Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 84
Netþjónar og tölvur *COMPAa fMtfgttnliIjifrÍfe Hefur þitt fyrirtæki efni á aö eyða tíma starfsfólksins i bið? Það er dýrt að láta starfsfólkið biðai Tölvukerfi sem virkar 563 3000 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREWSLA 5691122, NETFANG: R1TSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 25. MARS 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Stjórnarformaður SPRON á aðalfundi sjóðsins Sparisjóðum kannski breytt í hlutafélög ÞAÐ kemur mjög ákveðið til skoð- unar að breyta sparisjóðunum í hlutafélög þegar lagahejmild til þess hefur verið fengin. Akvörðun er þó eðlilega ekki hægt að taka fyrr en vitað er hvert lagaum- hverfið verður. Þetta kom fram í ræðu Jóns G. Tómassonar, stjórn- arformanns Sparisjóðs Reykjavík- ur og nágrennis, á aðalfundi sjóðs- ins sem haldinn var í gær. „Nefndir á vegum viðskipta- T: a^áðuneytisins vinna nú annars veg- ar að endurskoðun á lögum um Saka utan- ríkisráð- herra um ^að reyna að heftasam- keppni FORSVARSMENN Atlantsskipa ehf. segja engan vafa á því að lagafrumvarpi um framkvæmd til- tekinna þátta í varnarsamstarfi ís- lands og Bandaríkjanna, sem Hall- dór Ásgrímsson utanríkisráðherra mælti fyrir á Alþingi í síðustu viku, sé beint gegn fyrirtækinu. Saka þeir ráðherrann um að ganga erinda Eimskipafélagsins og um að reyna að hefta samkeppni í skipaflutningum. Forsvarsmenn Atlantsskipa gagnrýna sérstaklega afturvirkt bráðabirgðaákvæði í frumvarpi ut- anríkisráðherra sem þeir segja beinlínis ætlað að valda því að samningum fyrirtækisins við flutn- ingadeild bandaríska hersins, sem gerðir voru 1998, verði rift, helst strax en í öllu falli ekki seinna en 1. nóvember næstkomandi. Stefán Kjærnested, fram- kvæmdastjóri Atlantsskipa, segir í samtali við Morgunblaðið að það sé umhugsunarvert þegar stjórn- völd búa sig undir að setja aftur- virk lög á viðskiptasamninga sem gerðir voru í góðri trú. Segir hann ■:<é með þessum gjörningi sé verið áo kippa fótunum undan fyrirtæki sem hafi verið að reyna að hasla sér völl í skipaílutningum. ■ Segja óeðlilegt/6 ? MITSUBISHI banka og sparisjóði og hins vegar að athugun á rekstrarformi spari- sjóðanna. Er þess að vænta að nið- urstöður beggja þessara nefnda liggi fyrir síðar á árinu þannig að unnt verði að vinna að og kynna nauðsynlegar lagabreytingar í framhaldi af því,“ að því er fram kom í ræðu Jóns. Hann sagði í ræðu sinni að hlutafélagaformið væri í takt við þá þróun á fjármagnsmarkaði að breyta fjármálafyrirtækjum í opn- ara form og í því sambandi tók LEYFISHAFA lífsýnasafns er óheimilt að selja lífsýni en honum verður hins vegar heimilað að taka gjald fyrir lífsýni eða aðgang að hann ríkisbankana tvo sem dæmi. „Þá verður að telja líklegt að með hlutafélagsformi verði sameining sparisjóða auðveldari í fram- kvæmd. Samstarf sparisjóðanna hefur lengi verið mikið og oft skilað góð- um árangri. Hinu er þó ekki að leyna að mörgum sparisjóði verður sifellt erfiðara að starfa á eigin forsendum, að veita viðskiptavin- um sínum viðunandi þjónustu í breyttu starfsumhverfi peninga- markaðarins." þeim, sem nemur kostnaði við öflun, vörslu og meðferð sýnanna og veit- ingu aðgangs að þeim, skv. endur- skoðuðu frumvarpi Ingibjargar Pálmadóttur heilbrigðisráðherra um lífsýnasöfn, sem hún kynnti í ríkis- stjóm í gær. Samkvæmt einni af meginreglum frumvarpsins skal við öflun lífsýna til vörslu í lífsýnasafni leitað eftir upplýstu og óþvinguðu samþykki þess sem lífsýnið gefur og getur lífsýnisgjafi hvenær sem er dregið samþykki sitt til baka og látið eyða lífsýni þegar það er gefið til vörslu í lífsýnasafni. I frumvarpinu er hins vegar einnig gert ráð fyrir að við töku lífsýnis við þjónusturannsókn verði lífsýnisgjafi að lýsa sig mótfallinn því að sýnið verði vistað á safni. Hafi lífsýnisgjaf- inn ekki gert neina athugasemd geti farið svo að sýnið verði vistað á lífsýnasafni, að því er fram kemur í Stórslys sett á svið SKÓLASKIPINU Sæbjörgu var breytt í skemmtiferðaskip í gær, þar sem sett var á svið stórslys vegna landsæfingar Slysavarnafé- lagsins Landsbjargar. Æfingin er einn margra liða viðamikillar landsæfingar samtakanna og verð- ur fram haldið víðsvegar í Reykja- vík og nágrenni í dag. Allt að 100 farþegar í skoðunar- ferð á „skemmtiferðaskipinu“ áttu að hafa slasast í eldsprengingu um borð og voru nokkur hundruð björgunarmenn kallaðir á vettvang ásamt læknaliði Sjúkrahúss Reykjavíkur. Æfingin var æði raunveruleg enda mikið lagt upp úr slysaförðun og hvergi slegið af kröfum um sannfærandi frammi- stöðu sjúklinga og björgunarliðs. ■ Margir alvarlega/42 greinargerð. Sett eru ákvæði um rétt lífsýnisgjafa til að draga til baka ætlað samþykki sitt fyrir vistun lífsýnis á lífsýnasafni til notkunar í vísindarannsóknum. Gengið út frá ætluðu samþykki látinna lífsýnisgjafa Heilbrigðisráðherra lagði upphaf- lega fram lagafrumvarp um lífsýna- söfn á Alþingi 1998 en það hlaut ekki afgreiðslu. Hafa starfsmenn ráðu- neytisins nú farið yfir frumvarpið og gert á því ýmsar breytingar og hyggst ráðherra leggja það fram á AJþingi fyrir þinglok í vor. Meðal annarra breytinga sem gerðar hafa verið á frumvarpinu er að bannað verði að flytja lífsýnasafn eða hluta þess úr landi nema að fengnu samþykki vísindasiðanefndar og tölvunefndar. I ákvæði til bráðabirgða segir að heimilt sé að vista lífsýni, sem aflað Yfirvöld smala hrossum á Mýrum Hluti stóðs- ins beint í sláturhús FARA þurfti með hluta af útigangs- hrossum af jörðinni Skíðsholtum á Mýrum í sláturhús í gær. Hrossin voru orðin illa farin vegna vanfóðrun- ar. Oðrum var fundinn betri staður. Forðagæslufulltrúi Borgarbyggð- ar og dýralæknar hafa fylgst með ástandi hrossa í Skíðsholtum að und- anfómu. Þar hafa verið 58 hross á útigangi en eigandinn er fluttur í burtu og jörðin komin í eyði. Gunnar Gauti Gunnarsson héraðsdýralæknir segir að býlið sé frekar afskekkt og erfitt að komast þangað. Eigandi hrossanna hafi ekkert sinnt þeim og þau ekki fengið nægilegt eða nógu gott fóður. Því hafi ekkert annað ver- ið að gera en að smala hrossunum og koma þeim á betri stað. Sum hross- anna, einkum folöld og tryppi, hafi verið orðin það illa haldin að þau hafi verið send beint í sláturhús. Skíðsholt eru annað býlið á Mýr- um þar sem yfirvöld hafa þurft að grípa í taumana vegna vanfóðrunar hrossa í vetur. Fylgst er með fleiri bæjum. Gunnar Gauti kvaðst vonast tO að ekki þyrfti að grípa inn í á fleiri stöðum. -------------- Metfarmur af smokkfiski FLUTNIN GASKIPIÐ Snowmass kom til Reykjavíkur í vikubyrjun og síðan hefur um 3.000 tonnum af smokkfiski verið landað úr því. Þetta er stærsti smokkfiskfarmur sem landað hefur verið á íslandi á einu bretti, að sögn Þorleifs Ólafssonar hjá veiðarfærasölunni Dímoni ehf., sem sér um söluna. ■ Um 3.000 tonnum/26 var fyrir gildistöku laganna, á lífsýnasafni, nema lífsýnagjafi lýsi sig mótfallinn því. „Sé lífsýnisgjafi látinn skal gengið út frá ætluðu sam- þykki,“ segir í ákvæðinu. í 9. grein frumvarpsins segir að lífsýni skuli að jafnaði ekki notuð í öðrum tilgangi en þeim var ætlað þegar þau voru tekin. Ábyrgðarmað- ur safns veiti aðgang að lífsýnum til frekari greiningar sjúkdóma. Safn- stjórn getur hins vegar, að fengnu samþykki tölvunefndar og vísinda- siðanefndar, heimilað notkun lífsýna í öðrum tilgangi en ætlað var þegar þau voru tekin, „enda mæli brýnir hagsmunir með því og ávinningurinn vegi þyngra en hugsanlegt óhagræði fyrir lífsýnisgjafann eða aðra aðila,“ eins og segir í frumvarpinu. í frumvarpinu eru einnig auknar kröfur gerðar til ábyrgðarmanns lífsýnasafns frá því sem gert var ráð fyrir í upphaflegu frumvarpi. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Heilbrigðisráðherra kynnir endurskoðað frumvarp um lífsýnasöfn í ríkisstjórn Heimilt að taka gjald fyrir lífsýni sem nemur kostnaði Lífsýnagjafar geti afturkallað samþykki og látið eyða lífsýnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.