Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 25. MARS 2000
ÚRVERINU
Fimm íslensk
skip á kol-
munnaveiðum
HÓLMABORG SU kom til Fá-
skrúðsfjarðar í gær með um 1.700
tonn af kolmunna og Jón Kjartans-
son SU landaði um 1.500 tonnum í
Egersund í Noregi en þrjú íslensk
ikip til viðbótar eru byrjuð á kol-
munnaveiðum á miðunum suðvestur
if Rockall, um 80 mílum vestan við
irsku lögsöguna.
Hoffell SU hóf vertíðina og hefur
andað tvisvar á Fáskrúðsfirði, rúm-
tega 1.000 tonnum í hvort sinn, og er
núna í þriðja túrnum, en Asgrímur
Halldórssón SF og Sunnuberg NS
voru á miðunum í gær.
Þorsteinn Kristjánsson, skipstjóri
á Hólmaborginni, segir að mikið sé
af kolmunna á svæðinu og hann hafi
verið tvo sólarhringa að fylla skipið
en heimsiglingin hafi tekið um 40
tíma. Hann segir að mörg skip, eink-
um norsk og rússnesk, hafi verið á
svæðinu og gera má því skóna að ís-
lenskum skipum fjölgi bráðlega þar
sem loðnuvertíðinni er sennilega lok-
ið.
Nú eru borgaðar 4.700 kr. fyrir
tonnið af kolmunnanum og er það
sambærilegt við verðið í Færeyjum
og Noregi en þar fá skipin ódýrari ol-
íu. Hins vegar taka Færeyingar að-
eins á móti eigin skipum og nokkrum
skoskum, anna ekki meiru eins og er,
og sömu sögu er að segja frá löndun-
arstöðum á írlandi, Skotlandi og
Hjaltlandi.
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Morgunblaðið/Asdís
Unnið við löndun á smokkfiski úr Snowmass við Holtabakka í gær.
Um 3.000 tonnum
af smokkfíski
landað í Reykjavík
UM 3.000 tonnum af smokkfiski hef-
ur verið landað í Reykjavík síðan á
mánudag úr flutningaskipinu
Snowmass. Þetta er stærsti smokk-
fiskfarmur sem hefur komið til ís-
lands en til viðbótar fara um 1.000
tonn í geymslu í Hollandi og um 500
tonn þaðan til írlands, Englands,
Noregs og Danmerkur.
Sænska fyrirtækið Blue Ocean og
veiðarfærasalan Dímon ehf. sjá sam-
an um sölu smokkfisksins í Norður-
Evrópu en Dímon er alfarið með söl-
una á íslandi auk þess sem fyrirtæk-
ið hefur selt smokkfisk til
Bretlandseyja, Færeyja, Grænlands
og Noregs.
Að sögn Þorleifs Ólafssonar hjá
Dímoni veiða einkum kóreskir sjó-
menn smokkfiskinn á handfærabát-
um á suðurheimsskautssvæðinu en
flutningaskip safna aflanum sáman í
grennd við Falklandseyjar. Flutn-
ingaskipið Snowmass er um 5.000
tonn og var 40 daga á leiðinni til ís-
lands með um 4.500 tonn af smokk-
fiski.
Afiinn er úr mörgum skipum og er
afli úr hveiju skipi skoðaður sérstak-
lega af norskum skoðunarmanni áð-
ur en hann er samþykktur. Því tekur
löndunin svona langan tíma.
Smokkfiskurinn er notaður í beitu og
fær Vísir í Grindavík stærsta hluta
farmsins eða um 600 tonn af um
2.000 tonnum sem fara til íslenskra
fyrirtækja. Þrettán til fjórtán gámar
fara til Grænlands og fimm til sex til
Færeyja. Þorleifur segir að gjald
fyrir frystigeymslu í Hollandi sé
miklu lægra en hér á landi og því
verði 1.000 tonn geymd þar en þau
verði flutt til Islands þegar líður á
árið.
ÞAÐ hefur lengi verið mat manna að
án Davids Trimbles við stjómvölinn í
Sambandsflokki Ulsters (UUP) yrði
mun erfiðara en ella að ná því marki
að tryggja varanlega lausn deilnanna
á Norður-írlandi. Þykir því ljóst að
fái hann slæma útreið í leiðtogakjör-
inu í dag muni það setja verulegt strik
í reikninginn, enda væru þá harðlínu-
menn búnir að ná yfirhöndinni í
flokknum, harðlínumenn sem vilja
ekki heyra á það minnst að setjast í
ríkisstjóm með lýðveldissinnum. Á
hinn bóginn gæti það styrkt stöðu
Trimbles, og um leið fiiðai-umleitana
á Norður-írlandi, ef hann fær öfluga
traustsyfiiiýsingu frá flokksmönnum
sínum.
Það hefur verið einn af akkillesar-
hælum friðarferlisins á Norðui’-ír-
landi undanfarin ár hversu mikil and-
staða hefur verið innan UUP við
stefnu Trimbles. Sú ákvörðun hans að
skrifa undir Belfast-friðarsamkomu-
lagið fyrir tveimur árum var umdeild í
flokknum og óhætt er víst að segja hið
sama um þá ákvörðun hans í desem-
ber síðastliðnum að setjast í stjóm
með fulltrúum Sinn Féin, enda höfðu
sambandssinnar ávallt staðhæft að
það myndi ekki gerast nema írski
lýðveldisherinn (IRA) byijaði afvopn-
unfyrst.
Samþykkti flokkurinn einungis
með 58% atkvæða þessa ákvörðun
Trimbles og þá einungis með því skil-
yrði að byijaði IRA ekki afvopnun
innan tveggja mánaða þá yrði heim-
astjómin aflögð á nýjan leik. Það varð
illu heilli niðurstaðan fym í vetur enda
lýðveldissinnar jafn tregir til mála-
miðlana og sambandssinnar. Vonir
hafa hins vegar staðið til þess að end-
urreisa mætti heimastjómina og hafa
þeir Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, og írskur starfsbróðir
hans, Bertie Ahem, að mörgu leyti
byggt þær vonir á David Trimble.
Orðrómur hafði verið á kreiki um
að á miðstjómarfundi UUP í dag yrði
gerð atlaga að Trimble, en jafnan var
þá talið að þar yrði um einhvem af
yngri liðsmönnum flokksins að ræða,
sem settur yrði til höfuðs leiðtogan-
um, með það í huga að einhver þunga-
vigtarmannanna krýndi sig leiðtoga
að Trimble föllnum. Ummæli Trimbl-
es í Bandaríkjunum um síðustu helgi
juku enn óánægjuna í UUP en þar gaf
Trimble til kynna að hann gæti verið
reiðubúinn til að reisa heimastjómina
úr rústum með aðild Sinn Féin, ef
IRA gæfi skýr loforð um hvenær af-
vopnun gæti hafist.
Frambjóðandinn enginn
óreyndur hausaveiðari
Framboð gegn Trimble er stað-
reynd en mótframbjóðandinn er hins
vegar ekki óreyndur hausaveiðari,
eins og reiknað hafði verið með. Mart-
yn Smyth hefur lengi verið í framlínu-
sveit UUP, er einn af ellefu þing-
mönnum á breska þinginu, og er
jafnframt fyrrverandi leiðtogi Óran-
íureglunnar áhrifamiklu. Hann var
ennfremur einn af fjórum þingmönn-
um UUP sem buðu sig fram í leið-
togakjörinu 1995, eftir að Molyneaux
lávarður dró sig í hlé, en Trimble bar
þá sigur úr býtum.
Reyndar fékk Smyth ekki nema 60
atkvæði í leiðtogakjörinu 1995 og það
er ekki talið bæta sigurlíkur hans nú
hversu seint hann lýsti yfir framboði.
Margir hefðu einnig talið að hann
væri fremur líklegur til að setjast
senn í helgan stein, enda orðinn 68
ára gamall, en að hann færi að skora
Trimble á hólm núna.
héraðinu, segir Davíð Logi Sigurðsson,
ekki síður en fyrir David Trimble pers-
ónulega og raunar flokkinn sem heild.
Reuters
Martyn Srnyth er ósáttur við forystu Trimbles.
Hitt er annað mál að framboð hans
kristallar þá andstöðu sem er í
flokknum við þann vilja Tiimbles að
ganga til stjórnarsamstarfs ásamt
Sinn Féin, án þess að afvopnun sé af-
lokið. Sjálfur sagði Smyth á frétta-
mannafundi í gær að hann gæti ekki
unað því að Sinn Féin fengi að setjast
í stjóm með UUP nema IRA afvopn-
aðist. Það ættu ekki að vera „byssur
bak við luktar dyr, engar byssur
geymdar undir borði, engar byssur
geymdai- uppi á borði“.
Smyth fullyrðir að hann geti tryggt
sér meirihluta atkvæða í leiðtogakjör-
inu. Líklegra er þó að hann stefni að
því að ná fylgi sem samsvarar þeim
42% miðstjómarmanna sem höfnuðu
því í atkvæðagreiðslu i desember að
setjast í stjóm með Sinn Féin. And-
stæðingar Trimbles óttast reyndar að
Smyth takist þetta ekki, og að mál-
staður þeirra hljóti skaða af slakri út-
komu hans. Takist honum hins vegar
að tiyggja sér 35% fylgi eða meira
era fréttaskýrendur á einu máli um
að staða Trimbles sé erfið, jafnvel
þótt hann muni sjálfsagt túlka slíkt
sem áframhaldandi umboð. Ennfrem-
ur veikir það stöðu Trimbles hversu
þingflokkur UUP á breska þinginu er
honum andsnúinn, en sex af tíu sam-
starfsmönnum hans þar hafa þegar
lýst yfir stuðningi við Smyth. Þeirra á
meðal er Jeffrey Donaldson, sem
lengi vel var álitinn krónprins Trimbl-
es en hefur í seinni tíð verið í órólegu
deildinni í flokknum. Afstaða Don-
aldsons gæti skipt miklu máli en að
sama skapi er ljóst að hann tekur tals-
verða áhættu með því að lýsa yfir
stuðningi við Smyth enda hefur hann
þar með brennt allar biýr að baki sér.
Trimble hefur þó enn nokkra
áhrifamenn í stuðningsliði sínu, t.d.
þingmennina Sir Reg Empey, Ken
Maginnis og John Taylor, varaleið-
toga flokksins, og stuðningur við
hann meðal grasrótarinnar ætti að
reynast nægjanlegur til að tryggja
honum sigur. Spumingin er hins veg-
ar hvort Smyth nær að gera honum
afdrifaríka skráveifu.
Túnabært uppgjör?
Það myndi óneitanlega styrkja
mjög friðarferlið á Norður-írlandi ef
David Trimble tækist að vinna sann-
færandi sigur á andstæðingi sínum.
Slíkan sigur gæti hann túlkað sem
stuðningsyfiriýsingu við þá stefnu
sem hann hefur haft og til marks um
að flestir vilji nú sambandssinnar láta
reyna á raunverulegan friðarvilja lýð-
veldissinna.
Hljóti Trimble slæma kosningu er
óvíst hvað gerist en hitt er víst að frið-
arsamningurinn er fyrir bí í núver-
andi mynd komist Smyth til valda og
sjálfsagt myndu lýðveldissinnar einn-
ig túlka sigur Smyths sem endanlega
staðfestingu á því að sambandssinnar
hafi ekki áhuga á sáttum. í öllu falli er
ekki laust við að sú skoðun njóti nokk-
urs fylgis að tími hafi verið til kominn
að uppgjör færi fram í UUP en inn-
byrðis deilur þar hafa alltof lengi
staðið friðarumleitunum fyrir þrifum.
Reuters
David Trimble kveðst fullviss um að vinna sigur í leiðtogakjörinu.
Uppgjör hjá sam-
bandssinnum
á Norður-Irlandi
Trimble í vanda
fái áskorandinn
35% eða meira
Leiðtogakjörið sem fram fer hjá stærsta
flokki sambandssinna á N-írlandi í dag gæti
reynst afdrifaríkt fyrir friðarumleitanir í