Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 58
LAUGARDAGUR 25. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Bjartsýnin lengi lifi... ÍSLENZK heil- brigðisyfirvöld hafa einsett sér að spyrna við fæti í kostnaði við heilbrigðisþjónustu, þ.á m. lyfjakostnaði, þó með það í huga að veita áfram beztu þjónustu sem völ er á. Bjartsýni má það ef til vill heita því í mörg ár hefur þróun- in verið sú að lyfja- ■^pstnaður hefur farið vaxandi hér á landi, og jafnvel um 10 til 20% á ári. Er þar átt við heildarkostnað við lyf. Allan síð- asta áratug hefur hlutfall haldizt svipað milli þess sem Tryggingast- ofnun borgar annars vegar og al- menningur hins vegar en ekki hefur verið hægt að sundurgreina þennan kostnað nægilega, og enn ekki fengin heimild hjá tölvunefnd til þess að það megi gera. Innkaups- verð á lyfjum mun vera marktækt hærra (26%) hér á landi en í öðrum löndum í Vestur- Evrópu en samkeppni hefur verið komið á hér og komið neytendum til góða. Á ráðstefnu sem ég sótti á sl. sumri voru kynntar tölur um lyfja- kostnað á Norðurlönd- um þar sem Noregur raðaðist lægstur með $148 á hvern íbúa en Island hæst með $238 - (um átján þúsund krón- ur) á íbúa. Ég hef ekki sannreynt þessar tölur, en heildarverð á út- seldum lyfjum hér á landi er um 9 milljarðar og 196 milljónir króna sem án vsk. eru um 28 þúsund krónur á íbúa. Á markaðinn koma stöðugt ný og betri lyf og þegar litið er á kostnað við þau verður með réttu að draga frá honum það sem sparast annars staðar. Ekki auðvelt verk reyndar, en þar er einkum um að ræða að fólk getur fremur sótt vinnu en áð- ur þrátt fyrir veikindi, þarf síður að vistast á sjúkrahúsum, þarf ef til vill minna af rannsóknum og það sem erfiðast er að mæla: Fólk getur öðlast betra líf. Hvers virði er allt þetta í reikningsdæminu? Hér á landi hefur greiðsluþátt- taka almennings um alllangt skeið byggzt á sjúkdómaflokkum, þannig að lyf við nokkrum sjúkdómum hafa verið sjúklingum að kostnaðar- lausu, til dæmis þeim sem hafa syk- ursýki, en sum lyf, s.s. svefnlyf og hægðalyf, verið greidd að fullu af sjúklingum. Líka litlu bláu pillurn- ar, Viagra, en ein slík kostar tæpar 1.000 krónur. Ný lyf eru hlutfalls- lega dýrari en þau eldri og kostnað- ur fer vaxandi. Nú er svo komið skv. upplýsingum frá heilbrigðis- ráðuneytinu að kostnaður við lyf sem komið hafa á markað eftir 1990 Katrín Fjeldsted ÍSLENSKT MAL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1050. þáttur Tíningur. 1) Eg heyrði í fréttum að mað- ur, sem var hræddur og ráða- laus, hefði orðið að „gjalli“. Þama er annaðhvort um mistal að ræða eða sá, sem fréttir sagði, hefur ruglað saman orðunum gjall og gjalt. Hið síðara kemur «>aðeins fyrir í einu orðasambandi og merkir að glúpna, fara hjá sér, verða örvita (úr hræðslu). Þess getur í Hávamálum, að í orustum verði menn stundum líkir gjalti, það er missi móðinn, verði örvita af ótta. Margir trúa því að gjalt, sem menn vita reyndar ekki hvers kyns var, sé tökuorð úr írsku, geilt= vitlaus, óður, sjá og gealt= óðurmaður. I nútímamáli íslensku er æðis- merkingin horfin úr gjalt, en eft- ir stendur hitt, að sá sem glúpn- ar og stendur ráðalaus, hefur orðið að gjalti. íí Gjall= sori úr bræddum málmi, hraungjall, er af mjög svo óvísum uppruna. Hollend- ingurinn Jan de Vries hefði sennilega sagt á þýsku: „Das Wort ist dunkel“. 2) Óskar Þór Kristinsson (Sailor) hefur beðið mig að hyggja að tvennu: a) Skeleggur. Þetta lýsingar- orð merkir djarfur, röskur egg- hvass. Það er samsett af skel og öðru kvenkynsorði, egg, og merkir upphaflega: með skel- þunna egg, það er flugbeittur. Síðan kemur líkingamálið til sögunnar, og farið er að nota , r þetta um menn sem eru „egg- hvassir“ viðureignar= harðvít- ugir, djarfir. b) Flak í merkingunni fiski- mið, t.d. Digranesflak, merkir eiginlega fláki eða flatneskja, sbr. flakís= helluís, sléttur ís. Mjög lærðir menn segja að flak í fyrrgreindri merkingu sé líklega fjarskylt grísku pelagos= rúm- sjór, hafflötur. Klykkjum hér út með gamalli slitru: Arkipela-yíir-gus öðling sigla náði. •4 FjöllinKáka-framvið-sus ** fólkorustu háði. 3) Eg hef oftsinnis minnst á það málfyrirbæri sem kallast þjóðskýring eða alþýðuskýring. Hún er fólgin í því, að menn reyna að gera sér útlend orð skiljanlegri, t.d. catastrofe breytist í kattarstroffa og oper- 1 -Vation í opinsjón. Nú hefur mér borist til eyma nýtt dæmi (fyrir mig), en svo vildi til að kona á Austurlandi sagði vinkonu sinni að hún yrði að sýna henni nýj- asta „tilvikið“ hans Bjössa síns, það heitir víst „klofsett". Hún hafði sest klofvega á þetta „til- vik“ og skildi að vonum klofsett betur en klósett. 4) Salómon sunnan sendir: í Búdapest alfrægur Ólíver (ekki mjög þekktur um landið hér) flýtti sér þaðan, hertiupphraðann og hljóp loksins aftan að sjálfum sér. 5) (Á) því læra bömin málið, að það er fyrir þeim haft, segir gamall orðskviður. Þess vegna finnst mér að menn eigi að vanda sig hvað mest, þegar talað er við bömin, ekki að gera sér upp einhvers konar hrognamál sem þeir halda að sé barnamál. Fréttamaður frá Sjónvarpinu sagði við krakka á leikskóla: Svo kom héma fullt af einhveijum mönnum. Þetta gengur ekki. Betra hefði verið að segja: Hing- að komu alls konar menn, og bömin hefðu ekki misskilið það, spái ég. 6) Umsjónarmaður minnir enn á orðin forvarair og for- varnarstarf. Mér þykir sem þessi góðu orð séu á undanhaldi um sinn, en „fyrirbyggjandi að- gerðir“ sæki á. Það em ekki góð skipti. Morgunblaðið stendur sig þó vel í þessu efni, sjá t.d. 14. mars. 7) Vilfríður vestan kvað: Þegar Bjöm hafði hertekið Beirút, sást hann bólginn af rembingi keyra út með sextíu læðum í sárfáum klæðum og svo bauð hann helmingi fleiri út. 8) Ungur heyrði ég talað um matsjessíld eða matsjessaltaða síld. Hjá Orðabók Háskólans fékk ég dæmi úr Tímariti Verk- fræðingafélagsins: „Þekktasta tegund af léttsaltaðri síld er lík- lega matsjessíld.“ Fyrri hluti þessa orðs er úr hollensku, skylt ísl. mær= ung stúlka, sjá enn- fremur mögur= sonur, mágur, þýsku Magd= stúlka. Því mætti kalla matjessíld meyjarsíld, enda heitir hún jungfrasill á sænsku t.d. Fullu nafni er þessi sfld kölluð maatjesharing á hol- lenskunni, en þar er maatje smækkunaryrði af maagd= mær. Svolítið meira úr hollensku. Matroos er hollenskt tökuorð úr gamalli frönsku. Það orð merkir sjóliði eða sjómaður, og kom til okkar úr dönsku, ýmist haft endingarlaust, matrós, eða með endingu, matrósi. Holl. maat- genot samsvarar ísl. mötunaut- ur, sbr. þýsku Genosse= félagi, en félagar voru þeir menn kall- aðir sem „lögðu fé sitt saman“, svo nánir vinir voru þeir. _ í upphafi Egils sögu segir frá Úlfi Bjálfasyni (Kveld-Úlfi) og Berðlu-Kára. Hann var „göfug- ur maður og inn mesti afreks- maður að afli og áræði; hann var berserkur. Þeir Úlfur áttu einn sjóð báðir, og var með þeim in kærsta vinátta.“ 9) „Gullepli í silfurskálum - svo eru orð í tíma töluð.“ (Orðs- kviðir Salómons.) 10) „Long Beach; við sátum á bekk á stóru strandgötunni frammeð sjónum, og ég lagði fyrir hann þá spurníngu hvaða gagn væri í því, ef maður hefði einhveija doktorsritgerð um þjóðfélagslegt siðferði í kollin- um, að gefa hana út af sér fulla með skáldsagnapersónur og ást- arbrall. Ég var með þessu að gefa honum í skyn að hann væri að vísu þarfur ádeiluhöfundur og félagslegur siðbótamaður, en skáldskapartilburðir hans gerðu ekki annað en spilla kostum þjóðfélagsgagnrýninnar. Hann snerist vitaskuld öndverður gegn þessari kenníngu og sagði að fabúlan, dæmisagan, væri óhjákvæmileg nauðsyn, nokk- urskonar ker til þess að fram- reiða í henni þjóðfélagslegar uppljóstranir fyrir lýðinn. Fólk væri nú einusinni svo gert að skoðanir tækju ekki heima hjá því nema í dæmisögum. Nytja- stefnan, sú stefna að gera listina að búshlut eða áburðarjálki, er óaðskiljanleg allri afstöðu Sinclairs og manngerð. Fabúlur hans, sem honum tókst ekki að gróðursetja í tímanum né gæða áþreifanlegum mannlegum veruleika, og þaðanaf fátæklegri tilraunii’ hans til persónusköp- unar, urðu ádeilu hann aðeins fjötur um fót og gerðu skáldsög- ur hans að ólæsilegum sósíal- realisma." (Halldór Laxness: Skáldatími.) Auk þess fær Arnar Bjöms- son prik fyrir giskarar. Hann notar ekki ómyndina „tipparar". er um % af heildarkostnaði en ekki nema helmingur af magninu. Lyf sem voru á markaði fyrir 1989 hafa dalað verulega. Sífellt koma á markaðinn ný lyf, betri, sérhæfðari, betri á bragðið, með færri auka- verkanir og ekki hefur verið talið forsvaranlegt að meina almenningi að nota ný lyf þótt fólk ráði ekki endilega við að borga þau. I stað greiðsluþátttöku sem Lyfjakostnaður Leið til þess að rýmka um rekstrarform heilsu- gæzlustöðva, segir Katrín Fjeldsted, er að gera heimilis- læknum kleift að starfa sjálfstætt. byggist á sjúkdómaflokkum tóku Svíar fyrir nokkrum árum upp kerfi sem byggist á svipuðum grunni og afsláttarkort gera í lækniskostnaði. Danir hafa nú tekið upp svipað kerfi, gerðu það um síðustu mán- aðamót. Þeir hafa reyndar sniðið af því vissa vankanta eins og mér skilst reyndar að Svíar ætli einnig að gera. Skv. þessu danska kerfi er sjálfsábyrgð í lyfjakostnaði fyrir fullorðna um 500 d.kr. (eða 5.000 í.kr.) en eftir það fer kostnaðar- þátttaka trygginganna vaxandi í þremur þrepum eitthvað á þessa ieið: 0-500 d.kr. sj. gr. að fullu 501-1.200 d.kr. sj. gr. 50% en tr. 50%1.200- 2.800 d.kr. sj. gr. 25% en tr. 75% 2.800-3.600 sj. gr. 10% en tr. 90% Áðurnefnt fyrirkomulag hefur verið reynt í Svíþjóð og í Danmörku og unnið er að ámóta breytingum hér á landi. Það tekur tíma en þeg- ar módelið er til er hægara um vik, jafnframt því sem hægt er að læra af reynslu annarra. Lofa ber það starf sem innt hefur verið af hendi á vegum Trygginga- stofnunar og landlæknis til að auka kostnaðarvitund lækna (sbr. Lyfja- val) og fullyrði ég að íslenzkir lækn- ar séu mjög móttækilegir fyrir fræðslu af því tagi. Mikilvægt er að heilbrigðisyfirvöld hafi samráð við læknasamtökin og fagfélög lækna þegar unnið er að breytingum eins og hér hefur verið lýst. Þrátt fyrir ofanritað er ég þó skýrt þeirrar skoðunar að til þess að okkur megi takast að ná utan um kostnað í heilbrigðisþjónustunni, bæði hvað lyfjakostnað varðar og marga aðra veigamikla þætti henn- ar sé farsælast að efla grunnþjón- ustu og forvarnir, fjölga heimilis- læknum og styrkja heilsugæzluna með ráðum og dáð. Ein leið til þess er að rýmka um rekstrarform heilsugæzlustöðva með því að gera heimilislæknum kleift að starfa sjálfstætt. En í heilsugæzlunni, hvernig sem hún er rekin, er fólg- inn einn af lyklunum að því að bjartsýni stjórnvalda geti orðið að veruleika. Höfundur er læknir og alþingismaður. Stjórnvöld á sakamannabekk Vatneyrarmálið, sem nú bíður dóms Hæstaréttar, er saka- mál. Úrlausnarefni réttarins er hvort hin- ir ákærðu eru sekir um brot á refsilögum eða ekki. Við höfum séð margt undarlegt gerast utan réttar í sambandi við þetta mál. Nógu slæmt er að valdamenn krefjist sakfellingar. Hinir ákærðu eiga þannig að verða fórnarlömb hagsmuna þeirra eða annarra utanaðkom- andi aðila, sem hinir ákærðu hafa engin áhrif getað haft á, en valda- menn hafa tekið að sér að þjóna. Það er þó ekki hið alvarlegasta. Sumir háskólaprófessorar er taka að sér málpípuhlutverkið, virð- ast ekki skilja hvað Vatneyrarmálið snýst um. Verra er að Island skuli vera þannig statt 55 árum eftir lýð- veldisstofnun, að handhafar fram- kvæmdavalds láti eins og þeir séu sér alls ómeðvitaðir um stjórn- skipulega stöðu sína og annarra handhafa ríkisvaldsins. Það er ekki íslensku réttarríki til framdráttar. Hegðun þeirra sumra veitir beinlín- is tilefni til að óttast að þeir séu, í hlekkjum herra sinna, tilbúnir til að stefna samfélagi okkar í meiri óg- æfu en það hefur orðið að líða um aldir. Þrátt fyrir ýmsa óáran þá hafa menn yfirleitt náð að leysa sín mál með lögum. Á því kann nú að verða breyting! Þeir fara ekki einungis langt „fram úr sjálfum sér“, heldur virð- ast einnig hafa „málað sig út í horn“ í aðstöðu þar sem þeir telja sig verða að rífa jafnvel niður virðingu heilbrigðs samfélags fyrir lögum og rétti í þágu þeirra hagsmuna sem þeir þjóna. Það er gæfa annarra, en ekki okkar, að leitun er að vestrænu lýðræðisríki þar sem stjórnmála- menn hegða sér með slíkum hætti. Einhvern tíma mælti einn þeirra, í tilefni af launahækkun er Kjara- dómur hafði ákvarðað honum, að maður deildi ekki við dómarann. En nú er annað uppi á teningnum. Á vegum þessara manna virðist þegar vera haf- inn áróðurslegur und- irbúningur vegna hugsanlegrar sýknu hinna ákærðu. Ætlun þeirra virðist vera að kenna Héraðsdómi Vestfjarða og Hæsta- rétti um þær afleiðing- ar, sem hlotist hafa og hljótast kunna af þeirra eigin vanhæfni og því að rjúfa eiða sína um að virða stjórnarskrána. Það er sá stuðningur, sem handhafar dómsvalds fá hjá þeim í sínum mikilvægu störfum, sem hinn almenni borgari verður að treysta að rétt og vel séu unnin fyrst þeir sjálfir brugðust. Áróðursstaða þeirra er sterk. En þeim má ekki takast að kenna öðr- um um, og síst þeim sem hinn al- Fiskveidistjórnun s I Vatneyrarmálinu eru það í raun íslensk stjórnvöld og löggjafar- vald, segir Yaldimar Jóhannesson, en hvorki Svavar né Björn á Vatn- eyrinni sem eru á saka- mannabekknum. menni borgari verður að treysta á til varnar þegnrétti sínum. Sér- hagsmunagæslan, skeytingaleysi um grundvallarmannréttindi lands- manna og eiðrofin eru þeirra, en hvorki Héraðsdóms Vestfjarða né Hæstaréttar. I Vatneyrarmálinu eru það í raun íslensk stjórnvöld og löggjafarvald en hvorki Svavar né Björn á Vatneyrinni sem eru á sakamannabekknum. Höfundur er framkvæmdastjóri og fv. blaðamaður. Valdimar Jóhannesson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.