Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 76
76 LAUGARDAGUR 25. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
vorur
f n
HARMONIKUBALL
Óhræddur
við fegurðina
✓
Ungur kvikmyndagerðarmaður, Olafur Jó-
hannesson, frumsýnir í dag stuttmyndina
Engill no. 5503288. Birgir Örn Steinarsson
ræddi við hann um fegurð og engla.
OFT VILL það verða að yngri lista-
rnenn séu smeykir við fegurðina.
Það reynist oft of hár þröskuldur
fyrir þá að tjá blíðari strauma eðlis
síns af ótta við að opinbera sig um of.
Einn listamaður sem hræðist ekki
fegurðina er Ólafur Jóhannesson,
ungur kvikmyndagerðarmaður, sem
frumsýnir í Háskólabíó í dag kl. 14
stuttmynd sína Engill no. 5503288.
„Ég gerði myndina í minningu
foður míns sem, lést síðasta haust,"
•^ðtskýrir Ólafui- spurður um tildrög
myndarinnar’., ,;Ég þurfti að gera
eitthvað við þá uppsöfnuðu orku sem
fylgdi missinum. Söguþráður mynd-
arinnar tengist þó ekki þessum at-
burði, heldur varð hann til þess að
mig langaði til að gera eitthvað fal-
legt og óhult.“
Það virðist vera auðveldasta að-
ferðin fyrir yngri listamenn til að
grípa athygli jafnaldra sinna að
brjótast fram á sjónarsviðið eins og
kjaftshögg í páfagarði. „Unga fólkið
heldur oft að það sé meiri kraftur í
að gera eitthvað yfirgengilegt
i : •
Engillinn í golfgallanum, leikinn af Agli Heiðari Antoni Pálssyni.
þannig að talsmátinn verður oft
hneykslanlegur í verkum þess. Feg-
urðin er máttur en er samt alltaf
höfð í bakgrunni.“
Engill hversdagsleikans
Myndin er 22 mínútna löng og
fjallar um engil sem kemur til
Reykjavíkur í þeim tilgangi að fylgja
ungum strák inn í næsta heim. I
sögubyi-jun er drengurinn enn á lífi
og fáum við að fylgjast með síðasta
degi hans og þeim tildrögum sem
leiða hann í dauðann. Engillinn not-
ar þó tíma sinn vel og heimsækir
nokkra „reglulega skjólstæðinga“ í
leiðinni. „Upphaflega var hugmynd-
in að engillinn kæmi að hádrama-
tískum augnablikum í lífi söguper-
sónanna en mér fannst það of
alvarlegt. Ég læt því engilinn koma
að mjög hversdagslegum augnablik-
um þeirra og í stað þess að útlit eng-
ilsins sé mjög guðdómlegt þá klæði
ég hann í mismunandi búninga eftir
því hvern hann er að heimsækja. Til
dæmis hjá gamla manninum [er
Gunnar Eyjólfsson leikur] er hann
klæddur í golfgalla."
Englar hafa verið mönnum hug-
leiknir í gegnum aldirnar en þó virð-
ist sem þeir séu að taka ýmsum
breytingum. Það verður að teljast
langt síðan kvikmyndaáhorfendur
hafa séð engil ljóss og dýrðar sem er
eins og klipptur úr sunnudagsskóla-
myndaspilunum. Kvikmyndagerðar-
menn seinni tíma hafa verið þeim
miskunnarlausir og klippt af þeim
vængina, en þeir fljúga enn. „Ég tók
nokkur þyrluskot til að áhorfandinn
fengi tilfinningu fyrir englinum.
Undir því atriði hljóma útvarps-
bylgjur. Þannig læt ég engilinn
„stilla inn á“ einhvern sem er að
tala.“
Blandað leikaraval
En skyldi myndin vera 22 mínútur
af spekingslegum athugasemdum
um Guð og tilveruna? „Nei, það er
voðalega lítið talað í þessari mynd.
Ég vildi hafa hana landamæralausa.
Talið þjónar engum tilgangi í mynd-
inni.“ Leikarar myndarinnar koma
úr ýmsum áttum og er jafnvægi á
milli reyndra leikara og byrjenda.
Þeir sem eiga stærstu hlutverk
myndarinnar eru Egill Heiðar
Anton Pálsson, sem leikur engilinn,
Atli Heimisson, sem leikur strákinn
dauðadæmda, þá leika Gunnar Eyj-
ólfsson, Guðrún Asmundsdóttir,
Stefán Karl Stefánsson, Nanna
Kristín Magnúsdóttir og Rósa Guð-
mundsdóttir, skemmtanastjóri
Spotlight, sem leikur hér í sinni
fyrstu íslensku bíómynd.
Talnarunan dularfulla
Ólafur segist hafa verið lánsamur
með samstarfsfólk og það hafi verið
honum afar dýrmætt hve mikinn
metnað fólk lagði í vinnu sína. „Alla,
sem unnu að myndinni, langaði
virkilega að vinna sitt verk,“ segir
Ólafur þakklátur á svip.
Atli Heimisson, sem er ungur og
efnilegur dansari, fer með eitt
aðalhlutverk myndarinnar.
Áður en frumsýningin hefst mun
Matthías Viðar Sæmundsson há-
skólalektor flytja ræðu um engla og
hlutverk þeirra í gegnum tíðina.
Einnig verður settur upp spurninga-
leikur með spurningum um engla
sem ekkert mannsbarn getur mögu-
lega svarað með fullri vissu. „Það er
til að draga úr fnimsýningarspennu
okkar Islendinga, en við getum verið
frekar erfiðir og stífir," útskýrir Ól-
afur.
En hvers vegna skyldi myndin
heita þessu furðulega nafni, „Éngill
no. 5503288“, hvað merkir þessi
furðulega talnaruna? „Hún merkir
ekki nokkurn skapaðan hlut. Við
skýrðum myndina þetta þannig að
fólk skildi að engillinn væri ekki ein-
hver ákveðin persóna." Eins og
flestir átta sig á er talnarunan sjö
stafa og gæti þess vegna verið sím-
anúmer. Blaðamaður er nægilega
forvitinn til að hringja í númerið,
það var svarað um hæl með dún-
mjúkri englaröddu: „Vaka-Helga-
fell, góðan dag.“
Reuters
Elton John svaraði spurningum blaðamanna fyrir frumsýningu Aidu.
Aida frumsýnd í New York
AIDA, söngleikur Eltons Johns og
Tims Rices, var frumsýnd í New
York í vikunni. Gagnrýnendum
fannst lítið til verksins koma en það
var frumflutt árið 1998 í Atlanta.
Sýningin var hins vegar misheppn-
uð þá og fór fljótlega af fjölunum.
Þá var tekið til við að endurbæta,
titilinn var styttur úr Margbrotið
líf: Goðsagnir Aidu í einfaldlega
Aida og var prufusýnt fyrir áhorf-
endur í desember síðastliðnum og í
framhaldi af því var ákveðið að
setja sýninguna upp í New York.
Elton og Tim héldu tryggð við
verkið allt til enda en nýr leikstjóri,
Robert Falls, bættist í hópinn en
Disney-fyrirtækið sér um fram-
leiðslu verksins.
I söngleiknum er ijallað um ævi
Aidu sem var prinsessa og egypska
hermanninn Radmes sem var ætlað
að giftast dóttur faraós.
Fjöldi frægra einstaklinga var
meðal gesta á frumsýningu Aidu
eins og gefur að skilja og mættu
Heather Locklear og kærastinn og
rokkarinn Richie Sambora auk
Rosie O’Donnel og Barbara
Walters.
Nceturqalinn
í kvöld leikur Danssveitin Cantabile
frá Akureyri.
Borðapantanir í síma 587 6080. _
Allir velkomnir, ungir sem aldnir.
Dansinn dunar dátt frá kl. 22.00 í kvöld í
ÁSGARÐI, Glæsibæ, við Álfheima.
Félagar úr Harmonikufélagi Reykjavíkur
leika fyrir dansi ásamt félögum frá FHSN,
Félagi harmonikuunnenda á Selfossi og
nágrenni. Ragnheiður Hauksdóttir syngur.
Stuttar og síðar kápur
með eða án hettu,
mörg snið.
Fallegar úlpur.
Hattar og húfur.
Nyiar
"
Mörkinni 6, sími 588 551 8 • Bílastæði við búðarvegginn