvarsmenn sambandsins hefðu ævinlega mætt miklum áhuga og skilningi Bjöms á málefnum íþrótta hér á landi. Benti hann á í ávarpi sínu að ríkisvaldið styddi við bakið á margs konar málefnum og væri ekki úr vegi að veita verulegt fé til að styðja við íslenskt íþróttafólk þannig að það kæmist á verðlauna- palla í hinum ýmsu íþróttagreinum. Bjöm Bjamason menntamálaráð- herra þakkaði þann heiður sem sér væri sýndur með því að veita sér heiðurskross sambandsins. Við setningu íþróttaþingsins var Steingrím- ur sýnir STEINGRÍMUR St. Th. Sigurðsson opnaði í gær, fóstudag, sýningu á nýj- um veitingastað, La Bella é Vita, á Akureyri. Þessi sýning er númer 104 í röð sýninga Steingríms og ber hún yf- irskriftina: Akureyri og er tileinkuð Davíð Oddssyni forsætisráðherra og eiginkonu hans, frú Ástríði Thorar- ensen. Á sýningunni era 20 nýjar myndir, en þær síðustu málaði Steingrímur í íyrrinótt eftir heimsókn á nektar- dansstað á Akureyri. Steingrímur, sem marga fjöruna hefur sopið á sinni ævi, sagðist aldrei inn á slíkan stað hafa komið áður, en heimsóknin hefði Morgunblaðið/Rúnar Pór Bjöm Bjarnason í ræðustóli á íþróttaþingi í gær. Ellert B. Schram, forseti fþrótta- og Ól- ympíusambands Islands, veitti honum heiðurskross sambands- ins fyrir frábær störf í þágu íþrótta á íslandi. einnig boðið upp á fjölbreytt atriði, leikið var á fiðlu og píanó og þá vora sýndir samkvæmisdansar. Þingið stendur yfir á Akureyri um helgina. Morgunblaðið/Margrét verið ánægjuleg og komið á óvart. Listamaðurinn verður 75 ára í næsta mánuði og mun halda upp á það með sýningu í íþróttahöllinni á Stokkseyri. Sýning Steingríms verður aðeins opin í fjóra daga eða fram á mánudag og á afgreiðslutíma veitingastaðarms. I sóknarhug ÍMYND EYJAFJARÐARSVÆÐISINS Hádegisverðarfundur með Gísla Marteini Baldurssyni, fréttamanni á Sjónvarpinu, og Guðmundi Oddi Magnússyni, kennara f ímyndarfræðum við Listaháskóla íslands, á Fiðlaranum, Skipagötu 14, miðviku- daginn 29. mars frá kl. 12.00 til 13.00 • Hvaða augum lítur fréttamaðurinn á Eyjafjarðarsvæðið? •Hefur viðhorf hans til landsbyggðarinnar breyst að undanförnu? • Hvaða tilfinningu hefur hann fyrir afstöðu kollega sinna? • Hefur sú kynslóð sem nú er að vaxa úr grasi á höfuðborgar- svæðinu neikvæða mynd af landsbyggðinni? •Hvað segir kennarinn og listamaðurinn um ímynd iandsbyggðar- innar? •Hversu mikils virði er ímynd svæða? • Hvernig mótar maður ímynd svæða? Þetta, og ýmislegt fleira, munu Gísli Marteinn og Guðmundur Oddur fjalla um og svara spurningum fundarmanna. Verð kr. 1.000 (léttur hádegisverður innifalinn) Allir velkomnir Skráning hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar í síma 461 2740 eða á netfangi benedikt@afe.is. Skemmtilegt vélsleða- mót í Mývatnssveit Morgunblaðið/Birkir Fanndal Mývatnssveit. Morgunblaðið. VELSLEÐAMENN söfnuðust sam- an við Skútustaði í Mývatnssveit um liðna helgi og líkt og oft áður á Mý- vatns-sleðamótum var þar margt manna hvaðanæva af landinu sem ekki lét sér bregða þótt stífur suð- vestanvindur blési lengst af á móts- gesti. Fram að móti hafði snjór farið vaxandi í sveitinni og á nærliggjandi heiðum, horfði þvi ágætlega með sleðafæri. Þetta breyttist hratt dag- inn fyrir mót þegar asahláka og SV stormur stórspillti færinu, menn létu það þó ekki á sig fá en fjölmenntu til mótsins víðsvegar að af landinu. Megintilgangur árlegra móta véls- leðamanna í Mývatnssveit hefur æt- íð verið að hittast og gleðjast saman eina helgi síðvetrar eftir að dag er tekið að lengja veralega. Þeir eldri koma til að hitta kunningja, ræða sameiginlegt áhugamál og skoða það nýjasta í sleðamennskunni. Hinir yngri koma til að reyna sig og kanna fæmi sína og gæði sleða sinna. Þama kom einnig stjórn LIV og hélt fund í Mývatnssafni innan um elstu sleða á íslandi Keppni hófst á fostudaginn með brautarkeppni og var keppt í þrem flokkum þar sem bæði var tekið tillit til vélarstærðar og aldurs keppenda. 27 keppendur luku keppni. GPS- fjallarall, sem undirbúið hafði verið og átti einnig að fara fram þennan dag, var fellt niður vegna snjóleysis. Fjallarall fer um víðan völl og þarf mikla víðáttu, þarf þá að vera sæmi- legur snjór yfir landi og meiri en nú er við Mývatn. Á laugardaginn hófst keppni um morguninn í sólskini og 0°C með spymu á svellaðri Stakhólstjöm. Vegna hlákunnar sem gengið hafði var snjór bráðnaður á tjarnarísnum og því ekki keppnisfært fyrir aðra sleða en þá sem hafa neglt belti með ísnöglum. Því vora keppendur færri en ella hefði orðið. Þama gaf á að líta meðal annars sleða með 1200 cc vélar og yfir 200 hö í afli. Sex keppendur luku keppni. Eftir hádegi var Snjókross á hringbraut sem lögð hafði verið utan í bæjarhólnum á Skútustöðum. Ræstir era margir sleðar samtímis og aka 10 hringi. Þarna er um að ræða útsláttarkeppni og sáust lagleg tilþrif, einkum í stökkum. 30 kepp- endur luku leik í 3 flokkum. Fyrir áhorfanda sýnist þetta nokkuð glæfraleg keppni, en allt fór þó vel þrátt fyrir einhverjar byltur. Keppn- in gekk greiðlega fyrir sig og varð það ekki síst til að gera hana spenn- andi fyrir þá fjölmörgu sem fylgdust með. Síðasta keppnisgreinin var keppni mótorhjóla á Stakhólstjöm, en tjörn- in býður frábærar aðstæður með góðu svelli, víkum og vogum. Fjórir keppendur reyndu þar með sér og vora ræstir fjóram sinnum, þeir fá síðan stig eftir röð í endamarki. Keppni hjólanna var skemmtileg og verður eflaust framhald slíks á Mývatnsmótum. Um kvöldið mætti mikill fjöldi manna og kvenna á veglegt lokahóf, matarveislu og dansleik í Skjól- brekku, þar fór fram verðlaunaaf- hending eftir líflega og vel heppnaða keppni. Sunnudagurinn er síðan not- aður til heimferðar. Framkvæmdastjóri mótsins var Yngvi Ragnar Kristjánsson, hann var mjög ánægður með hvemig til tókst og vill þakka öllum, keppend- um, gestum og ekki síst fjölmörgum starfsmönnum. Furðuleikhúsið sýnir „Frá goðum til Guðs“ Tíu sýningar nyrðra Miðbraut 6, Hrísey-Góð eign Til sölu 4ra herb. raöhúsaíbúð með bílskúr og sólskála. ( bílskúr er 1 herb. oq qevmsla innangenqt úr stofu. Góður garður með litlu dúkkuhúsi og grænmetisgarði. Parket er á stofu, eldhúsi og holi, dúkur á herbergjum. Stærð á íbúð 80 fm, 27 fm bilskúr. 16 fm sólskáli, alls 123 fm. Húsið er steinhús byggt 1982. Tilboð óskast Sími 466 1734, gsm 896 1734 FURÐULEIKHÚSIÐ hefur undan- farna mánuði ferðast um með leikrit- ið „Frá goðum til Guðs“ og sýnt í skólum og kirkjum. Þetta leikrit er ætlað grannskólabömum og var samið í tilefni af 1.000 ára afmæli kristni á Islandi. I leikritinu er stefnt saman heiðinni og kristinni siðfræði og trúarhugmyndum og farið í ferða- lag aftur í tímann þar sem heiðin trú er enn ríkjandi. Áhorfendur era leiddir inn í heim landvætta og skapanorna þar sem hefndarskyldan rikir en fyrirgefningin þekkist ekki. Leikritið hefur fengið mjög góðar viðtökur og hafa þegar verið 45 sýn- ingar á höfuðborgarsvæðinu og víða á Suður- og Vesturlandi. Nú leggur Furðuleikhúsið upp í ferð norður yfir heiðar og verður með 10 sýningar í næstu viku. Á mánudag, 27. mars, verða tvær sýningar í Borgarhólsskóla á Húsa- vík og ein í Akureyrarkirkju, á þriðjudag verða tvær sýningar í Glerárkirkju, á miðvikudag verður sýnt í Tjamarborg í Ólafsfirði, þá verða tvær sýningar í Glerárkirkju á fimmtudag og tvær í Dalvíkurkirkju á föstudag. Áfram verður sýnt í skólum og kirkjum í vetur en þetta verk verður einnig sýnt á Kristnitökuhátíð á Þingvöllum í sumar. Einstakt tækifæri 2 stk. tvíbreiðir ski-doo vélsleðar til sölu Eknir 2.300 km, í fullkomnu lagi (eins og nýir) Verö kr. 380.000 stk. Henta vel fyrir sportfólk, bændagistingar o.fl. Allar upplýsingar veitir Hjörleifur í sima 461 3020. i i i •
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.