Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 64
^64 LAUGARDAGUR 25. MARS 2000
KIRKJUSTARF
MORGUN BLAÐIÐ
Laugameskirkja.
Safnaðarstarf
Kirkjaog
hverfi í for-
tíð og nútíð
Á ÞVÍ vori sem brátt heilsar eru 50 ár
liðin frá því er fyrstu fermingarbörn-
in stóðu frammi fyrir nývígðu altari
Laugameskirkju og játuðu trú sína á
fermingardegi. Af því tilefni verður
sérstök hátíðarguðsþjónusta haldin
núna á sunnudaginn þann 26. mars kl.
'11:00 þar sem fermingarböm vorsins
1950 eru sérstakir heiðursgestir. Ur
þeirra hópi eru þeir sr. Bernharður
Guðmundsson sem mun prédika og
Jón Freyr Þórarinsson, skólastjóri
Laugamesskóla, sem flytja mun upp-
hafsbæn. Að sjálfsögðu verður sunnu-
dagaskólinn á sínum stað eins og æt-
íð, kór Laugameskirkju syngur undir
stjóm Gunnars Gunnarssonar og sr.
Bjami Karlsson þjónar við altarið.
Að messu lokinni verður opnuð
merk sögusýning í safnaðarheimili
kirkjunnar sem hópur fólks hefur
unnið ötullega að um hríð og ber yfir-
skriftina „Kirkja og hverfi í fortíð og
nútíð“. Þar munu kynslóðir sameinast
í verki, því unglingar úr Laugalækj-
arskóla sýna sögulegt efni sem þau
hafa unnið undir leiðsögn kennara
síns, írisar Guðmundsdóttur, auk
þess sem hópur sögufróðra Laugar-
nesbúa hefur safriað áhugaverðum
myndum og munum undir forystu
Guðfinnu Ragnarsdóttur þar sem
sögu kirkju og hverfis em gerð
skemmtileg skil. Má þar helst nefna
gömlu altarisbríkina úr Laugamesk-
irkju hinni fomu, sem varðveitt er á
Þjóðminjasafni, gömlu altaristöfluna
sem áður prýddi núverandi kirkju og
einstakt líkan sem ekki hefur áður
‘borið fyrir almenningssjónir þar sem
gefur að líta gamla Holdsveikraspíta-
lann eins og hann stóð ásamt útihús-
um á Laugamestanganum fyrr á öld-
innL
Er því rík ástæða til að hvetja allt
sóknarfólk og aðra unnendur Laugar-
neskirkju til kirkjugöngu á sunnu-
daginn, en sýningin mun standa í
þijárvikur.
Olafur Proppé
talar um skóla
og kirkju
Á FRÆÐSLUMORGNI í Hall-
grímskirkju í fyrramáUð, sunnudag-
ánn 26. mars, mun dr. Ólafur Proppé,
rektor Kennaraháskóla íslands, flytja
erindi sem nefnist: Kirkja og skóli á
nýrri öld - samfylgd eða sundurlyndi.
Á liðinni öld urðu meiri breytingar á
almennri menntun á Islandi en
nokkru sinni fyrr í sögunni. Um alda-
mótín 1900 vora fjórar greinar
skyldubundnar samkvæmt lögum,
lestur, kristin fræði, skrift og reikn-
ingur og skipuðu lestur og kristin
fræði öndvegi, enda hafði kirkjan ann-
ast um alþýðufræðslu í landinu öldum
saman. Fram eftír 20. öldinni gegndu
prestar námstjórahlutverki og önnuð-
ust jafnframt víða kennslu í hinum
nýja Alþýðuskóla sem stofnaður var
með lögum 1907, þótt sérstök yfirvöld
menntamála hefðu tekið við stjóm-
inni. Kristin fræði hafa sífellt verið á
undanhaldi eftir því sem námsgrein-
um hefur fjölgað og formleg tengsl
kirkju og skóla að mestu rofin eða
hanga á bláþræði, þótt samstarf
kirkju og skóla sé víða mikið og gott.
Hver verður þróunin á nýrri öld?
Fróðlegt verður að heyra rektor
Kennaraháskólans velta því fyrir sér.
Að erindinu loknu gefst stuttur tími tD
fyrirspuma áður en messa og bama-
starf hefst kl. 11 í umsjá séra Jóns
Dalbú Hróbjartssonar.
Æðruleysismessa
í Dómkirkjunni
SUNNUDAGINN 26. mars kl. 21
verður æðraleysismessa í Dómkirkj-
unni. Á dagskrá er reynslusaga úr
baráttunni við áfengissýkina, sr. Karl
V. Matthíasson flytur hugleiðingu og
pr. Anna Sigríður Pálsdóttir leiðir fyr-
irbæn. Anna Sigríður Helgadóttír
syngur við undirleik Bræðrabandsins.
Tæki um hvers virði við erum færi
gefst á að koma fram til fyrirbænar.
Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson leiðir
dagskrána. Á eftir verður kaffi á Loft-
stofunni, Austurstrætí 20.
Kristnitökuhátíð
á Eskifírði
KRISTNITÖKUHÁTÍÐ verður
haldin á Eskifirði á morgun, sunnu-
dag. Hefst hún með hátíðarmessu kl.
14 í nýbyggingu Kirkju- og menning-
armiðstöðvar í Bleiksárgili.
Byggingarframkvæmdir hafa stað-
ið yfir frá því í sumar leið. Þar hefur
Gísli Stefánsson farið fyrir af hálfu
Byggðarholtsmanna og annarra
verktaka. Síðustu hönd er verið að
leggja á innréttingu kirkjuskips og
senn lokið við forstofu, snyrtingar,
fundaherbergi og eldhús. Eins og áð-
ur hefur komið fram hefur sérstak-
lega verið hugað að hljómburði húss-
ins í allri hönnun og vísast að vel hafi
til tekist. Á kristnitökuafmælishátíð
sóknarinnar gefst fólki kostur á að
fylgjast með framvindu byggingar.
Sóknin mætir nýrri öld með nýjum og
glæsilegum helgidómi, sem jafrxframt
verður menningarhús Fjarðabyggð-
ar. Eins og áður hefur fram komið er
stefiit að vígslu byggingar þann 24.
septembernk.
Kirkjukórar í Fjarðabyggð annast
og leiða söng ásamt hljómsveit og
organistum. Hlóðfæraleikarar, nem-
endur og kennarar sjá m.a. um undir-
leik og einsöng.
Sóknarprestar í Fjarðabyggð
munu þjóna fyrir altari og sóknar-
prestur prédika.
Að athöfn lokinni verða kaffiveit-
ingar í boði sóknamefndar ásamt til-
heyrandi dagskrá.
Settar verða upp sýningar í grunn-
skóla Eskifjarðar er stendur opinn
sunnudag 26. mars frá kl. 17-19. Gef-
ur þar að líta sýnishom á handverki
nemenda grunnskóla Eskifjarðar,
gert í þemaviku um kristnitöku sl.
haust. Þá er þar farandsýning,
Kirkjur á Austurlandi, sett saman af
Pétri Sörenssyni ljósmyndara að
tilstuðlan afinælisneftidar á Austur-
landi um 1000 ára kristnitöku á Austí
urlandi. Síðast en ekki síst er mynda-
sýning, ágrip af sögu Hólmasóknar,
tilurð fríkirlgu og stofnun Eski-
fjarðar- og Reyðarfjarðarsókna,
myndir af prestum sem þjónað hafa
frá miðri 19. öld.
Síðasttalda sýningin er framlag
menningamefndar Fjarðabyggðar til
kristnihátíðar í prestakallinu og unnin
í samstarfi við Hilmar Bjamason,
safnvörð á Eskifirði, Minjavörð á
Austurlandi, Guðnýju Zoega og Pétur
Sörensson Ijósmyndara. Verður fólki
gefinn kostur á því að njóta þeirrar
sýningar a.m.k. fram eftír ári.
Davíð Baldursson, sóknarprestur.
Gospel-systur
í Grensáskirkju
Á MORGUN syngja Gospel-systur
við guðsþjónustu í Grensáskirkju.
Þann dag er boðunardagur Maríu,
dagur sem tileinkaður er gleði yfir
trúfesti Guðs og þökk fyrir trúm-
ennsku þjóna hans. Gospel-systur
flytja einmitt tónlist sem túlkar þá
gleði og þökk á líflegan og einlægan
hátt enda einkennist gospel-tónlist af
ftjálslegri túlkun og tilfinningaríkri
tjáningu.
Stjómandi gospel-systra er Mar-
grét J. Pálmadóttir og undirleikari
Amhildur Valgarðsdóttir. Kirlgukór
Grensáskirlgu tekur einnig þátt í
guðsþjónustunni og organisti er Ámi
Arinbjarnarson. Vörpum af okkur
vetrardranga og snjóþyngslum og
komum fagnandi til guðsþjónustu í
Grensáskirkju!
Kristnihátíð - lista-
vika í Mýrdal
HÁTÍÐAHÖLD í tilefni s£ 1000 ára
afmæli kristnitökunnar á Islandi hefj-
ast með hátíðarguðsþjónustu í Víkur-
kirkju kl. 14:00 á morgun, sunnudag.
Séra Haraldur M. Kristjánsson
prófastur predikar og þjónar fyrir
altari og kór Víkurkirkju syngur und-
ir stjóm Krisztinu Szklenár organ-
ista. Sigurður Skagfjörð Steingríms-
son baritón syngur einsöng og Vigfús
Þór Hróbjartsson, nemandi í Tón-
skólanum í Mýrdal, leikur á trompet.
Að guðsþjónustu lokinni er öllum
viðstöddum boðið til kaffisamsætís í
félagsheimilinu Leikskálum í Vík
þar sem hátíðin með yfirskriftinni:
„Kristni og menning - list í 1000
ár“ verður formlega sett. Skólakór
Mýrdalshrepps flytur nokkur lög
undir stjóm Önnu Bjömsdóttur og
Sigurður Skagfjörð Steingrímsson
einsöngvari syngur við undirleik
Krisztínu Szklenár. Þá verður form-
lega opnuð sýning á verkum nemenda
Grunnskóla Mýrdalshrepps og Leik-
skólans í Suður-Vík ásamt ljós-
myndasýningu.
Kristnihátíðin sem er samvinnu-
verkeftii allra skólanna í hreppnum,
kvenfélaganna, félags eldri borgara
og allra sókna Víkurprestakalls
stendur síðan óslitíð til 2. apríl nk.
Frá mánudegi til föstudags verður
starfrækt kaffihús í félagsheimilinu
Leikskálum þar sem nemendur
grunnskólans og tónskólans, félag
eldri borgara og kvenfélögin í
hreppnum sýna atriði sín sem tengj-
ast kristnihátíðinni, samhliða því sem
gestum og gangandi er boðið að skoða
myndlistarsýningu og sýningu á Ijós-
myndum Jónasar Erlendssonar í
Fagradal. Mánudagskvöldið 27, mars
flytur Sigrún Lilja Einarsdóttir er-
indi í Víkurkirkju sem hún nefnir:
Kristni í Mýrdal í 1000 ár. Bænastund
verður í Víkurkirkju þriðjudaginn 28.
mars kl. 18:00. Miðvikudagskvöldið
29. mars verður kvikmyndasýning í
Vfkurskóla og föstudagskvöldið 31.
mars unglingadansleikur í Leikskál-
um þar sem sunnlenska hljómsveitin
Á mótí sól leikur fyrir dansi.
Laugardaginn 1. apríl verða síðan
tónleikar og kvöldvaka í Leikskálum
á vegum Kórs Víkurkirkju. Þá koma í
heimsókn góðir gestir af Snæfells-
nesi, kór Fáskrúðarbakka- og Kol-
beinsstaðasókna, ásamt stjómanda.
Á laugardagskvöldinu er fólki vel-
komið að líta inn hjá kóranum í fé-
lagsheimilinu í Vík, hlusta á þá taka
lagið og skemmta sér við harmon-
ikkuleik. Sunnudaginn 2. apríl lýkur
kristnihátíð í Mýrdal að þessu sinni,
með samvera Kirkjuskólans í Mýrdal
í Víkurkirkju kl. 11:00. Kl. 14:00 sama
dag verður hátíð í Leikskálum í Vík
þar sem böm og starfsfólk Leikskól-
ans í Suður-Vík sjá um skemmtidag-
skrá og kaffiveitingar.
Allir sem tök hafa á era hvattir til
að notfæra sér það sem í boði verður á
kristnihátíð Mýrdælinga og taka þátt
í skemmtílegri og uppbyggilegri
menningarviku.
Séra Haraldur M. Kristjánsson.
Sunnudagaskóli
Hafnarfjarðar-
kirkju til Þingvalla
Á MORGUN, sunnudaginn 26. mars,
er boðunardagur Maríu. Af því tilefni
er mikið um að vera í Hafnarfjarðar-
kirkju. Kl.11.00 fer sunnudagaskólinn
í ævintýraferð tíl Þingvalla þar sem
ætlunin er að halda hátíðarbama-
guðsþjónustu þar sem fjallað verður
um kristnitökuna. Á Þingvöllum tek-
ur sr. Heimir Steinsson staðarhaldari
á mótí hópnum. Auk guðsþjónustunn-
ar í þingvallakirkju verður gengið á
Lögberg og því þurfa allir að mæta
vel búnir þar sem mikill spjór er á
Þingvöllum. Borðað verður nestí í
Þjónustumiðstöð Þingvalla áður en
haldið er heim á ný. Leiðsögumaður í
ferðinni er sr. Þórhallur Heimisson.
Kl. 20.30 hefst síðan Maríuvaka sem
eins og nafnið gefur til kynna er helg-
uð Maríu móður Guðs. Dr. Amfríður
Guðmundsdóttír mun þar flytja er-
indi um Maríu mey, en auk þess syng-
ur kór Hafnarfjarðarkirkju Maríu-
vers og Kristján Helgason syngur
einsöng, en sr. Þórhallur Heimisson
leiðir bænir. Að lokinm Maríuvöku er
kaffisamsætí í Safnaðarheimilinu
Strandbergi.
Hefðbundin guðsþjónusta fer fram
kl.11.00 í kirkjunni. Prestur þá er sr.
Gunnþór Ingason.
Kristnihátíð í Eyr-
arbakkaprestakalli
SUNNUDAGINN 26. mars næst-
komandi efna sóknamefndir Eyrar-
bakka-, Stokkseyrar- og Gaulveija-
bæjarsókna til hátíðarsamkomu í
tilefni af 1000 ára afmæli kristnitöku í
Félagslundi, Gaulveijabæjarsókn kl.
14.00. Slíkar hátíðir era nú í öllum
prestaköllum Ámessprófastsdæmis
og hafa þær, sem þegar hafa farið
fram, verið vel sóttar og hátíðargest-
um til ánægju. Sérlega er ánægjulegt
hve margt fólk hefur tekið virkan þátt
í hátíðunum. Svo verður einnig nú á
þessari hátíð að heimafólk fær góða
gestí sem era kirkjukórar Hraun-
gerðisprestakalls ásamt stjómanda
sínum, Sigfúsi Ólafssyni, sem koma í
heimsókn og syngja nokkur lög ásamt
heimakóram undir stjóm Hauks
Gíslasonar. Þá syngja kóramir báðir
saman tvö lög og almennur söngur
verður einnig. Hafa slíkar gagn-
kvæmar heimsóknir kirkjukóranna
verið nokkuð einkenni á kristnihátíð-
um í prófastsdæminu. Aðalræðu sam-
komunnar flytur Helgi ívarsson,
fræðaþulur og bóndi á Hólum, og
fjallar um kristnitökuna. Einnig mun
prófastur fjalla lítillega um aðdrag-
anda og gildi kristnitökunnar. Hafður
verður uppi hljóðfæraleikur og leikið
saman á píanó og þverflautu og píanó
og klarinett. Tónlistarfólkið er: Hauk-
ur Gíslason, kantor prestakallsins, og
þau Ásgeir Sigurðsson og Kristín Sig-
fúsdóttir. I lok samkomunnar verður
ftjáls samvist hátíðargesta og léttar
kaffiveitingar. Hvatt er til góðrar
þátttöku.
Fréttatilkynning frá sóknamefnd-
unum.
Agnar Westli
í Kefas
LAUGARDAGINN 25. mars verður
Agnar Westli gestaprédikari í Kefas,
kristnu samfélagi, Dalvegi 24, Kópa-
vogi. Agnar Westli er kennari við
biblíuskólann Levende Ord í Bergen,
Noregi og er hann í þessari ferð að
kynna biblíuskólann sem hann starf-
ar við; Guð hefur gefið honum hjarta
fyrir íslandi og íslensku þjóðinni sem
hann biður mikið íyrir. Hann er ein-
lægur í þjónustu sinni, gefur gott orð
og er með fyrirbænaþjónustu. Sam-
koman hefst kl. 14 og era allir hjart-
anlega velkomnir.
Danskur stúlkna-
kór í Hjallakirkju
TÓNLISTARGUÐSÞJÓNUSTA
verður í Hjallakirlgu í Kópavogi
sunnudag kl. 11. Danskur stúlknakór
frá Skt. Klemensskólanum í Óðins-
véum, vinabæ Kópavogs, syngur í
guðsþjónustunni. Stjómandi kórsins
er Kirsten Möller Jensen. Auk þess
mun kór kirkjunnar flytja tónlist fyrir
föstu og boðunardag Maríu. Organisti
er Jón Ólafur Sigurðsson. Allir hjart-
anlegavelkomnir.
Ferð sunnudaga-
skóla í Grafarvogi
SUNNUDAGASKÓLINN í Grafar-
vogskirkju og Engjaskóla fer í heim-
sókn í Grensáskirkju á morgun,
sunnudag. Farið verður með rútum,
lagt verður af stað frá Grafarvogs-
kirkju og Engjaskóla kl. 10.30.
Prestamir.
Hjónanámskeið
í Hallgrímskirkju
HELGINA 31. mars -2. apríl verður
hjónanámskeið í kórkjallara í Hall-
grímskirkju. Þetta er 6. námskeiðið
sem haldið er í kirkjunni með þessum
hættí, en leiðbeinandi er Stefán Jó-
hannsson fjölskylduráðgjafi (M.A).
Stefán lærði í Bandaríkjunum og
starfaði Í14 ár sem fjölskylduráðgjafi
í Flórída. Hann starfrækir ráðgjafa-
skrifstofu hér í borginni og hefur
haldið fjölmörg námskeið víða um
land. Námskeið sem þessi era fyrir
hjón eða sambýlisfólk sem vill gera
gott samband betra, eða fá tækifæri
til að vinna með tilfinningar sínar og
tjáskipti. Námskeiðið fer fram með
stuttum fyrirlestrum, hópvinnu,
verkefnum og videomyndum. Það er
ánægjulegt hve mörg tilboð era um
þetta efni á vegum kirkjunnar, enda
tekið á vandamálum sem snerta afar
marga. Árið 1985 var fyrst boðið upp
á hjónanámskeið í Laugameskirkju,
en þau urðu mörg, bæði hálfs dags
námskeið og helgamámskeið, en að-
alhvatamaður þeirra var sr. Þorvald-
ur Karl Helgason. Þegar Fjölskyldu-
þjónusta kirkjunnar hóf starfsemi
sína hóf hún m.a. þjónustu á þessu
sviði. í Hafnarfjarðarkirkju hafa nú
um nokkurt skeið verið haldin hjón-
anámskeið með góðum árangri, en
þau hafa einnig verið haldin viðar úti
um landið. Þá hefur Lúthersk hjóna-
helgi verið starfrækt nokkur ár með
mikilliþátttöku.
Námskeiðin sem Stefán Jóhanns-
son býður upp á era viðbót við þetta
starf allt og vonum við hér í Hall-
grímskirkju, að margir notfæri sér
það.
Skráning fer fram í s. 5538800.
Jón Dalbú Hróbjartsson, prestur í
Hallgrúnskirkju.
Kolaportsmessa
HELGIHALD þarfnast ekki hús-
næðis heldur lifandi fólks. Kirkja
Jesú Krists er ekki steypa heldur lif-
andi steinar, manneslgur af holdi og
blóði. Þess vegna er hægt að fara út