Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 56
J6 LAUGARDAGUR 25. MARS 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ - ^tBRgKgfr.■■ W' p I Si. M| r 3’ w «• :r: i P ÆFm. I ÆTm nr r WWBHWW a O’- 3 c < o* c Faxafeni 8 alla daga 1 2-1 9 Hvar er póst- húsið mitt? NÚ ER svo málum háttað að um 4400 heimili í dreifbýli fá póst sjaldnar en fimm sinnum í viku og þótt samgöngum og fjar- skiptum hafi fleygt fram hafa póstsam- göngur lítið breyst fyr- ir þessa þegna lands- ins. í umræðu um byggðastefnu og jöfn- un tækifæra hefur lítið verið minnst á mikil- vægi póstsendinga. Póstburður skiptir hins vegar miklu fyrir landsbyggðina. Fyrir það fyrsta eru það lýð- réttindi að fólk fái blöð og bréf með sem minnstri töf og geti fylgst með fréttum og landsmálaumræðu eða rekið erindi sín gagnvart stofnunum og fyrirtækjum. Og í öðru lagi eru tíðar og öruggar póstsendingar höf- uðatriði fyrir atvinnuuppbyggingu sem tengist tölvum og nýsköpun. Má þar nefna að verslun á Netinu er háð því að vörunni sé komið til neyt- andans í pósti. Öll slagorðin um „að staðsetning skipti ekki máli“ í heimi tækni og fjarskipta gera leynt og ljóst ráð fyrir því að fyrir hendi sé skilvirkt og skjótt póstburðarkerfi. I ljósi þessa ber brýna þörf til að auka póstþjónustu hérlendis og jafnframt forðast skammsýnar tillögur sem gera ráð fyrir lokun pósthúsa úti á landi eða lækkun þjónustustigs. Póstur fímm daga í viku Samkvæmt upplýsingum frá sam- gönguráðuneytinu er nú undirbúið að auka tíðni póstsendinga úti á landi. Á þessu ári er áætlað að hefja fimmdaga póstþjónustu á leiðunum frá Borgarnesi, Hvammstanga, Hvolsvelli, Sauðár- króki og Selfossi. Á því næsta er fyrirhugað að hefja fimmdaga þjón- ustu frá pósthúsunum á Akranesi, Blönduósi, Búðardal, Egilsstöð- um, Hellu og Húsavík. Það ber að lofa allt sem gengur í rétta átt. Þetta eru þó skref sem hefðu átt að vera stigin fyrir nokkuð löngu. En eftir þessar breytingar verða enn um 1.615 heimili á landinu sem sitja uppi með þriggja daga eða stopulli þjón- ustu í viku. Það er mikið áhyggjuefni ef fylgt verður eftir hugmyndum um lokun margra pósthúsa úti á landi eða að skerða þjónustu þeirra. Skilvirkni póstkerfis byggir ekki aðeins á því að geta fengið póst held- ur einnig að geta sent hann frá sér. Það verður tvímælalaust að teljast spor í ranga átt ef íbúar ákveðinna byggðarlaga verða að leggja á sig aukinn akstur, tíma og ferðalög til þess eins að senda ábyrgðarbréf eða setja pakka í póst. Auðvitað skiptir máli kostnaður við rekstur póstþjón- ustunnar og ef til vill má hagræða með því að sameina rekstur banka og pósthúsa á einstaka stöðum, en báðar þessar greinar hafa trúnað og öryggi sem aðalsmerki. Frumvarp til laga sem heimilar það liggur nú fyrir alþingi. Hinsvegar er það ekki aðlaðandi hugmynd að hnoða póst- afgreiðslum inn í matvörubúðir eða bensínafgreiðslur. Kröfur til póstþjónustunnar Starfsskipulag Pósts og síma hér- lendis hefur verið mikið breytt og stofnuninni skipt upp. í sjálfu sér skiptir ekki miklu hvaða nafn póst- þjónustan hefur. Það sem skiptir máli er þjónusta og skilvirkni. En samkvæmt lögum um póstþjónustu frá árinu 1996 virðist sem fáar skyldur fylgi póstburði hérlendis aðrar en þær að gæta trúnaðar, póstleyndar og skila póstinum á sinn stað í heilu lagi. Ekki eru gerðar neinar kröfur um hraða né lág- marksþjónustustig. Með öðrum orð- um, hagsmunir almennings eru ekki varðir með sýnilegum eða ákveðnum hætti í núgildandi lögum og reglum um póstburð. Þess vegna er nú nauðsynlegt að skilgreina ítarlega þær kröfur sem gera þarf til póstþjónustunnar og tryggja öllum íslendingum jafnan Póstur Það verður að teljast spor í ranga átt ef íbúar ákveðinna byggðarlaga verða að leggja á sig aukinn akstur, tíma og ferðalög, segir Jón Bjarnason, til þess eins að senda ábyrgðarbréf eða setja pakka í póst. aðgang að póstburðarkerfinu. Kveða þarf skýrt á um ákveðið lág- marks þjónustustig póstsins sem all- ir þegnar landsins eiga rétt á og ekki er hægt að brjóta gegn. Póstburðar- kerfið snýst ekki aðeins um flutning á hlutum á milli tveggja staða heldur er það í raun og veru net sem teygir sig yfir landið allt. Eðlilegt er að inn- an þess nets gildi eitt gjald þótt bréfin ferðist mislangt og með mis- jafnri fyrirhöfn. Einnig ætti að kveða á um hve langur tími má líða frá því að póstsendingu er skilað inn til dreifingar og þar til hún á að vera komin á áfangastað. Margir hafa látið fjálgleg orð falla um möguleika landsbyggðarinnar með tilkomu tölvupósts og Netsins, sem eiga að gera staðsetningu að aukaatriði. Ekki skal þvi neitað að þessir hlutir opna marga möguleika úti á landi. Hins vegar ef á að selja eitthvað sem verður ekki flutt með rafboðum er ljóst að netviðskipti kalla á ákveðnar kröfur í póstsam- göngum. Það er í raun pósturinn sem gefur tölvuheiminum jarðsam- band og það er reynsla erlendra ríkja að netviðskipti kalla á stór- auknar póstendingar. Framtaks- samt fólk í sveit eða kaupstað sem vill fá aukatekjur með því að selja hannyrðir, fjallagrös eða annan varning og þjónustu í gegnum ver- aldarvefinn, verður jafnframt að hafa góðan aðgang að póstafgreiðslu til þess að geta stundað þessi við- skipti. Þetta verða stjórnendur landsins að hafa í huga þegar mótuð er framtíðarstefna í póst- og sam- göngumálum landsins. Sagan geym- ir mörg dæmi um hvernig skammsýnar spamaðaraðgerðir hafa leitt af sér verri þjónustu og aukinn kostnað þegar fram í sækir. Póstur og byggðastefna Stefna íslenskra stjórnvalda í póstmálum má ekki fela í sér þær þversagnir að fjölga heimilum sem hafa fimmdaga póstburð, en jafn- framt stíga mörg skref aftur á bak með því að fækka póstafgreiðslu- stöðum og draga úr þjónustu þeirra. Nær væri að færa aukin verkefni til pósthúsa í dreifbýli t.d. frá höfuð- stöðvunum fyrir sunnan og þannig styrkja stöðu þeirra. Hvert starf á Hofsósi, Varmahlíð, Vík í Mýrdal eða Kirkjubæjarklaustri skiptir miklu máli fyrir byggðina. Há- stemmd orð um hvernig tölvur og fjarskipti eigi að efla og treysta byggð um landið eru marklítil ef póstburður getur ekki fylgt netvið- skiptum eftir. Góð póstþjónusta er ekki aðeins lýðréttindi heldur einnig mjög mikilvægur hluti af framsýnni byggðastefnu. Höfundur er alþingismaður Vinstri hreyfíngarinnar - græns framboðs á Norðurlandi vestra. Jón Bjarnason / ReebonX körfuboltaskór Cash dmx lite, st. 6,5-11,5 . Áður 9.990 Nú 5.990/ Reebok takkaskór Laguna, st. 7-12 Áður 5.990 v Nú 3.990 / Nike skór ( AIR MAX, herrast. 10-12,5 Áður 15.690 \ NÚ 8.900 7 Fila nærfö &0°/o afsl. Mikið úrval Gerry micro íþróttagalli, st. XS-XXL Áður 5.990 . Nú 3.990 y IþróUatöskur "u 9 ■ «“ 995 /Ú Iþróttagalli <\/ í m. 2 buxum, st. 4-14 \ Áður 4.990 _______I w V Nú 3.490 x* Speedo sundffatnaður 50% afsláttur r Reebok \ hlaupaskór Aztrek 99, v st. 6,5-12,5. Áður 7.990 K Nú 4.990 y Reebok skór ClaSSÍC kven + herra Áður 3.990 V Nú990_^ ^ Nike skór \ AIR MAX, kvenst. 8,5-10,5 Áður 15.690 \ Nú 8.900 7 m. 2 buxum, st. S-XXXL Áður 5.990 V Nú 3.990 7 NÓATÚN 17 S. 511 4747 Opið í dag kl. 10-18 og sunnudag 12-18 SPAR SPORT TOPPMERKI Á LÁGMARKSVERÐI fl^i - 1 Ba, Jl í MORGUN HÓFST OKKAR LANDSFRÆGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.