Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MARGMIÐLUN LAUGARDAGUR 25. MARS 2000 41 Golfleikur fyrir alla L E I K I R Nintendo gaf út Nintendo 64 leik- inn Mario Golf í júlí á síðasta ári. Leikurinn fékk gúða dóma um allan heim en hann er hannaður af Camelot Software Planning og er golfleikur í þrívídd. MARIO Golf er metnaðarfullur leik- ur sem ætlað er að höfða bæði til eldri og yngri kynslóðarinnar. Krakkar hrífast auðveldlega af sæt- um teiknuðum karakterum leiksins og litríku landslagi og þó útlitið höfði ekki strax til unglinga eða fullorð- inna nægir að spila svo sem eina braut til að falla fyrir leiknum. Mario Golf nær að höfða til allra með fjölmörgum valmöguleikum. Til að byrja með geta spilendur farið í gegnum langt þjálfunaiferli sem kennir þeim hvemig á að reikna út áhrif vinds, halla, tegund grass og fleira. þeir yngri geta einnig spilað ofureinfaldaða útgáfu af mínígolfí eða þjálfað sig með því að skjóta í gegnum hringi í loftinu. Grafíkin er frábær og brautirnar afar vel gerðar. Leikurinn er, eins og áður getið, afar litríkur og skemmtilega teiknaður og mikil vinna hefur verið lögð í smáatriði. Tónlistin getur orðið afar þreyt- andi, því hún er einfaldlega of sæt! Allt tal er einnig greinilega ætlað til að skemmta ungum krökkum við spilun en vafí er á að fullorðnir brosi. Mario Golf er golfleikur sem allir með nokkum golfáhuga ættu að eiga. Langbesti golfleikurinn er komið hefur í Nintendo 64 og með betri leikjum fyrir tölvuna almennt. Ingvi Matthías Árnason. Sviptingar á leikjatölvu- markaði PlayStation-vinum þykir ekki minnst um vert hve vélin nýja er glæsiieg ásýndum. SPENNINGURINN fyr- ir væntanlegri PlayStation leikjatölvu fer síst minnk- andi. Byijunarörðugleikar með fyrstu vélamar og minniskort þeirra austur í Japan verða eflaust úr sögunni þegar vélin kemst loks á markað á Vestur- löndum og ekki dregur úr spám um væntanlegar vin- sældir að Nintendo hefur frestað leikjatölvu sinni framávorið2001. Skammt er síðan PlayStation II kom á markað í Japan og var geysivel tekið. Þó sala hafi ekki náð því sem Sony- stjórar spáðu var skékkj- an svo lítil að varla tekur að tala um hana; þeir hugðust selja tvær milij- ónir eintaka en seldu 1.980.000 stykki. Salan hefur og verið góð upp frá því þrátt fyrir galla í minniskortum og að í stöku vél heíúr geisladrifið ekki gengið sem skyldi. Alíka hefur það verið með fyrri útgáfur á leikjatölv- um og víst að það sem útaf stendur í Japan verður komið í lag áður en vélin kemur á markað hér heima. Þó að í tölvunni sé geisladrif hafa þeir leikir sem gefnir hafa verið út fyrir tölvuna hingað til verið á hefð- bundnum 650 MB geisladiskum, en því spáð að eftir því sem menn nýti vélina betur eigi þeim leikjum eftir að fjölga sem ekki komast fyrir á einum disk og verði því settir á DVD-diska. Einnig hafa menn haft orð á því að hægt sé að spila diska fyrir önnur DVD-svæði en það jap- anska með einfoldum hætti. Sony- menn hafá gert lítið úr þeim galla, en hafa aftur á móti meiri áhyggjur af því að þeim er óheimilt að flytja tölvuna út samkvæmt japönskum lögum sem flokka svo öflugar tölvm- sem hemaðartól líkt og tíðkast hef- ur vestur í Bandaríkjunum. Hvað með hina? Eins og getið er hefur Nintendo frestað Dolphin-leikjatölvu sinni sem annars átti að koma á markað fyiir jól um heim allan. Síðustu fréttir herma að tölvan sé ekki vænt- anleg fyrr en um mitt ár 2001, en um líkt leyti ættu fyrstu X-Box tölvum- ar að koma á markað frá Microsoft. Það má því gera því skóna að heldur hitni í kolunum eftir rúmt ár, en þangað til sitja Sony og Sega ein að markaðnum og staða Sony er óneit- anlega heldur vænlegri. Línur em aftur á móti að skýrast með X-Boxið, sem verður með 600 MHz Pentium III örgjörva, 64 MB minni, 8 GB hörðum disk, fjögurra hraða DVD, Ethemet-korti og þriðju kynslóð af GeForce-skjá- korti. Þessi samsetning er ágætlega kröftug miðað við þær tölvur sem al- mennt em í sölu em í dag, sérstak- lega sé litið til örgjörvans, en þykir vísast ekki mikið eftir ár. Að sögn Microsoft-manna er þetta gert til að halda verðinu niðri og fyrir vikið megi gera því skóna að tölvan kosti ekki nema í kringum 15.000 kr. þeg- ar hún kemur á markað vestan hafs. Að auki benda talsmenn fyrirtækis- ins á að X-Boxið verði tvöfalt hrað- virkara en PlayStation II, þrefalt hraðrírkari en Dreamcast og helm- ingi hraðvirkari en Nintendo Dolph- in. Undirbúningur er þegar hafinn á markaðssetningu tölvunnar og að sögn hyggst Microsoft eyða rúmum átján milljörðum króna í auglýsing- ar og kynningar. MANTRUCKN010GY IVIAM kynnrr frábæra hönnun nýrrar kynslóðar vörubfla. POTTÞÉTT 19 Nýjasti diskurinn i Pottþétt seríunni vinsælu er uppfutlur af því besta. 'kmgaídag ) JONES [ 1600 og sunnudaga/ L " 13;00-17;00^'Tom Jones með lög eins og Kiss, What's New Pussycat, It's Not Unusal ofl. ofl. Tóniist úr kvikmyndinni. Uppfullur af frumsýnd ferskri tónlist frá Bono og félögum. 1 s.apríi. BT Skeifunni - S: 550-4444 • BT Hafnarfirði - S: 550-4020 • BT Kringlunni - S: 550-4499 • BT Reykjanesbæ - S: 421-4040 • BT Akureyri • S: 461-5500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.